Morgunblaðið - 21.11.2012, Page 24

Morgunblaðið - 21.11.2012, Page 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2012 Í æsku var mér kennt að bera virð- ingu fyrir mér eldra og reyndara fólki en í dag finnst mér þessi virðing fyrir kynslóð- inni sem byggði upp landið því miður vera á undanhaldi. Ég vil sjá breytingu á því. Það eru einkennileg skilaboð til lífeyr- isþega þessa lands að þeir fái ekki notið sinna lífeyrisrétt- inda nema í takmörkuðum mæli, ólíkt því sem lofað var þegar lífeyr- issjóðirnir voru stofnaðir og laun- þegar skyldaðir til aðildar. Nú, þeg- ar tímabært er að efna loforðið um tryggan og öruggan lífeyri, stendur ekki steinn yfir steini af því sem lof- að var og það skiptir ekki máli hver greiddi hvað í sjóðinn, allir fá það sama og allir fá eins lítið og mögu- legt er. Nú er svo komið að aldraðir hafa meiri áhyggjur af fjármálum sínum en nokkru sinni fyrr og það er vægast sagt óviðunandi. Það ættu að vera sálfsögð mannréttindi að fá að njóta ávaxtanna af sínu ævistarfi. Afturkalla kjaraskerðingu Greiðslur úr lífeyrissjóði reiknast sem tekjur við útreikn- ing á grunnlífeyri al- mannatrygginga, sem er ósanngjarnt í ljósi þess að aldraðir hafa þegar greitt af sínum tekjum til að safna í þennan sjóð til efri ár- anna. Tekjutengingar við lífeyrisgreiðslur og bætur eru mun meiri hér á landi en í ná- grannalöndunum, sem gerir það að verkum að þessi hópur hefur ekki annað val en að ganga á eignir til þess að eiga fyrir lífs- nauðsynjum. Afturkalla þarf þá kjaraskerðingu sem aldraðir hafa orðið fyrir og tryggja að þeir sem náð hafa 70 ára aldri geti aflað at- vinnutekna án þess að greiðslur frá hinu opinbera skerðist. Þetta á einnig við um þá sem þiggja lífeyri vegna örorku. Úrval heimaþjónustu Búsetuúrræði aldraðra eru líka í ólestri og skortur er á viðeigandi þjónustu. Það ætti að sjálfsögðu að bjóða upp á fjölbreytta heimaþjón- ustu fyrir eldri borgara þannig að sem flestir geti fengið þjónustu og aðstoð við hæfi. Framboð af hjúkr- unarrýmum þarf einnig að vera í samræmi við þörf, aldraðir eru fjöl- breyttur hópur með mismunandi þarfir. Ég vil stuðla að því að auka valfrelsi þessa aldurshóps og mögu- leika til sjálfshjálpar. Það vill eng- inn þurfa að vera upp á annan kom- inn, hvorki þegar hann er ungur né þegar hann er orðinn gamall. Einnig er nauðsynlegt að eldri borgarar ráði sem mestu um starfs- lok sín og geti tengt þau starfsgetu sinni og útgreiðslu lífeyris. Innleiða ætti starfslok í áföngum þar sem eldri kynslóðin getur kennt hinni yngri að taka við keflinu. Þannig njóta hinir ungu visku og reynslu þeirra eldri. Ég er að bjóða mig fram í próf- kjöri Sjálfstæðisflokksins til alþing- iskosninga sem fram fer í Reykja- vík hinn 24. nóvember næstkomandi. Ég vil beita mér fyr- ir málefnum aldraðra og óska hér með eftir þínum stuðningi í 4.-5. sæti listans í þeim tilgangi að geta haft áhrif og gert gagn. Svik í ellinni Eftir Ingibjörg Óðinsdóttir Ingibjörg Óðinsdóttir »Nú, þegar tímabært er að efna loforðið um tryggan og öruggan lífeyri, stendur ekki steinn yfir steini af því sem lofað var. Höfundur er stjórnunarráðgjafi. Niðurstaða þjóðaratkvæða- greiðslunnar gladdi okkur sem sitj- um á kirkjuþingi afar mikið. Við viljum því þakka öllum þeim, sem sýndu þjóðkirkjunni stuðning í verki, með því að svara því jákvætt að áfram verði ákvæði um hana í stjórnarskrá Íslands. Íslenska þjóðin og þjóðkirkjan hafa átt samleið um aldir. Saga kirkjunnar er samtvinnuð sögu þjóðarinnar og úr þeim þráðum er menning okkar ofin. Það er gott til þess að vita að þjóðin vilji halda þeirri traustu og nánu samfylgd áfram. Við sem sitjum á kirkjuþingi