Morgunblaðið - 20.11.2012, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.11.2012, Blaðsíða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2012 Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Við erum öll mjög spennt að sjá norðurljósin í kvöld. Við ökum í rútu út í myrkrið og vonum að aðstæður verði góðar,“ sagði hinn heims- kunni hljómsveitarstjóri Sir Simon Rattle í gær. Hann var þá nýkominn til landsins ásamt hljómsveit sinni, Berlínarfílharmóníunni - Berliner Philharmoniker, sem leikur á tón- leikum í Eldborgarsal Hörpu í kvöld. Miðar á tónleikana, sem haldnir eru undir yfirskrift- inni „Tónagaldrar“, seldust upp á svipstundu, enda er þetta ein rómaðasta sinfóníuhljóm- sveit sem til er; talin ein af þremur bestu í Evrópu. Á efnisskránni eru Atmosphéres eftir Ligeti, Forleikurinn að Lohengrin eftir Wag- ner, Jeux eftir Debussy, Daphnis og Chloé eftir Ravel og þriðja sinfónía Schumanns. Rattle lék á als oddi í gær og sagði tónleika- ferðina hafa gengið afskaplega vel til þessa; síðustu kvöld höfðu þau leikið í Kaupmanna- höfn, Ósló og í Helsinki, og héðan liggur leiðin til Svíþjóðar, Portúgal og Sviss. Nú var fyrsta fríkvöldið á ferðalaginu og hann sagði alla hljóðfæraleikarana hafa verið afar spennta að sjá Ísland. „Á leiðinni hingað lágu allir með nefin við gluggana hægra megin, við vorum eins og krakkar í leikfangaverslun þar sem við dáumst að landinu,“ segir hann. Nú ættu allar hljómsveitir að koma við „Síðustu kvöld lékum við í frábærum nýjum tónlistarhúsum, í Kaupmannahöfn og í Hels- inki, og nú getum við ekki beðið eftir að kynn- ast Hörpu. Í Ósló stýrði krónprinsinn athöfn fyrir tón- leikana þar sem hann lýsti því yfir að nýja óp- eruhúsið þeirra væri orðið að opinberu tákni borgarinnar, rétt eins og óperuhúsið er í Sydney. Kannski verður Harpa fljótlega orðið slíkt andlit Reykjavíkur – með tímanum geta þessar byggingar öðlast gríðarlega mikilvæga táknræna merkingu. Ég hef heyrt afar lof- samleg ummæli um Hörpu – nú ættu allar hljómsveitir og hljóðfæraleikarar að koma hér við á ferð á milli Evrópu og Bandaríkjanna, það ætti að verða viðtekin venja. Við vitum hvað tónlist skiptir miklu máli í menningarlíf- inu hér,“ segir hann. Sir Simon segir efnisskrá Berlínarfílharm- óníunnar á þessari tónleikaferð vera „dásam- lega“. Í henni megi vel upplifa styrkleika og fjölbreytileika hljómsveitarinnar. Til að mynda láti þau verk Ligetis og Wagners renna saman. „Í verki Ligetis er eins og við tökum ljósið aftur til sköpunar heimsins, þar er engin ákveðin laglína, eða hryjandi í grunn- inn – það er eins og að vera í íslensku lands- lagi! En svo eftir alla þessa hljóma skiptir skyndilega yfir í upphaf verks Wagners í A- dúr og þá má heyra áheyrendur súpa hveljur,“ segir hann og brosir. Bætir við að þau leiki þessa efnisskrá nú níu sinnum í röð og njóti þess virkilega vel. Segist standa á herðum risa Berlínarfílharmónían á sér langa og glæsta sögu. Hún var stofnuð árið 1882 og hefur frá árinu 1963 átt sér aðsetur í Philharmonie- tónlistarhöllinni; eldra tónlistarhús var sprengt upp í seinni heimsstyrjöldinni. Sir Simon Rattle hefur verið aðalhljómsveit- arstjóri síðustu tíu ár og listinn yfir forvera hans er afar glæsilegur. Þeirra á meðal eru Hans von Bülow (1887-1892), Arthur Nikisch (1895-1922), Wilhelm Furtwängler (1922-1945 og aftur 1952-1954), Herbert von Karajan (1954-1989) og Claudio Abbado (1989-2002). „Ég hef óneitanlega breiðar herðar að standa á,“ segir Rattle þegar þessi nöfn eru nefnd. „Því fylgir vissulega ákveðin pressa, og ég finn að ég stend á herðum risa. Auðvitað er andi þessara manna enn í hljómsveitinni. Í eitt fyrsta skipti sem ég vann með henni sem gestastjórnandi, og var að stjórna „fjórðu Brahms“, þá benti einn elsti hljóðfæaleikarinn mér á nóteringar á nótnablöðunum og sagði: Sjáðu, þetta skrifaði Furtwängler. Hér vildi hann að við kæmum fyrr inn og fengjum þannig lengra hik fyrir framhaldið. Við getum farið eftir nótunum þínum á æfingunni, en á tónleikunum munum við aftur koma fyrr inn.