Morgunblaðið - 19.11.2012, Page 16

Morgunblaðið - 19.11.2012, Page 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 2012 H a u ku r 1 0 .1 2 Guðni Halldórsson lögfræðingur, gudni@kontakt.is Brynhildur Bergþórsdóttir rekstrarhagfræðingur, lögg. verðbr.- og fasteignasali, brynhildur@kontakt.is Gunnar Svavarsson viðskiptafræðingur, gunnar@kontakt.is Jens Ingólfsson rekstrarhagfræðingur, jens@kontakt.is Sigurður A. Þóroddsson hrl. sigurdur@kontakt.is Forgangslisti er nýjung fyrir kaupendur og fjárfesta. Skráning á www.kontakt.is Skráðu þig á forgangslista og við sendum þér reglulega upplýsingar í• tölvupósti um tækifæri sem við getum ekki sett í auglýsingar. Upplýsingar og skráning á www.kontakt.is. Fyrirtæki í innflutningi á sérhæfðum efna- og tæknivörum til notkunar í• fyrirtækjum. Fyrirtækið nýtur álits á markaði og hefur trygga viðskiptavini. Ársvelta 100 mkr. Heildverslun með heilsutengdar vörur. Þekkt merki og sterk staða á• markaði. Ársvelta 150 mkr. EBITDA 25 mkr. Gott fjárfestingatækfæri. Lykilstarfsmenn eru að kaupa spennandi• fyrirtæki sem hefur mikla vaxtamöguleika. Fjárfestir óskast til að leggja fram 20 mkr. sem er um 25% hlutafjár. Í boði er örugg og góð lágmarksávöxtun á láni eða hlut með sölurétti eftir 3 ár. Þekkt tískufataverslun í Kringlunni. Góð umboð.• Heildverslun með tæknivörur fyrir matvælaiðnaðinn. Ársvelta 80 mkr.• Innflutnings- og framleiðslufyrirtæki tengt byggingariðnaði. Stöðug• ársvelta um 150 mkr. og rúmlega 20 mkr. EBITDA. Þekktur skyndibitastaður. Ársvelta 70 mkr.• Innflutningsfyrirtæki með tæknivörur á vaxandi markaði. Ársvelta 60• mkr. og yfir 100% álagning. Lítil en rótgróin bókaútgáfa sem sérhæfir sig á ákveðnu sviði. Stöðug• velta allt árið. Samanlagður auður 100 ríkustu manna heims dróst saman um 26,1 milljarð dala í liðinni viku eða sem svarar um 3.300 milljörðum króna. Það er Bloomberg-fréttastofan sem greinir frá þessu og segir orsökina vera lækkun á alþjóðlegum mörk- uðum vegna slæmra horfa í efna- hagsmálum Bandaríkjanna og Evr- ópu. Bill Gates var 1,8 milljörðum dala, 228 milljörðum króna, fátækari í lok vikunnar en hlutir í Microsoft lækk- uðu um 8% frá opnun á mánudag. Ríkasti maður heims, Mexíkóinn Car- los Slim, glataði 1,2 milljörðum dala í vikunni. Standard & Poor‘s 500 vísitalan hefur ekki náð sér almennilega á strik eftir dýfu í kjölfar þess að Bar- ack Obama var endurkjörinn forseti. Nemur lækkun S&P 500 4,8 pró- sentustigum í vikunni. Markaðir hafa verulegar áhyggjur af fjárlögum næsta árs sem meðal annars eiga að fela í sér skattahækkanir að upphæð samtals 607 milljarðar dala. ai@mbl.is AFP Sprækur Carlos Slim spókar sig um í Kólumbíu á dögunum. Hann lætur það ekki á sig fá þó markaðssveiflur hafi gert hann rösklega milljarði dollara fátækari á einni viku. Markaðir víða um heim einkennast af svartsýni. 