Morgunblaðið - 21.11.2012, Page 15

Morgunblaðið - 21.11.2012, Page 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2012 Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Líkamsárásarmál á hendur Annþóri Kristjáni Karlssyni, Berki Birgis- syni og átta öðrum karlmönnum var tekið til aðalmeðferðar í Héraðsdómi Reykjaness á mánudag. Ákært er fyrir sérstaklega hættulegar líkams- árásir, ólögmæta nauðung, frelsis- sviptingu og tilraun til fjárkúgunar. Sagðir hafa brotið bein Ákæran er í fimm liðum. Í þeim fyrsta eru þeir Annþór, Börkur og sjö aðrir sakaðir um að hafa ráðist vopnaðir á fjóra menn í íbúð í Mos- fellsbæ í janúar síðastliðnum. Fram kemur í ákærunni að þeim Annþóri og Berki hafi fyrst verið boðið inn í íbúðina af einum fjór- menninganna. Hinir sjö sem voru með Annþóri og Berki í slagtogi biðu fyrir utan og fóru svo inn í íbúðina í heimildarleysi eftir að Annþór gaf þeim merki um inngöngu. Mennirnir sem urðu fyrir árásinni eru sagðir hafa verið slegnir ítrekað víðsvegar um líkama og í höfuð með hættulegum vopnum og bareflum. Brotaþolar hlutu allir áverka. Einn þeirra fékk þverbrot á sköfl- ungsbeini. Þá hlaut hann 6 cm lang- an skurð á framanverðum sköfl- ungnum og brot á hægri hnéskel. Árásin þykir sérstaklega hættuleg og telst varða við 2. mgr. 218 gr. al- mennra hegningarlaga. Í öðrum lið ákærunnar eru þeir Annþór, Börkur, tveir meðákærðir í málinu auk ókunnugra manna sak- aðir um sérstaklega hættulega lík- amsárás með því að hafa ráðist vopnum búnir á þrjá menn í Reykja- vík í desember. Neyddur til að kasta þvagi Í ákærunni kemur m.a. fram að þeir hafi haldið fórnarlambinu á meðan kastað var yfir hann þvagi. Þá er Börkur sakaður um að hafa slegið manninn með barefli í hnakk- ann. Árásarmennirnir eru einnig sak- aðir um ólögmæta nauðung með því að hafa neytt þriðja manninn til að kasta af sér þvagi yfir vin sinn. Þá eru mennirnir ákærðir fyrir frelsissviptingu og tilraunir til fjár- kúgunar. Var mönnunum hótað frekara ofbeldi yrðu þeir ekki við kröfum þeirra og þeim haldið í allt að klukkutíma. Í þriðja lið ákærunnar eru tveir karlmenn sakaðir um hlutdeild í þeim brotum sem er lýst í öðrum lið ákærunnar. Í fjórða lið ákærunnar er Annþór ákærður fyrir sérstaklega hættu- lega líkamsárás á tvo menn í Hafn- arfirði í október sl. Annþór er sagð- ur hafa slegið þá í andlit og líkama nokkrum höggum og að hafa tekið annan manninn kverkataki og ekki sleppt takinu fyrr en maðurinn missti meðvitund. Þá lét hann mann- inn falla í gólfið og sló hann ítrekað í andlit. Einnig að slá hinn manninn í andlitið, líkama og höfuð. Þá hótaði Annþór mönnunum frekara ofbeldi og fjárkúgun ef þeir segðu frá brot- unum. Í fimmta lið ákærunnar eru tveir menn ákærðir fyrir hlutdeild í þeim brotum sem lýst er í fjórða liðnum. Hrottalegar lýsingar í ákærunni  Ákært í árásarmálinu í fimm liðum  Ítarlegar lýsingar á meintum brotum sakborninga  Ákært fyrir sérstaklega hættulegar líkamsárásir, ólögmæta nauðung, frelsissviptingu og tilraun til fjárkúgunar Morgunblaðið/Júlíus Hérðasdómur Reykjaness Annar sakborninga er hér leiddur út úr réttarsal eftir vitnaleiðslur í gær. Fréttaflutningur af réttarhöld- unum er bannaður. Kemur það til af kröfu saksóknara og féllst dómurinn á kröfu hans sem byggist á 11. grein saka- málalaga. Í henni kemur fram að „þótt þinghald sé háð í heyranda hljóði getur dómari bannað að skýrt verði frá því sem gerist þar ef ætla má að frásögn geti leitt til sakar- spjalla eða valdið vandamönn- um sakbornings. brotaþola eða öðrum sem ekki eru fyrir sök- um hafðir þjáningum eða veru- legum óþægindum.“ Mátu sak- sóknari og dómari málið sem svo að það gæti spillt fyrir málinu ef sakborningar og vitni gætu lesið fréttir af vitn- isburði annarra. Þá sex sérfræðinga sem Morgunblaðið ræddi við rak ekki í minni til þess að þessu ákvæði hefði áður verið beitt í réttarhöldum á Íslandi. Enginn þeirra vildi þó fullyrða að svo væri. Fram kemur að frétta- flutningur af réttarhaldinu verður bannaður þar til skýrslutöku lýkur. Líklega notað í fyrsta skipti FRÉTTABANN E N N E M M / S ÍA / N M 5 5 3 12 siminn.is · 8004000@siminn.is Vertu með símkerfið í öruggum höndum hjá Símanum Fyrirtæki Fast mánaðargjald fyrir aðgang að IP símkerfi Símavist hentar flestum gerðum fyrirtækja, óháð stærð og starfsemi. Með Símavist býðst fyrirtækjum að leigja IP símkerfi gegn föstu mánaðargjaldi sem ræðst af fjölda starfsmanna sem nota kerfið. Símkerfið er hýst í vélasölum Símans og fyrirtæki þurfa ekki að fjárfesta í vélbúnaði eða stýrikerfum. Hafðu samband við Fyrirtækjaráðgjöf í síma 800 4000 og sérfræðingar okkar finna hagkvæmustu lausnina fyrir þitt fyrirtæki.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.