Morgunblaðið - 20.11.2012, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 20.11.2012, Blaðsíða 36
ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 325. DAGUR ÁRSINS 2012 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 4190 I-PAD ÁSKRIFT 4190 1. Léku sér að óþekkum konum 2. Börkur vildi leita læknis 3. Ofurmaðurinn sem lærði íslensku 4. Piltar komu flóði af stað árið 1973 »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Kvartett trommuleikarans Einars Scheving kemur fram á KEX Hosteli í kvöld. Fluttir verða djassstand- ardar og önnur swing- og funk- skotin tónlist. Sem fyrr er aðgang- ur ókeypis. Kvartett Einars Scheving á KEX  Leikhús lista- manna stendur fyrir upplestri upp úr Ávöxtunarvinj- ettum eftir Ár- mann Reynisson í Þjóðleikhúskjall- aranum í kvöld kl. 21. Vinjetturnar gerast á níunda áratug 20. aldar og eru sjálfs- ævisögulegar, en höfundur hyggst svara spurningum um efni sagnanna. Á milli lestra leikur Kría Brekkan af fingrum fram á píanó. Ávöxtunarkvöld í Leikhúskjallaranum  Tómas Tómasson bassabarítón- söngvari verður meðal aðalsöng- varanna í nýrri uppfærslu La Scala í Mílanó á óperunni Lohengrin eftir Wagner sem frumsýnd verður 7. desember. Daniel Barenboim stjórnar en með Tómasi syngja meðal annarra hinir heims- kunnu René Pape og Jonas Kauf- mann. Tómas á Scala með Pape og Kaufmann Á miðvikudag Norðaustanátt, víða 10-18 m/s en 18-25 SA-til. Úr- komulítið SV-lands, annars snjókoma eða él og rigning austast. Á fimmtudag Ákveðin norðlæg átt. Snjókoma eða él, en þurrt SV- til. Frost 0 til 7 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustan 10-18 og 13-23 í kvöld, hvassast SA-lands. Að mestu þurrt á SV- og V-landi, annars él. Vægt frost. VEÐUR Arnór Atlason, landsliðs- maður í handknattleik, fer í aðgerð í dag eða á allra næstu dögum eftir að hann sleit hásin í kappleik á sunnudags- kvöldið. Hann verður frá keppni mánuðum sam- an. Arnór segist vera leiður yfir að missa af þátttöku á HM á Spáni í janúar með íslenska landslið- inu. »1 Fer fljótt í að- gerð í Flensburg Gylfi Þór Sigurðsson segist vera orð- inn svolítið óþreyjufullur þar sem hann hefur ekki fengið tækifæri í síð- ustu þremur leikjum Totten- ham. „Maður verður bara að vera þolinmóður, bíða eftir því að fá tækifærið og nýta það þegar þar að kemur. Timabilið er svo til nýbyrj- að og það er fullt af leikj- um eftir,“ sagði Gylfi við Morg- unblaðið. »2 Gylfi bíður þolinmóður eftir tækifærinu Hornamaðurinn Bergvin Þór Gíslason nýtur sín vel í nýrri stöðu sem skytta í liði Akureyrar. Hann er leikmaður Morgunblaðsins í 8. umferð N1- deildarinnar í handknattleik. Bergvin segir að þjálfarar Akureyrarliðsins hafi rætt við sig fyrir tímabilið um þessar breytingar. „Það eru breyttar áherslur hjá mér við að spila aðra stöðu,“ segir Bergvin. »4 Bergvin nýtur sín í nýrri stöðu í liði Akureyrar ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Guðrún Sóley Gestsdóttir gudrunsoley@mbl.is „Mér finnst þetta ofsalega fallegt og er mjög glöð með framtakið,“ segir Guðrún S. Gísladóttir leikkona en hún hlaut í gær styrk úr Minn- ingarsjóði frú Stefaníu Guðmunds- dóttur. Stefaníustjakinn svokallaði var afhentur í Iðnó