Morgunblaðið - 21.11.2012, Síða 23

Morgunblaðið - 21.11.2012, Síða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2012 Trúðar Hún var áþreifanleg spennan í gær baksviðs í Borgarleikhúsinu þegar undanúrslit í Skrekk fór fram, annað kvöldið í röð. Fremst á myndinni eru skrautlegir krakkar úr Fellaskóla. Kristinn Í orði kveðnu eru flestir sam- mála um að for- senda hagvaxtar og batnandi lífs- kjara hér á landi sé að atvinnulífið nái aftur vopn- um sínum eftir þau áföll sem á því hafa dunið undanfarin ár. Velgengni atvinnulífsins er grundvöllur þess að vinna megi bug á atvinnuleys- isvanda og fólksflótta, auka kaupmátt alls almennings með varanlegum hætti og tryggja á sama tíma tekjugrundvöll hins opinbera. Án aukinnar fjár- festingar atvinnuveganna, meiri verðmætasköpunar og útflutningstekna er tómt mál að tala um bætt kjör, fleiri störf eða eflingu opinberrar þjónustu á einhverjum svið- um. Þetta virðist ekki flókið, en síðustu árin hafa stjórnvöldum verið afar mislagðar hendur í þessum efnum. Í stað þess að leggja grunn að nýrri sókn at- vinnulífsins hefur núverandi ríkisstjórn reynt að kreista sí- fellt meira út úr þeim rekstri sem til staðar er, hækkað álögur og þrengt að rekstr- arskilyrðum fyrirtækja, og beint og óbeint lagt steina í götur nýrra verkefna og fjár- festinga. Frá þessu eru örfáar undantekningar, sem birtast í takmörkuðum ívilnunum til handa einstökum greinum, sem þá og þá stundina njóta velvildar. Atvinnulífið almennt hefur hins vegar orðið fyrir þungum búsifjum vegna hækkandi skatta, aukinnar reglubyrði og verri rekstr- arskilyrða. Í þeim tilvikum þar sem ytri skilyrði hafa stuðlað að bættri afkomu, svo sem í sjávarútvegi, ferðaþjónustu og öðrum útflutn- ingsgreinum, hafa viðbrögð rík- isstjórnarinnar jafnan verið á þá leið að þyngja byrðarnar, eins og nýlegar og yfirvof- andi skattahækk- anir eru til vitnis um. Fyrirvar- alitlar breytingar, óstöðugleiki í lagaumhverfi og fálm- kenndar ákvarðanir stjórn- valda hafa síðan orðið til að bæta gráu ofan á svart fyrir fyrirtækin. Þessum hernaði stjórnvalda gegn íslensku atvinnulífi verð- ur að linna. Ný lífskjarasókn verður að byggjast á traustum grunni. Öflugt atvinnulíf er forsenda þess að við getum haldið uppi góðu menntakerfi, heilbrigðiskerfi og velferð- arkerfi. Loforð um eflingu lög- gæslu og úrbætur í samgöngu- málum, svo fleiri dæmi séu nefnd, eru líka óraunhæf nema verðmætasköpun í landinu nái sér á strik. Á þessu sviði bíða okkar mörg verkefni – og ekki öll einföld eða auðveld. Tækifær- in eru hins vegar til staðar. Við verðum að nýta þau. Eftir Birgi Ármannsson » Fyrirvaralitlar breytingar, óstöðugleiki í laga- umhverfi og fálm- kenndar ákvarðanir hafa orðið til að bæta gráu ofan á svart fyrir fyrirtækin. Birgir Ármannsson Höfundur er þingmaður Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík. Hernaðurinn gegn atvinnulífinu Skattaglaðir stjórn- málamenn og fræðimenn hefðu haft gott af því að hlusta á fyrirlestur sem dr. Daniel Mitchell hélt síðastliðinn föstudag um neikvæð áhrif stighækk- andi tekjuskatts. Þeir hefðu þá hugsanlega áttað sig betur á neikvæðu sam- hengi á milli skattheimtu og efnahagslegra fram- fara. Einhverjir þeirra hefðu jafnvel skilið þær mótsagnir sem fólgnar eru í skattagleðskap ríkisstjórnarinnar. Í einu orðinu halda hinir skatta- glaðværu því fram að hægt sé að hafa áhrif á hegðun almennings og í hinu að skattar hafi lítil eða engin áhrif. Þannig sé rétt að hækka skatta og gjöld á áfengi, tóbak, sykur og aðra óhollustu til að draga úr neyslu og þar með auka vel- ferð og tryggja betra heilsufar þjóðar. Því hærri skattar og gjöld, því minni neysla. En svo snúa glaðværir talsmenn skattheimtunnar við blaðinu og halda því fram að beinir skattar á laun og fyr- irtæki hafi lítil eða engin áhrif. Fólk haldi áfram að vinna og afla jafnmikilla (jafnvel meiri) tekna þótt skattar hækki stöðugt. Með öðrum orðum: Hægt sé að draga úr eftirspurn eftir ákveðnum vörum og þjónustu með skattlagningu en skattar á laun og vinnu hafi ekki áhrif. Mótsögnin ætti að vera öllum augljós, jafnvel hinum skattglöðustu í hópi stjórnmálamanna og fræðimanna. Enginn