Morgunblaðið - 21.11.2012, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 21.11.2012, Qupperneq 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2012 Ákæru á hendur Magnúsi Guð- mundssyni, fyrrverandi bankastjóra Kaupþings í Lúxemborg í Al-Thani- málinu svonefnda var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær- morgun. Jafnframt var hluta ákær- unnar á hendur Ólafi Ólafssyni, eig- anda Samskipa, vísað frá. Embætti sérstaks saksóknara hefur kært úr- skurð héraðsdóms til Hæstaréttar. Samkvæmt upplýsingum frá Birni Þorvaldssyni, saksóknara hjá emb- ætti sérstaks saksóknara, var ákær- unni á hendur Magnúsi vísað frá á þeirri forsendu að í ákærunni væri ekki nægjanlega lýst aðkomu hans að málinu. Magnús var ákærður fyr- ir hlutdeild í umboðssvikum. Ólafur er ákærður fyrir hlutdeild í umboðssvikum og hlutdeild í mark- aðsmisnotkun. Var síðarnefnda ákæruliðnum vísað frá í gærmorgun af héraðsdómi vegna vanreifunar en sá úrskurður var jafnframt kærður til Hæstaréttar. Ekki er vitað hversu langan tíma Hæstiréttur tekur sér til þess að komast að niðurstöðu en líklegt er að það taki að minnsta kosti tvær vikur. Verjendur sakborninga í Al- Thani-málinu fóru fram á það við málflutning fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur hinn 1. nóvember sl. að málatilbúnaði ákæruvaldsins yrði vísað frá dómi. Dómari féllst ekki á að vísa frá ákærum á hendur Sigurði Einarssyni, fyrrverandi stjórnarfor- manni Kaupþings, né Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings. guna@mbl.is Ákærum í Al- Thani-máli vís- að frá að hluta  Úrskurður héraðsdóms kærður Ólafur Ólafsson Magnús Guðmundsson Aukablað um bíla fylgir Morgunblaðinu alla þriðjudaga Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Svo virðist sem margir hafi beðið spenntir og þyrstir eftir jólabjórn- um. Alls seldust um 105 þúsund lítr- ar fyrstu þrjá dagana sem mjöður- inn var til sölu í Vínbúðunum, þ.e. frá fimmtudegi til laugardags. Sala jólabjórs hófst að venju 15. nóv- ember, sem að þessu sinni var á fimmtudegi. Í fyrra var 15. nóv. á þriðjudegi og þá seldust 110 þúsund lítrar frá þriðjudegi til laugardags. Ef svipað magn verður selt af jólabjór í ár og í fyrra má áætla að salan nemi um hálfum milljarði króna. Í fyrra var seld rúmlega hálf milljón lítra af jólabjór fyrir tæpar 460 milljónir (m. vsk.), samkvæmt upplýsingum frá Vínbúðunum. Sömu tegundir á toppnum Mest var selt í síðustu viku af Tu- borg Christmas Brew, en næst á eftir koma jólabjór frá Víking og Kalda. Neytendur virðast því íhaldssamir þegar kemur að jóla- bjórnum því þetta eru sömu teg- undir og voru mest seldar fyrstu dagana í fyrra. Árið 1999 voru seldir 57 þúsund lítrar af jólabjór og jókst salan ár- lega til ársins 2006, en þá var selt magn 342 þúsund lítrar. Aðeins dró úr sölu árin 2007 og 2008 en eftir það hefur verið stöðug aukning og jókst t.d. salan í lítrum talið um 42% á milli áranna 2010 og 2011. Tegundum hefur fjölgað síðustu ár og meira magn verið í boði, sem á sinn þátt í aukinni sölu. Giljagaur og Gæðingur Nokkrar tegundir koma í mjög takmörkuðu magni og gætu þær selst upp fljótlega ef spurn verður mikil eftir þeim. Í þessum flokki eru tegundir eins og Giljagaur, Gæð- ingur, Mikkella Red White Christ- mas og Mikkeller Hoppy Lovin’ Christmas. Allar munu þær enn vera til í einhverjum vínbúðanna. Alls verður 21 tegund jólabjórs í sölu fyrir jólin og lýkur sölunni á þrettándanum. Flestar voru þessar tegundir á boðstólum þegar sala hófst á fimmtudag. Jólabjórinn rann út fyrstu söludagana  Salan yfir hálfan milljarð í ár? Söluþróun jólabjórs frá árinu 1999-2011 600.000 500.000 400.000 300.000 200.000 100.000 0 Se ld ir lít ra r 19 99 20 00 20 01 20 02 20 03 20 04 20 05 20 06 20 07 20 08 20 09 20 10 20 11 Sala í þús. lítrum 15.-17. nóv. 2012 Heildarsala jólabjórs 104,8 Tuborg Christmas Brew 50,5 Víking Jólabjór 21,9 Kaldi Jólabjór 10,0 F Y R I R Þ I G O G Þ Á S E M Þ É R Þ Y K I R V Æ N S T U M ! KRINGLUNNISími: 5513200 ERUM AÐ TAKA UPP NÝJAR VÖRUR FYRIR BÖRN! Birgir Ármannsson 2. ÓÞREYTANDI BARÁTTUMAÐUR BORGARALEGRA LÍFSGILDA Birgir Ármannsson hefur sýnt það og sannað, að hann lætur aldrei deigan síga í baráttunni gegn upplausnaröflunum, fyrir siðuðu og sanngjörnu samfélagi, þar sem frelsi og ábyrgð haldast í hendur. Kjósum Birgi Ármannsson í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokks- ins nú á laugardag. stuðningsmenn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.