Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.11.2012, Qupperneq 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.11.2012, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.11. 2012 HEIMURINN SUÐUR-AFRÍKA JÓHANNESARBORG suðurafríska Biskupakirkjan skipaði Ellinuh Wamukoyu frá Svasilandi biskup.Wamukoya er fyrsta konan í Afríku til að verða biskup í biskupakirkjunni. Enska biskupakirkjan hafnaði í vikunni tillögu um að konur mættu vígjast. Fyrsta konan var skipuð biskup í biskupakirkjunni árið 1989 og eru nú 37 konur biskupar í biskupakirkjunni. BÚRMA RANGOON Barack Obama heimsótti Búrma fyrstur sitjandi forseta Bandaríkjanna. Hann hitti Aung San Suu Kyi, leiðtoga lýð- ræðishreyfingarinnar í Búrma, sem um árabil sat í stofufangelsi, og bar lof á hana. Hann sagði að stjórn Búrma, sem hefur opnað landið, hefði hafið sögulegt ferðalag. GAZA GAZABORG Ísraelsstjórn og palestínsku samtökin Hamas, sem fara með völd á Gaza-svæðinu, féllust á vopnahlé. Milligöngu um vopnahléð höfðu Egyptar með stuðningi Bandaríkjamanna. Fimm Ísraelar og rúmlega 160 Palestínumenn féllu í átökum, sem stóðu í viku. Hamas samþykkti að hætta að skjóta eldflaugum á Ísrael og Ísraelar kváðust ætla að losa Gaza úr herkví. KÓLUMBÍA BOGOTA Kólumbísk stjórnvöld og forusta skæruliðasamtakanna FARC settust að samninga- borðinu í Havana. Eitt helsta baráttumál FARC frá því að uppreisn samtakanna hófst fyrir um hálfri öld var umbætur í jarðamálum. 52% býla eru á landi í eigu 1,15% landeigenda. Einnig hafa bændur hrakist af landi sínu vegna sóknar FARC. FARC hefur sagst ætla að leggja niður vopn og á nú að semja um landið. Gullin dögun var stofnuð á ní- unda áratug liðinnar aldar og vakti fyrst athygli þegar deilan um nafnið á Makedóníu kynti undir þjóðernishyggju Grikkja upp úr 1990. Flokk- urinn gerði sér mat úr and- stöðu við innflytjendur, sem gróf um sig á Grikklandi þeg- ar fólk fór að streyma þangað frá Albaníu og Austur-Evrópu eftir hrun járntjaldsins. Málflutningur Gullinnar dögunar fékk meiri hljóm- grunn þegar misheppnuð stefna Evrópusambands- ins varð til þess að inn- flytjendur frá Afríku, Asíu og Mið-Aust- urlöndum fóru að safnast þar saman og nýtur flokkurinn nú rúmlega 10% fylgis. Innflytjendur í Grikklandi eruuggandi. Þeir óttast ofbeldi ogútskúfun. Fulltrúar tuttugu samfélaga innflytjenda frá Afríku og Asíu sökuðu í vikunni íhalds- stjórn Antonis Samaras um að leiða hjá sér árásir á innflytjendur sem hafa verið eignaðar nýnasista- samtökunum Gullinni dögun. Gullin dögun er vaxandi afl í grískum stjórnmálum. Liðsmenn samtakanna fara um einkennis- klæddir, hóta innflytjendum og ráðast á þá á götum úti og ryðjast jafnvel inn á heimili. Er svo komið að bandaríska utanríkisráðuneytið hefur varað bandaríska ferðamenn við því að fara til Grikklands ef litaraft þeirra gæti orðið þess valdandi að þeir yrðu teknir í mis- gripum fyrir innflytjendur. Öfgahreyfingin Gullin dögun er rúmlega 20 ára, en hún hefur verið bundin við jaðarinn þar til nú. Í þingkosningunum árið 2009 fékk flokkurinn 0,29% atkvæða. Sex ára kreppa, þriggja ára árangurslaus niðurskurður og aðhald og bruni sparifjár ásamt viðvarandi atvinnu- leysi – fjórði hver Grikki er at- vinnulaus og rúmlega helmingur ungs fólks – hefur hins vegar verið vatn á myllu Gullinnar