Morgunblaðið - 20.11.2012, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.11.2012, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2012 Nú eru frábærar aðstæður til skautaiðkunar á Tjörninni í Reykjavík, að því er fram kemur í frétt á vef borgarinnar. Tjörnin er lögð spegilsléttum ísi eftir logn undanfarna daga. „Skautafólk og aðrir vegfarendur eru þó beðin um að gæta sín á ótraustum ís og fara ekki of nálægt vökum við Iðnó,“ segir í fréttinni. Vel spáir til skautaiðkunar á Tjörn- inni þessa vikuna. Þó er spáð 2°C hita í Reykjavík í dag en frost mun herða eftir því sem líða tekur á vik- una. Má búast við því að ungir sem aldnir fjölmenni á Tjörnina næstu daga. „Reykjavíkurborg vill minna fólk á að fara varlega og ekki tefla í neina tvísýnu ef ísinn virðist ótraustur,“ segir í fréttinni. Morgunblaðið/Ómar Góðar aðstæður til skautaiðkunar Haustfundur Landsvirkjunar verð- ur haldinn á Hótel Nordica mið- vikudaginn 21. nóvember kl. 14-16. Heiti fundarins er: Arður í orku framtíðar. Á fundinum verður lagt mat á hvernig til hefur tekist hjá fyrirtækinu og framtíðarhorfur og rækifæri rædd. Erindi flytja: Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, Einar Mathiesen, framkvæmdastjóri orkusviðs, og Ragna Árnadóttir að- stoðarforstjóri. Fundarstjóri verð- ur Magnús Þór Gylfason, yfirmaður samskiptasviðs, og hann mun einn- ig stjórna umræðum. Fundurinn er öllum opinn. Rætt um arð í orku á fundi Landsvirkjunar Miðvikudaginn 21. nóvember verð- ur opinn fundur í fundarsal Þjóð- minjasafns Íslands frá kl. 12 til 13. Á fundinum mun dr. Andrew Cot- tey, prófessor í Evrópufræðum við Cork-háskóla á Írlandi, fjalla um áhrif evrukreppunnar í víðu sam- hengi, segir í fundarboði. Þar kemur fram að sérsvið Cot- teys séu varnar- og öryggismál. Hann kemur oft til Háskóla Íslands sem gestakennari og hefur sömu- leiðis iðulega haldið erindi á opnum málstofum á vegum Alþjóða- málastofnunar Háskóla Íslands. Fundurinn fer fram á ensku. Ræðir um áhrif evrukreppunnar STUTT Svarið við spurningu dagsins Fylgifiskar - Suðurlandsbraut 10, 108 Rvk - Sími 533 1300 - fylgifiskar.is JÓLAHLAÐBORÐ Fyrir heimili og vinnustaði Makrílkæfa með ristuðum kókos, döðlum og greipaldin Grafin rauðspretta með piparrótarrjóma Reyktur lax á blinis Síldartvenna Hreindýrabollur með bláberjagljáa Reykt andabringa með rauðbeðu- og mandarínusalati Ostahleifur í hátíðarbúningi Hvít súkkulaði lime terta 4.500 kr. á mann miðað við 8 manns eða fleiri. Fylgifiskar veisluþjónusta 533-1300. Við erum byrjuð að taka pantanir fyrir jólahlaðborð. Jólahlaðborðin byrja síðustu vikuna í nóvember. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Veiðar á íslensku sumargotssíldinni í Breiðafirði eru langt komnar, en kvótinn var 64 þúsund tonn á vertíð- inni. Veiðarnar fóru rólega af stað, en eftir storminn sem gerði í byrjun mánaðarsins tóku veiðar við sér. Skipin hafa yfirleitt ekki verið lengi á miðunum og fréttir hafa borist af risaköstum þar sem dælt var á milli skipa og margir nutu góðs af. Síldin í Breiðafirðinum er að uppi- stöðu eldri árgangar. Yngri síldin virðist vera að koma upp annars staðar, einkum fyrir Suðausturlandi. Líklegt er talið að uppvaxandi ár- gangar verði þar áfram og gætu veiðisvæði næstu ár því í auknum mæli færst austur á bóginn. Reglulegir flutningar Slíkir búferlaflutningar síldarinn- ar eru löngu þekktir og á síðustu ár- um síðustu aldar veiddist síldin að miklu leyti fyrir suðaustan land. Veiðisvæði gætu eftir sem áður einn- ig verið í Breiðafirði. Sérfræðingar hafa ekki skýringar á hraðbergi um hvað getur valdið slíkum flutningum en benda á að slíkt hafi gerst reglulega á síðustu öld, bæði