Morgunblaðið - 20.11.2012, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.11.2012, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2012 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Nokkur hundruð manns voru samankomin fyrir utan bandaríska sendiráðið við Laufásveg síðdegis í gær. Þar stóð félagið Ísland-Palestína fyrir mótmælaathöfn vegna árása Ísraelshers á Gaza-ströndina. Að sögn Sveins Rúnars Haukssonar, formanns Íslands- Palestínu, voru þetta líklega fjölmennustu mótmælin við sendiráðið sem félagið hefur staðið fyrir undan- farin 40 ár. Auk Sveins flutti Ögmundur Jónasson inn- anríkisráðherra einnig ávarp. Kröfðust þeir þess að loftárásum Ísraela yrði tafarlaust hætt. Átökin á Gaza- ströndinni komu einnig til umræðu á Alþingi í gær. Birgitta Jónsdóttir þingmaður boðaði tillögu frá henni og fleiri þingmönnum um að stjórnmálasambandi Ís- lands við Ísrael yrði slitið. Ræða á málið í ríkisstjórn- inni í dag, að því er fram kom í máli Össurar Skarphéð- inssonar utanríkisráðherra í fyrirspurnartíma á þingi. Árásum Ísraelshers mótmælt Morgunblaðið/Júlíus Fjölmenn mótmæli fyrir framan bandaríska sendiráðið við Laufásveg í gær Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is „Þegar upplýsingar bárust um að það myndi dragast að svara, þá velti ég því fyrir mér hvað seðlabanka- stjóri sæti í mörgum stjórnum félaga í eigu Seðlabankans. Mér þykir þetta einkennilegt því ég hefði talið tiltölu- lega auðvelt að svara þessu,“ segir Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokks, en hún lagði fram fyrirspurn til fjármála- og efna- hagsráðherra um setu Más Guð- mundssonar seðlabankastjóra í stjórnum félaga í eigu bankans. Starfsmenn fjármála- og efna- hagsráðuneytis sendu Eygló bréf. Þar kom fram að sótt yrði um lengri frest því ekki hefði náðst að afla nauðsynlegra upplýsinga um málið. Eygló telur það ekki samræmast hlutverki seðlabankastjóra að vera einnig innheimtuaðili fyrir kröfur. Hún segir að á fundum í efnahags- og viðskiptanefnd sé oft og tíðum verið að ræða mikilvæg málefni sem varða Seðlabankann og samninga við kröfuhafa. „Þá er mikilvægt að skýr greinarmunur sé á því hvaða hags- muna Seðlabankinn gætir hverju sinni,“ segir Eygló. Gagnrýnin ekki ný af nálinni Hún bendir á að umræðan um tví- þætt hlutverk seðlabankastjóra hafi einnig komið fram í kringum söluna á Sjóvá á sínum tíma. „Þegar Sjóvá var selt komu fram tilteknar athugasemdir. Þá sat Már Guðmundsson sem stjórnarformað- ur eignarhaldsfélags Seðlabankans og var starfandi seðlabankastjóri. Heiðar Már Guðjónsson, einn af þeim sem gerðu tilboð í Sjóvá, benti á að hann vissi ekki hvort hann væri að tala við seðlabankastjóra eða stjórnarformanninn.“ Jafnframt tel- ur Eygló eðlilegt að Seðlabankinn hefði látið taka það út, með lögfræ- ðiáliti eða öðru slíku, hvort þetta samræmdist lögum um bankann, áð- ur en félög í eigu hans voru stofnuð. Máli sínu til stuðnings vísar hún í lög um Seðlabankann, þá einkum til 3. og 4. greinar sem fjalla um markmið og verkefni Seðlabankans. Auk þess kallar Eygló eftir við- brögðum ráðherra við afstöðu Rík- isendurskoðunar til stjórnarsetu seðlabankastjóra sem kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar um fyr- irgreiðslu ríkisins til fjármálafyrir- tækja og stofnana eftir efnahags- hrunið. Ekki náðist í Katrínu Júlíusdótt- ur, fjármála- og efnahagsráðherra, við vinnslu fréttarinnar í gær. Gagnrýnir tvíþætt hlutverk  Þingmaður telur það ekki samræmast hlutverki seðlabankastjóra að innheimta einnig kröfur Fjármála- og efnahagsráðherra biður um frest til að svara á þingi Katrín Júlíusdóttir Eygló Harðardóttir Fá inflúensutilfelli hafa greinst hér á landi þetta haustið, en engin tilfelli hafa greinst frá því í byrjun október þeg- ar tveir einstaklingar greindust með inflúensu. Báðir sýktust þeir