Morgunblaðið - 20.11.2012, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.11.2012, Blaðsíða 18
FRÉTTASKÝRING Kristján Jónsson kjon@mbl.is Þ eir hafa um langt skeið slökkt elda og ekið með slasaða og sjúka á höf- uðborgarsvæðinu og heimildarmenn í velferð- arráðuneytinu taka skýrt fram að ekkert sé út á þessi störf þrautþjálf- aðra liðsmanna Slökkviliðs höfuð- borgarsvæðisins, SHS, að setja. Hvers vegna vill Guðbjartur Hann- esson velferðarráðherra samt íhuga annað fyrirkomulag og þá líklega að Landspítalanum verði falið að ann- ast sjúkraflutningana? Hann vonast til að geta sparað, lækkað launakostnað. Einn vandinn við störf af þessum toga er að álagið er geysilega sveiflukennt, mikill eldsvoði og/eða slys eina vikuna en síðan lítið að gera þá næstu. En ekki gengur að byggja þjónustuna á borgarsvæði með um 200 þúsund íbúa á sjálfboðaliðum. Þess vegna hefur þótt ákjósanlegt að nýta mannskapinn með því að láta hann annast bæði sjúkraflutninga og slökkviliðsstörf. Ná fram samlegð. Hagræðing hefur orðið, læknar voru til taks fyrir sjúkrabílana fram til 2007 en þá ákvað Landspítalinn að meiri þörf væri fyrir þá á spítal- anum. Nóg væri að láta menntaða bráðatækna, sem nú eru alls 19 hjá SHS, vera í bílunum eins og reyndin er víðast erlendis. Viðbrögð sumra lækna voru eins og heimsendir væri í nánd en þær raddir hafa þagnað. Spítali í leit að peningum Fram koma miklar efasemdir í skýrslum óháðra sérfræðinga um breytingarhugmyndir ráðherra, þeir vilja halda í núverandi tilhögun. Samt sem áður eru ýmsir á því að kanna beri hvort heppilegra sé að sjúkraflutningar verði sjálfstæður rekstur og heyri undir heilbrigðis- stofnun fremur en slökkvilið. Reynslan á Selfossi, þar sem þetta var gert, þykir reyndar alls ekki góð, fram kom árið 2010 að árlegur kostnaður varð um 70 milljónum hærri en áætlað hafði verið. En þá er svarað að aðstæður séu þar allt aðrar en á höfuðborgarsvæðinu. Landspítalinn hefur verið í fjár- svelti og hyggur gott til glóðarinnar að hreppa samning sem gæti þýtt yf- ir 600 milljóna króna tekjur á ári. Heimildarmenn segja hann vonast til að finna leiðir til að annast þjón- ustuna með hagkvæmari hætti en SHS og nota afganginn til annarra þarfa. Og fáar stofnanir hafa staðið sig jafn vel í að spara fyrir ríkið og Landspítalinn, alls um 21% miðað við framlög 2008. Niðurskurður SHS á sama tíma er margfalt minni í prósentum en auðvitað er erfitt að bera saman jafn ólíka aðila. Fulltrúar SHS og ríkisins hafa ekki náð saman, hinir fyrrnefndu segjast þurfa framlög upp á 778 milljónir króna vegna 2012, ráðu- neytið býður 608 milljónir. Enn eitt þráteflið er hafið og á meðan dregst m.a. að reisa nýja slökkvistöð í Mos- fellsbæ. Fyrst þarf að ákveða hvort þar verði einnig aðstaða fyrir sjúkrabílana. SHS álítur sveitarfélögin hafa niðurgreitt í mörg ár hlut ríkisins í kostnaði vegna sjúkraflutninga, þjónustan sé vanmetin. Ljóst er að ráðamenn vilja ekki harðan slag við starfshóp sem nýtur almennra vin- sælda og hættir oft lífi sínu við að bjarga fólki. Hvað gerist ef SHS kemst að þeirri niðurstöðu að ekki borgi sig fyrir stofnunina að halda í flutningana, skárra sé að láta ríkið afhenda þá öðrum? Þá yrði SHS að segja upp fjölda manna. Útkalls- styrkur liðsins myndi minnka veru- lega, viðbragðsflýtir í bráðatilfellum yrði minni – og mannslíf væru í húfi. Hitnar í kolunum hjá slökkviliðsmönnum Morgunblaðið/Júlíus Fagmenn Miklu skiptir að sjúkrabílar séu fljótir á slysstað og viðbrögð sjúkraflutningamanna séu fumlaus, þeir þurfa að vinna vel saman. 