Morgunblaðið - 20.11.2012, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.11.2012, Blaðsíða 8
BAKSVIÐ Andri Karl andri@mbl.is „Ákæruvaldið fer fram á að frétta- flutningur verði bannaður af skýrslutökum á meðan þær fara fram,“ sagði Karl Ingi Vilbergsson aðstoðarsaksóknari snemma á fyrsta degi aðalmeðferðar í máli ákæruvaldsins gegn Annþóri Krist- jáni Karlssyni, Berki Birgissyni og átta öðrum karlmönnum. Fjölskip- aður dómur féllst á kröfuna og var fjölmiðlum því bannað að fjalla um það sem fram fór í dómsal í gær. Burtséð frá banninu er óhætt að greina frá því, án þess að hljóta fyrir það sekt, að dagskráin gekk vonum framar á fyrsta degi. Skýrslutökur yfir sakborningum hófust án vand- ræða og þeim lauk á undan áætlun. Sakborningar í málinu hafa ekki allir gott orð á sér þegar kemur að því að haga sér samkvæmt reglum í dómsal og var einn þeirra dæmdur í sex mánaða fangelsi nýverið fyrir að sýna dómara mikla óvirðingu. Þar sem þannig bar við var lögregla höf- uðborgarsvæðisins með mikinn við- búnað við Héraðsdóm Reykjaness, þar sem aðalmeðferðin fer fram, auk þess sem dómsformaður las yfir sakborningum reglurnar og sagði að þeim yrði vikið úr dómsal ef þeir trufluðu vinnufrið. Reyndar tók dómari fram að sakborningar fengju fyrst áminningu en svo rautt spjald. Þá er hugsanlegt að dómþingið hafi farið svo friðsamlega fram vegna þess að dómari féllst á kröfu ákæruvaldsins um að sakborningar fengju ekki að hlýða á framburð hver annars. Varð það til þess að að- eins einn sakborningur var í dóm- salnum á hverjum tíma og því fá tækifæri fyrir fíflalæti sem ein- kenndu þingsetningu málsins, en þá voru allir sakborningar saman komnir og æstu hver annan upp. Í málinu er ákært fyrir þrjár sér- staklega hættulegar árásir, frelsis- sviptingu, tilraun til fjárkúgunar og ólögmæta nauðung. Á morgun eiga að mæta fyrir dóminn og gefa skýrslu fórnarlömb í málinu og vitni. Verjendur í málinu virtust þó ekk- ert sérlega bjartsýnir á að allir myndu mæta á réttum tíma og því mætti gera ráð fyrir einhverri rösk- un á dagskrá. Verði svo lengist jafn- framt takmörkun á fréttaflutningi, en fyrst eftir að skýrslutökum lýkur má greina frá því sem komið hefur fram. Takmörkuð umfjöllun um dómsmál Morgunblaðið/Júlíus Í járnum Börkur Birgisson fékk lítið að hreyfa sig í gær án fylgdarmanna.  Aðalmeðferð hófst í máli ákæruvaldsins gegn Annþóri Kristjáni Karlssyni, Berki Birgissyni og átta öðrum  Fyrsti dagur af fjórum gekk framar vonum 8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2012 Andríki vekur athygli á þeim orð-um Kristrúnar Heimisdóttur að það sé „áberandi þversögn falin í því hjá forsætisráðherra að biðja um lögtæknilega úttekt en nefna út- tektina engu að síð- ur degi síðar lög- fræðilegan gæðastimpil“.    Hér á Kristrúnvið það að stjórnvöld fengu starfshóp lögfræð- inga til að fara tæknilegum höndum um tillögu „stjórnlagaráðs“ að nýrri stjórnarskrá fyrir Ísland.    Starfshópurinn átti ekki aðleggja mat á gæði tillagnanna eða bera saman hvort þær eða gild- andi stjórnarskrá væru betri. Hópn- um var sagt að vinna með tillög- urnar sjálfar og fara yfir hluti eins og innbyrðis samræmi og slíkt.    Og jafnvel með slíkt ör-umboðgerir hópurinn 75 breytingar- tillögur við tillögurnar. Þegar það liggur fyrir, láta spek- ingur eins og Jóhanna Sigurð- ardóttir og hófstilltur þingmaður eins og Valgerður Bjarnadóttir, eins og tillögurnar hafi fengið „gæðastimpil“.    Það er svona svipað og ef tóbaks-fyrirtæki fengi hóp lungna- lækna til að skila álitsgerð um það hvenær dagsins sé hollast að reykja sígarettur. Hópurinn mætti hins vegar ekki bera saman hollustu þess að reykja og þess að reykja ekki. Læknarnir klóri sér í kollinum en segi svo að það sé best í upphafi vinnudags því lungun hreinsist kannski við erfiði dagsins. Tals- menn tóbaksfyrirtækja mæti svo í fréttaviðtöl, að rifna úr stolti, og segi: Nú er það staðfest, sígarettur eru hollar. Sérstaklega á morgn- ana. Kristrún Heimisdóttir Gasalegur gæðastimpill STAKSTEINAR Bjarni Þóroddsson gefur kost á sér í 3.-6. sæti í forvali Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs í Norð- austurkjördæmi fyrir komandi al- þingiskosningar. Bjarni hefur verið félagi í hreyf- ingunni frá 2007 og hefur sinnt ýmsum trúnaðarstörfum á vegum flokksins síðan þá. Hann sat í stjórn Ungra vinstri grænna á Akureyri 2007-2010, 2008-10 sem formaður. Jafnframt var hann í kjördæmisráði Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi 2008-10. Bjarni sat í stjórn Ungra vinstri grænna 2008-2010 sem með- stjórnandi og 2011-12 sem varafor- maður. Hann situr nú í landsstjórn UVG og í miðlægri kosningastjórn fyrir þeirra hönd. Hann stundar nú nám í stjórnmálafræði við HÍ. Gefur kost á sér í 3.-6. sæti hjá VG Veður víða um heim 19.11., kl. 18.00 Reykjavík -2 léttskýjað Bolungarvík -1 alskýjað Akureyri -6 snjókoma Kirkjubæjarkl. -4 léttskýjað Vestmannaeyjar 2 léttskýjað Nuuk -5 skýjað Þórshöfn 4 skýjað Ósló 2 skúrir Kaupmannahöfn 6 heiðskírt Stokkhólmur 5 heiðskírt Helsinki 3 heiðskírt Lúxemborg 11 skýjað Brussel 10 skýjað Dublin 12 skýjað Glasgow 12 skýjað London 10 léttskýjað París 12 skýjað Amsterdam 6 þoka Hamborg 7 skýjað Berlín 7 þoka Vín 7 súld Moskva -1 skýjað Algarve 17 heiðskírt Madríd 16 heiðskírt Barcelona 17 léttskýjað Mallorca 17 léttskýjað Róm 15 léttskýjað Aþena 16 skýjað Winnipeg -2 léttskýjað Montreal 2 léttskýjað New York 5 léttskýjað Chicago 7 alskýjað Orlando 14 alskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 20. nóvember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:15 16:13 ÍSAFJÖRÐUR 10:42 15:56 SIGLUFJÖRÐUR 10:26 15:38 DJÚPIVOGUR 9:50 15:37 Meirapróf 21. nóvember 2012 ef næg þátttaka verður Upplýsingar og innritun í síma 567 0300, 894 2737

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.