er- um fulltrúar almennings af öllu landinu. Við leggjum okkur fram um að styrkja og þróa innviði kirkjunnar, svo þjónusta hennar við landsmenn alla verði sem best og í takt við þarfir og aðstæður á hverj- um stað og tíma. Um leið og við fögnum niðurstöðu þjóðaratkvæða- greiðslunnar gerum við okkur fulla grein fyrir því mikilvæga hlutverki sem kirkjan gegnir í þjóðfélaginu og munum leitast við að standa undir þeim væntingum sem fólkið í landinu gerir til þjóðkirkjunnar. Á þessari stundu er þakklæti okkur efst í huga. Þakklæti fyrir stuðning og traust þjóðarinnar á kirkju sinni. Þakkir frá kirkjuþingi Eftir Ingu Rún Ólafsdóttur, Magnús E. Kristjánsson og Stefán Magnússon. Inga Rún Ólafsdóttir » Sá velvilji og stuðn- ingur sem þjóð- kirkjan fékk í atkvæða- greiðslunni í lok október er okkur öllum hvatning til að gera okkar besta í störfum fyrir kirkjuna. Höfundar eru fulltrúar í forsætisnefnd kirkjuþings. Stefán Magnússon Magnús E. Kristjánsson - með morgunkaffinu Líklega eiga fáar þjóðir heims eins mikið undir frelsi í heimsviðskiptum og Íslendingar og þess vegna skýtur skökku við að hér á landi eru mjög víðtæk innflutn- ingshöft á almennar neysluvörur. Sam- kvæmt skýrslum Efnahags- og fram- farastofnunarinnar (OECD) nam stuðn- ingur við framleiðendur búvara hér á landi 14,6 milljörðum árið 2010, en hagsmunasamtök bænda eru ennfremur rekin á kostnað skattborgara og starfsmenn þeirra samtaka eru fleiri en starfsmenn Samtaka atvinnulífsins. Vart þarf frekari vitnanna við um hversu hörmulega hefur til tekist. Það eru ekki aðeins neytendur sem tapa á kerfinu heldur líka bændur. Æ oftar heyrist sú röksemd frá hinum ríkisreknu hagsmuna- samtökum landbún- aðarins að íslenskur landbúnaður tryggi eitthvað sem kallað er „fæðuöryggi þjóð- arinnar“. Þessi full- yrðing stenst enga skoðun, enda myndi landbúnaðarfram- leiðsla hér á landi stöðvast jafnskjótt og skipaferðir hættu til landsins. Íslenskur landbúnaður er háður innfluttum tilbúnum áburði, díselolíu á vélar og án inn- fluttra tækja yrði hér enginn land- búnaður starfræktur. Nefna má lítið dæmi um fárán- leikann í kerfinu: Hingað til lands eru fluttir tilbúnir ísréttir að utan, sem ríkisvaldið og hin ríkisreknu hagsmunasamtök telja að ógni innlendri mjólkurframleiðslu. Þess vegna er lagður „magntollur“ á ís- inn, sem nemur 110 krónum á kílóið. Ofan á „magntollinn“ er lagður 30 prósent „verðtollur“ og því næst „vörugjald“, 16 krónur á lítrann. Síðan fara 12 til 15 krónur á lítra í „umbúðagjald“ og loks ber ísinn sjö prósenta virð- isaukaskatt. Umrædd vara er því skattlögð í fimm þrepum til vernd- ar innlendri framleiðslu, með öllu því umstangi sem fylgir svo flók- inni skattheimtu. Lífsgæði hér á landi eru stór- kostlega skert með ofursköttum og tollum. Það er eitt brýnasta hagsmunamál almennings í land- inu að aflétt verði höftum á inn- flutningi landbúnaðarvara og vart er hægt að hugsa sér betri kjara- bót fyrir íslensk heimili. Afléttum innflutningshöftum á landbúnaðarvörum Eftir Elí Úlfarsson » Þrátt fyrir gífur- legan ríkisstuðning við framleiðendur og mikil innflutningshöft lifir stór hluti bænda undir fátæktarmörkum. Elí Úlfarsson Höfundur býður sig fram í sjötta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar eru á aðra miðla. Að senda grein Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að við- komandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. mbl.is alltaf - allstaðar Senn koma jólin... Hátúni 6a • 105 Rvk • Sími 552 4420 • fonix.is Fyrsta flokks frá FÖNIX Gram heimilistækin eru vönduð í gegn Nilfisk þekkja allir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.