Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.11.2012, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.11.2012, Blaðsíða 12
Úttekt 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.11. 2012 Jólabókasalan er kominn í fullan gang ogflestir bókatitlar eru komnir út. Sam-kvæmt könnun sem Félag íslenskrabókaútgefenda gerði gáfu 66,6% Íslend- inga bók í jólagjöf fyrir jólin 2011. Bú- ast má við að hlutfallið verði álíka í ár, enda hefur sú orðið raunin um áratuga skeið. Verð á bókum í ár virðist vera að hækka í sama takti og síðustu árin. Verðið nú er þó líkast til hærra en við er að búast þegar nær dregur jólum í harðnandi samkeppni. Eins og línurit hér að neðan sýna hefur bókaverðsvísitala Hagstofu Íslands þróast í takt við neysluverðsvísitölu. Vísitölurnar í takt við Arnald Til gamans var leitað til Eymundsson með upphaflegt verð á bókum Arnaldar Indr- iðasonar síðustu tíu árin og þróun á verði borin saman við vísitölurnar, enda hefur Arn- aldur gefið út bók árlega síðasta áratuginn og lengur. Þar kemur glöggt í ljós að vísitöl- urnar og Arnaldur hafa þróast í takt síðustu árin, sem kannski þarf ekki að koma á óvart en engu að síður áhugaverðar niðurstöður. Í bókatíðindum má sjá að framboð af bók- um er mjög mikið í ár. „Í skráningum talið þá hafa aldrei verið jafn margir titlar í bókatíðindum og nú í ár. En það segir ekki alla söguna því það er ver- ið að margtelja titla, hljóðbókagerðina, kilju- gerðina og rafbókagerðina. Þannig eru 842 titlar skráðir í bókatíðindi og voru helmingi færri fyrir um áratug,“ segir Kristján. Hann telur að þróunin muni á næstunni verða í þá átt að sum verk verði gefin út í fjórum til fimm mismunandi útgáfum, innbundin, í litlum og stórum kiljum, hljóðbókum og raf- bókum. Til samanburðar voru 757 skráningar í fyrra og 747 árið 2010. „Hvað varðar fjöldann í bókatíðindunum al- mennt borið saman við fyrri ár eru rauntöl- urnar mjög svipaðar. Það er ekki mikil fjölg- un á skáldverkum, en mikið er af skáldsögum eftir þekkta atvinnuhöfunda og minna af sjálfsútgáfum en var. Ljóðabókaútgáfan er af- skaplega svipuð og hefur verið,“ segir Krist- ján en að ævisagnaútgáfa sé á undanhaldi og fari niður fyrir þrjátíu titla í ár. Hugtakið „uppseldur“ hverfur „Við erum eina Evrópuþjóðin sem er með sama skatt á öllum bókformum, hvort sem það er hljóðbók, rafbók eða prentuð bók,“ segir Kristján og telur að rafbækur muni í meira mæli ryðja sér rúms á markaðnum. „Það tók bókaútgefendur svolítinn tíma að setja sig í gírinn því það var enginn afgerandi endursöluaðili sem kom inn og sagði: Heyrðu, við viljum gera þetta og fá þetta í gang.“ Það vekur athygli að verðmunur á rafbók- um og innbundnum bókum er ekki ýkja mik- ill. Spurður að því hvort munurinn ætti ekki að vera meiri segir Kristján: „Þróunin á raf- bókunum er að nýir titlar eru ekkert ódýrari en rafbækurnar. En um leið og eldri bæk- urnar koma inn þá breytist það og eftir því sem verður meira úrval á íslenskum rafbók- um þá munum við sjá stærra verðbil en nú er. Ég held að úrvalið muni búa það til.“ Hann segir að fólk geri óraunhæfar vænt- ingar til lágs verðs á nýjum rafbókum því menn stilli verðinu upp þannig að það fáist upp í kostnaðinn við að framleiða vöruna. Það þurfi eftir sem áður að greiða fyrir ritstjórn, markaðssetingu, höfundalaun og fleiri þætti. Þó að það sé enginn prentkostnaður þá sé samt talsverður efniskostnaður við rafbókina. „Það lækkar um leið og menn geta farið að kaupa fleiri titla frá ýmsum tímum því hug- takið „uppseldur“ hverfur í rafbókageiranum. Það verður aldrei neitt uppselt og um leið og það gerist þá eðlilega stilla menn verðinu allt öðruvísi. Eldri bækur munu verða á öðru verði og þá verður til önnur verðuppbygging þannig að þegar menn fara að taka heild- arkúrfuna og skoða hana mun verðið hlut- fallslega lækka. En fyrir nýjar bækur, hvort sem er rafbækur eða prentaðar hljóðbækur, eru menn alltaf að greiða fyrir kostnaðinn við að búa þær til, ritstýra þeim og koma þeim á koppinn.“ Þýdd skáldverk koma út allt árið Í úttekt blaðamanns á verði reyndust allir titlar þýddra skáldverka eingöngu koma út á kilju. „Sú þróun hefur átt sér stað undanfarin ár að útgáfa innbundinna þýðinga er smám saman að leggjast af, nema þá einhver klass- ísk verk. Það stafar aðallega af því að mark- aðurinn fyrir þýðingar er í æ meira mæli heilsársmarkaður fyrir fólk sem les sjálft. Þetta er athyglisverð breyting frá því sem áður var þegar bókamarkaðurinn var aðallega gjafamarkaður. Þýðingar eru að koma út allt árið um kring og eru í æ meira mæli í kilju og stílaðar inn á að fólk kaupi strax og lesi sjálft,“ segir Kristján. JÓLABÓKAMARKAÐURINN Í ÁR Verð á rafbókum mun lækka með fleiri útgefnum bókatitlum SUNNUDAGSBLAÐIÐ GERIR HÉR ÚTTEKT Á BÓKAVERÐI Í ÁR OG VERÐÞRÓUN SÍÐUSTU ÁRA. EINNIG VAR RÆTT VIÐ KRISTJÁN B. JÓNASSON, FORMANN FÉLAGS ÍSLENSKRA BÓKAÚTGEFENDA, UM BÓKAÚTGÁFUNA Í ÁR, ÞÁ ÞRÓUN SEM ÞAR ER AÐ EIGA SÉR STAÐ, UM ÚTGÁFUFORMIÐ OG VAXANDI ÚTGÁFU RAFBÓKA. Ingvar P. Guðbjörnsson ipg@mbl.is Arnaldar-vísitalan 7.000 kr. 6.000 kr. 5.000 kr. 4.000 kr. 3.000 kr. 2.000 kr. 1.000 kr. 0 kr. 180 160 140 120 100 80 60 40 20 0 450 400 350 300 250 200 150 100 50 0 Verð í Eymundsson í nóvember ár hvert á bókum Arnaldar Indriðasonar. Heimildir : Hagstofa Íslands, Eymundsson 2002 Vísitala bóka í október árin 2002-2011. Grunnvísitalan (100) er frá árinu 1997. Vísitala neysluverðs. 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 224,1 400,7 163,9 115,4 Reykja- víkur- nætur 6.499 kr. Einvígið 5.999 kr.Furðu- strandir 5.690 kr. Svörtu- loft 5.690 kr. Myrká 4.990 kr.Harðskafi 4.790 kr. Konungs- bók 4.390 kr. Vetrar- borgin 4.390 kr. Kleifar- vatn 4.390 kr. Bettý 4.390 kr. Röddin 4.390 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.