Morgunblaðið - 20.11.2012, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 20.11.2012, Blaðsíða 27
1974, var ráðinn deildarstjóri inn- anlandsdeildar Ferðaskrifstofu ríkisins í ársbyrjun 1975 og sá þar um skipulagningu ferða um Ís- land, ásamt markaðsmálum og landkynningu. Hann var markaðs- stjóri (Commercial Dir) Arnar- flugs 1978-90 og sá að mestu um öflun leiguverkefna fyrir flug- félagið víða um lönd og samninga- gerð við erlenda flugrekendur. Hann var stofnandi og eigandi Lofts og Lands, flugvélamiðlunar 1989 og frá sama ári stofnandi og forstjóri flugfélagsins Atlantsflugs hf. sem stundaði alþjóðlegt leigu- flug. Halldór tók löggildingu í vá- tryggingamiðlun og var fram- kvæmdastjóri Alþjóðlegrar miðl- unar ehf., sem annaðist miðlun skaðatrygginga innan EES- svæðisins. Hann er stjórnarformaður Tjónamats og skoðunar ehf., sem annast uppgjör tjóna fyrir innlend og erlend vátryggingafélög, var einn af stofnendum XCO ehf. inn og útflutningsverslunar, og stjórn- arformaður þar frá 1971. Körfubolti og hornablástur Halldór lék körfubolta með KR og var formaður körfuknattleiks- deildar 1965 og 1966, sat í stjórn Körfuknattleiksráðs Reykjavíkur og Körfuknattleikssambands Ís- lands 1962-65, var formaður Lúðrasveitarinnar Svans 1968-74 og lék með sveitinni á trompet og franskt horn í alls 14 ár, var for- maður Sambands Íslenskra lúðra- sveita 1975-78, átti sæti í Ferða- malaráði 1980-85 og sat um skeið í stjórn Arnarflugs ehf. Halldór hefur skrifað greinar og haldið fyrirlestra um samgöngur, flugmál og alþjóðlegar vátrygg- ingar. Fjölskylda Halldór kvæntist 18.12. 1966 Hrafnhildi Konráðsdóttur, f. 12.6. 1941, hárgreiðslumeistara. Hún er dóttir Konráðs Ingimundarsonar, fyrrv. lögreglumanns og Þuríðar Snorradóttur húsfreyju. Börn Halldórs og Hrafnhildar eru Sigurður Ingi Halldórsson, f. 7.5. 1966, matvælaiðnfræðingur í Reykjavík en kona hans er Guð- laug Jónsdóttir bankastarfsmaður og eru börn þeirra Halldór Haf- steinn, Jón Björgvin og Hrafnhild- ur Sigurðarbörn; Linda Björk Halldórsdóttir, f. 29.5. 1968, bú- sett í San Antonio í Texas en mað- ur hennar er Robert John Snow, flugstjóri hjá US Air-flugfélaginu og eru dætur þeirra Alexandra Lee Snow og Elizabeth Snow; Þuríður Hildur Halldórsdóttir, f. 5.4. 1971, hárgreiðslumeistari og eru börn hennar Heimir Tjörvi Magnússon og Daníella Hjördís Magnúsdóttir; Hafsteinn Snorri Halldórsson, f. 11.8. 1972, slökkvi- liðs- og sjúkraflutningamaður en kona hans er Hrönn Ívarsdóttir, starfsmaður Actavis, og börn þeirra eru Máni Hafsteinsson og Dagur Hafsteinsson. Kjörforeldrar Halldórs: Sigurð- ur Jóhannes Benediktsson, f. í Ólafsvík 24.11. 1899, d. 22.5. 1981, verkstjóri í Reykjavík, og Stefanía Halldóra Jónsdóttir, f. í Miðkoti á Upsaströnd 24.9. 1901, d. 23.6. 1974, húsfreyja í Reykjavík. Foreldrar Halldórs: Ragnar Þorsteinsson. f. 1.6. 1895, bifvéla- virki í Reykjavík. og Alda Jenný Jónsdóttir, f. 22.7. 