hjá íslensku síldinni en einnig eru slíkar breytingar vel þekktar í öðrum síldarstofnum s.s. norsk-íslensku síldinni. Morgunblaðið/Börkur Kjartansson. Á Breiðafirði Börkur NK á síldveiðum á Kolgrafarfirði. Góð veiði hefur verið undanfarið, en tíðin erfið á stundum. Veiðisvæði síldar- innar gætu breyst  Sýking í síldinni virðist í rénun  Vertíðin langt komin Stutt stopp er á milli vertíða hjá skipunum en þau fyrstu hafa þegar hald- ið til loðnuveiða djúpt norðvestur af landinu. Veður hamlar veiðum þar en Kristína EA, skip Samherja, mun þó vera komin með yfir 700 tonn. Grandaskipin Lundey og Ingunn biðu hins vegar betra veðurs inni á Ísafirði í gær. Hugsanlega verður ekki veiðiveður á þeim slóðum þar sem loðnan heldur sig oftast á þessum árstíma fyrr en um næstu helgi. Fleiri skip eru í startholunum og byrja væntanlega þegar ótíðinni linnir. Upphafskvóti íslenskra skipa er um 200 þúsund tonn á loðnuvertíð- inni, en kvótinn verður endurmetinn að loknum rannsóknum í janúar. Kvótahæstu skipin eru Vilhelm Þorsteinsson, Beitir, Börkur og Heimaey. Fyrstu skipin byrjuð STÖÐUG ÓTÍÐ HAMLAR LOÐNUVEIÐUM Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Krákur er nýjasta heitið í safni sjaldgæfra fiska hjá Hafrann- sóknastofnun. Togarinn Hrafn GK 111 frá Grindavík fékk þennan óvenjulega svarta fisk í botnvörpu á Sneiðinni suður af Vestmanna- eyjum í september. Fiskurinn fékk íslenska heitið krákur, sem er fornt hrafnsheiti, og tengist því bæði lit fisksins og nafni veiðiskipsins. Tegundin mun ekki hafa veiðst fyrr við Ísland, en vísindanafn hennar er „Lepidocybium flavo- brunneum“. Fiskar af þessari teg- und geta orðið um tveir metrar á lengd, en fiskur Hrafnsmanna var 67 semtimetra langur. Hraðsyndur fiskur Krákur hefur alheimsútbreiðslu í heitum og heittempruðum höfum. Í austanverðu Atlantshafi hefur teg- undin fundist við Madeira, Asoreyj- ar, Kanaríeyjar og Góðrarvonar- höfða og stöku sinnum djúpt undan Frakklandsströndum og suðvestur af Írlandi, samkvæmt upplýsingum frá Hafrannsóknastofnun. Krákur er hraðsyndur úthafs- og landgrunnshallafiskur sem heldur sig á 600-1000 m dýpi á daginn, en á 100-200 m dýpi og jafnvel grynnra á nóttinni. Á flotlínu hefur hann veiðst frá yfirborði og niður á 400 m dýpi. Græðgi varasöm Það er engin bein sókn í krák og hann var mjög fáséð tegund þar til farið var að stunda flotlínuveiðar á meira en 200 m dýpi. Hann veiðist nú sem meðafli við túnfisk- og sverðfiskveiðar og er nýttur til manneldis. Krákurinn þykir bragðgóður, en ekki er ráðlegt að borða mikið af honum í einu. Stafar það af því að tegundin getur ekki melt þá „fitu- estera“ sem eru í náttúrulegu fæði hans en safnar þeim í holdið og er fituinnihald þess 14-25%. Mannslíkaminn á einnig erfitt með að melta það og því ekki æski- legt að borða mikið af krák. Af þess- um sökum er sala hans sums staðar bönnuð, en annars staðar eru neyt- endur varaðir við of mikilli græðgi. Ljósmynd/Jónbjörn Pálsson Krákur Fiskurinn er með smáugga aftan við bakugga og raufarugga. Furðufiskurinn krákur í afla Hrafnsmanna  Í fyrsta sinn sem fiskurinn fæst hér  Þykir bragðgóður, en er varasamur Fyrirlestraröðin „Frá vitund til verka“ heldur áfram á miðvikudag 21. nóvember kl. 16-18 í Norræna húsinu. Fyrirlestraröðin er samstarfsverkefni Landverndar og Norræna hússins. Shelley Mclvor, stefnumótunarstjóri hjá Global Action Plan í London, ræðir um lykilinn að því að fá fólk til að breyta hegðun sinni og verða meðvit- aðra um umhverfi sitt. Helena Óladóttir frá Náttúru- skóla Reykjavíkur ræðir um menntun til sjálfbærrar framtíðar. Fyrirlestraröð um umhverfi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.