Morgunblaðið - 20.11.2012, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.11.2012, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2 0. N Ó V E M B E R 2 0 1 2  Stofnað 1913  272. tölublað  100. árgangur  GENIN HAFA SITT AÐ SEGJA Í HREYFINGU MARY FANN UPP RÚÐU- ÞURRKUR FRIÐRIK DÓR SENDIR FRÁ SÉR NÝJAN DISK BÍLAR VÉLRÆNN 33TRAUSTI VALDIMARSSON 10 „Síðustu kvöld lékum við í frá- bærum nýjum tónlistarhúsum, í Kaupmannahöfn og í Helsinki, og nú getum við ekki beðið eftir að kynnast Hörpu,“ sagði hinn kunni hljómsveitar- stjóri Sir Simon Rattle í gær. Hann var þá nýkominn til landsins ásamt Berlínarfílharmóníunni, sem er á sjö landa tónleikaferð, og stjórnar hljómsveitinni á tónleikum í Eld- borgarsalnum í kvöld. Miðar á tón- leikana seldust upp á svipstundu. „Ég hef heyrt afar lofsamleg um- mæli um Hörpu,“ segir Rattle og bætir við að nú ættu allar hljóm- sveitir og hljóðfæraleikarar að koma við á Íslandi á ferð milli Evrópu og Bandaríkjanna, það ætti að verða viðtekin venja. „Við vitum hvað tón- list skiptir miklu máli í menningar- lífinu hér,“ segir hann. »30 Hlakkar til að kynnast Hörpu  Berlínarfílharm- ónían leikur í kvöld Sir Simon Rattle Skýrsla um lögregluna » Fjárveitingar til lögreglu- embætta hafa lækkað um 2,8 milljarða frá 2008. » Ársverkum lögreglumanna hefur fækkað um 87 frá 2007. » Dregið hefur úr þjálfun og námskeiðum lögreglumanna og orsakirnar eru fækkun lög- reglumanna og fjárskortur. Heimir Snær Guðmundsson heimirs@mbl.is Í nýrri skýrslu innanríkisráðuneyt- isins um stöðu lögreglunnar kemur fram að hún sé ekki í stakk búin til að takast á við viðamikil verkefni, svo sem viðbrögð við hryðjuverka- ógn, aðgerðir gegn skipulagðri glæpastarfsemi og síaukinn þunga í landamæravörslu. Þá segir einnig að grunnbúnaður lögreglu til að takast á við sérstakar lögregluað- gerðir vegna vopnamála, hryðju- verka og annarra stórfelldra ofbeld- ismála sé mjög takmarkaður. Búnaður sem til sé þarfnist end- urnýjunar og viðbúnaðargetan varðandi fyrstu viðbrögð og öryggi ríkisins sé óviðunandi. Hefur ekki sérstakar áhyggjur af öryggi ríkisins Ögmundur Jónasson innanríkis- ráðherra lítur svo á að þetta séu ábendingar lögreglu sem vilji gæta þess að setja fram öll möguleg varnaðarorð. „Ef ég ætti að for- gangsraða þá eru þetta ekki þeir þættir sem ég horfi fyrst til. Frek- ar horfi ég til almennrar löggæslu sem snýr að borgurunum,“ segir Ögmundur. Aðspurður segist hann ekki hafa sérstakar áhyggjur af ör- yggi ríkisins en bætir við að hann telji eðlilegt að lögregla bendi á þessa þætti. Í skýrslunni kemur einnig fram að brýnt sé að fjölga lögreglumönn- um og auka fjárveitingar. Þá segir að ársverkum lögreglumanna hafi fækkað um 87 á milli áranna 2007 og 2011 og aukavinna minnkað. MHuga þarf að grunnþáttum »4 Óviðunandi vegna öryggis  Svört skýrsla innanríkisráðuneytisins um stöðu lögreglunnar  Búnaður tak- markaður og þarfnast endurnýjunar  Ráðherra vill efla almenna löggæslu Morgunblaðið/Styrmir Kári Kaupgleði í kreppu Mörg heimili hafa reynt að viðhalda neyslunni. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Íslendingar byrjuðu að spara eftir efnahagshrunið 2008 en síðan dvín- aði sparnaðarhneigðin og fólk tók að ganga á innlán til að halda uppi þeirri neyslu sem það hafði vanist, eða til að greiða af lánum. Þetta er mat Gústafs Steingríms- sonar, sérfræðings hjá Landsbank- anum, sem telur að vexti í einka- neyslu síðustu ár hafi að hluta verið haldið uppi með úttekt innlána og séreignasparnaðar. Samkvæmt tölum Seðlabankans áttu heimilin um 604 milljarða króna á innlánsreikningum í sept- ember. Úr 900 í 600 milljarða frá 2009 Til samanburðar voru innlánin rúmlega 701 milljarður í janúar 2011, 825 milljarðar í janúar 2010 og tæplega 901 milljarður í janúar 2009, séu upphæðirnar núvirtar. Gústaf segir ársfjórðungslegan vöxt einkaneyslu á 12 mánaða grundvelli stöðugt hafa dregist sam- an frá 2. fjórðungi síðasta árs. »4 Rýrna um 300 milljarða  Innlán heimila hafa dregist verulega saman frá hruni Ungdómurinn er ekki dauður úr öllum æðum. Svellin heilla og eru fyrirtaks leikvangur til að hrista upp í heilabúinu eftir skóladaginn. Ísinn á Tjörninni mun hopa því hækkandi hita- stigi er spáð á næstu dögum í Reykjavík. Hitinn mun verða í kringum frostmark og nokkrum gráðum betur. Ekki er útlit fyrir að höfuðborgin fái sömu ásýnd og ríkir fyrir norðan, vestan og austan, þar sem fannfergið er allmikið. Ungdómurinn bregður á leik á Reykjavíkurtjörn Morgunblaðið/Ómar  Ólga virðist vera meðal hjúkrunarfræð- inga vegna stofn- anasamnings við Landspítalann sem enn hefur ekki verið endur- skoðaður í sam- ræmi við kjara- samninga. Bréf ganga nú á milli hjúkrunarfræðinga þar sem hvatt er til uppsagna frá og með næstu mánaðamótum. Formaður félagsins segir bréfið ekki á ábyrgð þess og að það geti skaðað vinnu sem í gangi er. Björn Zoëga, forstjóri Landspít- alans, segir fáar uppsagnir hafa borist vegna þessa. »12 Hjúkrunarfræðingar ósáttir vegna kjara Þú leggur línurnar létt&laggott

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.