100 ríkustu tapa 26 milljörðum dala  Markaðir leita niður á við vegna óróleika Ein af stóru fréttum síðustu viku var endalok matvælaframleiðandans Hostess Foods. Fyrirtækið hefur um áratugaskeið framleitt ýmis undir- stöðumatvæli bandarískrar matar- menningar og leitun að því heimili sem ekki á einhverjar Hostess-vörur inni í skáp. Reksturinn hafði gengið nokkuð brösuglega síðustu árin og varð að endingu að hætta honum þegar ekki tókst að ná lendingu í kjaradeilu við verkalýðsfélag bak- ara. Eru unnendur Hostess-vara farn- ir að hafa áhyggjur af að geta ekki lengur keypt úti í búð góðgæti eins og Twinkies-kökubitana. Tæma hillurnar Að sögn CNN hafa neytendur byrjað að tæma Hostess-vörur úr hillum verslana, til að eiga a.m.k. einhverjar birgðir til að gæða sér á. Twinkies- pakkar eru óðara að hverfa en einnig eru vinsælar vörur eins og Wonder Bread, Hostess Cup Cakes og Ding Dongs gripnar í miklu magni. Ekki nóg með það heldur eru braskarar farnir að sjá sér leik á borði og reyna að áframselja góð- gætið á uppsprengdu verði á netinu. Á söluvefjum eins og Craigslist og eBay eru kökupakkarnir núna boðn- ir til sölu á hundruð og jafnvel þús- undir dollara. Hvort kökubraskið gengur upp er svo annað mál, því þó að Hostess hafi lagt upp laupana þarf það ekki endi- lega að þýða endalok Twinkie- kökunnar. Í viðtali við CNN segir framkvæmdastjóri Hostess að standi til að koma sem flestu af fram- leiðslutækjum og vörumerkjum þrotabúsins í verð og vonandi að aðr- ir framleiðendur taki vinsælustu vör- urnar upp á sína arma. ai@mbl.is Kökubraskarar maka krókinn  Heyrir Twin- kies sögunni til? AFP Ódrepandi Ýmsar vörur Hostess, ein og Twinkies-kökurnar, eru orðnar hluti af dægurmenningunni vestanhafs. Íslendingar þekkja örugglega nafn- ið úr gamanþáttum þó að þeir hafi aldrei smakkað kremfylltar kökurnar. Framundan er ein af stærstu versl- unarhelgum ársins vestanhafs. „Svarti föstudagur“, föstudagurinn á eftir þakkagjörðhátíðinni, markar upphaf jólasölunnar og von á að við- skiptavinir fjölmenni í verslanir til að njóta góðs af sérstöku tilboðs- verði. Í síðustu viku bárust fréttir af því að Wal-Mart ætli að byrja föstudags- brjálæðið enn fyrr, og hefjast tilboð- in kl. 8 á fimtudeginum. Nú hóta starfmenn verslanakeðjunnar mót- mælum og verkföllum til að reyna að knýja fram kjarabætur. Hyggjast mótmæla á landsvísu Aðgerðir eru farnar af stað í Seattle þar sem a.m.k. 30 starfs- menn í sex Wal-Mart-verslunum hafa lagt niður vinnu undir merkjum starfsmannasamtakanna OUR Walmart. Stendur til að aðgerðirnar breiðist út til annarra verslana og má eiga von á yfir þúsund aðskildum mótmæla- og verkfallsaðgerðum í aðdraganda föstudagssprengjunnar. Að sögn Guardian verða aðgerðirnar af ólíkum toga: á sumum stöðum verður miðum dreift til viðskipta- vina, á öðrum stendur til að efna til svokallaðra „flash-mob“ uppákoma og á enn öðrum stöðum ætla starfs- menn að ganga á dyr. Skipuleggjendur aðgerðanna gera ráð fyrir að mótmælin standi yfir fram að jólum og fram á næsta ár. Í síðasta mánuði skipulagði hópurinn stærstu mótmælin í sögu Wal-Mart þegar starfsmenn lögðu niður vinnu í tólf verslunum vítt og breitt um Bandaríkin. Einnig hefur Wal-Mart þurft að glíma við hrinu verkfalla í vöruhúsum sem iðulega eru rekin af sjálfstæðum fyrirtækjum. ai@mbl.is Starfsmenn Wal-Mart sæta lagi og mótmæla  Leggja niður vinnu og trufla sölu í upphafi jóla- vertíðar AFP Harka Þessi systkini létu fara vel um sig í innkaupakörfu. Lengi hefur verið deilt um kaup og kjör starfsmanna Wal-Mart. Fyrirhuguð mótmæli hljóta að koma sér sérstaklega illa enda er spáð mjög líflegri jólaverslun. Aukablað alla þriðjudaga

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.