í gær, en um er að ræða styrk til einstaklinga sem starfa á sviði leiklistar hér á landi. Fyrsti styrkur úr sjóðnum var veittur árið 1970, og að þessari út- hlutun meðtalinni hafa alls 40 ein- staklingar hlotið styrk. Styrkþeg- arnir voru þrír talsins að þessu sinni; Guðrún S. Gísladóttir, Selma Björnsdóttir og Unnur Ösp Stefáns- dóttir. Hver þeirra fékk styrk að upphæð 750.000 krónur. Minningar- sjóður frú Stefaníu Guðmunds- dóttur var stofnaður árið 1938 af hjónunum Önnu Borg og Poul Reu- mert. Markmið sjóðsins er að efla íslenska leiklist og heiðra um leið minningu Stefaníu Guðmunds- dóttur, en hún lést árið 1926 og var einn af merkustu brautryðjendum leiklistar á Íslandi og almennt talin fremsti leikari þjóðarinnar um sína daga. Nýtir styrkinn í ferðalög Einn styrkþeganna þriggja í ár er Guðrún S. Gísladóttir, ein af þekktustu leikkonum Íslands, og spannar ferill hennar heil 35 ár. „Styrkurinn kemur sér ofsalega vel. Ég ætla sennilegast að nýta hann til að fara í ferðalag, en að fá tæki- færið til þess er sérstaklega kær- komið þar sem við leikarar erum talsvert bundnir af vinnu okkar og komumst sjaldan burt,“ segir Guðrún. Hún flutti ljóðið Leiksýning eftir Stein Steinarr við athöfnina og hélt eftirminnilega ræðu. „Ég fjallaði um það hvað styrkur af þessu tagi gleður mig meira í dag eftir 35 ára feril en hann hefði að öllum lík- indum gert fyrir 2 eða 3 áratugum. Þegar maður var yngri fannst manni sjálfsagt að fá hrós, en í dag gleðst maður miklu meira yfir hverri og einni viðurkenningu,“ seg- ir Guðrún. Hún starfar hjá Þjóð- leikhúsinu og leikur um þessar mundir í Dýrunum í Hálsaskógi auk þess sem hún æfir hlutverk nornar- innar í Macbeth. Aðspurð segist Guðrún ekki vera orðin þreytt á leikarastarfinu þrátt fyrir langan og litríkan feril. „Maður byrjar reglu- lega upp á nýtt og reynir að end- urnýja sig með nokkurra ára milli- bili. Auðvitað er ekki alltaf gaman, en nógu oft til að maður endist þetta lengi,“ segir Guðrún. Tóku við Stefaníustjakanum  Þrjár leikkonur fengu styrki úr Stefaníusjóðnum Morgunblaðið/Golli Leikkonur Guðrún S. Gísladóttir, Selma Björnsdóttir og Unnur Ösp Stefánsdóttir taka við Stefaníustjakanum í Iðnó í gær. Þær fá hver um sig 750 þúsund króna styrk úr Minningarsjóði frú Stefaníu Guðmundsdóttur leikkonu. „Mikil gleði ríkti á athöfninni, en meðal gesta var Arnar Jónsson leikari sem fór með Gunnars- hólma, en hann er einmitt elsti núlifandi styrkhafinn,“ segi Dav- íð Scheving Thorsteinsson, verndari sjóðsins. Davíð segir leikkonurnar sem hlutu styrki í ár einstaklega vel að þeim komnar. „Þær eru allar mjög öfl- ugar á sínu sviði. Guðrún Gísladóttir hefur verið burðarás í íslensku leikhúsi í áratugi, Selma leikstýrði Vesa- lingunum með glæsibrag og hyggur á nám í leikstjórn og Unnur Ösp er ein af fremstu leikkonum þjóðarinnar,“ segir hann. „Misjafnt er milli ára hvort 1, 2 eða 3 einstaklingar hljóti styrki. Í ár var ómögulegt að gera upp á milli kvennanna svo eina leiðin var að veita þeim öllum styrk,“ segir Davíð kíminn. Ómögulegt að gera upp á milli LEIKKONURNAR ÞRJÁR VEL AÐ STYRKJUNUM KOMNAR Davíð Scheving Thorsteinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.