Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.11.2012, Page 4
Óvissan er mikil fyrir próf-kjör Sjálfstæðisflokksins íReykjavíkurkjördæm-
unum tveimur og taugaveiklunin
töluverð meðal frambjóðenda, þó að
prófkjörið hafi farið vel fram og ef
til vill verið óvenju prúðmannlegt.
Ef til vill spilar þar inn í að aldrei
hafa verið fleiri færi til að komast
inn á þing.
Ef horft er til kannana gæti
þingmönnum flokksins fjölgað í tíu
til ellefu, auk þess sem nokkrir
þingmenn gefa ekki aftur kost á
sér, sem þýðir að það gætu losnað
sex til sjö þingsæti. Einungis fjórir
þingmenn eru í framboði og flestir
telja að þeir eigi greiða leið aftur á
þing, þó að hreyfing sé á fylginu og
einn viðmælenda blaðamanns hafi
talað um að kjósa engan af sitjandi
þingmönnum.
Forystuslagur
Það hefur verið áberandi í próf-
kjörum og forvali flokka í haust að
kjörsókn hefur verið heldur dræm-
ari en fólk á að venjast. Og ætla
má að það sama verði uppi á ten-
ingnum í Reykjavík, þar sem
óánægjan í kjölfar bankahrunsins
hefur verið mun áþreifanlegri en á
landsbyggðinni. Það hefur verið
áberandi á fundum og í úthring-
ingum einstakra frambjóðenda að
skuldavandi heimilanna er efst í
huga kjósenda. Og það er mjög
ólíkt hvernig þeir bregðast við því.
Sumir segja að það verði einfald-
lega að lofa kjósendum einhverju,
aðrir útfæra misraunhæfar leiðir til
að koma til móts við skuldara og
enn aðrir segja hreint út að rík-
issjóður hafi ekki ráð á að fella nið-
ur skuldir.
Slagurinn er harður um efsta
sætið. Illugi Gunnarsson varð efst-
ur í prófkjörinu fyrir fjórum árum
en Hanna Birna Kristjánsdóttir
býður sig fram gegn honum í efsta
sætið. Samkvæmt netkönnun MMR
sem gerð var fyrir rúmum mánuði
nýtur hún trausts hjá 76,2% sjálf-
stæðismanna til að leiða lista
flokksins í öðru hvoru Reykjavík-
urkjördæminu í komandi alþing-
iskosningum. 10% nefndu Illuga og
7,5% Guðlaug Þór Þórðarson. Þar
spilar margt inn í.
Víst hefur Hanna Birna sterka
stöðu. Hún nýtur góðs af því að
hafa verið borgarstjóri, auk þess
sem Ólöf Nordal, varaformaður
flokksins, hyggst draga sig í hlé og
því er mikil eftirspurn eftir öfl-
ugum konum.
Stuðningsmenn Illuga eru þó
brattir og mat þeirra er að staðan
hafi verið afar erfið fyrir tveim vik-
um, en síðan hafi Illugi bætt veru-
lega stöðu sína. Hann hafi lagt
áherslu á málefnalega baráttu á
meðan Hanna Birna hafi ekki sýnt
á spilin. Í þann streng tók Þor-
steinn Pálsson, fyrrverandi formað-
ur flokksins, í Fréttablaðinu er
hann sagði að hún „stæði fyrir ein-
föld skilaboð fremur en djúpar rök-
ræður“. Það er þó ekkert nýtt að
frambjóðandi sem hefur sterka
stöðu fari varlega er hann spilar úr
henni.
Áhrifalaus frétt
Slagurinn um annað sætið er harð-
ur, því þar narta í hælana á þeim
Illuga og Hönnu Birnu þrír þing-
menn. Guðlaugur Þór Þórðarson
hefur rekið öfluga kosningabaráttu
og verið áberandi í fjölmiðlum.
Óljóst er hvaða áhrif upphlaup
Gunnars Andersens, fyrrverandi
forstjóra FME, gagnvart Guðlaugi
Þór Þórðarsyni muni hafa, enda
tímasetningin grunsamlega nálægt
kjördegi og sjálfstæðismenn búnir
að fá sig fullsadda af neikvæðum
fréttum DV um einstaka frambjóð-
endur flokksins.
Birgir Ármannsson hefur verið
kraftmikill á þingi, sérstaklega í
stjórnarskrármálinu, og mun ef-
laust njóta afstöðu sinnar í Icesave-
málinu, þar sem hann skar sig úr
þingmannahópnum. Hann gefur
kost á sér í annað sæti ásamt Pétri
H. Blöndal sem er til alls vís, enda
hefur hann jafnan náð góðum ár-
angri í prófkjörum og nýtur virð-
ingar fyrir að fara sínar eigin leiðir.
Umferðaröngþveiti á kjördag í Reykjavík. Þá var tekist á um á hvorum vegarhelmingi þjóðin héldi sig í pólitíkinni. Sagan endurtekur sig um helgina.
