Morgunblaðið - 21.11.2012, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 21.11.2012, Qupperneq 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2012 fundum okkur aðrar leiðir. Við hittumst og borðuðum saman eða sátum við hannyrðir og upp úr stendur hin yndislega sumarbú- staðarferð sem við fórum í fyrir nokkrum árum, fórum í heita pottinn og slökuðum á saman undir stjörnubjörtum himni í vet- arkuldanum. Frá þessari ferð eigum við dásamlegar minningar og þessarar samveru minnumst við ávallt með hlýju í hjarta. Styrkur okkar lá hjá hver annarri og var oft falinn í því að sjá hvernig hver og ein okkar leysti þau verkefni sem stóðu fyrir dyr- um í hvert skipti. Nú er komið að hinstu kveðju til þín, kæra Kristín okkar, þú snertir hjörtu okkar og munum við sakna þín mikið. Við vottum Sibba, Magnúsi, Áslaugu og Nínu Kristínu okkar dýpstu samúð. Þínar einstöku vinkonur, Arnþrúður, Auður, Guðrún Sóley, Gunnhildur, Gyða Þórdís og Sigríður Kristín. Hún Kristín vinkona okkar er fallin frá. Stórt skarð hefur verið höggvið í hópinn okkar. Við höfum verið samferða í tæplega fjóra áratugi og notið góðrar og gefandi vináttu hver annarrar, ekki síst vegna sterks persónuleika Kristínar. Við kynntumst ungar að árum í Versló, fundum samhljóm og stofnuðum fljótlega saumaklúbb- inn Nálarnar níu, sem seinna varð svo Nálarnar á netinu eftir að við ákváðum að nútímavæðast, og allar götur síðan höfum við notið samverunnar hver við aðra. Samverustundirnar hafa verið fjölbreyttar því fyrir utan sauma- klúbbana höfum við farið í styttri og lengri ferðir utanlands sem innan. Fyrsta utanlandsferðin var farin til Parísar 1994 eftir margra ára söfnun því barnsfæð- ingar meðlima klúbbsins höfðu endurtekið tafið öll ferðaplön. Var því kominn digur sjóður sem entist okkur í heila ógleymanlega viku. Kristín var mikill kennari og afskaplega fróðleiksfús. Kom það skemmtilega í ljós í þessari ferð. Eins og svo oft sátum við saman á útiveitingastað, nutum þess að vera saman og gera vel við okkur í mat og drykk. Áður en við viss- um af var Kristín komin á kaf í samræður við indverska fjöl- skyldu sem sat við næsta borð. Og ekki var það neitt kurteisis- hjal um daginn og veginn, því þegar hún sneri sér loksins aftur að okkur var hún búin að afla sér mikillar þekkingar um indverska menntakerfið. Trú sínu eðli byrj- aði hún að miðla af nýfengnum fróðleik sínum til okkar, áköf og áhugasöm og skildi ekki alveg hvers vegna við vorum ekki jafn upptendraðar og hún yfir jafn áhugaverðum upplýsingum. Kristín var líka mjög hug- myndarík og ótrúlega þrautseig. Í einni sumarbústaðarferðinni, fyrir rúmum tveimur árum, byrj- aði hún að hekla marglitt dúllu- teppi. Hún hafði ætíð tæknina með í för og svo var einnig í þessu tilviki. Hún fékk Magnús son sinn í lið með sér til að setja upp í Excel á hve marga vegu væri hægt að setja litina saman svo að engar tvær dúllur yrðu eins sam- settar í teppinu. Fylgdumst við af aðdáun með framgangi verksins og fannst mikið til um handverk- ið. Teppið kom hún svo með fullbúið í saumaklúbb fyrir tæp- um mánuði. Kristín var einstök manneskja sem birtist meðal annars í miklu hugrekki, baráttuþreki og um- hyggju fyrir sínum nánustu. Þeg- ar hún deildi með okkur frásögn- um af