Morgunblaðið - 20.11.2012, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.11.2012, Blaðsíða 16
VIÐTAL Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Það er afar erfitt að hafa gott skatta- kerfi sem stuðlar að hagvexti þegar hið opinbera er stórt. Umsvif þess á Íslandi eru um hálf landsframleiðsla. Það er of mikið. Ágætt er að hafa í huga að ef hagkerfi vex um 7% á ári tekur það tíu ár að tvöfaldast en ef það vex um 1% á ári tekur tvöföldun 70 ár. Þetta segir Daniel Mitchell, skattasérfræðingur Cato Institute, í samtali við Morgunblaðið. Hann flutti erindi á föstudaginn gegn stig- hækkandi sköttum og talaði fyrir flötum sköttum. Rannsóknarsetur um nýsköpun og hagvöxt ásamt Samtökum skattgreiðenda stóðu að fyrirlestrinum. Mitchell er með dokt- orspróf í hagfræði frá George Ma- son-háskóla í Virginíu. Meira frelsi, meiri velmegun „Ég tel að við munum hafa meira frelsi og meiri velmegun ef umsvif ríkisins eru lítil,“ segir hann. Hann vitnar m.a. í Rahn-kúrfuna, sem sýni að hagkerfi minnki þegar ríkisút- gjöld eru mikil. „Skattkerfi er til fyrirmyndar, bæði siðferðislega og hagfræðilega, þegar skattar eru flatir, eitt skatt- þrep, með þeim hætti er komið jafnt fram við alla,“ segir hann. „Til að hafa gott skattkerfi er mikilvægt að tryggja að ríkið sé ekki alltaf stækka.“ – En því hættir til þess að stækka? „Já, það er vandamálið. Ekki bara á Íslandi heldur einnig í Bandaríkj- unum, Frakklandi og Grikklandi. Við erum öll að glíma við sama vandann.“ – Hversu stórt ætti hið opinbera að vera, svo það sé ekki byrði á hag- kerfinu? „Fræðin segja að það ætti ekki að vera meira en 20% af landsfram- leiðslu. En í Bandaríkjunum er hlut- fallið 38% af landsframleiðslu og 45% á Íslandi. Hið opinbera er of stórt.“ – Hvernig getum við aukið hag- vöxt? „Lægri skattar eru lykillinn að hagvexti, “ segir Mitchell. Í erindi hans kom fram að skattar og ríkisút- gjöld leiði til þess að vinnuafli og fjármunum geti verið ráðstafað á óhagkvæman máta. Það leiði til hærri skattbyrði, sem refsi fyrir vinnusemi. Hagvöxtur og hagsæld – En af hverju viljum við hagvöxt? „Við viljum hagvöxt því þá hefur fólk það betra. Það er mikill munur á því að búa í ríku landi líkt og Banda- ríkjunum, Íslandi eða Sviss og t.d. í Brasilíu eða Indlandi,“ segir hann. Með auknum hagvexti vinni fleiri og fólk hafi meira umleikis. Starfskraft- ar atvinnulífsins og fjármagnið sé nýtt með hagkvæmari hætti. – Eftir bankahrun hefur verið kallað eftir auknum ríkisrekstri. „Það kann að vera. En fólk verður að skilja, að það er galli á gjöf Njarð- ar: Minni hagvöxtur.“ Í erindi sínu tókst hann á við spurninguna hversu lágir skattar ættu að vera. Hann sagði að jaðar- skattar ættu að vera lágir. Orðið jað- arskattar er notað til að tákna hve mikið af tekjuaukningu skattgreið- andans rennur til hins opinbera. Hann sagði að það verðlauni fyrir framleiðni. Og leiði til þess að fólk vinni, spari og fjárfesti í meira mæli. Lágir jaðarskattar minnki hættuna á skattaundanskotum. Rannsóknir sýni að jaðarskattar ættu ekki að vera hærri en 20%. „Meira frelsi og velmegun ef umsvif ríkisins eru lítil“  Doktor í hagfræði segir að lægri skattar séu lykillinn að auknum hagvexti Morgunblaðið/Eggert Velmegun „Við viljum hagvöxt því þá hefur fólk það betra,“ segir Daniel Mitchell, hagfræðingur hjá Cato Institute. Hann nefnir að það sé mun fýsilgera að búa í ríku landi, líkt og Íslandi en fátæku, eins og Indlandi. Cato Institute » Daniel Mitchell er skatta- sérfræðingur Cato Institute. Hann er með doktorspróf í hagfræði frá George Mason- háskóla í Virginíu. » Flatir skattar eru æskilegir, samkvæmt hagfræði og sið- fræði. » Hið opinbera er víða of umsvifamikið. 