Morgunblaðið - 21.11.2012, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 21.11.2012, Qupperneq 2
Í kjölfar skipulagsbreytinga hefur 19 starfsmönnum í verslunum og höfuðstöðvum N1 verið sagt upp. Vörumerkið Bílanaust verður tekið upp aftur samfara skipulags- breytingunum. Stjórn N1 hefur ákveðið að færa nokkrar sérversl- anir félagsins með varahluti, auka- hluti í bíla og rekstrarvöru í dótt- urfélag sem rekið verður sem sjálfstæð eining frá ára- mótum. Skipulag N1 verður jafnframt einfaldað og verða meginsvið fé- lagsins tvö, ein- staklingssvið og fyrirtækjasvið. Stefnt er að skrán- ingu fyrirtækisins í Kauphöll Íslands á næsta ári. „Markmið með þessum breyt- ingum er fyrst og fremst að efla þjónustu við viðskiptavini N1 á öll- um sviðum,“ segir Eggert Bene- dikt Guðmundsson, forstjóri N1, í fréttatilkynningu. Hann segir jafn- framt að afkoma þess hluta sem nú fer undir hatt hins nýja dóttur- félags hafi ekki verið viðunandi. Með breytingunum og hagræðingu sé ætlunin að styrkja reksturinn til fram- tíðar. Fram- kvæmdastjóri Bíla- nausts verður Árni Stefánsson sem áður var yfir vöru- og rekstr- arsviði hjá N1. 19 sagt upp vegna skipulagsbreytinga hjá N1 og vörumerkið Bílanaust tekið upp aftur 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2012 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Hljómsveitarstjórinn Sir Simon Rattle var geisl- andi kátur í uppklappinu í gærkvöldi að loknum afar vel lukkuðum tónleikum Berlínar- fílharmóníunnar í Eldborgarsal Hörpu. Uppselt var á tónleikana mikil ánægja meðal gesta. Ríkarður Örn Pálsson, tónlistargagnrýnandi Morgunblaðsins, sagði að tónleikum loknum: „Þetta var alvörugaman.“ Bætti hann við að Berlínarfílharmónían væri ein af þremur fremstu hljómsveitum í heiminum. Hljómsveitin er nú á sjö landa tónleikaferð um veröldina og er henni hvarvetna tekið fagnandi. „Alvörugaman“ í Eldborgarsalnum Morgunblaðið/Golli Berlínarfílharmónían sló í gegn á fjölsóttum tónleikum í Hörpu í gærkvöldi Heimir Snær Guðmundsson heimirs@mbl.is Kristján L. Möller, formaður at- vinnuveganefndar, setur fyrirvara við umsögn meirihluta atvinnuvega- nefndar um þingsályktunartillögu um vernd og orkunýtingu land- svæða (rammaáætlun). Þingsálykt- unartillagan var afgreidd úr um- hverfis- og samgöngunefnd á mánudag með atkvæðum fulltrúa stjórnarflokkanna. Meirihluti at- vinnuveganefndar segir í áliti sínu að ekkert sé því til fyrirstöðu að um- hverfis- og samgöngunefnd afgreiði tillöguna án breytinga. Í fyrirvörum Kristjáns segir að hann sé samþykkur almennum at- riðum sem komi fram í umsögn meirihluta nefndarinnar. Þó telur hann að það hefði verið meira í sam- ræmi við upphaflegan tilgang rammaáætlunar ef tillagan hefði í aðalatriðum verið í samræmi við röðun verkefnisstjórnar og sérfræð- ingahóps í orkunýtingarflokk, bið- flokk eða verndarflokk. „Það á að vera leiðarljós okkar að ná sátt. Eins og ég segi í bókun minni þá tel ég að það hefði stuðlað að breiðari sátt um málið ef tillagan hefði í aðal- atriðum verið í samræmi við röðun verkefnisstjórnar. Slíkt tel ég ákaf- lega mikilvægt í þessu þarfa, brýna og góða máli. Sú sátt er þannig að það fá ekki allir sitt og allir verða að gefa eitthvað eftir,“ segir Kristján, aðspurður hvort það hafi verið mis- tök að hreyfa við röðun verkefnis- stjórnar. Í fyrirvörum Kristjáns kemur fram að honum þyki eðlilegt að taka tillit til nýrra upplýsinga um laxa- gengd í Þjórsá og skipa Urriðafoss- virkjun í biðflokk. Ræðst ekki aðeins af flokkun „Mér finnst að það hefði átt að taka tillit til annarra athugasemda sem komu fram, t.d. við Hólmsár- virkjun við Atley og Hagavatns- virkjun. Í ferlinu kom fram að rök- stuðningur fyrir því að setja Hólms- árvirkjun við Atley í biðflokk væri að það vantaði gögn. Mannleg mis- tök áttu sér stað og í ljós kom að það vantaði engin gögn. Ég tel að ráð- herra hefði þurft að skoða slíkar nýjar upplýsingar eins og gert var með Urriðafoss,“ segir Kristján. Hann minnir á að þó kostum sé ráð- stafað í nýtingarflokk þá sé það alls ekki trygging fyrir að ráðist verði í viðkomandi virkjun. Heimild til virkjunar ráðist af mörgum þáttum, t.d. umhverfismati, skipulagsmálum, framkvæmda- og virkjanaleyfum sem fjalla þurfi um af þar til bærum aðilum. Þá segist Kristján ekki gera sér grein fyrir því hvort meirihluti sé fyrir málinu á þingi, hann hafi ekki vitað af þeim miklu fyrirvörum sem nefndarmenn í umhverfis- og sam- göngunefnd settu fram. „Ég ítreka að ég stend í þeirri góðu trú að það sé hægt að ná meiri sátt um ramma- áætlun, það er minn vilji.