börnunum sínum var stoltið og væntumþykjan svo ber- sýnileg og greinilega gagnkvæm. Að hafa átt því láni að fagna að vera vinkonur Kristínar er okkur afar dýrmætt og við kveðjum hana með þakklæti fyrir allt það sem hún gaf okkur. Söknuðurinn er mikill. Hugur okkar og bænir eru hjá Sigurbirni, Magnúsi, Áslaugu Örnu, Nínu Kristínu, foreldrum hennar og öðrum aðstandendum. Ástrún, Þórunn, Lovísa, Björg, Agnes, Ruth, Pálína og Dísa. Vinur þinn er þér allt. Hann er akur sál- arinnar, þar sem samúð þinni er sáð og gleði þín uppskorin. Hann er brauð þitt og arineldur. Þú kemur til hans svangur og í leit að friði. Þegar vinur þinn talar, þá andmælir þú honum óttalaust eða ert honum sam- þykkur af heilum hug. Og þegar hann þegir, skiljið þið hvor annan. Því að í þögulli vináttu ykkar verða allar hugs- anir, allar langanir og allar vonir ykkar til, og þeirra er notið í gleði, sem krefst einskis. (Kahlil Gibran) Þú lifir áfram í ljósinu elsku vinkona mín. Guðmunda. Kristín vinkona okkar er látin langt fyrir aldur fram. Það er ósanngjarnt og sorglegt, en hún skilur eftir sig minningar sem munu lifa með okkur um ókomna tíð. Hún var glæsileg og falleg, skemmtileg og klár og einstak- lega góð fyrirmynd. Hún var frumkvöðull og allt sem hún tók sér fyrir hendur var gert af natni og fagmennsku. Hún hafði ein- stakt lag á að miðla af þekkingu sinni. Þessir eiginleikar gerðu hana að góðum kennara. Minningarnar eru dýrmætar. Kaffi og hollustukökur, spjall og handavinna í seinni tíð. Handa- vinnudagar hjá Tínu í Sörlaskjóli og heima í Bleikjukvíslinni, Kristín að klára teppið góða og leggja drög að nýjum verkefnum. Kristín kunni að njóta lífsins og augnabliksins og hélt því áfram þótt hún væri orðin veik- burða að drífa sig á mannamót og taka þátt í lífinu eins og hún gat. Æðruleysi hennar var aðdáun- arvert. Hún hafði í gegnum veik- indi Nínu Kristínar reynt að lífið gat tekið óvænta og óvægna stefnu sem hún tókst á við full af baráttuhug og æðruleysi. Það gerði hún einnig í sínum eigin veikindum. Við þökkum einstakri konu ógleymanlega samfylgd í gegn- um tíðina og færum Sigurbirni, börnunum og fjölskyldunni allri samúðarkveðjur. Kristína Ragnarsdóttir og Gunnhildur Óskarsdóttir. Látin er langt um aldur fram góður vinur, Kristín Steinars- dóttir. Við kveðjum hana með söknuði og þökkum áratuga vin- áttu og fjölmargar samveru- stundir. Það er ekki langt um liðið síð- an við hjónin áttum með þeim Sigurbirni gleðistundir í Síle og Bandaríkjunum en Kristín var þá óðum að ná sér eftir krabba- meinsmeðferð. Við nutum sólar og framandi slóða og horfðum bjartsýn til framtíðar. Nú var þetta spurning um að safna kröft- um svo ráðast mætti til atlögu við verkefnin sem biðu á sviði kennslunnar og innan veggja heimilisins. Það var því mikið áfall öllum þeim sem nær stóðu þegar meinið tók sig upp aftur og nú margeflt. Ekkert varð við ráð- ið. Við fæðumst ekki með vilyrði upp á vasann um sæluvist á jörðu eða loforð um langlífi. Við getum aukið líkurnar með skynsamlegu líferni og heilsusamlegu. Slíku lífi lifði Kristín. Hún var hófsemdar- kona, greind og vel menntuð. En þannig er lífið að sumir eru heppnir en aðrir óheppnir. Á suma er meira lagt og þannig hef- ur það á marga lund verið með okkar góðu