16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2012 ● Stjórn Jarðbor- ana og Ágúst Torfi Hauksson, forstjóri félagsins, hafa gert með sér sam- komulag um að Ágúst Torfi láti af störfum fyrir félagið. Stjórn félagsins og forstjóri hafa ekki verið sammála um leiðir að því markmiði að efla rekst- urinn, samkvæmt því sem segir í til- kynningu. Ráðningarferli þar sem leitað verður að nýjum forstjóra Jarðborana er hafið. Á meðan mun Baldvin Þorsteinsson stjórnarformaður gegna starfi forstjóra. Hættir hjá Jarðborunum Ágúst Torfi Hauksson ● Talsverðar endurgreiðslur erlendra lána eru framundan hjá sveitarfélögum á næsta ári, og munu þær valda þrýst- ingi á gengi krónunnar, einkanlega á fyrri helmingi næsta árs, samkvæmt því sem kemur fram í Morgunkorni Íslands- banka í gær. Að Lánasjóði sveitarfélaga meðtöldum, greiða sveitarfélögin 13,1 ma.kr. af erlendum lánum skv. tölum Seðlabankans, en þar eru bæði vaxta- greiðslur og gjalddagar höfuðstóls lána meðtaldir. Miklar afborganir 2013 Stuttar fréttir…                                          !"# $% " &'( )* '$* +,-.-- ,/+.01 +,-.2+ ,+.-2+ ,+.3+2 +4.2 +51.,+ +.003, +35.+1 +-+.-2 +,-.3- ,/,./5 +,2./4 ,+.251 ,+.34, +4.200 +51.04 +.0-54 +35.2, +-,.+, ,,1./13- +,2.,- ,/,.0, +,2.10 ,+.232 ,,./12 +4.4+ +5130 +.0-41 +31.5 +-,.02 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Upp úr hádegi í gær komst loks ein- hver skriður á viðræður stjórnar skandinavíska flugfélagsins SAS við danska flugliða, CAU, en framan af degi þokaðist ekkert í samkomu- lagsátt. Í fyrrinótt og gærmorgun tókust samningar félagsins við norska og sænska flugliða og flugmenn. Danskir viðsemjendur sátu á fundum í höfuðstöðvum SAS við Kastrup-flugvöll í Kaupmannahöfn í gær. Síðdegis í gær samþykktu svo dönsku flugliðarnir, CAU, aðgerða- áætlun stjórnarinnar. Stjórn SAS og lánardrottnar munu nú taka afstöðu til þess samkomulags sem fyrir ligg- ur og því eru nú allar líkur á því að SAS fái aðgang að auknu lánsfé hjá helstu lánardrottnum sínum og hjá stjórnvöldum í Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Hlutabréf í SAS hækkuðu um 26% við opnun kauphallarinnar í Kaup- mannahöfn í gærmorgun og grein- endur sögðu að helsta skýringin á þessari miklu hækkun væri aukin bjartsýni um að SAS myndi lifa yf- irstandandi hremmingar af, en á miðnætti í fyrrakvöld rann út sá frestur sem menn höfðu til að semja. AFP Höfuðstöðvar Hér má sjá danska samningsaðila hjá SAS á Kastrup í gær. Danskir flugliðar sömdu við SAS  Hlutabréf í SAS hækkuðu um 26% Langtímaleiga www.avis.is 52.100 kr. á mánuði og allt innifalið nema bensín!* Hafðu endilega samband við okkur í síma 591 4000 eða kíktu á avis.is og sjáðu hvað við getum gert fyrir þig. *Hyundai l10, árgerð 2011, í 36 mánaða leigu. Komdu í langtímaleigu Avisog láttu dæmið ganga upp!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.