1911, húsfreyja í Reykjavík. Úr frændgarði Halldórs S.H. Sigurðssonar Halldór S.H. Sigurðsson Helga Björnsdóttir frá Bæjum á Snæfjallaströnd Jón Guðmundsson á Granda í Barðastrandarsýslu Þórey Jónsdóttir saumakona í Rvík Jón Magnússon skósm. og vélstj. á Akureyri og í Rvík Alda Jenný Jónsdóttir húsfr. í Rvík Steinunn Jónsdóttir húsfr. í Rvík Magnús Pálsson múrari í Rvík Kristrún Brandsdóttir húsfr. á Kaldbak Brynjólfur Guðnason b. á Kaldbak í Hrunamannahr. Guðný Brynjólfsdóttir húsfr. í Rvík Þorsteinn Jóhannesson trésmiður í Rvík Ragnar Þorsteinsson bifvélavirki í Rvík Ragnhildur Þorsteinsdóttir húsfr. í Litlagerði Jóhannes Bergsteinsson b. í Litlagerði Bergsteinn Jóhannesson múraram. í Rvík Gunnar Kr. Bergsteinsson forstj. Gæslunnar Þuríður Bergsteinsdóttir húsfr. Sesselja Ólafsdóttir ljósmóðir Ólöf Sigurjónsdóttir kennari í Rvík Hallgrímur Helgason tónskáld Sigurður Helgason stjórnarform. Flugleiða. Ólöf Ólafsdóttir húsfr. Ólöf Ísaksdóttir húsfr. á Akureyri Ólafur G. Einarsson fyrrv. ráðh. Bergsteinn Ólafsson b. á Árgilsstöðum Gizur hæstaréttar- dómari Bersteinn Gizurarson brunamálastj. Sigurður lögmaður ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2012 Þórir G. Baldvinsson, arkitektog forstöðumaður Teiknistofulandbúnaðarins, fæddist á Granastöðum í Ljósavatnshreppi 20.11. 1901. Hann var sonur Baldvins Baldvinssonar, bónda og oddvita á Granastöðum og Ófeigs- stöðum í Kinn og víðar, og Kristínar Jakobínu Jónasdóttur húsfreyju. Föðurafi Þóris var Baldvin b. í Naustavík í Kinn Sigurðsson, b. á Hálsi í sömu sveit Kristjánssonar, ættföður Illugastaðaættar Jóns- sonar. Dóttir Sigurðar á Hálsi var Kristjana, móðir Benedikts Sveins- sonar alþingisforseta, föður Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra. Jónas, móðurafi Þóris, var Guð- mundsson b. á Sílalæk Stefánssonar sem Sílalækjarætt er kennd við. Systir Jónasar var Sigurbjörg móðir Guðmundar frá Sandi. Þórir og Guð- rún, kona Jónasar frá Hriflu, voru systrabörn. Systkini Þóris voru Baldur, bóndi á Ófeigsstöðum og landskunnur hag- yrðingur; Hulda, húsfreyja í Engi- hlíð, og Sigrún, húsfreyja í Reykja- vík. Eiginkona Þóris var Borghildur Jónsdóttir húsfreyja og eignuðust þau þrjú börn. Þórir lauk gagnfræðaprófi á Ak- ureyri 1922, stundaði nám við MR, við San Francisco Polytechnic High- school í Bandaríkjunum 1923-25 og nám í arkitektúr við University of California Extension School of Archi- tecture 1924-26. Þórir starfaði á Teiknistofu land- búnaðarins í tæp fjörutíu ár, frá 1930, og var forstöðumaður hennar frá 1937. Um 1930 var Þórir einn helsti boð- beri funksjónalismans í byggingalist. Þetta má gleggst sjá á teikningum hans af húsi Vilmundar Jónssonar landlæknis, Ingólfsstræti 14 í Reykjavík, og af Samvinnubústöð- unum, vestan Bræðraborgarstígs. Þórir hafði umtalsverð áhrif á ís- lenska byggingarlist, einkum með teikningum mannvirkja íslenskra sveitabýla. Hann var auk þess prýði- legur rithöfundur, skrifaði ýmislegt um byggingarlist hér á landi og samdi smásögur og ljóð. Þórir lést 3.10. 