Morgunblaðið - 20.11.2012, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.11.2012, Blaðsíða 6
FRÉTTASKÝRING Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Rammaáætlun var afgreidd bæði úr umhverfis- og samgöngunefnd og at- vinnuveganefnd Alþingis í gær. Auk- inn meirihluti umhverfisnefndar stóð að nefndarálitinu en auk þess studdi Þór Saari, sem er áheyrnar- fulltrúi Hreyfingarinnar í nefndinni, afgreiðslu áætlunarinnar. Fjórir fulltrúanna gerðu hins veg- ar fyrirvara við meirihlutaálitið. Það voru þau Atli Gíslason, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Róbert Marshall og Þór Saari. Þau vilja ganga lengra í verndun og áskilja sér rétt til þess að styðja breytingatillögur þegar áætlunin verður rædd á þingi. Guðfríður Lilja segir að fyrirvar- arnir lúti að alvarlegri óvissu um áhrif jarðvarmavirkjana, til dæmis hvað varði mengun grunnvatns, áhrif á heilsu fólks og skjálftavirkni vegna niðurdælingar. „Það eru svo alvarleg vafaatriði um þessi mál og svo miklar upplýsingar sem vantar í reynd að við leggjum áherslu á að fleiri háhitasvæði verði að fara í bið- flokk,“ segir hún. Fjórmenningarnir styðja hins vegar áætlunina þó að breytingatil- lögur þessa efnis verði felldar að sögn Guðfríðar Lilju. „Þrátt fyrir þessa mjög alvarlegu annmarka teljum við samt að vinnan við rammaáætlun sé áfram grund- völlur til betri nálgunar í þessum efnum. Við þurfum að byggja á þess- ari vinnu til framtíðar.“ Biðstaða til margra ára Bæði sjálfstæðis- og framsóknar- menn skila minnihlutaálitum í nefnd- inni en þeir eru ósáttir við að um- hverfisráðherra hafi vikið frá tillögum og röðun faghópa og verk- efnisstjórnar rammaáætlunar. Þá voru sex virkjunarkostir færðir úr nýtingarflokki yfir í biðflokk. „Við óttumst að verði niðurstaðan á þessa leið sé nánast verið að setja alla frekari uppbyggingu á þessu sviði í biðstöðu til margra ára,“ segir Birgir Ármansson, fulltrúi Sjálf- stæðisflokks í umhverfisnefnd. Vandinn við að víkja frá faglegum tillögum sem vinnan við rammaáætl- un skilaði sé að efnt sé til ágreinings sem ekki sjái fyrir endann á. „Hættan er sú að fyrir vikið verði þetta fyrst og fremst rammaáætlun núverandi ríkisstjórnar en ekki lang- tímaáætlun sem víðtæk samstaða gæti náðst um,“ segir hann. Mörður Árnason, framsögumaður álits meirihlutans, segist fagna nið- urstöðunni jafnvel þótt einhverjir fulltrúar geri fyrirvara við nefndar- álitið. „Það gerum við í raun öll því ekkert okkar er í sjálfu sér ánægt með einstaka virkjunarkosti.“ Hann segir að helstu deilumálin varði kosti sem settir séu í biðflokk. „Ef það er fordæmið fyrir næsta stjórnarmeirihluta að setja umdeilda kosti í biðflokk þá held ég að það sé bara gott fordæmi,“ segir Mörður. Rammaáætlun afgreidd með fyrirvörum  Nefndarmenn vilja fleiri kosti í bið Morgunblaðið/RAX Hverir Skortur er á upplýsingum um áhrif jarðvarmavirkjana. Reykjanes » Fjórmenningarnir í umhverf- isnefnd tiltaka allir Reykjanes- skagann sem þeir vilja að fari í biðflokk. » Guðfríður Lilja segir að veigamikil rök hnígi að því að hann sé settur í bið. Þ.á m. séu áhrif jarðvarmavirkjana á höf- uðborgarsvæðið og gríðarlegt gildi skagans fyrir ferðaþjón- ustu 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2012 varanlegs miska, 133 milljónir fóru í innheimtuþóknun lögfræðinga, 105 milljónir í matskostnað, 38 milljónir fyrir læknisvottorð og 15 milljónir fyrir sjúkraþjálfun. Miðað við að VÍS sé með um 35- 40% hlutdeild í bílatryggingum má reikna að heildartjón tryggingafélaga árið 2011 hafi verið um 15 milljarðar vegna umferðarslysa. Endurkröfur 124 milljónir „Þetta er líf og heilsa fólks og af- leiðingarnar af því er ekki hægt að meta til fjár,“ segir Sveinn. Hann segir að tryggingafélögum sé skylt að bæta tjón þó svo að þau séu af völdum gáleysis, jafnvel af völdum áfengis- eða eiturlyfjaneyslu. Sveinn segir að oft sé um ungt fólk að ræða og að mál sem þessi fari fyrir endurkröfunefnd sem meti út frá aldri og fjárhagsstöðu hvað viðkomandi eigi að greiða til baka. Í tilvikum sem þessum á þó gerandinn aldrei rétt á slysabótum sjálfur. Sveinn segir mjög misjafnt hversu mikið endurheimtist af kröf- unum. „Í fyrra voru sendar til inn- heimtu af VÍS endurkröfur í muna- tjónum upp á 72 milljónir og 52 milljónir í slysatjónum. Þetta eru oft og tíðum háar kröfur á hendur ung- um ökumönnum sem geta haft veru- leg áhrif á áætlanir fólks og framtíð. Það er mikilvægt að fækka umferð- arslysum sem mest og forvarnir eru sterkasta vopnið í þeirri baráttu. Fækkun slysa er allra hagur.