vini Kristínu og Sig- urbjörn að mann hefur ítrekað sett hljóðan. Þrátt fyrir álag og margvís- lega erfiðleika tengda heilsu var fjölskyldulífið í Bleikjukvíslinni gott og einkenndist af ást, gagn- kvæmri virðingu og vináttu. Samheldnin hefur ávallt verið mikil, ekki síst þegar á hefur bjátað. Börnin þrjú sem nú horfa á eftir móður sinni alltof snemma bera mannkostum hennar best vitni. Þau eru öll hvert á sína vísu einstakt gæðafólk sem mikils er að vænta af. Sorg Sigurbjörns, Magnúsar, Áslaugar, Nínu og annarra ætt- menna verður þungbær og á stundum án efa illbær. Við vott- um þeim samúð okkar á erfiðri stundu og biðjum góðan Guð að gæta þeirra og Kristínar sem nú fetar nýja slóð. Það er verkefni okkar vinanna og þeirra sem til frændsemi telja við þetta góða fólk að standa við bakið á því og styðja af öllum mætti. Við skulum heita því hvert og eitt. Anna Júlíusdóttir, Gunn- laugur S. Gunnlaugsson. Fáir hafa með hugarfari sínu, fáheyrðu æðruleysi og hjartalagi haft meiri áhrif á mig en Kristín Steinarsdóttir. Verkefnin sem þessi hægláta, góðlega, fallega kona færðist í fang voru ekkert venjuleg og tóku á. Með vonina, trúna og kærleikann að vopni tók hún þeim áföllum sem yfir dundu með jafnaðargeði svo eftir var tekið og lengi verður vitnað til. Kristín var eldklár frum- kvöðull, atorkusöm, góður skipu- leggjandi, útsjónarsöm og úr- ræðagóð, átti auðvelt með að tileinka sér nýjustu tækni og gerði óspart. Félagslynd var hún og naut þess að halda veislur og vera í góðra vina hópi. Þá var hún skilningsrík, sýndi fólki áhuga, var hluttekningarsöm og uppörv- andi og greindi vel aðalatriði frá aukaatriðum. Ást hennar á eiginmanni sín- um leyndi sér ekki. Hún dáði hann en siðaði jafnframt góðlát- lega til ef með þurfti. Eftir því hefur verið tekið og dáðst að hve samhent þau hjónin hafa verið. Jafnt á stundum gleði og eins þegar gefið hefur á og varla hefur verið stætt. Óhætt er að segja að hún Kristín sé það besta sem fyr- ir hann nafna minn gat komið og víst er að börnin hennar hefðu ekki getað valið sér betri móður. Ekki er ofsögum sagt að fyrir þau hafi hún lifað. Þá gleymist einnig seint hve vel hún reyndist tengdaforeldrum sínum í veik- indum þeirra. Hún var skynsöm kona, hún Kristín, hafði góða nærveru og kunni listina að hlusta og gleðja aðra. Það er svo þungt að missa, tilveran er skekin á yfirþyrmandi hátt, angistin fyllir hugann, örvæntingin og umkomuleysið er algjört, tómarúmið hellist yfir, tilgangsleysið virðist blasa við. Það er svo sárt að sakna en það er gott að gráta. Tárin eru dýrmætar daggir, perlur úr lind minninganna. Minninga sem tjá kærleika og ást, væntumþykju og þakklæti fyrir liðna tíma. Minninga sem þú einn átt og enginn getur afmáð eða frá þér tekið. Tárin mýkja og tárin styrkja. Í þeim speglast fegurð minninganna. Gráttu, „Því að sælir eru sorgbitnir því að þeir munu huggaðir verða.