Morgunblaðið - 21.11.2012, Page 31

Morgunblaðið - 21.11.2012, Page 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2012 ✝ Dröfn Lárus-dóttir fæddist á Nýjabæ 5. ágúst 1954. Hún lést á líknardeild Land- spítalans 6. nóv- ember 2012. Foreldrar Drafn- ar voru Lárus Jón- asson, f. 5. desem- ber 1933 í Vetleifsholti, Ása- hreppi, d. 29. júlí 2012 og Auður Ein- arsdóttir, f. 18. mars 1928 í Nýjabæ, undir Eyjafjöllum, d. 26. janúar 2012. Systkini Drafn- ar eru: Gunnar Jónas Lárusson, f. 13. ágúst 1953, d. 1. október 1972, tvíburasystir Drafnar, Dröfn sleit barnsskónum á Hellu á Rangárvöllum í hópi átta systkina. Hún fór snemma að leita fyrir sér með vinnu og gerðist barnfóstra á heimili í Reykjavík, síðan lá leið hennar á vertíð í Grindavík. Hún starf- aði við virkjanaframkvæmdir í Sigöldu þar sem hún kynntist eftirlifandi manni sínum. Þau bjuggu sér heimili í Reykjavík þar sem Dröfn stundaði ýmis störf, meðal annars við leik- skóla Reykjavíkurborgar og hjá Pósti og síma við póstdreifingu. Síðustu árin starfaði hún sem móttökuritari hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, bæði í Grafarvogi og í Árbæ þar sem hún vann hartnær til dauða- dags. Útför Drafnar fer fram í Grafarvogskirkju í dag, 21. nóv- ember 2012, kl. 13. Drífa Lárusdóttir, f. 5. ágúst 1954, Örn Lárusson, f. 20. apríl 1956, Fjóla Lárusdóttir, f. 30. september 1957, Hrönn Lár- usdóttir, f. 30. október 1958, Ari Lárusson, f. 29. desember 1959, Lárus Sighvatur Lárusson, f. 6. ágúst 1961. Dröfn giftist hinn 22. maí 1992 Ásmundi Einarssyni, f. 11. október 1956. Eignuðust þau einn son, Lárus Hjalta, f. 16. janúar 1981, d. 17. nóvember 2001. Í dag kveðjum við elskulega tvíburasystur mína, hana Dröfn. Þó að við séum tvíburar vorum við ekki alltaf sammála og hvein stundum í, en við sættumst alltaf. Það komu tímar þar sem við vor- um ekki alveg eins nánar, en ef okkur fannst of langt um liðið þá var hringt og önnur hvor tók upp þráðinn. Ég var um helgina að velta vissum hlutum fyrir mér og hugsaði ósjálfrátt að ég þyrfti að ræða þetta við Dröfn, en áttaði mig svo á að það væri ekki hægt, hún væri dáin. Það var svo ótal- margt sem átti eftir að ræða, þrátt fyrir að við töluðumst við að jafnaði í viku hverri og stundum daglega. Við Dröfn gátum gert ýmislegt saman og fórum oft austur á Hellu að heimsækja foreldra okkar. Við gerðum einnig ýmislegt þetta árið þrátt fyrir veikindi Drafnar og m.a. fórum við ásamt Ástu vin- konu hennar í lok ágúst í ferð austur. Það var eftirminnileg ferð að henni fannst og mjög gaman. Svo fór að halla hratt undan fæti hjá henni. Ég fór nánast daglega á líknardeildina til hennar síðustu vikurnar og nýtti tímann og fór í gönguferðir með hundinn minn ýmist áður eða eftir heimsókn mína, en alltaf var hún jafn brött. Ég komst ekki til hennar í tíma daginn sem hún dó, en hún hafði átt svo ánægjulega helgi með Ása og hlakkaði svo mikið til þegar hún hringdi í mig fyrir þá helgi. Dökkur skuggi á daginn fellur, dimmir yfir landsbyggðina. Köldum hljómi klukkan gellur, kveðjustund er milli vina. Fallinn dómur æðri anda, aðstandendur setur hljóða. Kunningjarnir klökkir standa, komið skarð í hópinn góða. Gangan með þér æviárin okkur líður seint úr minni. Við sem fellum tregatárin trúum varla brottför þinni. Þína leið til ljóssins bjarta lýsi drottins