Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.11.2012, Síða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.11.2012, Síða 15
ur kúrdískum búningi og gekk með byssu og rýting og náttúrlega með hermenn og lífverði í kringum sig. Hann vildi endilega útvega mér kvikmyndavél og tókst það og ég gat myndað það sem ég sá, þar á meðal tók ég myndir af Barzani. Ég var viðstaddur þing þar sem Kúrdar í Írak lýstu yfir sjálfstæði og þegar ég kom aftur til Þýska- lands skrifaði ég grein um þetta þing sem birtist í Daily Telegraph. Fréttir af þessu þingi ásamt mynd- um mínum frá Kúrdistan birtust síðan í þýska sjónvarpinu. Málefni Kúrda hafa alltaf verið mér hug- stæð, ég kynntist flestum leiðtog- um þeirra og ég hafði lengi náin tengsl við þá. Hin íslenska bók mín um Kúrda var þýdd á þýsku, ég lengdi hana mikið og endurbætti og svo kom hún út í Þýskalandi.“ Þú hittir nokkrum sinnum Ind- verjann Sai Baba, sem kalla má töframann og kraftaverkamann og kannski trúarleiðtoga, og skrifaðir um hann bók sem hefur komið út víða um heim. „Það má telja Sai Baba trúar- leiðtoga því í kringum hann safn- aðist fólk og um hann myndaðist feikistór hreyfing. Hann varð snemma þjóðkunnur maður og margir voru ákaflega hrifnir og undrandi yfir því sem hann gerði. Sai Baba fékkst aldrei til nokkurra tilrauna en það gerðist margt í kringum hann. Það er alþekkt að töframenn undirbúa vel töfra sína og hafa ákveðið prógramm hverju sinni. Sai Baba brást hins vegar oft við aðstæðum og bjó til eða lað- aði fram hluti sem menn báðu um. Allt sem hann töfraði fram gaf hann og þetta voru kannski tutt- ugu hlutir á dag. Þetta var heil- mikil framleiðsla, sumt var einfalt og ódýrt en annað dýrt. Hann gaf félaga mínum forláta gullhring. Þetta gerði hann með því einu að veifa hendinni og þá lá gullhringur í lófa hans. Með sama hætti gaf hann mér men sem var húðað með 22 karata gulli. Hann gat líka létti- lega kallað fram hluti sem ómögu- legt átti að vera að nálgast, til dæmis ávexti sem ekki voru til á þeim árstíma sem hann töfraði þá fram. Indverskur töframaður, Eruk Fanibunda, sem kunni allar töfra- listir og klæki og hafði verið verð- launaður í Bretlandi fyrir nýjungar í töfrabrögðum, ætlaði eitt sinn að fletta ofan af Sai Baba en sann- færðist við nánari skoðun um að hann væri ekta. Hann sagði: Þetta eru ekki töfrabrögð, þetta er eitt- hvað annað!“ Rannsóknir þínar hafa snúist um hluti sem tengjast dauðanum. Ertu hræddur við að deyja? „Ég hef ekki fundið fyrir því. Ég skal ekki segja hvernig það gæti orðið við einhverjar aðstæður. Ég held að menn ýki dálítið í huganum óttann við að deyja. Við sofnum á hverju kvöldi og vitundin hverfur eða fer eitthvað. Ekki erum við hrædd við það. Af hverju skyldum við vera hrædd við að deyja?“ Áttu von á að eitthvað taki við eftir dauðann? „Mér kæmi á óvart ef svo væri ekki.“ Morgunblaðið/RAX Leita að rökum með og á móti ERLENDUR HARALDSSON PRÓFESSOR HEFUR ÁTT VIÐBURÐARÍKT LÍFSHLAUP. HANN HEFUR MEÐAL ANNARS RANNSAKAÐ SÝNIR FÓLKS Á DÁNARBEÐI OG MINNINGAR BARNA UM FYRRA LÍF. Í VIÐTALI RÆÐIR HANN UM STÖRF SÍN. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is 25.11. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA 1 2 -2 3 7 4 ÞESSI TÍMI ER EINSTAKUR Arion banki býður foreldrum í fæðingarorlofi að lækka greiðslubyrði íbúðalána um allt að helming. Hjá mörgum verða breytingar á ráðstöfunartekjum við töku fæðingarorlofs. Því viljum við koma til móts við foreldra og gefa þeim kost á að fresta hluta af greiðslum íbúðalána sinna. Með þessu viljum við auðvelda viðskiptavinum okkar að taka fullt fæðingarorlof og njóta þess til fullnustu. Hafðu samband við þjónusturáðgjafa okkar í næsta útibúi Arion banka eða í síma 444 7000 og kynntu þér möguleika þína.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.