dögunar. Flokkurinn fékk tæplega sjö pró- senta fylgi í þingkosningunum í sumar og 18 menn kjörna. Um þessar mundir mælist flokkurinn með helmingi meira fylgi í skoð- anakönnunum. Heilsaði með fasistakveðju Stofnandi flokksins heitir Nikolaos Mikhaloliakos. Hann sat í fangelsi á áttunda áratugnum fyrir líkams- árás og ólöglega eign skotvopna og sprengiefnis. Í fangelsinu kynntist hann liðsmönnum herforingja- stjórnarinnar, sem var við völd á Grikklandi frá 1967 til 1974. Þegar hann var látinn laus hóf hann út- gáfu tímarits þar sem hann lofsöng Adolf Hitler og harmaði að Grikkir skyldu ekki hafa veitt öxulveld- unum lið í heimsstyrjöldinni síðari. Þegar Mikhaloliakos náði kjöri í borgarstjórnarkosningum í Aþenu 2010 heilsaði hann með fasista- kveðju þegar hann kom til starfa. Gullin dögun hefur haslað sér völl þar sem tómarúm skapast í kreppunni. Samtökin gefa mat – aðeins Grikkjum. Liðsmenn þeirra gefa einnig blóð – aðeins Grikkj- um. Nú er komið nýtt slagorð: At- vinna aðeins handa Grikkjum. Fé- lagar í Gullinni dögun fara á milli vinnustaða, telja útlendingana sem vinna þar og birta niðurstöðuna. Síðan hvetja þeir gríska atvinnu- rekendur til að ráða Grikki í stað- inn. Fullyrt er að Gullin dögun hafi umtalsverð ítök í grísku lögregl- unni. Fram hefur komið að í hverf- um Aþenu þar sem lögreglumenn eru fjölmennir hafi Gullin dögun fengið 19-24% atkvæða. Elias Panagiotaros, þingmaður Gullinnar dögunar, fullyrðir að 50-60% lög- reglunnar séu á bandi hreyfing- arinnar. Samtökin sjá um „öryggisþjón- ustu“ í samráði við stjórnvöld, skjóta innflytjendum skelk í bringu, vernda grískar verslanir og sjá um nágrannavakt. Gríska millistéttin hef- ur flúið miðborg Aþenu og innflytjendur hafa lagt undir sig autt húsnæði. Blaða- maðurinn Maria Marg- aronis segir í grein, sem birtist í The Gu- ardian í október, að altalað sé að leita eigi til Gull- inar dögunar til að koma hús- tökumönnum út úr íbúð. Engu skili að leita til lögregla, en hún sé vís með að gefa upp síma hreyf- ingarinnar. Samaris forsætisráðherra sagði í kosningabaráttunni í vor að nú stæði yfir „óvopnuð innrás“ í Grikkland og átti við innflytjendur. Hóf hann aðgerð til að rýma mið- borgirnar. Slíkar yfirlýsingar og aðgerðir hafa ekki aukið öryggis- tilfinningu innflytjenda í landinu. Nú gagnrýnir Samaris hins vegar Gullna dögun. Í ræðu í september líkti hann ástandinu í Grikklandi við Weimar-lýðveldið í Þýskalandi á fjórða áratug 20. aldar. Þá skap- aðist ástand sem leiddi til valda- töku Hitlers. Samaris sagði fyrir mánuði að berjast yrði gegn „öfg- um og lýðskrumi“ sem væru aðför að stoðum þjóðfélagsins. „Engin efnahagsáætlun getur tekist ef samfélagið hrynur,“ sagði hann. Öfgahreyf- ingu vex ásmegin ÖFGAHREYFINGIN GULLIN DÖGUN HEFUR MEÐ ÁRÓÐRI GEGN ÚTLENDINGUM VALDIÐ ÓLGU Í GRÍSKU SAMFÉLAGI. FORSÆTISRÁÐHERRA GRIKKLANDS SEGIR ÁSTANDIÐ Í LANDINU EINS OG Í ÞÝSKALANDI FYRIR 80 ÁRUM. GULLIN DÖGUN Nikolaos Mikhaloliakos, stofnandi Gull- innar dögunar. Félagar í Gullinni dögun afhenda mat gegn framvísun skilríkja til sönnunar því að viðtakandinn sé Grikki. AFP * Grikkland tilheyrir Grikkjum. Maður verður ekkiGrikki, heldur fæðist Grikki.Elias Panagiotaros, þingmaður Gullinnar dögunar.AlþjóðamálKARL BLÖNDAL kbl@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.