Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.11.2012, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.11.2012, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.11. 2012 Öll tölfræði segir einhverjasögu, öllu heldur hluta afsögu, en líklega sjaldn- ast alla söguna. Oft er hægt að segja margar sögur með sömu töl- um, allt eftir því hvernig á þær er horft. Tölur sem sýna verð á bókum Arnaldar Indriðasonar síðastliðin áratug og birtar eru í úttekt blaðs- ins segja forvitnilega sögu um þró- un á verði bóka. Oft segir tilfinn- ing manni að hlutir séu að hækka meira en tölfræðin sýnir í raun. Síðustu ár hafa bækur hækkað í verði í takt við vísitölu. Hér á landi hafa verið teknar upp dýrar kvikmyndir sem fyr- irséð er að muni fá mikla athygli og talað er um að þetta geti orðið lyftistöng fyrir ferðaþjónustuna. Þekkt er orðið að ferðaþjónustu- aðilar í New York borg hafa haft miklar tekjur af því að leiða aðdá- endur sjónvarpsþáttanna Sex and the city um slóðir þáttanna í borg- inni, Wallander-ferðir eru farnar um tökustaði þáttanna í Svíþjóð, Dirty Harry-ferðir eru vinsælar í San Francisco og á Nýja Sjálandi hefur tekist að byggja upp verð- mæt fyrirtæki í kjölfar þess að náttúra landsins var í bakgrunni stórmyndanna upp úr Hringa- dróttinssögu. Nokkrar tölur eru áhugaverðar í þessu samhengi. Á þessu ári hafa tekjur af erlendum kvikmynda- verkefnum numið fjórum millj- örðum, og eftir að búið er að skila 20% endurgreiðslu til framleið- enda standa eftir 3,2 milljarðar. Verkefnið Film in Iceland, sem sett var á fót með það fyrir augum að markaðssetja Ísland sem töku- stað hjá erlendum framleiðendum, fær 3,0 milljónir á ári í markaðs- starfið. Á móti hverri krónu sem sett er í markaðsstarfið koma um 1.100 til baka. Flestir myndu telja það ágætis ávöxtun ... og jafnvel freistast til að leggja meira undir. RABBIÐ Tölurnar tala Eyrún Magnúsdóttir Snjó kyngdi niður fyrir norðan í vikunni og veður voru válynd um tíma. Margir festu bílinn, bæði í byggð og á fjallvegum, og leiðir lokuðust, m.a. sú róm- aða (að sumarlagi) um Víkurskarð – sem sumir vilja fyrir alla muni halda í, en aðrir helst stytta sér leið í gegnum Vaðlaheiðina. Erfitt getur verið að komast um í snjónum, hvort sem er akandi eða á jafnfljótum, tveimur ellegar fjórum, en eftir að mokstursmenn á vegum Akureyrarbæjar höfðu athafnað sig voru vandræði víðast hvar úr sögunni þar í bæ. Það er eins gott því fátt er hollara en góður göngutúr, bæði fyrir menn og dýr. Bara að passa að klæða sig vel. Flestar skepnur aðrar en maðurinn eru þannig útbúnar frá náttúrunnar hendi að þeim verður ekki kalt, en varlega verður þó að fara með minnstu hunda. Honum leið vel þessum, sem gekk spariklæddur um með eiganda sínum, á mótum Þingvallstrætis og Mýrarvegar. skapti@mbl.is AUGNABLIKIÐ Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson HUNDI ÚT SIGANDI FÁTT ER HOLLARA EN GÓÐUR GÖNGUTÚR EN HANN GETUR REYNST ÞRAUTINNI ÞYNGRI ÞEGAR BÆIR FYLLAST AF SNJÓ EINS OG GERÐIST Á AKUREYRI Í VIKUNNI. ÖLL ÉL BIRTIR ÞÓ UPP UM SÍÐIR OG ÞÁ ER HÆGT AÐ DRÍFA SIG ÚT. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Útgefandi Óskar Magnússon Ritstjórar Davíð Oddsson, Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hvað? Jóla- tónleikar Sigurðar Guðmundssonar og Memfismafí- unnar. Hvar? Hamraborg í Hofi á Akureyri. Hvenær? Laug- ardag kl. 20. Jólin koma í Hofi Hvað? Styrktar- tónleikar Caritas. Hvar? Kristskirkja við Landakot. Hvenær? Sunnu- dag kl. 16. Nánar Fjöldi listamanna. Einsöngvarar eru Kristján Jóhannsson og Hulda Björk Garðarsdóttir. Tónlist í Kristskirkju Í fókus VIÐBURÐIR HELGARINNAR Hvað? Lengjubikar karla í körfubolta. Hvar? Íþróttahúsið í Stykkishólmi. Hvenær? Laugardag kl. 16. Nánar Undanúrslit voru í gær, Tinda- stóll - Þór Þ, Grindavík - Snæfell. Sig- urliðin mætast í dag. Hverjir verða meistarar? Hvað? Leiksýning. Hvar? Norræna húsið. Hvenær? Laug- ardag kl. 14 og 16, sunnudag kl. 14 og 16.30. Nánar Barna- leiksýning ársins. Saga af strák sem ferðast gegnum skuggalega skóga, um dimmar dreka- slóðir, alla leið út á heimsenda og lærir í leiðinni að elska litlu systur sína. Skrímslið litla systir mín Hvað? Útgáfutónleikar. Hvar? Iðnó. Hvenær? Laugardag kl. 20. Nánar Kynnir plötuna Born to be Free. Borko í Iðnó Hvað? Ljósmyndauppboð allra helstu ljósmyndara landsins til styrktar Ingólfi Júlíussyni starfsbróður þeirra, sem greindist nýlega með bráðahvítblæði. Hvar? Gyllti salurinn á Hótel Borg. Hvenær? Sunnudag kl. 19. Styrkja veikan vin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.