Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.11.2012, Page 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.11.2012, Page 13
25.11. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 Morgunblaðið/Árni Sæberg Sunnudagsblaðið kannaði verð á nokkrum völdum bókatitlum fyrir þessi jól og meðalverð í fjórum bókaflokkum og bar saman við meðalverð úr verðkönnunum verðlagseftirlits ASÍ árin 2009-2011, en slík könnun hefur ekki verið gerð í ár, eftir því sem blaðið kemst næst. Skoðað var verð í fjórum bókaflokkum dagana 20.-22. nóvember hjá sex bóksöl- um; Bóksölu stúdenta, Sunnlenska bókakaffinu, Iðu í Lækjargötu, Forlaginu, Hag- kaupum og Eymundsson. Reynt var að athuga verð hjá Bónus, en sala á bókum var ekki hafin þegar úttektin fór fram. Rétt er að taka fram að verðið breytist ört og óvíst að það sama gildi í dag, þar sem helgartilboð eru algeng. Auk þess er óvíst hvernig verðþróun verður til jóla. Hér er einungis um meðalútsöluverð þessara sex seljenda að ræða. Verðinu er fyrst og fremst ætlað að gefa lesendum einhverja innsýn í hvað sé dýrt og hvað ódýrt út frá meðalverði en rétt að taka fram að verð- könnun ASÍ er mun viðameiri en úttekt blaðsins. VERÐ Í FJÓRUM BÓKAFLOKKUM Úttekt á verðþróun og meðalverði bóka Hér er til skoðunar meðalverð á fimm titlum. Hreint út sagt, sjálfsævisaga Svavars Gestssonar, selst á talsvert misjöfnu verði en meðalverðið er 6.243 kr. Gísli á Upp- sölum eftir Ingibjörgu Reynisdóttur seldist í vikunni að meðaltali á 4.661 kr. og Elly, ævisaga Ellyar Vilhjálms- dóttur eftir Margréti Blöndal, fór að meðaltali á 5.432 kr. Meðalverð á Ég gefst aldrei upp, reynslusögu Borghildar Guðmundsdóttur, var 5.608 kr. og Árni Sam, eftir Sig- urgeir Orra Sigurgeirsson, fór að meðaltali á 4.510 kr. Þegar meðalverð á öllum þessum titlum er skoðað í síðustu viku er það 5.390 kr. Til samanburðar við verð- könnun verðlagseftirlits ASÍ árið 2011, þar sem fjórir titl- ar voru kannaðir, má sjá að verðið hefur hækkað úr 4.879 kr. Árið 2010 kannaði ASÍ verð á átta titlum og meðalverð var 4.418 kr. en ár- ið 2009 var meðalverðið 4.845 kr. á jafnmörgum titlum. Það verður þó að hafa í huga að ekki er víst að verðkannanir blaðsins og ASÍ hafi verið á sama tíma fyrir jól. ÆVISÖGUR OG ENDURMINNINGAR Skoðað var verð á sex íslenskum skáldverkum. Meðal- útsöluverð á Húsinu eftir Stefán Mána hjá bóksölum var í vikunni 5.751 kr. Verðið á Kulda eftir Yrsu Sigurð- ardóttur var 5.273 kr. og á Hér liggur skáld eftir Þórarin Eldjárn 5.446 kr. Þá var meðalverðið á Rofi eftir Ragnar Jónasson 5.408 kr., á Suðurglugganum eftir Gyrði Elías- son 4.961 kr. og á Kantönu eftir Kristínu Marju Bald- ursdóttur 5.734 kr. Verðið er þó mjög misjafnt milli verslana og sjálfsagt lægra á sumum titlum nú um helgina en það var í vikunni. Ef tekið er meðalverð þessara titla í flokknum hjá öll- um bóksölum er það 5.429 kr. Í verðkönnun ASÍ árið 2011 var meðalverð níu titla sem skoðaðir voru 4.725 kr. Árið 2010 var það 3.910 á átta titlum og árið 2009 reyndist það vera 4.125 á ellefu bókartitlum hjá tólf bóksölum. ÍSLENSK SKÁLDVERK Hér skoðaði blaðið meðalverð á sex titlum. Hrafnsauga eftir Kjartan Yngva Björnsson og Snæbjörn Birgisson selst að meðaltali á 3.576 kr. Meðalverð á Aukaspyrnu á Akureyri eftir Gunnar Helgason er 3.776 kr. og á Skrímslaerjum eftir Áslaugu Jónsdóttur, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal 3.123 kr. Krakkinn sem hvarf selst að meðaltali á 3.711 kr., Reisubók Ólafíu Arndísar eftir Kristjönu Friðbjörnsdóttur á 3.693 kr. og Spádómurinn eftir Hildi Knútsdóttur selst að meðaltali á 4.359 kr. Meðalverð allra titla í flokknum er 3.724 kr. Meðalverð verðlagseftirlits ASÍ í fyrra á níu titlum var 3.382 kr. Árið 2010 skoðaði ASÍ verð á fimm titlum og var meðalverðið 2.862 kr. Árið 2009 var verð átta titla kannað og með- alverðið þá 2.551 kr. Meðalverð í þessum flokki hefur því hækkað um rúmar 1.200 kr. á fjórum árum. ÍSLENSKAR BARNA- OG UNGLINGABÆKUR Í flokki þýddra skáldverka voru fimm titlar kannaðir, allt kiljur. Fimmtíu gráir skuggar eftir EL James kostaði að meðaltali 3.057 kr. Meðalverð á Fórnardauða eftir Lee Child er 2.582 kr. og á Haustfórn eftir Mons Kallentoft 2.516 kr. Meðalverðið á Konu tígursins eftir Téu Obrecht er 2.582 kr. og á Snjókarlinum eftir Jo Nesbø 2.513 kr. Meðalverð á öllum þessum titlum í flokki þýddra skáld- verka er 2.650 kr. Þar sem þýdd skáldverk eru í æ meira mæli gefin út á kiljum er verðið vart samanburðarhæft við árlegar verðkannanir ASÍ. En til að gefa lesendum einhvern samanburð á verðþróun þá var meðalverð í flokknum árið 2011 á níu titlum 4.553 kr. Árið 2010 á fimm titlum 4.096 og árið 2009 á átta titlum var meðalverð 3.082. Í þessum tölum er sambland af innbundnum bókum og kiljum. ÞÝDD SKÁLDVERK

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.