að öllum líkindum erlendis og veiktust fljót- lega eftir heimkomu. „Lítið er um inflúensu um þessar mundir en hins vegar hefur RS-veira greinst að undanförnu, sem leggst sér- staklega þungt á ungbörn,“ segir Guðrún Sigmundsdótt- ir, yfirlæknir á sóttvarnasviði landlæknisembættisins. „Mikilvægt er að foreldrar séu meðvitaðir um að veiran sé á kreiki og hugi sérstaklega að því ef börn þeirra fá í magann,“ segir Guðrún. Þó nokkuð virðist vera um magakveisur en Guðrún segir fá slík tilfelli skila sér inn á sjúkrahús og heilsugæslu. „Talsvert er um nóróveiru en erfitt er að hafa eftirlit með því þar sem fólk heldur sig frekar heima við með uppköst og hita,“ segir Guðrún. Að hennar sögn eru landsmenn síður en svo hólpnir undan inflúensunni, en hennar er líklegast að vænta í auknum mæli í desember og janúar. Fyrstu RS-veirutilfella vetrar vart hjá börnum Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Smithætta Fyrstu RS-veirutilfelli vetrarins hafa nú greinst, en hún leggst sérstaklega þungt á ungbörn.  Örfá inflúensutilfelli  Magakveisur geisa „Þögnin um þetta stærsta sjálf- stæðismál Ís- lendinga hjá frambjóðendum flokks sem haft hefur andstöðu við ESB-aðild sem stefnumál frá byrjun, er af- hjúpandi og dap- urleg staðreynd,“ segir Hjörleifur Guttormsson, fyrr- verandi alþingismaður og ráðherra, í grein á vefritinu Smugunni þar sem hann fjallar um stöðu Vinstrihreyf- ingarinnar - græns framboðs, VG. Kveikjan að greininni er kynning- arbæklingur sem honum barst vegna forvals VG í Reykjavík en hann segir engan af frambjóðend- unum hafa minnst á Evrópumálin í umfjöllun um áherslur sínar utan einn sem hafi ekki gert upp við sig hvort kostir aðildar að Evrópusam- bandinu vegi þyngra en gallarnir. Hann segir að lokum: „Flokkurinn sem við stofnuðum um aldamótin er því miður að verða ósjálfbært rekald við hliðina á Samfylkingunni.“ Afstöðu- leysi VG um ESB Hjörleifur Guttormsson  VG „ósjálfbært rek- ald“ segir Hjörleifur Búið er að af- létta hættu- og óvissustigi vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum og á Mið-Norðurlandi. Í gær var mat lagt á hættu vegna snjóflóða undir Nöfunum á Sauðárkróki og ákveðið í framhaldinu að aflétta rýmingu á þeim húsum sem þar voru rýmd um helgina vegna snjó- flóðahættu. Íbúar húsanna hafa því fengið að snúa heim á ný en þeim var gert að yfirgefa hús sín í fyrra- dag. Snjóhengja féll af Nafarbrún á efsta húsið í Kambastíg í fyrradag en engum varð meint af. Spáð er snjókomu næstu daga á Mið-Norðurlandi og Vestfjörðum. Vægt frost, en hiti um eða yfir frostmarki við suður- og austur- ströndina. Óvissustigi aflétt nyrðra Mikið fannfergi er á Sauðárkróki. Verð á bökunar- vörum hefur hækkað frá því á sama tíma fyrir ári samkvæmt verðlagseftirliti ASÍ. Vinsælar vörur eins og Ljóma-smjörlíki hafa hækkað um 12-18% og Pills- bury-hveiti hefur hækkað um 8-20%. Könnunin var gerð hjá Bónus, Krónunni, Nettó, Fjarðarkaupum, Hagkaupi og Nóa- túni. „Að fenginni reynslu hefði ég haldið að samkeppni á þessum markaði væri mikil einmitt á þessum árstíma,“ segir Jóhannes Gunn- arsson, formaður Neytendasamtak- anna. „Ef samkeppnin virkar á rétt- an máta þá ættu þessar vörur frekar að lækka eða í það minnsta að hækka tiltölulega lítið vegna auk- innar samkeppni nú fyrir jólin,“ seg- ir Jóhannes og bætir við að hann geti ekki fyllyrt um ástæður hækk- unarinnar. Hann hyggst hins vegar krefjast svara hjá bæði birgjum og smásölum á næstu dögum. heimirs@mbl.is Dýrara að baka fyrir jólin  Krefst skýringa Jóhannes Gunnarsson 5. Elínbjörg Magnúsdóttir SÆTI PRÓFKJÖR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Í REYKJAVÍK 24. NÓVEMBER Alþingi á að endurspegla samfélagið. Hlúum að heimilunum – afnemum skattastefnu vinstri stjórnarinnar. Elínbjörg Magnúsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.