18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Fyrir hálfummánuðilétu ís- lenskir samfylk- ingarmenn eins og þeir sjálfir hefðu unnið góðan og verðskuldaðan sigur þegar Bar- ack Obama var endurkjörinn forseti heima hjá sér. Þegar sá ágæti forseti var kjörinn fyrst ákváðu norskir kratar, sem fara fyrir sjálfum friðarverðlaunum Nóbels, að veita bæri Obama hin ein- stæðu verðlaun fyrir verk í þágu friðar í heiminum, fyrir kosningasigurinn einan! Hvort tveggja þetta er dálítið kúnstugt og ungæðislegt, en má hafa gaman af. En nú er Ísrael og nágrenni heldur betur í fréttunum. Og á Íslandi reyta stjórnvöld hár sitt, en þau virðast komin í æði náið og sérstakt samband við Hamas, sem enn eru talin hryðjuverkasamtök og stjórna því miður öllu með harðri hendi á Gazasvæðinu. Sérhver Íslendingur tekur auðvitað nærri sér þau ósköp sem nú ganga á og láta ekki einu sinni sakleysingja allra sakleysingja, smábörnin, fram hjá sér fara fremur en fyrri daginn. En íslensku yfirvöldin skipa sér af einhverjum ástæðum gagnrýnislaust í lið með Hamas. Og Ríkisútvarp- ið tekur algjörlega mið af því sem er að gerast í hinni póli- tísku deild stofnunarinnar, sem almenningur er neyddur til að kosta og sér atburðina eingöngu úr þeirri átt. Því eru afleiðingar hern- aðaraðgerða Ísr- aels tíundaðar rækilega og þær eru auðvitað mikl- ar, þótt smámunir einir séu ef horft er til óskapanna í Sýrlandi, sem er í fárra mínútna flugfjarlægð frá Jerúsalem. Þar hafa tugir þúsunda þegar fallið. Það veit hver maður að hernaðargeta Ísraels annars vegar og Hamas-samtakanna hins vegar er ólík og styrkur Ísraels allur annar og meiri. En hitt er jafnrétt að sú hrina átaka sem nú stendur hófst með skotflaugaárásum á Ísr- ael, þótt það sé helst ekki nefnt. Ísrael er að svara fyrir sig. Og það gerir Ísrael af því afli sem boðað hafði verið að yrði gert. Tugir manna hafa þegar fallið á Gaza og mikið tjón orðið. Færri hafa týnt lífi í Ísrael en til var stofnað, m.a. vegna einstæðra varnar- flauga sem Bandaríkin létu landinu nýlega í té. Og sjálfur félagi og bróðir Samfylkingarinnar á kosn- ingakvöldi, Barack Obama forseti, segir að Ísrael sé í fullum rétti í öllum sínum að- gerðum og þeir eigi allan sinn stuðning í þeim. Á þá hafi ver- ið ráðist og aðgerðir þeirra séu varnaraðgerðir. Ekki er vitað til þess að norska nób- elsnefndin hafi enn ákveðið að afturkalla friðarverðlaun for- setans fyrir þessa afstöðu hans. Æstustu aðdáendur Ha- mas-samtakanna á Íslandi hafa ekki einu sinni krafist þess að það verði gert. Fólk er fyrir löngu hætt að búast við óhlutdrægni „RÚV“ í innanlandsmálum. En hvað um hinn þáttinn?} Ráðherrar hamast Rammaáætlunvar afgreidd út úr umhverfis- og samgöngu- nefnd Alþingis í gær með atkvæð- um stjórnarflokk- anna og stuðningsmanna þeirra gegn atkvæðum fram- sóknarmanna og sjálfstæðis- manna. Rammaáætlunin eins og ríkisstjórnin hyggst af- greiða hana er einhvers konar sérkennilegur biðstöðusamn- ingur á milli manna og flokka sem eru mismikið á móti því að nýta orkuauðlindir lands- ins til að skapa atvinnu og byggja upp betri aðstæður fyrir landsmenn. Birgir Ármannsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í nefndinni, lýsti afleiðingum vinnubragða núverandi þingmeirihluta ágætlega í samtali við mbl.is í gær: „Því miður þýðir þessi niðurstaða meirihlutans í nefndinni að þetta sé bara ramma- áætlun þessarar ríkisstjórnar en ekki áætlun til lengri tíma sem víðtæk sátt er um.