“ Sælir eru þeir sem eiga von á Krist í hjarta því að þeir munu lífið erfa, og eignast framtíð bjarta. (Sigurbjörn Þorkelsson.) Kristín átti þessa von í hjarta og skilaboð hennar til barna sinna þegar leið að kveðjustund voru orðin úr sálmum Davíðs, sem Áslaug amma hafði ritað á brúðkaupskort þeirra Sigur- björns og Kristínar: Fel Drottni vegu þína og treyst honum, hann mun vel fyrir sjá. Kristín hefur nú verið leyst undan þjáningum þessa heims eftir hetjulega baráttu. Hún hef- ur verið leidd inn í ljósið bjarta þar sem ekki þekkjast sjúkdóm- ar eða mein, hvorki dauði né sorg, þangað sem allt er nýtt og heilt um eilífð. Foreldrum hennar og systrum flytjum við okkar innilegustu samúðarkveðjur og þá ekki síður ykkur, Kæri nafni, Magnús, Ás- laug Arna og Nína Kristín. Guð styrki ykkur og leiði í gegnum þennan sára og ósanngjarna missi og gefi ykkur að missa ekki sjónar á framtíðinni og því lífi sem ykkar bíður. Takk, elsku Kristín, fyrir þína notalegu nærveru og gefandi samveru. Þín verður sárt saknað og lengi minnst. Sigurbjörn Þorkelsson, Laufey Geirlaugsdóttir. „Þetta er fallegur dagur.“ Það er hitabylgja í Danmörku í ágúst 2004. Bubbi er á spilaran- um og tónarnir hljóma um skóg- inn í Ordrup á Norður-Sjálandi. Við nafnarnir fimm, Þorkelsson, Magnússon, Hjaltason, Björns- son og Sveinsson, erum þar á ferð með eiginkonum að kveðja Esju, sumarhús danskra frænda og miðstöð fjölskyldunnar í Dan- mörku í 65 ár. Sólin merlar á sjónum, sem er eins og baðvatn, og varla bærist hár á höfði. Nafni Magnússon og Kristín eru sjálf- kjörnir fararstjórar í þessari ferð. Allt gengur upp eins og best verður á kosið. Tilveran verður á einhvern hátt upphafin, ólýsan- leg, og til verða ógleymanlegar og fallegar minningar. Þessir dagar í Esju líma okkur tíu betur saman en aðrar stundir, sem við höfum átt. Kristínu þekktum við lítið sem ekkert þar til við nafnarnir fór- um að hittast reglulega fyrir tíu árum. Á okkur var aldursmunur og við hjónin höfðum búið lengi úti á landi á þeim árum, sem þau Sigurbjörn og Kristín voru að draga sig saman. Áhugamálin voru ólík og lífið krafðist snemma meira af Kristínu og Magnússyni við uppeldi yngri dóttur þeirra en almennt gerist. En þegar við kynntumst henni betur kom í ljós hlý og viðræðu- góð kona, sem var í góðu sam- ræmi við það, sem hampað var í okkar fjölskyldu. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast Kristínu þó ekki hafi verið í meira mæli en raun varð á. Það kemur ekki á óvart, að hún er sögð hafa verið þakklát og bjartsýn fyrir hönd barnanna sinna á síðustu stund- um ævinnar og skilið þau eftir með jákvæð viðhorf til lífsins, þrátt fyrir það mótlæti, sem þau hafa nú lifað. Sorgin ber ekki einungis með sér kröm hjartans heldur hefur hún mildar hliðar. Hún getur verið frjór jarðvegur nýrra daga. Fallegra daga, hvað sem öðru líð- ur. Elín Ásta Hallgrímsson og Sigurbjörn Sveinsson. Eitthvað er það sem engin hugsun rúmar en drýpur þér á augu sem dögg – þegar húmar. (Hannes Pétursson) Kristín Steinarsdóttir laut í lægra haldi fyrir brjóstakrabba- meini eftir fremur stutta en erf- iða viðureign. Kristínu hitti ég fljótlega eftir að þau Sigurbjörn kynntust. Hún var sérstaklega falleg ung kona, björt yfirlitum og yfirveguð í allri framkomu. Hún stefndi hátt og lauk námi frá Kaliforníuháskóla þar sem hún lagði stund á nú- tímatækni í kennslu, notkun tölva og hugbúnaðar við kennslu. Þau Sigurbjörn eignuðust þrjú börn, Magnús, Áslaugu og Nínu. Hefði hún ekki þurft að veita Nínu alla þá umsjá sem hún þurfti hefði Kristín verið leiðandi afl hér á landi á sínu sviði. Sú ást- úð og kærleikur sem