Morgunblaðið - 19.11.2012, Síða 1

Morgunblaðið - 19.11.2012, Síða 1
M Á N U D A G U R 1 9. N Ó V E M B E R 2 0 1 2  Stofnað 1913  271. tölublað  100. árgangur  LÍFIÐ GEFUR LÍFIÐ TEKUR OG LÍFIÐ GEFUR AFTUR HVER EINASTA SPÝTA NÝTT SKÁLDSAGAN ER ENGIN HEILÖG KÝR GRISJUN SKÓGA 14 NÝ SAGA EINARS MÁS 34BÓK UM MAKAMISSI 10 Oddný G. Harðardóttir vann yfir- burðasigur á Björgvini G. Sigurðssyni í flokksvali Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi á laugardaginn. Oddný hefur gegnt stöðu þingflokks- formanns og fjármálaráðherra á kjör- tímabilinu og styrkt stöðu sína veru- lega innan Samfylkingarinnar. Margir hafa nefnt hana sem mögulegan arf- taka Jóhönnu Sigurðardóttur en sjálf segist Oddný ekki hafa íhugað að fara í formannsframboð. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir þingmaður var einungis 68 atkvæðum frá því að fella Össur Skarphéðinsson úr 1. sæti flokksins í Reykjavík. Sigríður kom ný inn á þing eftir kosningarnar 2009 líkt og Oddný og hafa þær báðar styrkt stöðu sína innan flokksins verulega á kjörtíma- bilinu. Líkt og Oddný hefur Sigríður verið orðuð við formannsembætti Samfylk- ingarinnar en hún segist sjálf vilja halda þeirri spurningu opinni að svo stöddu. Katrín Júlíusdóttir, efnahags- og fjármálaráðherra, hefur einnig verið nefnd sem mögulegur formaður en staða hennar gæti verið veikari eftir að hafa tapað fyr- ir Árna Páli Árnasyni í baráttunni um fyrsta sætið í Suð- vesturkjördæmi. Árni Páll hefur einn lýst yfir framboði til formanns Samfylkingarinnar. »4 Konur styrkja stöðu sína Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Oddný G. Harðardóttir  Oddný og Sigríður sigurvegarar flokksvals helgarinnar Inga Elín Cryer úr ÍA setti tvö glæsileg Íslandsmet um helgina þegar Íslandsmeistaramótið í 25 metra laug fór fram í Ásvallalaug í Hafnarfirði. Skaga- mærin bætti met sitt í 400 metra skriðsundi á föstu- dag og bætti svo met Hrafnhildar Lúthersdóttur í 400 metra fjórsundi í gær. Boðsundssveitir SH settu fjögur Íslandsmet og því féllu samtals sex Íslandsmet í fullorðinsflokki. Þar að auki féllu aldursflokkamet í mörgum grein- um en Eygló Ósk Gústafsdóttir, sem sést hér að of- an, setti til að mynda tvö stúlknamet. Þar að auki bættu Jón Margeir Sverrisson og Kol- brún Alda Stefánsdóttir Íslandsmet í S14-fötlunar- flokknum. » Íþróttir Morgunblaðið/Árni Sæberg Fjöldi meta féll í Firðinum Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is „Það hefur hvergi komið fram hjá Margréti Ýri með tilliti til hagsmuna sveitarfélagsins hvaða brýna nauðsyn bar til þess að skipta um lið. Það er algjör- lega órökstutt og kjörnum fulltrúum ber fyrst og fremst að gæta að hags- munum sveitarfé- lagsins í málefnum þess, en það er ekki gert í þessu tilfelli þar sem verið er að auka útgjöld til muna,“ segir Guð- finna Þorvaldsdóttir, oddviti Á-lista, eftir að Margrét Ýrr Sig- urgeirsdóttir yfirgaf flokkinn og myndaði nýjan meirihluta með Sjálfstæðisflokki í Rangárþingi ytra. Drífa Hjartardóttir var ráðin nýr sveitar- stjóri. Drífa var skipuð af nýjum meirihluta án auglýsingar en Gunnsteinn R. Ómarsson hafði verið ráðinn eftir að auglýst var eftir sveitarstjóra fyrir tveimur árum. „Það er stutt eftir af kjörtímabili og þetta bar brátt að. Því