Morgunblaðið - 21.11.2012, Side 11

Morgunblaðið - 21.11.2012, Side 11
Núpar í Aðaldal standa austan Laxár um 1 km. norðan brúar- innar við Núpafoss. Sigríður Sigurðardóttir er ekkja Sigurðar Karlssonar áður bónda á Núpum, en býr nú með syni sínum og tengdadóttur. Á Núpum er stunduð sauð- fjárrækt, en ábúendur stunda einnig vinnu utan bús. Standa aust- an Laxár NÚPAR Perturé Fallegt Í fullum blóma. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Húsfreyja Sigríður Sigurðardóttir á Núpum í Aðaldal leggur mikla rækt við perutréð sitt en ræktar einnig rósir. afbrigði og þau eru upprunnin bæði í Evrópu og Asíu. Þau eru bæði stór og lítil og stærstu perutré geta orðið 10-15 m há. Perur hafa verið notaðar til manneldis frá örófi alda og marg- ar þjóðir nota þær mikið. Rómverjar til forna borðuðu mikið af perum og perur hafa verið ræktaðar í Kína svo vitað sé í a.m.k. 3000 ár. Perutré eru skyld eplatrjám og notkunin er svipuð. Perur eru borð- aðar hráar, bakaðar eða soðnar og einnig þurrkaðar. Sykurlögur í hlutföllum Sigríður á Núpum sýður upp- skeruna niður á haustin þegar per- urnar eru mátulega þroskaðar. Þá eru þær teknar niður, flysjaðar og hreinsaðar og skornar í helminga. Hún segist búa til sykurlög í hlutföllunum ½ kg sykur á móti 1⁄3 l vatni og fer magnið eftir því hvað perurnar eru margar. Þá setur hún smásítrónusafa í sykurlöginn til þess að skerpa bragðið. Að því búnu tekur hún niðursuðukrukkur með læstu loki og þvær þær og sótthreinsar. Perunum er síðan raðað í krukkurnar og syk- urleginum hellt yfir. Þá er krukkunum lokað og þær soðnar í potti í tíu mínútur við 110- 120°C. Við þetta lofttæmast þær og geymast vel í langan tíma, enda er þetta jólamatur margra því Sigríður hefur ánægju af því að gefa vinum og vandamönnum þennan fína eftir- rétt; perurnar úr sínu eigin gróður- húsi. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2012 Vert er að minna á Gallerí Korpúlfs- staði nú á komandi aðventu þegar margir fara á stúfana og skoða fal- lega hluti sem sumir hverjir enda í jólapakka en aðrir kannski bara uppi í hillu. Galleríið var sett á stofn í maí 2011 og er rekið af listamönnum sem hafa vinnustofur sínar í húsinu en galleríið er nokkurs konar framleng- ing af þeim. Listamennirnir vinna í ýmsum greinum myndlistarinnar, s.s leirverk, grafíkverk, glerverk, mál- verk, textílverk, teikningar, skartgripi o.fl. Gallerí Korpúlfsstaðir er lifandi gallerí þar sem listamennirnir skiptast á að sýna verk sín á sér- stökum sýningarvegg og engin álagn- ing er á verkunum þar sem galleríið er rekið af listamönnunum sjálfum. Þeir listamenn sem standa að gall- eríinu eru: Anna G. Torfadóttir, Ásdís Þórarinsdóttir, Bryndís G. Björgvins- dóttir, Dröfn Guðmundsdóttir, Edda Þórey Kristfinnsdóttir, Elísabet Stef- ánsdóttir, Guðfinna A. Hjálmarsdóttir Guðrún Þórisdóttir, María Valsdóttir, Marilyn Herdís Mellk, Sigurður Valur Sigurðsson Tinna Kvaran, Valgerður Björnsdóttir, Þórdís Elín Jóelsdóttir Opið er frá klukkan 14-18 fimmtu- og föstudaga en frá 12-16 laugar- og sunnudaga. Þá verður opið lengur á fimmtudögum í desember eða til klukkan 21. Þá geta allir gestir