verndarkraftur. Með kærleiksorð í klökku hjarta kveðjumst núna, sjáumst aftur. (Hákon Aðalsteinsson.) Öll höfum við drauma og stóri draumurinn í lífi Drafnar var fjöl- skyldan, Ási eins og klettur við hlið hennar alla tíð og svo elsku- legur Lárus Hjalti auðvitað sem dó svo ungur. Þrátt fyrir mótbyr og þá miklu sorg sem fylgir því að missa barnið sitt þá tók Dröfn því af æðruleysi sem einkenndi hana. Hún náði á tindinn með Ása og Lárusi og það stendur upp úr í minningu minni um elskulega systur mína. Hvíl í friði, elsku systir, minn- ing þín lifir í okkar hjarta. Drífa Lárusdóttir. Dóttir mín lánaði mér bók um daginn sem heitir „Um sársauka annarra“ og er það síðasta fræði- verk bandaríska rithöfundarins Susan Sontag. Bókin fékk mig til að hugsa um alla þá sem þjást vegna veikinda, slysa og annarra hörmunga og alla ættingja okkar og vini sem fá krabbamein. Hún Dröfn systir mín fékk krabba- mein og ekki bara einu sinni held- ur þrisvar. Hún sigraði fyrstu tvær orrusturnar en ekki þá síð- ustu. Sjónarhorn höfundar minnir okkur á hvernig við erum slævð með birtingarmyndum í fjölmiðl- um um sársauka annarra og það gerir okkur ónæm, allt þar til ein- hver okkur nákominn er sá sem ber sársaukann. Dröfn tók á sínum sársauka með æðruleysi, sem einkenndi hana alla ævi. Ási og Dröfn urðu fyrir miklum sársauka við að missa sinn elskulega einkason Lárus Hjalta, í blóma lífsins. Þá var mikil sorg í fjölskyldunni. Yf- irvegun Drafnar á þeim tíma er flestum í minni og hvernig hún tók á sársaukanum var aðdáunar- vert. Sársauki er ekki endilega lík- amlegur, hann er oft á tíðum mun meiri andlegur og það yfirsést manni. Menn bera sársaukann oft í hljóði og við hin tökum ekki eftir því. Dröfn glímdi við erfiðan sjúk- dóm, sem klárlega hafði í för með sér mikinn andlegan sársauka, annað er óhjákvæmilegt. En hún hlífði okkur hinum við því og var alltaf brött og sigurviss. Hún hélt húmornum og gat hlegið og spjall- að þannig að manni leið vel í ná- vist hennar. Að vera yngstur í stórum systkinahóp hefur stundum kosti og eflaust hefur mér þótt gott á sínum tíma að vera dúkkan sem tvíburasysturnar Dröfn og Drífa drösluðust með. Það gekk oft mik- ið á, á stóru heimili, en æska mín er í minningunni full af myndbrot- um, flestum góðum. Þær systur hafa alltaf, líkt og foreldrar mínir, verið svona stólpar eða undirstöð- ur í mínu lífi, sem maður vissi allt- af af og gat leitað til. Það er mikils virði. Það koma tímabil þar sem lítill samgangur er, en það skiptir ekki máli þar sem þráðurinn er alltaf tekinn upp eins og við höf- um hist seinast í gær. Þannig var það alltaf með Dröfn. Ég hef spurt mig að því hvort systkini séu manni meira virði en aðrir samferðamenn og svara ég því játandi. Í flestum tilfellum eigum við eitthvað dýrmætt sem við get- um bara átt sameiginlega með þeim sem við ólumst upp með og teljum til fjölskyldunnar. Við Dröfn ræddum fyrir skömmu um fyrirgefninguna og vorum sammála um að með því að fyrirgefa ekki værum við í raun að skaða okkur sjálf. Þegar við fyr- irgefum þá sleppum við sársauk- anum og þá jafnframt refsingunni og við erum frjáls. Við getum bitið í okkur að þessi eða hinn hafi gert á okkar hlut og að við eigum rétt á að bregðast við því. Dröfn hafði ríka réttlætiskennd og var föst fyrir en hún gat líka auðveldlega fyrirgefið og það er