“ Rattle hlær og segir að vissulega hafi hann náð að setja sitt mark á hljómsveitina á liðn- um áratug. „Í frábærri hljómsveit sem þessari hafa merkir karakterar sett mark sitt á allskyns hefðir og venjur. Sem betur fer hefur þessi karakter haldist þótt sveitin sé nú skipuð fjölda fólks af 26 þjóðernum, aðeins rúmlega helmingur er þýskur, og margir eru enn á þrí- tugsaldri. Einkennandi hljómurinn sem berst neðan úr grunninum og upp hefur haldið sér.“ Rattle hikar og bætir svo kersknislega við: „Ekki einu sinni breskur stjórnandi hefur náð að eyðileggja þennan hljóm!“ Spennt að leika í Hörpu Ljósmynd/Michael Trippel Stjórnandinn Sir Simon Rattle sveiflar sprotanum með Berlínarfílharmóníunni í Helsinki. „Einkennandi hljómurinn sem berst neðan úr grunninum og upp hefur haldið sér,“ segir hann.  Sir Simon Rattle stýrir Berlínarfílharm- óníunni í Hörpu í kvöld Kór Keflavíkurkirkju hlaut nýverið Súluna, menningarverðlaun Reykjanesbæjar, árið 2012 fyrir framlag sitt til eflingar tónlistarlífi í Reykjanesbæ. Samkvæmt upplýs- ingum frá bænum eru verðlaunin veitt þeim sem unnið hafa vel að menningarmálum í bæjarfélaginu og var þetta í sextánda sinn sem Súlan var afhent. „Kór Keflavíkurkirkju var form- lega stofnaður árið 1942 og hefur haldið uppi fjölbreyttu og öflugu tónlistarstarfi í Keflavíkurkirkju frá þeim tíma. Núverandi organisti og kórstjóri er heimamaðurinn Arnór Vilbergsson og hér er á ferð- inni ungur og metnaðargjarn at- vinnumaður sem knýr tónlistar- starfið áfram af miklum krafti,“ segir í tilkynningu frá bænum, en þar kemur m.a. fram að 50 félagar eru í kórnum í dag. Ekki hefur verið venja að útdeila peningagjöfum með menning- arverðlaununum en í ár var gerð sú undanteknin að úr menningarsjóði Reykjanesbæjar voru veittar 150 þúsund krónur í orgelsjóð sem stofnaður hefur verið til að hægt verði að skipta út orgelinu í Kefla- víkurkirkju. Gleði Björk Þorsteinsdóttir, formaður menningarráðs, afhenti Arnóri Vil- bergssyni, organista og kórstjóra, verðlaunin í Listasal Duushúsa. Kór Keflavíkurkirkju hlaut Súluna 2012 Árleg höfundakynning Bókasafns Seltjarnarness fer fram í kvöld kl. 20. Að þessu sinni lesa þrír höf- undar úr bókum sínum og taka þátt í umræðum. Þeir eru Árni Þórarinsson með Ár kattarins, Einar Kára- son með Skáld og Steinunn Sigurðardóttir með Fyrir Lísu. Þröstur Helgason bók- menntafræðingur stjórnar umræðum. Allir eru velkomnir og er aðgangur ókeypis. Bókmenntir Höfundakynning Steinunn Sigurðardóttir Blóðheitar ástríður er yf- irskrift tón- leika Pamelu De Sensi flautuleikara og Páls Eyj- ólfssonar gít- arleikara í Salnum Kópavogi í kvöld kl. 20. Á efniskránni er m.a. Bachiana Brasileira nr. 5 og Distribuição de Flôres eftir Heitor Villa-Lobos, Brasilískir dansar eftir Celso Machado, Fantaasia Mulata eftir Ernesto Cordero og Tango Suite: Hi- stoire du Tango eftir Astor Piazzolla. Tónleik- arnir eru þeir fyrstu af þrennum í tónleikaröð kennara Tónlistarskóla Kópavogs (TKTK) á starfsárinu. Tónlist Blóðheitar ástríður í Salnum Pamela De Sensi og Páll Eyjólfsson Sagnakvöld verður haldið í Safnahúsi Borgarfjarðar í kvöld kl. 20. Þar verður les- ið upp úr nýjum bókum, farið með vísur og boðið upp á almennt spjall. Ólafur Steinþórsson les úr bók sinni Urðarmána og Böðvar Guðmundsson úr Töfrahöll- inni. Þátttakendur í vísna- spjalli eru Dagbjartur Dag- bjartsson, Helgi Björnsson og Þórdís Sigurbjörnsdóttir. Allir eru vel- komnir. Bókmenntir Sagnakvöld Böðvar Guðmundsson skóla-ogskjalaskápar Skjala-hjólaskápar, þegar þú þarft að nýta plássið betur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.