Morgunblaðið - 20.11.2012, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.11.2012, Blaðsíða 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2012 Við óvæntar aðstæður geta rétt við- brögð skipt höfuðmáli. Á einni nóttu haustið 2008 skall á kreppa sem breytti öllu þegar efnahags-, at- vinnu- og fjár- málalíf heillar þjóðar lamaðist. Mikil ábyrgð hvíldi á sveit- arfélögum að bregðast hiklaust við til að draga úr áhrifum þessa áfalls og standa vörð um hag íbúa. Undir verkstjórn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, sem þá var borgarstjóri í Reykjavík, var lögð fram aðgerðaráætlun sem allir flokkar í borgarstjórn samþykktu. Grunnforsendur áætlunarinnar voru að standa vörð um velferð- arþjónustuna og börnin á frístunda- heimilum, leikskólum og grunn- skólum borgarinnar. Einnig var ákveðið að hækka ekki gjaldskrár fyrir grunnþjónustu. Ýmsar sparn- aðaraðgerðir í borgarkerfinu fylgdu í kjölfarið án þess að til uppsagna kæmi. Styrkleikum fólks kynnist maður þegar á reynir og Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur sýnt með verkum sínum sem borgarstjóri hvers hún er megnug. Fumlaus vinnubrögð, skýr forgangsröðun í þágu barna og þeirra sem minna mega sín í þjóðfélaginu og síðan festa í útfærslu og eftirfylgni tryggðu hagsmuni borgarbúa við þessar erfiðu aðstæður. Til þessa verks gekk hún af áræði og leiddi saman ólík stjórnmálaöfl sem sam- einuðust um þá stefnu sem hún lagði fram í formi aðgerðaráætl- unar. Gjaldskrár voru ekki hækk- aðar og framlög til stórra mála- flokka ekki lækkuð en þrátt fyrir það var rekstrarniðurstaða borg- arsjóðs jákvæð út kjörtímabilið. Það breyttist til hins verra vegar þegar nýr meirihluti tók við í Reykjavík- urborg. Hanna Birna býður sig fram til Alþingis fái hún til þess braut- argengi í prófkjöri og hefur óskað eftir stuðningi í fyrsta sæti. Ég hvet sjálfstæðisfólk til þess að veita henni stuðning sinn. JÚLÍUS VÍFILL INGVARSSON borgarfulltrúi. Þegar á reynir Frá Júlíusi Vífli Ingvarssyni Júlíus Vífill Ingvarsson Fagraberg, glæsileg 49 íbúða bygging í Hólabergi 84 í Breið- holti, var afhent Fé- lagi eldri borgara í Reykjavík (FEB) 11. nóvember og fluttu fyrstu íbúarnir inn í húsið þegar að lokinni afhendingu. Ástæða er til að óska Félagi eldri borgara í Reykjavík (FEB) og íbúðarkaupendum í Fagrabergi til hamingju með glæsilegt hús og þakka félaginu jafnframt fyrir ómetanlegt framlag í þágu húsnæð- ismála eldri borgara á und- anförnum áratugum. FEB átti frumkvæði að byggingu Fagrabergs og er það fyrsta íbúð- arhús, sem reist er beinlínis á veg- um félagsins. FEB á að baki merkilega sögu í húsnæðismálum en áður átti það í samstarfi við verktaka um bygg- ingu slíkra íbúða og sá um ráðstöfun þeirra. Var samtals 386 íbúð- um ráðstafað með slíkum hætti á ár- unum 1986-1998 í fjöl- býlishúsum við Grandaveg, Skúlagötu, Hraunbæ, Árskóga og Eiðismýri. Nokkurt hlé varð á því að byggt væri frekar á vegum félags- ins vegna þess að erf- iðlega gekk að fá lóð- arfyrirgreiðslu frá Reykjavíkur- borg. Árið 2008 fékkst fyrirheit frá borginni um lóð á góðum stað í Breiðholti og gat þá undirbúningur hafist af fullum krafti. Bygging- arframkvæmdir hafa gengið vel; þær hófust í mars 2011 og nú eru fyrstu íbúarnir fluttir inn. Fjölbreytileg þjónusta Eitt af markmiðum Félags eldri borgara í Reykjavík er að stuðla að byggingu öryggisíbúða fyrir fé- lagsmenn og bjóða þeim eignar- íbúðir til kaups á viðráðanlegu verði. Í Fagrabergi er um að ræða svonefndar öryggisíbúðir sam- kvæmt þjónustustigi 1, sem eru sérsniðnar að þörfum eldri borg- ara. Eru íbúðirnar á verðbilinu 24- 43 milljónir króna. Húsið er byggt af Sveinbirni Sigurðssyni hf., sem sér jafnframt um fjármögnun fram- kvæmda og sölu íbúða. Fagraberg er tengt Gerðubergi með sérstökum gangi en þar er starfrækt menningarmiðstöð, þar sem byggst hefur upp mjög öflugt félagslíf eldri borgara. Í Gerðu- bergi er einnig bókasafn og lista- safn og stutt er í bakarí og marg- víslega aðra þjónustu. Sunnan megin við Fagraberg er Fella- og Hólakirkja með öflugt safn- aðarstarf. Falleg útivistarsvæði með góðum göngustígum liggja að Fagrabergi. Síðast en ekki síst er sjálf Breiðholtslaug vestan megin við Gerðuberg. Að tillögu Sjálf- stæðisflokksins er nú unnið að því að fá einkaaðila til samstarfs um rekstur líkamsræktarstöðvar í tengslum við Breiðholtslaug og verður hún vonandi að veruleika fljótlega. Farsælt samstarf Þegar