dyggð. Tví- burasystur mínar Dröfn og Drífa eiga stóran part í hjarta mínu eins og hin systkini mín en nú er bara önnur þeirra eftir. Ási, minn elskulegi mágur og vinur, á um sárt að binda og nú er okkar að vera til staðar og styrkja hann og hugga. Blessuð sé minning Drafn- ar systur. Sighvatur Lárusson. Í dag kveðjum við elskulega konu Dröfn Lárusdóttur, eða Dröfn hans Ása eins og hún var jafnan kölluð á meðal okkar. Dröfn var ákaflega ljúf og ynd- isleg kona og hafði góða nærveru. Ég sé hana fyrir mér koma kjag- andi á sínum veiku fótum og setj- ast á næsta stól, brosa sínu blíða brosi og augun svo skær og leiftr- andi. Hún hafði mikið jafnaðargeð og var alltaf jákvæð en hafði sínar skoðanir á mönnum og málefnum. Dröfn var ekki heilsuhraust kona og mátti ganga í gegnum mikil veikindi gegnum árin. En ég heyrði hana aldrei barma sér eða kvarta. Hún bar svo sannarlega harm sinn í hljóði. Þau Ási misstu einkason sinn Lárus Hjalta í slysi við björgunaræfingar fyrir ellefu árum og var það mikill missir fyr- ir þau hjónin. Og nú er Dröfn tek- in frá Ása og maður spyr sig: af hverju er svona mikið lagt á hann Ása? En við verðum að hugga okkur við það að nú eru Dröfn og Lárus Hjalti sameinuð á ný og við biðjum góðan Guð að veita þeim frið og ró. Missir Ása er mikill og við skilj- um ekki alveg tilganginn. En við verðum að vona að Guð gefi hon- um styrk til að ganga í gegnum þessa miklu sorg og mikla missi með von um bjarta framtíð. Við vottum Ása og hans fjöl- skyldu okkar dýpstu samúð. Guð geymi Dröfn og Lárus Hjalta. Minning þeirra lifir með okkur. Valgerður og Árni. Dröfn Lárusdóttir Nú ert þú heima í himinsins borg og hlýðir á englanna tal, burtu er kvíði sjúkdómur sorg, í sól- björtum himnanna sal. Þeim öllum sem treysta og trúa á Krist, þar tilbúið heimili er. Þar ástvinir dvelja í unaðar vist, um ei- lífð er Jesú hjá þér. (Imma Jóns) Nú er blessaður hann Ingimar okkar látinn. Hann hefur verið mikið veikur unanfarið en maður vonaðist til að honum myndi batna. Hans verður saknað og það var gott að vera í návist hans. Oft- ast var hann með bros á vör. Hann Ingimar Tryggvi Harðarson ✝ IngimarTryggvi Harðarson fæddist á Akureyri 8. júní 1946. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Ak- ureyri 4. nóvember 2012. Útför Ingimars fór fram frá Akur- eyrarkirkju 13. nóvember 2012. mætti alltaf þegar hann gat á allar sunnudagssamkom- ur og kvennafundi á hernum og spilaði á nikkuna sína, svo þar verður tóma- rúm. Mér fannst æð- islegt að hafa hann til að spila með mér því ég spilaði aðeins á gítar. Hann vann líka sem sjálfboðaliði á Hertex, nytjamarkaði Hjálp- ræðishersins. Ég bið góðan Guð að umvefja fjölskyldu hans með sínum kær- leika, styrkja hana og hugga í sorg þeirra. Kveðja, Rannveig Óskarsdóttir. Það er hljótt í huga okkar í dag er við kveðjum Ingimar Harðar- son, góðan vin og félaga, tónar harmonikkunnar eru hljóðnaðir og eftir er aðeins þögnin full af söknuði. Við þökkum góðum Guði fyrir allar góðu minningarnar. Ingimar var svo sannarlega traustur félagi og vinur og sýndi okkur konunum í kvennastarfi Hjálpræðishersins fádæma tryggð og var alltaf tilbúinn að hjálpa. Hann kom brosandi með harmonikkuna hvern mánudag undanfarin sjö ár og fylgdi okkur konunum í allar ferðir sem voru farnar, þá ómuðu tónarnir frá harmonikkunni hans um alla rútu og