Kristín gaf Nínu sinni er ein bjartasta birt- ingarmynd Guðs í verki. Sú ei- lífðarelska umlék Nínu alla á meðan gafst. Við ræddum saman um miklar takmarkanir læknisfræðinnar og hve skammt á veg hún er í raun komin eftir að Kristín veiktist. Innsæi Kristínar var mikið og þannig mætti hún örlögum sín- um með ró, yfirvegun og kær- leika. „Þegar dyrnar til himins opnast í hálfa gátt við það að einhver ástvinur vor gengur þar inn, þá berst um leið til vor eitthvað þaðan af hinum himneska andvara.“ (Johann A. Bengel) Blessuð sé minning hennar. Auðun Svavar Sigurðsson. Hún Kristín okkar er látin eft- ir baráttu við erfiðan sjúkdóm, sem að lokum hafði sigur. Hvern- ig hún háði þá baráttu á sama tíma og önnur áföll dundu á fjöl- skyldunni, fannst öllum sem til þekkja aðdáunarvert. Eiginlega alveg ótrúlegt. Maður gerir sér ljóst að manns eigin vandamál eru harla lítil og eins gott að njóta lífsins meðan tækifærin gefast. Við erum líka miklu ríkari eftir kynnin við Kristínu og hennar heim og kunnum betur að meta lífið sjálft. Hún Kristín var mikill fagur- keri og náttúruunnandi. Hún hafði næmt auga fyrir umhverf- inu og var frábær myndasmiður. Hún var einnig frábær penni eins og sést best á blogginu sem hún skrifaði af miklu æðruleysi um heilsu fjölskyldunnar. Hún var skemmtilegur ferða- félagi. Í hestaferðunum var hún ávallt kát og glöð nema kannski þegar við villtumst af leið, þá átti hún það til að skamma okkur öll og þá sérstaklega Sibba sinn jafnvel þótt hann hefði ekki verið í forreiðinni. Hún vissi alltaf hvert við vorum að fara, búin að kynna sér leiðina. Það var ávallt gaman að fá Kristínu og Sigurbjörn í heim- sókn. Við minnumst sérstaklega einnar helgar á Snæfellsnesi í júlí, rétt fyrir 50 ára afmæli Sibba, þegar plön þeirra brunnu bókstaflega til grunna á leiðinni til okkar. Það hafði kviknað í Val- höll, hótelinu sem gestirnir áttu að gista á í afmælisreiðtúrnum. En auðvitað var plan B sett í gang hjá þeim hjónum. Óvæntir hlutir gerðust og þau brugðust við þeim eins og þau hafa svo oft þurft að gera. Við áttum yndis- lega helgi saman. Strákarnir fóru í miðnæturreið og við Krist- ín nutum þess að vera úti í nátt- úrunni og hlusta á kyrrðina og spjalla saman, þangað til að okk- ur fannst heimkoma þeirra vera farin að dragast. Við náðum í kíki og byrjuðum að leita. Við sáum ekkert en svo heyrðist í þeim úr fjarlægð í kyrrðinni. Við hlógum okkur máttlausar því þeir voru marga kílómetra í burtu. Kyrrð- in var þvílík að tal þeirra barst til okkar þótt við greindum ekki orðaskil. Við fjögur áttum líka yndis- lega helgi á Skriðufelli í Þjórs- árdal í lok ágúst á þessu ári. Kristín okkar var ekki við bestu heilsu en dreif sig til okkar þrátt fyrir að treysta sér varla. Ótrú- legt nokk hressist hún og naut sín mjög vel um þessa helgi. Veðrið var fagurt og á laugar- deginum fóru strákarnir í reiðtúr að Þjóðveldisbænum Stöng, en við stelpurnar fórum í bíltúr og nutum fegurðarinnar. Við hittum svo strákana við Þjóðveldisbæ- inn með osta og hvítvín. Þar hitt- um við Ólaf Garðarsson vin okk- ar og frænda Sibba og börn hans. Kristín krafðist þess að við skoð- uðum líka Gilið í Þjórsárdal sem við gerðum, en það er stórkost- lega fagurt. Þetta var góð helgi og Kristín glöð og