“ 15 milljarðar vegna umferðarslysa 2011  Mbl.is og Una Sighvatsdóttir verðlaunuð á Umferðarþingi Skýrsla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um efnahagsáætlun stjórnvalda ligg- ur nú fyrir. Framkvæmdastjórn AGS hefur enn fremur lokið umræðu um skýrsluna en í henni er fjallað um framgang efnahagsmála og árangur eftir að efnahagsáætlun íslenskra stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins lauk í ágúst 2011. Hættulegur evrusamdráttur Framkvæmdastjórn Alþjóðagjald- eyrissjóðsins lýsti almennt ánægju sinni með þann árangur sem náðst hefur á sviði efnahagsmála eftir hrun fjármálakerfisins árið 2008. Hins veg- ar kom fram að veruleg áhætta gæti stafað af efnahagssamdrætti á evru- svæði og ýmsum innlendum þáttum. Framkvæmdastjórnin taldi nauðsyn- legt að markmið um hallalausan ríkis- rekstur næðust á tilsettum tíma. Þá var talið æskilegt að auka aðhald pen- ingastefnunnar til að ná verðbólgu- markmiðinu. Áfram þarf að styrkja fjármálakerfið með því að tryggja nægilegt eigið fé fjármálastofnana. Efnahagssamdráttur á evrusvæðinu smitandi Evruógn Veruleg hætta stafar af efnahagssamdrætti á evrusvæði.  AGS sáttur við þróun mála hér Minnka erlendar krónueignir » Í skýrslunni er lýst yfir stuðningi við árangurstengda áætlun um afnám gjaldeyris- hafta sem miðar m.a. að því að minnka krónueignir erlendra aðila. » Áfram þarf að styrkja fjár- málakerfið. Sveinn nefndi dæmi um tjón í erindi sínu. Þá rann bíll til í hálku og utan í kyrrstæðan bíl í vegkanti. Báðir fóru út af og varð tjón bæði á bílum og fólki, en fimm manns voru í hvorum bíl. Úr þessu slysi urðu níu slysatjón, eitt tjón vegna slysa- tryggingar ökumanns, eitt tjón vegna kaskótryggingar bifreiðar og eitt munatryggingatjón. Margskonar áverkar voru á þeim sem í bílunum voru. Eymsli í hálsi, baki, brákuð öxl, skurður í hnakka, höfuðhögg, tanntjón, stífleiki í baki, háls, mjöðm og mar eftir bílbelti. Áætlað heildartjón vegna þessa eina slyss var 96 milljónir króna, en meðaliðgjald fyrir ábyrgðartrygg- ingu bifreiðar er um 80.000 krónur á ári. Það þarf því iðgjöld af um 1.200 bifreiðum til að standa undir þessu eina tjóni. 1.200 iðgjöld fyrir eitt tjón DÆMI UM TJÓN Sveinn Fjalar Ágústsson Morgunblaðið/Styrmir Kári Umferðarljósið Guðrún Hálfdánardóttir, fréttastjóri mbl.is, og Una Sighvatsdóttir blaðamaður taka við viðurkenn- ingum úr hendi Karls V. Matthíassonar, formanns Umferðarráðs, og Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra. SVIÐSLJÓS Ingvar P. Guðbjörnsson ipg@mbl.is Una Sighvatsdóttir, blaðamaður á mbl.is, hlaut í gær Umferðarljósið, verðlaun Umferðarráðs, fyrir greina- flokkinn „Váin á vegunum“ sem birt- ist á mbl.is í sumar, en þar var fjallað um umferðarslys og afleiðingar þeirra og rætt við fólk sem þekkir sjálft raunir í tengslum við umferðar- slys. Verðlaunin voru afhent í Hörpu á Umferðarþingi 2012 í gær, en þau eru veitt annað hvert ár, í tíunda skiptið í gær. Við afhendingu verð- launanna þakkaði Sigurður Helga- son, verkefnastjóri hjá Umferðarráði, mbl.is fyrir góða og vandaða umfjöll- un um umferðarmál undanfarin ár og fékk Una sérstakar þakkir fyrir vandaða umfjöllun í greinaflokki sínum. 1,8 milljarðar vegna örorku Sveinn Fjalar Ágústsson, deildar- stjóri hjá VÍS, flutti erindi á þinginu um kostnað vegna umferðarslysa. Þar kom fram að heildargreiðslur vegna tjóna af völdum ökutækja árið 2011 hjá VÍS námu alls 5,7 millj- örðum. Þar af 2,4 milljarðar vegna tjóna á ökutækjum, 360 milljónir vegna bílrúðutjóna og 2,9 milljarðar vegna slysatjóna. Af tjónum vegna slysa voru 1,8 milljarðar greiddir í bætur vegna var- anlegrar örorku, 380 milljónir vegna SÉRHÆFING Í VIÐHALDI GÓLFA SÉRSMIÐI innréttingar, borðplötur, sprautulökkun info@golfthjonustan.is | golfthjonustan.is S: 897 2225

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.