“ Í stað þess að vinna að rammaáætluninni í þeim anda sem gert hafði verið og gert er ráð fyrir, ákvað núverandi ríkisstjórn að nýta sér stöðu sína og keyra í gegn bræðing sem aðeins stjórnarliðar geta fellt sig við. Um leið er aug- ljóst að þetta verður aðeins rammaáætlun ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur og mun þar með ekki hafa nokkra þýðingu eftir að rík- isstjórnin kveður næsta vor. Biðstöðusamning- arnir um ramma- áætlun falla úr gildi eftir nokkra mánuði} Rammaáætlun fram á vor E itt af því sem hefur talsvert ein- kennt umræðuna hér á landi um það hvort Ísland eigi að ganga í Evrópusambandið eða ekki er ákveðin tilhneiging til þess að horfa nær eingöngu á það hvernig sambandið er í dag en ekki hvernig það er líklegt til þess að þróast til framtíðar. Gangi Ísland á ein- hverjum tímapunkti í Evrópusambandið yrði það væntanlega með það fyrir augum að vera þar til lengri tíma, fyrir utan þá staðreynd að alls óvíst er hvort ríki sem einu sinni hefur gengið í sambandið geti með góðu móti gengið þaðan út. Það er auðvitað skemmst frá því að segja að Evrópusambandið er fyrirbæri sem hefur ver- ið í stöðugri þróun frá því það var sett á lagg- irnar fyrir rúmum sextíu árum, eða öllu held- ur forveri þess. Sú þróun hefur öðru fremur einkennst af sífellt meiri samruna þeirra ríkja sem verið hafa hluti af sambandinu og ólíklegt annað en að sú þróun eigi eftir að halda áfram – að því gefnu vitanlega að það eigi eftir að lifa af yfirstandandi efnahagserfiðleika sem geisað hafa einkum á evrusvæðinu og ekki sér fyrir endann á. En hvernig er líklegt að þróunin innan Evrópusam- bandsins verði til framtíðar? Það veit auðvitað enginn fyrir víst en eins og áður segir er sennilega einhver bezta vísbendingin um það með hvaða hætti hún hefur verið til þessa. Umræður á milli forystumanna Evrópusam- bandsins og yfirlýsingar frá þeim undanfarin misseri um það með hvaða hætti beri að þróa sambandið og leysa yfirstandandi efnahagserfiðleika á evrusvæðinu eru einnig til marks um það hvernig búast megi við að framtíðarþróunin verði þar á bæ. Þær umræður og yfirlýsingar hafa einmitt nær eingöngu gengið út á aukinn samruna ríkja Evrópusambandsins þó sumar hafi gengið lengra en aðrar. Jafnvel er farið að ræða það í meiri alvöru en áður að breyta þurfi sambandinu endanlega í eitt sam- bandsríki sem reyndar er ekki ný umræða en hefur aukizt jafnt og þétt á liðnum árum. Enda er Evrópusambandið nú þegar komið það langt í samrunaþróuninni að verði hún öllu meiri er vandséð hvernig hún geti leitt til annars en eins ríkis. Fáir málaflokkar innan ríkja Evrópusambandsins heyra ekki að meira eða minna leyti undir yfirstjórn þess í dag en þessa dagana er einna helst rætt um að stofnanir sambandsins fái vald til þess að hafa afskipti af fjár- lögum ríkja þess. Nokkuð sem áður þótti algerlega óhugsandi en hefur verið réttlætt með skírskotun til efnahagserfiðleikanna. En hvaða skoðun sem fólk annars kann að hafa á því hvort Ísland eigi að ganga í Evrópusambandið eða ekki hlýtur það að teljast eðlilegur hluti af því mati að velta því fyrir sér hvernig sambandið sé líklegt til þess að þróast til framtíðar og hvort sú þróun sé eitthvað sem fólk geti hugsað sér að Ísland verði hluti af. hjorturj@mbl.is Hjörtur J. Guðmundsson Pistill Hvert stefnir Evrópusambandið? STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Endurskoðunarfyrirtækið KPMG gerði úttekt fyrir SHS og vel- ferðarráðuneytið á forsendum beggja aðila vegna sjúkraflutn- inga. Í úttektinni er lýst efa- semdum um sparnað með því að ráða nýtt fólk á lægri laun- um, eins og ráðuneytið íhugar. „Ef minni gæðakröfur væru gerðar til sjálfstæðs reksturs sjúkraflutninga væri sennilega hægt að lækka kostnað,“ segir KPMG. Fyrirtækið bendir einnig á áhættuþætti, taka verði yfir- vinnu með í útreikningana og aukakostnaður og tvíverknaður verði um skeið vegna þjálfunar nýrra starfsmanna. Hugsanlega megi lækka húsnæðiskostnað en húsakostur verði þó að upp- fylla kröfur um staðsetningu vegna viðbragðstíma. Brýnt sé að gera langtímasamning til minnst fimm ára, þannig yrðu „fjárfestingar öruggari og lang- tímarekstur SHS hagkvæmari“. Minni gæða- kröfur? ANNAÐ REKSTRARFORM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.