ánægð. Kristín var alls ekki á leið út úr þessum heimi. En örlögin höfðu aðra skoðun og hún er nú farin þrátt fyrir að hafa háð stór- kostlega baráttu á síðustu vik- um. Farðu vel, Kristín vinkona okkar. Þú hefur ekki lifað til lítils heldur skilur þú heiminn og fólk- ið sem þér kynntist eftir ríkari. Við vottum öllum aðstandend- um hennar okkar dýpstu samúð. Anna og Steinn Logi. Ég hafði satt að segja nokkrar áhyggjur af því hvort Sigurbirni Magnússyni, mínum trausta vini, tækist að kynnast konu sem væri honum samboðin sem lífs- förunautur. Konu sem væri allt í senn lífsglöð, göfuglynd og vinur vina sinna. Áhyggjur mínar og efasemdir hurfu líkt og dögg fyrir sólu þeg- ar Sigurbjörn kynnti mig fyrir Kristínu. Hún tók mig með bros- inu, sem lék um allt andlitið, og með leiftrandi augunum sem lýstu kímni og glaðværð, en á stundum alvörugefni. Frá þeim degi urðum við Kristín vinir og þar bar aldrei skugga á. Kristín var laus við yfirlæti og tilgerð. Hún kom til dyranna eins og hún var klædd, hreinskil- in og hreinskiptin. Hún var skapmanneskja með ákveðnar skoðanir, en kunni öðrum frem- ur að sýna hófsemd og stillingu. En fyrst og síðast var Kristín hetja og kjarkmanneskja. Síðustu ár hafa reynst Krist- ínu og fjölskyldu erfið, þar sem hvert áfallið hefur rekið annað. Það er eins og sá er öllu ræður gæti ekki jöfnuðar heldur leggi þyngri byrðar á sumar fjöl- skyldur og einstaklinga en á aðra. En með ótrúlegu æðru- leysi og af hugrekki tókst Krist- ín á við hverja raun ásamt Sig- urbirni og þremur sterkum börnum þeirra sem fengu gott veganesti í vöggugjöf frá báðum foreldrum. Kristín hafði alla tíð áhuga og ástríðu fyrir framþróun í ís- lenskum menntamálum og lagði þar lóð á vogarskálarnar. Að- stæður komu hins vegar í veg fyrir að hún gæti einbeitt sér af fullum þunga að þessu áhuga- máli. Þar skiptu mestu erfið veikindi Nínu allt frá barnæsku og síðan hennar eigin og Sigur- bjarnar. Aldrei kom annað til greina í huga Kristínar en að sinna fjölskyldunni fyrst og leggja eigin hugðarefni til hliðar. Nokkrum dögum áður en Kristín kvaddi kom hún í heim- sókn til mín ásamt Sigurbirni. Þau ákváðu að koma við eftir að hafa verið viðstödd opnun á nýrri heimasíðu Sjálandsskóla í Garðabæ, en Kristín hafði komið að undirbúningi hennar. Kristín var þá þrotin kröftum en taldi engu að síður rétt að veita mér móralskan stuðning í prófkjör- sbaráttu. Í erfiðum veikindum var það eðlilegt og sjálfsagt í huga Kristínar að sýna vini stuðning. Af æðruleysi gerði hún mér grein fyrir því að hverju stefndi þó að hvorugt okkar gæti grunað að kallið kæmi aðeins fjórum dögum síðar. Af veikum mætti færi ég Kristínu mínar dýpstu þakkir fyrir fölskvalausa vináttu og samleið sem átti að verða svo miklu lengri. Það var gæfa mín að kynnast Kristínu og eiga hana að vini. Kæru Sigurbjörn, Magnús, Áslaug og Nína, við Gréta fær- um ykkur okkar dýpstu samúð- arkveðjur. Minning um góða konu og magnaða móður mun lifa. Megi guð vera með ykkur og veita ykkur styrk á erfiðum tíma. Kveð ég í guði góðan lýð, gleðilegar þeim nætur býð, þakkandi öllum þeirra styrk, þjónustu, hjálp og kærleiks verk. Ástkæra þá ég eftir skil afhenda sjálfum guði vil; SJÁ SÍÐU 30

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.