“ Setti fyrirvara með umsögn  Kristján L. Möller setur fyrirvara við rammaáætlunina  Telur að tillagan hefði átt að vera meira í samræmi við röðun verkefnisstjórnar  Vonast eftir sátt „Ég ítreka að ég stend í þeirri góðu trú að það sé hægt að ná meiri sátt um rammaáætlun.“ Kristján L. Möller Jórunn Frímannsdóttir, sem tók fyrr í þessum mánuði sæti Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar í stjórn hjúkr- unarheimilisins Eirar, sagði af sér á stjórnarfundi í gær. Bætist hún þá við Hafstein Pálsson sem sagði sig úr stjórn Eirar fyrir helgi. Jórunn, sem áður átti sæti í stjórn fulltrúaráðs Eirar, var boðuð á stjórnarfund í gærmorgun. Þar til- kynnti hún í upphafi fundar að hún hefði ákveðið að segja sig úr stjórn- inni. Í samtali við mbl.is sagðist Jór- unn telja mikilvægt að umboð stjórnarmanna yrði endurnýjað. Að öll stjórnin ætti að segja af sér og nýir menn fengnir að borðinu. „Mér finnst nauðsynlegt að allar hliðar þessa máls verði skoðaðar. Hvernig má það vera að stjórnar- menn hafi ekki verið upplýstir um hvernig mál gengu fyrir sig?“ sagði Jórunn m.a. við mbl.is. Eftir eru í stjórn Eirar Magnús L. Sveinsson, starfandi formaður, Stef- án Benediktsson, Þórunn Svein- björnsdóttir, Helga Eysteinsdóttir og Fanney Proppé Eiríksdóttir. Tvö hætt í stjórninni hjá Eir Hafsteinn Pálsson  Umboð stjórnar verði endurnýjað Jórunn Frímannsdóttir Fyrsta umræða um frumvarp til stjórnskipunarlaga, sem byggð eru á tillögum stjórnlagaráðs, stóð enn yf- ir á Alþingi í gærkvöldi, þegar Morgunblaðið fór í prentun. Þá voru fjórtán þingmenn á mælendaskrá. Um tíma var þingmönnum heitt í hamsi og m.a. sakaði Birna Lárus- dóttir, varaþingmaður Sjálfstæðis- flokksins, þingmenn um „skrílslæti“. Undir þetta tók Sigurður Ingi Jó- hannsson, Framsóknarflokki: „Ég hef orðið vitni að því ítrekað í dag að hér er verið að hæðast að þingmönnum sem koma hér upp og ræða málefnalega um stjórnarskrá Íslands. Jafnvel er gengið svo langt að menn sitja í þingsal og senda inn ógeðfelld skilaboð á Facebook um hvað menn eru að segja hér í ræðu- stól. Mér er nóg boðið.“ Heitar þing- umræður Hafísjaðarinn milli Grænlands og Ís- lands liggur nú um um 67 sjómílur norðvestur af Barða en tilkynnt hefur verið um borgarísjaka skammt und- an Vestfjörðum. Að sögn Haraldar Eiríkssonar, vaktaveðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands, hvarf ísinn að miklu leyti til í lok sumars en hann segir nýmyndun hafa orðið samfara kólnandi veðri. „Það er svo sem erfitt að spá um ís- inn nema að á þessum árstíma er út- breiðslan að aukast eftir að hafa verið í lágmarki. En við getum sagt að fram á helgina er vindáttin frekar hagstæð, það er norðaustanátt á milli Grænlands og Íslands, sem heldur ís- röndinni frá. Og þannig er spáin al- veg fram á laugardag allavega,“ segir Haraldur. Veðurstofan teiknar vikulega upp kort af ísjaðrinum og styðst við gervi- tunglamyndir. Hún fær hins vegar tilkynningar um borgarísjaka frá skipum á sjó og bárust tvær slíkar til- kynningar á mánudag. Í annarri var tilkynnt um tvo borg- arísjaka á svipuðum slóðum en annar var í Djúpál og var honum lýst sem „heilmiklum hlunk“. Voru jakarnir báðir sagðir stórir og að þeir sæjust vel og að brot úr þeim væru á floti í kring. Hin tilkynningin sneri að fjór- um borgarísjökum, skammt frá þeim stað þar sem hinir voru sagðir á reki, en það fylgdi að allir sæjust þeir vel á ratsjá. Tilkynningar til Veðurstofunnar um borgarísjaka eru birtar á www.vedur.is. holmfridur@mbl.is Ísjakar undan Vestfjörðum Morgunblaðið/Kristján Borgarísjaki Hafísinn hefur látið sjá sig á miðunum. Mynd úr safni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.