skilningur Enginn skilningur er innan sósíal- ískrar ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna á samhengi skatta, ríkis- útgjalda og hagvaxtar. Skattahækkanir síðustu ára á fyrirtæki og almenning eru byggðar á þeirri trú að ná verði fram einhverju sem kallast „félagslegt rétt- læti“. Í reynd hefur „réttlætið“ ekki fal- ist í öðru en að jafna tekjur niður á við í stað þess að auka tækifæri þeirra sem hafa minna á milli handanna til að afla sér meiri tekna. ávísun á aukna skattheimtu og þar með hærri ríkisútgjöld. Það er enginn inn- byggður hemill á skattheimtuna og þar með ríkisútgjöldin. Flatur tekjuskattur – ein ákveðin prósenta óháð tekjum – hamlar hins vegar gegn útþenslu rík- isins enda er það pólitískt erfiðara fyrir skattaglaða stjórnmálamenn að hækka skattprósentuna sem allir þurfa að greiða. Þeir ná ekki að reka fleyg á milli skattgreiðenda með sama hætti og þeir geta ef tekjuskattur er stighækkandi. Auk þessa er flatur tekjuskattur ólík- legri til að hafa skaðleg áhrif á efnahags- lífið en stighækkandi skattur sem dreg- ur úr löngun einstaklinga til efnahagslegra umsvifa, þar sem afrakst- urinn verður hlutfallslega æ minni. Áhrif á hagvöxt Hvernig staðið er að skattlagningu hefur því bein áhrif á hagvöxt. Flöt, ein- föld og hófsöm skattlagning hefur já- kvæð áhrif á efnahagslífið og hagvöxtur verður meiri en ella. Fyrir Íslendinga skiptir þetta gríðarlega miklu máli. Tak- ist ekki að rífa upp hagvöxt hér á landi munu lífskjör taka litlum breytingum á komandi áratugum. Þannig mun það taka 70 ár að tvöfalda landsframleiðsl- una ef hagvöxtur er að meðaltali 1% á ári. Takist okkur hins vegar að tryggja 3% vöxt efnahagslífsins mun það taka tæp 25 ár að tvöfalda íslenska hagkerfið og aðeins 18 ár ef hagvöxtur er að með- altali 4%. Af þessu sést hve miklu það skiptir fyrir almenning að hjól atvinnulífsins fari aftur af stað og hagvöxtur nái að festa sig í sessi. Þar skiptir hvert pró- sentustig gríðarlega miklu. Þetta er spurning um þróun lífskjara hér á landi. Innan ríkisstjórnarinnar eru fyrirtæki tortryggð og litið er á vöxt efnahagslífs- ins, sem er forsenda bættra lífskjara, sem eitthvað af hinu illa. Svandís Svav- arsdóttir umhverf- isráðherra lýsti því yfir á flokksráðsfundi VG 2010, að kapítalismi, „sem gerir ráð fyrir endalausum hagvexti“, leiði mannkynið til glöt- unar. Er nema von að ung- liði innan VG leggi til „að á Íslandi sé aðeins starfrækt ein matvöruverslun og hún sé á vegum ríkisins“ og þar með verði engin sam- keppni, „bara skýrar reglur og lýðræð- isleg stjórnun“. Ekki hefur Árni Páll Árnason, sem sækist eftir að verða leiðtogi Samfylk- ingarinnar, mikið jákvæðara viðhorf til atvinnulífsins. Á ársfundi ASÍ 2009 tal- aði Árni Páll sem félagsmálaráðherra um „óforskammaða kapítalista“ og „ginningarfífl stóriðju og útgerð- arauðvald“. Ólína Þorvarðardóttir, samherji Árna Páls í Samfylkingunni, hefur lagt til að lagður verði allt að 80% tekjuskattur á „ofurlaun“. Þar með bauð hún betur en Lilja Mósesdóttir, sem boðaði 60-70% skattþrep á tekjur yfir eina milljón á mánuði. Þá var Lilja enn félagi í VG og Ögmundur Jónasson tók undir hug- myndir hennar. Skattagleðin kann sér engin takmörk. Innbyggður hemill Flestum hagfræðingum hefur verið það lengi ljóst að samhengi er á milli út- gjalda ríkisins og hagvaxtar. Útgjöld til að standa undir grunnstoðum sam- félagsins auka hagvöxt en gangi hið op- inbera of langt í útgjöldum dregur úr hagvexti – samband útgjalda og hag- vaxtar verður neikvætt. Uppbygging skattkerfisins hefur veruleg áhrif á þróun ríkisútgjalda. Á meðan eitt kerfi kallar á síaukna skatt- heimtu og þar með aukin umsvif ríkisins hamlar annað gegn hækkandi sköttum. Stighækkandi tekjuskattur, þ.e. því hærri tekjur, því hærri hundraðshluta af launum þarf viðkomandi að greiða, er Eftir Óla Björn Kárason »Takist að tryggja 3% vöxt efnahagslífsins mun það taka tæp 25 ár að tvöfalda íslenska hagkerfið og aðeins 18 ár ef hag- vöxtur er að meðaltali 4%. Óli Björn Kárason Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hagvöxtur og skattaglaðir stjórnmálamenn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.