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Tekist á um hægri og
vinstri umferð í Reykjavík
EF AÐ LÍKUM LÆTUR ERU MÖRG ÞINGSÆTI LAUS Í PRÓFKJÖRI SJÁLFSTÆÐISMANNA Í REYKJAVÍK OG LÍNUR SKÝRAST
HJÁ VINSTRI GRÆNUM Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU. TEKIST ER Á UM FORYSTUSÆTIN OG NÝTT FÓLK ER Í KJÖRI.
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.11. 2012
Úrslit ráðast í forvali Vinstri grænna
á höfuðborgarsvæðinu um helgina og
um leið skýrast línur í fylkingaslagn-
um innan flokksins. Ögmundur Jón-
asson rær lífróður í Suðvest-
urkjördæmi, en hann hefur staðið
uppi í hárinu á forystu flokksins á
kjörtímabilinu, ekki síst í Icesave-
málinu. Þær raddir
heyrast að hann
hafi ekki ræktað
kjördæmið nógu vel
og að um 300 ný-
skráningum sé
beint að honum.
Það er Ólafur Þ.
Gunnarsson bæj-
arfulltrúi í Kópa-
vogi sem tekur
slaginn við Ög-
mund, en þar hefur
löngum verið sterk-
asta vígi Vinstri
grænna. Engin
ástæða er þó til að
vanmeta styrkleika
Ögmundar, sem
nýtur þess að vera
ráðherra og sigraði í forvali flokksins
er það var haldið sameiginlega fyrir
allt höfuðborgarsvæðið. Ef óánægju
gætir með forystuna gæti það líka
komið fram í stuðningi við Ögmund.
Rósa Björk Brynjólfsdóttir er í
framboði í annað sæti, en hún varð
upplýsingafulltrúi fjármálaráðuneyt-
isins í tíð Steingríms J. Sigfússonar
og á sterkar rætur í Kópavogi og
Hafnarfirði. Hún etur þar kappi við
Margréti Pétursdóttur varaþing-
mann frá Hafnarfirði.
Í Reykjavík þykir Katrín Jak-
obsdóttir hafa langsamlega sterkasta
stöðu, enda stendur hún til hliðar við
hjaðningavígin í flokknum. Svandís
Svavarsdóttir er líkleg til að ná öðru
sæti. Fyrirfram var búist við að Árni
Þór Sigurðsson og
Álfheiður Ingadótt-
ir fylgdu á eftir, en
þó setja margir
spurningarmerki
við „kjaftfora kapt-
eininn“, Björn Val
Gíslason. Vera
kann að hann sé
jafnvinsæll í Vinstri
grænum og hann er óvinsæll í öðrum
flokkum. Óánægju gætir með átaka-
farveginn sem flokkurinn er í og er
kallað eftir nýju fólki. Þar horfa
margir til Kristins Schram, sem á
sterkar rætur í flokknum.
Steingrímur J. Sigfússon og Katrín
Jakobsdóttir á forvalssdegi VG.
Morgunblaðið/ÞÖK
Línur
skýrast
hjá VG
Ögmundur
Jónasson
Ólafur Þór
Gunnarsson
Svandís
Svavarsdóttir
Hvernig sem fer er ljóst
að endurnýjun verður
töluverð í prófkjöri Sjálf-
stæðisflokksins. Of langt
mál er að telja alla upp hér,
en nokkur nöfn eru nefnd
oftar en annarra. Margir
horfa til Brynjars Níels-
sonar, sem hefur verið
hvass í þjóðfélagsumræð-
unni og ekki elt almenn-
ingsálitið. Teitur Björn Ein-
arsson nýtur þess að hafa
gengið fram fyrir skjöldu í atvinnumálum heima fyrir og á sterkar rætur
í flokknum. Það sama gildir um Áslaugu Friðriksdóttur sem hefur áður
haslað sér völl sem borgarfulltrúi. Jakob F. Ásgeirsson er kunnur af
störfum sínum sem ritstjóri Þjóðmála og Elínbjörg Magnúsdóttir þykir
breikka flokkinn með bakgrunni sínum í verkalýðshreyfingunni. Sigríð-
ur Á. Andersen varaþingmaður er skeleggur frjálshyggjumaður og Ingi-
björg Óðinsdóttir þykir hafa rekið öfluga kosningabaráttu.
NÝTT FÓLK Í FRAMBOÐI
Frá prófkjöri Sjálfstæðisflokksins árið 2006.
* „... yrði Ögmundur [Jónasson] felldur myndi það næróhjákvæmilega leiða til klofningsframboðs og sennilegsfalls ríkisstjórnarinnar á síðustu metrum kjörtímabilsins.“
Andrés Magnússon í fréttaskýringu á Eyjunni.
Þjóðmál
PÉTUR BLÖNDAL
pebl@mbl.is