Morgunblaðið - 20.11.2012, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.11.2012, Blaðsíða 11
Á toppinn Trausti gengur, hjólar og syndir og er hér á leið á Hvanndalshnjúk með Dyrhamar í baksýn. réttu genin sem það spilar síðan vel úr. Svo eru líka til þeir sem fá góð gen en nota þau ekkert og éta jafn- vel í sig óheilsu og hreyfa sig ekki. Lífsstíllinn hefur mikil áhrif og fólk er farið að gera sér grein fyrir því að það getur haft áhrif á heils- una með hegðun sinni. Hjá Alþjóða- heilbrigðismálastofnuninni er talað um heimsfaraldur 21. aldarinnar á Vesturlöndum eru svokallaðir lang- vinnir og ósmitnæmir sjúkdómar. Hjarta- og æðasjúkdómar, lungna- sjúkdómar, krabbamein og sykur- sýki. Þessir sjúkdómar tengjast oft slæmu mataræði, ónógri hreyfingu og reykingum og áfengi. Því miður verða margir gamlir ungir enbetra er að vera ungur gamall. Indverskt máltæki segir að við verðum gömul þegar hryggurinn stirðnar og því eru jógaæfingar mjög góðar til að varðveita æskublómann,“ segir Trausti. Hægt að bæta sig í tíu ár Trausti segir aldrei of seint að byrja að hreyfa sig og eru mörg dæmi um að fólk sem byrjar að hreyfa sig eftir fimmtugt nái miklu betri heilsu en það hafði um þrítugt. Þótt fólk sé slæmt í hnjám eða fái verki eigi allir að geta fundið hreyf- ingu við sitt hæfi. Mikilvægast sé að fólk hafi gaman af hreyfingunni og velji sér það sem henti því best, hvort sem það er að synda, hlaupa, hjóla, ganga á fjöll, iðka jóga eða jafnvel dansa. „Tölfræðin sýnir að mesta súr- efnisupptakan og getan til að afreka mikið í hlaupum sé í kringum þrí- tugt og jafnvel á milli tvítugs og þrí- tugs í sprettunum. Í lengri hlaup- um, 10 km og lengra, sé hins vegar toppnum náð á aldursbilinu þrjátíu til fjörutíu ára og þar getum við haldið getunni lengur ef við höldum áfram að æfa. Svo getur maður bætt sig alveg í tíu ár eftir að maður byrj- ar að æfa frá því formi sem maður byrjaði í, sama á hvaða aldri maður byrjar,“ segir Trausti. Stuðlað að bættri lýðheilsu ingu hvort hann ætli nú ekki að fara að hætta þessu og hvort ekki sé komið nóg. Hann nefnir Ingólf Sveinsson geðlækni sem dæmi um góða fyrirmynd og sprækan „gaml- ingja“ en Ingólfur fæddist árið 1939 og sprettir enn úr spori. „Ég tel að maður eigi bara að hætta þegar maðurinn með ljáinn nær manni og ef hann er við að ná manni þá fer maður aðeins hraðar. En auðvitað er ekki skynsamlegt að hreyfa sig með látum t.d. fyrir fólk sem þjáist af hjartasjúkdómum en það er mikilvægt að gera eitthvað. Hér á vel við góð þýðing á „use it or loose it“ sem á íslensku út- leggst nokkurn veginn sem „ef þú hættir að gera það þá hættir þú að geta það“. Þetta á í raun á við allt sem fólk gerir og gildir líka um „það“. Margir bíða líka eftir að lyft- an komi þótt þeir séu fullfrískir en hætti fólk að taka stigann hættir fólk fyrr að geta notað stigann. Hér á Íslandi er gott að hreyfa sig úti þar sem hitastigið er jafnara en gengur og gerist í öðrum löndum og aldrei alltof heitt eða of kalt. Loks má benda á það að stjórnendur þjóðfélagsins geta haft áhrif á heilsufar almenningst. Ég tel það t.d. mjög góða fjárfestingu að hafa bættt við hjóla- göngu- og hlaupa- stígum í borginni síðastliðin ár. Hið sama er að segja um að eldri borg- arar fái frítt í sund, það getur líka minnkað álag á heilbrigðiskerfinu þar sem sífellt er reynt að skera nið- ur kostnað. Stjórnvöld geta gert enn betur til að stuðla að bættri lýð- heilsu. Fella ætti niður skatta og gjöld á reiðhjólum en hækka þess í stað skatta á bensíni, tóbaki og áfengi,“ segir Trausti. Það er viss áhætta bundin í genunum og fólk með lakari gen er gjarnara á að fá hina og þessa sjúkdóma eins og t.d. kransæðasjúkdóma. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2012 Járnskortur er oft ein af ástæðum þess að við erum þreytt og slöpp. Floradix járnmix-túrurnar eru hreinar náttúruafurðir, gerðar úr nýpressuðu grænmeti, ávöxtum og hveitikími, fullar af vítamínum og steinefnum. Engin aukefni hrein náttúruafurð. Floradix blandan stuðlar að : • Betri upptöku járns, vegna c vítamín innihalds. • Myndun rauðra blóðkorna og hemóglóbíns, aukið súrefnisflæði. • Orkugefandi efnaskiptum • Betra ónæmiskerfi • Eðlilegri frumuskiptingu • Auknu blóðstreymi • Aukinni orku • Auknum lífskrafti Floradix formúlurnar er hægt að kaupa í apótekum, matvöru- verslunum og heilsubúðum. Þreytt og slöpp ? Íslandsmeistaramót í skylmingum með höggsverði fyrir unglinga og fullorðna fer fram næstkomandi helgi 24. og 25. nóvember. Fer mótið fram í Skylmingamiðstöðinni í Laugardal (Baldurshaga). Annars vegar er keppt í flokki þeirra sem hafa ekki keppt áður og eru byrjendur í skylm- ingum. Hins vegar er keppni fyrir lengra komna og iðkendur sem keppa í skylmingum sem keppnisíþrótt. Iðk- endur skylmast aðeins eitt ár í byrj- endaflokki en eftir það færast þeir upp um flokk. Keppnisgjald verður 1.000 kr. og greiðist á staðnum. Eru allir hvattir til að taka þátt sem æfa skylmingar og eins eru allir velkomn- ir á áhorfandapallana en enginn að- gangseyrir er. Sjá nánari upplýsingar um dagskrána yfir helgina á slóðinni www.skylmingar.is. Íslandsmeistaramót Morgunblaðið/Golli Færni Keppt í skylmingum. Keppt í skylmingum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.