sem koma í galleríið 29. nóvember, á opnu húsi, og fram til 20. des. tekið þátt í jólapotti gallerísins. Vinningshafar hreppa gjafabréf að andvirði 10.000 en einnig verða óvæntar uppákomur í galleríinu á fimmtudagskvöldum í desember. Nánari upplýsingar í síma 6611144. Gallerí Korpúlfsstaðir Korpúlfsstaðir Galleríið er eins konar framlenging á vinnustofum hússins. Óvæntar uppákomur í desember islandsstofa.is Borgartún 35 | 105 Reykjavík 22. nóvember í Hvammi á Grand Hótel Reykjavík kl. 14–16. Utanríkisráðuneytið, Samtök atvinnulífsins og Íslandsstofa bjóða til opins fundar um áskoranir og sóknarfæri er tengjast auknum efnahagsumsvifum á norðurslóðum. Miðað við núverandi þróun má gera ráð fyrir að fjárfestingar á norðurslóðum geti numið allt að 100 milljörðum dollara á næstu tíu árum, m.a. vegna olíu- og gasframleiðslu, nýtingar náttúruauðlinda, uppbyggingar samgönguinnviða, ferðaþjónustu og fjarskiptatækni. Svæðið býr yfir ýmsum áskorunum og hefur Ísland og íslenskt atvinnulíf reynslu, þekkingu og getu til að nýta sér þau fjölmörgu sóknarfæri sem framundan eru. Setning Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. Frummælendur Charles Emmerson, sérfræðingur í málefnum norðurslóða hjá Chatham House London og höfundur nýlegrar skýrslu Loyds of London, Arctic Opening: Opportunity and Risk in the High North. Felix Tschudi, eigandi og stjórnarformaður Tschudi skipafélagsins sem vinnur að því að þróa siglingar um Norður-Íshafið. Tryggvi Jónsson, framkvæmdastjóri mannvirkja hjá Mannviti. Ágúst Ágústsson, markaðsstjóri Faxaflóahafna, stjórnarformaður Cruise Iceland. Samantekt Svana Helen Björnsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins. Fundarstjóri Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu. Aðgangur er ókeypis en fólk er vinsamlegast beðið að skrá þátttöku á islandsstofa@islandsstofa.is eða í síma 511 4000. Athugið að fundurinn fer fram á ensku. Áskoranir og sóknarfæri á norðurslóðum Opinn kynningarfundur: Líf – styrktarfélag gefur í ár út óvenjulegt jóladagatal til styrktar kvennadeild Land- spítalans. Jóladagatalinu, sem unnið er í samvinnu við marga þekkta karaktera úr íslenskum barnaævintýrum, er ætlað að vekja börnin okkar til margvíslegra leikja og stytta þeim stundir fram til jóla. Með því að fletta hverjum degi á jóladagatal- inu opnast alls kyns ævin- týri, leikir og þrautir sem öllum börnum finnst skemmtilegt að fást við. Krakkarnir fá nýja mynd til að lita hvern dag þar sem við sögu koma kunnar per- sónur út Latabæ og Ávaxta- körfunni en einnig má finna þar Skessuna í fjallinu og Lilla apa úr Brúðubílnum svo einhverjar persónur séu nefndar. Þá gefur jóladagatalið börnum líka tækifæri til að taka þátt í eldhússtörfum og læra kúnstina að baka piparkökur og annað gott til jólanna. Sala er hafin á dagatalinu sem kostar 1.990 krónur og fæst í öllum verslunum Hagkaupa og Samkaupa. Allur ágóði rennur til Lífs – styrktarfélags kvennadeildar Landspítalans. Jóladagatal Lífs Ævintýraleg niðurtalning Jóladagatal Í dagtalinu er að finna alls kyns æv- intýri, leiki og þrautir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.