1986. Merkir Íslendingar Þórir G. Baldvinsson 95 ára Elísabet Þórólfsdóttir 90 ára Þorvaldur H. Jónsson 85 ára Jóhanna Sigurðardóttir Kristín L. Hrafnfjörð Magnús Stefánsson Sverrir Einarsson 80 ára Ari Rögnvaldsson Bjarni Alexandersson 75 ára Anna Dýrfjörð Herborg Friðjónsdóttir Kristófer Guðmundsson Sigurður Pálmi Kristjánsson Teitur Ólafur Albertsson 70 ára Ásta Lilja Jónsdóttir Jakobína Sigurbjörnsdóttir María Sveinbjörnsdóttir Ólína Torfadóttir Ragnheiður Brynjólfsdóttir Sigfús Benediktsson Sveinbjörn Vigfússon Þórdís Ágústsdóttir Þórdís Skarphéðinsdóttir 60 ára Anna Jónína Kristjánsdóttir Erna Kristín Ágústsdóttir Grétar Halldórsson Jóna Pálína Brynjólfsdóttir Jón Ástráður Jónsson Kristín G. Kristmundsdóttir Sigrún Björg Ingþórsdóttir Soffía Hafdís Þorgeirsdóttir Sóley S. Þorvaldsdóttir 50 ára Björk Berglind Gylfadóttir Elísabet S. Valdimarsdóttir Eygló Sif Steindórsdóttir Hafsteinn V H Valgarðsson Hans Pétur Kristjánsson Margrét Kristín Sigbjörnsdóttir Ólafur Sigurgrímsson Ólöf María Samúelsdóttir Rósa Sigrún Jónsdóttir Stefán Sigurður Snæbjörnsson Yayah Hendrawatie 40 ára Aðalsteinn Sigurðsson Ari Gunnar Óskarsson Ásta Guðríður Guðmundsdóttir Bjartmar Þór Kristinsson Eva Lind Jóhannsdóttir Kristín Sigríður Hansdóttir Tobias Klose 30 ára Anna Kristín Kristjánsdóttir Hildur Einarsdóttir Tímon Davíð Steinarsson Til hamingju með daginn 30 ára Sigurrós ólst upp í Vestmannaeyjum og á Akureyri, stundar nám í félagsfræði við FÁ og er auk þess í fæðingarorlofi. Maki: Sigurjón Baldurs- son, f. 1975, bakari. Sonur: Þórhallur Darri, f. 2012. Stjúpdætur: Ásta Margrét, f. 1997, og Lovísa Rós, f. 2001. Foreldrar: Kolbrún Æv- arsdóttir, f. 1963, hús- freyja, og Jón Pétursson, f. 1965, véltæknifr. Sigurrós Yrja Jónsdóttir 40 ára Ingibjörg ólst upp í Eyjum og er leikskóla- kennari þar. Maki: Lúðvík Jóhannes- son, f. 1969, kerfis- fræðingur. Börn: Þórey, f. 1998; Arn- ar Þór, f. 2001; Anna María, f. 2005, og Ingi Þór, f. 2008. Foreldrar: Eygerður Anna Jónasdóttir, f. 1947, skólaliði, og Þorsteinn G. Þorsteinsson, f. 1943, raf- virki. Ingibjörg Þorsteinsdóttir 40 ára Reynir lauk kenn- araprófi frá KHÍ, cand.mag.-prófi í dönsku og doktorsprófi í norræn- um fræðum frá University College í London. Hann er kennari við MK. Maki: Kingshuk Dey, f. 1972, kokkur í London. Foreldrar: Ína Halldóra Jónasdóttir, f. 1953, fulltrúi hjá Sjúkratrygg- ingum, og Eggert Sveinn Jónsson, f. 1953, skip- stjóri hjá Björgun. Reynir Þór Eggertsson                             !  " # $   % &            $   &               $   $%&               $   &      ! "         ## "   '  "          „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæð- ingum eða öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinumynd af nýjum borgara eðamynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einnmánuð. Hægt er að sendamynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.