Morgunblaðið - 21.11.2012, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 21.11.2012, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2012 Evrópuvaktin segir frá því aðlækkun Moody’s á lánshæfi Frakklands úr efsta matsflokki vegna versnandi samkeppnis- hæfni sé talin vera áfall fyrir François Hollande Frakklands- forseta og efnahags- stefnu hans sem reist sé á hækk- un skatta í því skyni að auka hagvöxt:    Matsfyrirtækið Stand-ard&Poor’s lækkaði sitt mat á Frakklandi þegar í janúar á þessu ári á meðan Nicolas Sar- kozy var enn forseti. Moody’s sagði að rekja mætti niðurstöðu sína til „varanlegrar minnkunar á samkeppnihæfni“ Frakklands og „gamalgróins stirðleika á vinnu-, vöru- og þjónustumörkuðum“.    Fyrr í mánuðinum spáði Al-þjóðagjaldeyrissjóðurinn að Frakkar kynnu að dragast aftur úr Ítölum og Spánverjum með til- liti til aðstæðna á vinnumarkaði og samkeppnishæfni. Útflutn- ingur Frakka dregst saman í samanburði við aðrar evruþjóðir, einkum Þjóðverja.    Í nýjasta hefti The Economister Frakklandi líkt við „tíma- sprengju í hjarta Evrópu“ vegna þess hvernig á efnahagsmálum er haldið og ekki hafi tökin batnað eftir að sósíalistar komust til valda fyrr á árinu.    Pierre Moscovici, fjármála-ráðherra Frakka, sagði að lækkun Moody’s „drægi ekki grundvöll fransks efnahags í efa og [væri] hvatning til að vinna að kerfisbreytingum“.    Nú eru þrjú evruríki eftir meðAAA.Verður þeim bráðum boðið í mat? Þá voru eftir þrjú STAKSTEINAR Veður víða um heim 20.11., kl. 18.00 Reykjavík 1 alskýjað Bolungarvík -1 alskýjað Akureyri -2 skýjað Kirkjubæjarkl. 0 skýjað Vestmannaeyjar 3 alskýjað Nuuk -3 léttskýjað Þórshöfn 5 skýjað Ósló 7 þoka Kaupmannahöfn 6 þoka Stokkhólmur 7 skýjað Helsinki 7 skýjað Lúxemborg 3 skýjað Brussel 8 heiðskírt Dublin 10 léttskýjað Glasgow 11 léttskýjað London 12 léttskýjað París 10 skýjað Amsterdam 10 heiðskírt Hamborg 7 heiðskírt Berlín 5 léttskýjað Vín 6 þoka Moskva 1 alskýjað Algarve 17 léttskýjað Madríd 12 léttskýjað Barcelona 16 léttskýjað Mallorca 17 léttskýjað Róm 15 skúrir Aþena 17 skýjað Winnipeg 1 alskýjað Montreal 2 alskýjað New York 8 heiðskírt Chicago 10 alskýjað Orlando 18 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 21. nóvember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:18 16:11 ÍSAFJÖRÐUR 10:46 15:52 SIGLUFJÖRÐUR 10:30 15:34 DJÚPIVOGUR 9:53 15:35 Smiðshöfði 1, 110 Reykjavík, sími 587 9700, propack.is, propack@propack.is Sérhæfum okkur í pökkun og frágangi á búslóðum til flutnings milli landa, landshluta eða innanbæjar Við pökkum búslóðinni, önnumst farmbréf, tollafgreiðslu og sjáum um flutning á áfangastað. Flytjum fyrir einstaklinga, fjölskyldur og fyrirtæki. Sjáum einnig um að pakka upp búslóðinni á nýju heimili og koma öllu fyrir eins og óskað er. Ef heimilið er ekki tilbúið bjóðum við geymslu búslóða, í nýlegu og glæsilegu húsnæði, með fullkomnu öryggis- og brunavarnakerfi. Stofnað árið 1981 Samkvæmt nýrri viðhorfskönnun Capacent Gallup telja um 80% þjóð- arinnar að Landsvirkjun (LV) skapi mikil verðmæti fyrir íslenskt sam- félag. Rúm 10% telja fyrirtækið skapa lítil verðmæti og tæp 10% hvorki mikil né lítil verðmæti. Könnunin var gerð í tengslum við haustfund Landsvirkjunar, sem fram fer í dag á Hótel Hilton Reykjavík Nordica. Úrtakið í könn- uninni var 600 manns og alls svöruðu 466 manns eftirfarandi spurningu: „Hversu mikil eða lítil verðmæti skapar Landsvirkjun að þínu mati fyrir íslenskt samfélag?“ Svarhlut- fallið var 77,6% og því tóku 22,4% aðspurðra ekki afstöðu til spurning- arinnar. Í tilkynningu frá Landsvirkjun er haft eftir Herði Arnarsyni forstjóra að miklar væntingar séu gerðar til fyrirtækisins. Það eitt og sér geti skapað mikil verðmæti fyrir sam- félagið. „Við viljum gera okkar besta til að standa undir þeim vænt- ingum,“ segir Hörður. Á haustfundinum í dag verður m.a. lagt mat á hvernig til hefur tek- ist hjá Landsvirkjun, framtíðar- horfur ræddar, tækifæri og sam- félagslegt hlutverk fyrirtækisins. Fundurinn fer fram milli kl. 14 og 16 og er opinn almenningi. 80% telja LV skapa mikil verðmæti  Haustfundur Landsvirkjunar í dag  Framtíðarhorfur verða m.a. ræddar Morgunblaðið/Árni Sæberg Landsvirkjun Hörður Arnarson for- stjóri ávarpar haustfundinn í dag. Samþykkt var í borgarstjórn Reykjavíkur að gera breytingar á svæðis- skipulagi vegna svonefndra Holtsganga og byggingarsvæðis 5 á Landspítala- lóðinni. Annars vegar hefur verið hætt við eldri áform um Holtsgöng, sem áttu að tengja Sæbraut við Hringbraut. Hins vegar verður byggingarmagn aukið á svæði 5 í tengslum við uppbyggingu nýs Landspítala. Samrýmdust Holts- göngin ekki þeim áformum. Holtsgöng tekin út af borgarskipulagi Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt konu á fimmtugsaldri í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir ærumeiðandi aðdróttanir á netinu gagnvart karlmanni. Fram kemur í dómi héraðsdóms að á tímabilinu 14. til 29. mars sl. hafi konan ritað undir ljósmynd af manninum sem var á vefsíðu Mottumars, átaks Krabbameinsfélagsins, sex færslur undir hinum ýmsu dulnefnum. Voru ummæli aðgengileg almenn- ingi. „Drepstu viðbjóður“, „Ljót- leikinn er jafn að utan sem innan hjá þér“, og „Hættur að berja kon- una og krakkana?“ eru á meðal þeirra ummæla sem konan skrifaði. Dæmd fyrir æru- meiðandi ummæli

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.