aldurinn færist yfir er mikilvægt að fólk eigi þess kost að komast með auðveldum hætti úr stóru húsnæði í minni og hentugri einingar með góðum aðgangi að þjónustu. Óhætt er að segja að FEB hafi unnið vel fyrir fé- lagsmenn sína að þessu leyti og í raun lyft grettistaki í húsnæðis- málum eldri borgara. Samstarf Reykjavíkurborgar við þessi frjálsu félagssamtök hefur verið farsælt og skilað góðum árangri í þágu alls samfélagsins. Fagraberg – góður áfangi í húsnæðismálum eldri borgara Eftir Kjartan Magnússon » Ástæða er til að þakka Félagi eldri borgara fyrir ómet- anlegt framlag í þágu húsnæðismála í Reykja- vík á undanförnum áratugum. Kjartan Magnússon Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæð- isflokksins. Fagraberg í Efra Breiðholti. Um daginn tók ég þátt í málþingi um móðurmál á Íslandi. Í umræðutíma tjáðu sig sex unglingar sem eiga annað móðurmál en ís- lensku. Þeir töluðu um reynslu sína af því að læra móðurmál sitt á Íslandi og um erf- iðleika í íslenskunámi. Meðal annars sögðu þeir: „Ég vil ekki nota móðurmál mitt (sem er ekki ís- lenska) á opinberum vettvangi. Þeg- ar fólk í kringum mig tekur eftir því starir það alltaf á mig, á neikvæðan hátt.“ Þar heyrðist einnig þessi rödd: „Kennarinn minn í grunnskóla sagði mér að nota ekki móðurmál mitt, heldur alltaf að nota íslensku, ef ég vildi ná framförum í íslensku.“ Reynslusaga unglinganna bendir á það andrúmsloft sem er til staðar í samfélaginu, sem reynir að stöðva það að innflytjendur noti móðumál sitt hérlendis. Talsvert hefur verið rætt um aug- lýsingu Stöðvar 2 þar sem „Tong Monitor“ sem er gervi-Asíubúi talar ensku með hreim. Þetta er dæmi- gerð staðalímynd af Asíubúa en mér finnst þetta geta haft slæm áhrif á stöðu inn- flytjenda, ekki aðeins asískra innflytjenda heldur allra innflytj- enda. Það er vegna þess að grín gert að „framburði á ensku með hreim“ verður fljótt að gríni að „fram- burði á íslensku með hreim“. Ef fólki finnst gaman að heyra ensku með hreim, þá mun því finnast gaman að heyra íslensku með hreim líka. Þetta er svo auðséð. Raunar finnst mér framburður á íslensku vera erfiðari en á ensku. Á íslensku kemur að mínu mati hreim- ur jafnvel skýrar fram en þegar enska er töluð og það er ekki auð- velt að bæta. Margir innflytjendur þurfa að þola að tala íslensku með hreim. Ef við megum búast við að mæta gríni á okkar kostnað út af framburði og hreim, hvernig líður okkur þá með það? Annars vegar búum við við and- rúmsloft sem hindrar innflytjendur í að tala eigið móðurmál og hins vegar býr ákveðinn kraftur fjöl- miðlanna til aðstæður þar sem inn- flytjendur hika við að tala íslensku, ekki síður en ensku. Ef það er veru- leikinn sem innflytjendur búa við standa þeir fastir með múra beggja vegna. Er slík staða eftirsókn- arverð? Ýmislegt í samfélaginu sem lítur út fyrir að vera sjálfstætt getur samt haft áhrif á aðra þætti í stóru samhengi. Auglýsing Stöðvar 2 er ekki undantekning á því. Hún gæti orðið hluti múrsins sem kemur í veg fyrir samþættingu innflytjenda, þó að slíkt sé ekki tilgangur hennar. Við skulum skoða málið aðeins í stærra samhengi, sem er viðhorf Ís- lendinga til erlendra tungumála í samfélaginu og framandi íslensks máls. Umræða um „Tong“ gæti orð- ið tækifæri til þess að hugleiða það. Von mín er að umræða verði leidd á skapandi og uppbyggjandi átt. Múrar beggja vegna Eftir Toshiki Toma »Reynslusaga ung- linganna bendir á það andrúmsloft sem er til staðar í samfélaginu, sem reynir að stöðva það að innflytjendur noti móðurmál sitt hér- lendis. Toshiki Toma Höfundur er prestur innflytjenda. Björn og hans spilabræður verma enn toppsætið Nú þegar aðalsveitakeppni Bridsfélags Kópavogs er rétt rúm- lega hálfnuð hafa fimm sveitir skipað sér í baráttuna um verð- launasætin. Af þeim hefur sveit Björns Hall- dórssonar spilað best hingað til og hefur 10 stiga forystu. Staða efstu sveita er þessi. Björn Halldórsson 124 Þórður Jörundsson 114 Guðlaugur Bessason 114 Erla Sigurjónsdóttir 104 Sveinn Símonarson 101 50 ára afmælismót Bridgefélag Kópavogs er 50 ára á þessu ári og af því tilefni verður veglegt afmælismót laugardaginn 24. nóvember. Spilað verður í hús- næði eldri borgara að Gullsmára 13 og hefst spilamennskan kl. 11. Spil- aðar verða 11 umferðir með fjórum spilum milli para, alls 44 spil. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is Bréf til blaðsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.