var ákveðið að fara þessa leið að þessu sinni. Benda má á að venjulegt ráðningarferli með tilheyrandi auglýsingu tekur talsverðan tíma og það var metið sem svo að ekki væri ráðrúm til þess að svo stöddu,“ segir Guð- mundur Ingi Gunnlaugsson, oddviti Sjálf- stæðisflokks í sveitarstjórn. Margrét Ýrr segir að Guðfinna hafi sýnt einræðistilburði og hún hafi viljað skipta um oddvita þegar tímabilið var hálfnað. „Í sömu viku var ég kölluð á fund oddvita og sagt að ég væri sú eina í meirihlutanum sem væri eitthvað óánægð og það væri alveg í lagi að eitthvert okkar færi að taka sér launalaust leyfi,“ segir Margrét. »9 Styr um stjórnar- tauma  Nýr meirihluti í Rangárþingi ytra Nýr meirihluti » Nýr meiri- hluti var mynd- aður í Rangár- þingi ytra í byrjun nóv- ember. » Samfélagið „logar“ í deilum að sögn fráfar- andi oddvita Á- lista.  „Það er orðið erfiðara að ná með boðskapinn til kvenna, miðlarnir eru fleiri og það er svo margt ann- að sem glepur. Þær hafa ekki sinnt boðun í skoðun á sama hátt og áð- ur,“ segir Kristján Sigurðsson, yfir- læknir á Leitarstöð Krabbameins- félagsins. Hann segir að það sé því miður staðreynd að á undanförnum þremur til fjórum árum hafi hækk- að á ný hlutfall þeirra legháls- krabbameina sem eru óskurðtæk þegar þau greinast, krabbameina sem eru lengra gengin og leiða til geisla- og lyfjameðferðar í stað ein- falds keiluskurðar. „Mæting í leg- hálskrabbameinsskoðun er búin að fara hægt og rólega minnkandi al- veg frá árinu 1990. Í yngsta hópn- um, 25 til 39 ára, hefur þeim sem mæta fækkað um 16% á síðustu 20 árum,“ segir Kristján. »18 Mæta verr í legháls- krabbameinsskoðun Ungar konur Sinna illa boðun í legháls- krabbameinsskoðun hjá Leitarstöðinni. Morgunblaðið/Jim Smart  Skiptastjóri dánarbús manns sem lést 1936 gengur nú frá sölu tveggja fasteigna búsins í Grinda- vík. Dánarbú Guðmundar Jóns- sonar á Klöpp í Grindavík kom til opinberra skipta fyrir um fjórum árum. Hafði uppgötvast við skipti á dánarbúi sonarsonar hans að eign hafði gleymst. Telst dánarbú Guðmundar eiga helming Klappartúnsins sem liggur niður undir sjó í Þórkötlustaða- hverfi í Grindavík og liðlega 4% af 2.500 hektara óskiptu landi Þór- kötlustaða sem liggur norðaustur frá bænum í Grindavík. Verðmæti landsins er óvíst að sögn skipta- stjórans. »12 Gengið frá skiptum löngu eftir andlát Enn var verið að ræða um framtíð flugfélagsins SAS þegar Morgun- blaðið fór í prentun í nótt. Forsvars- menn flugfélagsins SAS og stéttar- félaga starfsmanna settust aftur að samningaborðum en á miðnætti átti að renna út frestur til nauðasamninga við lánardrottna. Starfsmönnum barst hins vegar nýtt tilboð frá stjórnendum félagsins og frestur til nauðasamninga því framlengdur meðan við- ræður standa yfir. Í gærkvöldi taldi forstjóri SAS í Noregi að 50% líkur væru á því að flugfélagið yrði gjaldþrota. Farþegar SAS hafa beðið eftir niðurstöðu samningafunda fé- lagsins við starfsmenn og lánar- drottna en fari flugfélagið í þrot verða strandaglópar í útlöndum að greiða fyrir eigin flugmiða heim með öðrum flugfélögum. Sé ferðin ófarin er andvirði flugmið- ans tapað nema takist að afturkalla greiðsluna. Ræddu framtíð SAS fram yfir miðnætti

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.