vöktu sannkallaða gleði og gerðu ferðirnar enn skemmtilegri. Við munum svo sannarlega sakna þessa einlæga og góða manns. Við hjónin höfum þekkt Ingi- mar og fjölskyldu hans í mörg ár og undanfarin ár höfum við Ingi- mar unnið saman oft í viku og allt- af var stutt í brosið og glettnina. Undanfarnar vikur hef ég oft minnst þess að síðast er við hitt- umst sneri hann við í dyrunum á Hertex og sagði: „Ég verð nú að kveðja þig almennilega“ og faðm- aði mig að sér, ekki datt mér þá í hug að við myndum ekki mætast á ný. Elsku Stína og öll fjölskyldan, megi góður Guð gefa ykkur styrk í sorg ykkar og allar fallegu minn- ingarnar veita ykkur huggun. Kæri Ingimar, nú þegar engill Guðs þig á burtu ber til bjartra sólarlanda kveðjum við þig með þökk og söknuð í hjarta. Vilborg (Villa) og Jón (Nonni). MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Rvk • s. 587 1960 • www.mosaik.is Legsteinar og fylgihlutir Í tilefni af 60 ára starfsafmæli okkar bjóðum við fría uppsetningu á höfuðborgarsvæðinu og fría pökkun á legsteinum sem fara út á land Mikið úrval - Vönduð vinna - Gott verð Marmari Granít Blágrýti Gabbró Líparít ✝ Elskuleg eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma, ÞÓRA JÓHANNA HÓLM, Álfheimum 42, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum við Hringbraut mánudaginn 12. nóvember, verður jarð- sungin frá Langholtskirkju föstudaginn 23. nóvember kl. 13.00. Blóm eru vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarfélög. Magnús Gunnar Pálsson, Karl Óskar Magnússon, Guðný Bjarnarsdóttir, Þóra Margrét Karlsdóttir, Magnús Gunnar Karlsson. ✝ Ástkær systir okkar, mágkona og frænka, SIGRÚN BALDURSDÓTTIR frá Grýtubakka, síðast til heimilis í Geislatúni 1 á Akureyri, lést á Sjúkrahúsi Akureyrar laugardaginn 17. nóvember. Sigrún verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 27. nóvember kl. 13.30. Aðalbjörg, Sigríður, Margrét, Jónas, Bryndís, Ari og Guðmundur Baldursbörn og fjölskyldur þeirra. ✝ Okkar ástkæri faðir, bróðir, frændi og vinur, JÓHANNES ÁGÚSTSSON, Sléttahrauni 24, Hafnarfirði, sem lést á Landspítalanum fimmtudaginn 15. nóvember, verður jarðsunginn frá Ytri- Njarðvíkurkirkju föstudaginn 23. nóvember kl. 14:00. Jorunn Jóhannesdóttir, Hrólfur Brynjar Ágústsson og fjölskylda, Guðrún Ágústsdóttir og fjölskylda, Maria Ohlson. ✝ Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, FINNS KRISTJÁNSSONAR, Skerðingsstöðum, Reykhólasveit, sem andaðist mánudaginn 15. október og var jarðsettur frá Reykhólakirkju laugardaginn 27. október. Jón Árni Sigurðsson, Steinunn Rasmus, Kristján Finnsson, Margrét Ásdís Bjarnadóttir, Karlotta Jóna Finnsdóttir, Ásgeir Þór Árnason, Agnes Finnsdóttir, Pálmi Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg eiginkona mín, tengdadóttir, systir, mágkona og frænka, DRÖFN LÁRUSDÓTTIR, Dalhúsum 73, Reykjavík, sem lést á líknardeild Landspítala, Kópavogi, þriðjudaginn 6. nóvember, verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 21. nóvember kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Ljósið eða önnur líknarfélög. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Ásmundur Einarsson. Lokað Skrifstofan verður lokuð frá kl. 12.00 á hádegi í dag vegna jarðarfarar KRISTÍNAR STEINARSDÓTTUR. Juris Borgartúni 26 105 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.