Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.11.2012, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.11. 2012
Ferðalög og flakk
H Ú S G AG N A H Ö L L I N • B í l d s h ö f ð a 2 0 • Re y k j a v í k • s í m i 5 5 8 1 1 0 0 O P I Ð V i r k a d a g a 1 0 - 1 8 , l a u g a rd . 1 1 - 1 7 o g s u n n u d . 1 3 - 1 6
HOLLANDER Leðursófi. Brúnt gæðaleður.
Stærð 3ja sæta B: 220 D: 95 H: 90 cm.
359.000
VERÐ: 409.000
3 SÆTA
NÚNA
50.000
KR. AFSLÁTTUR
339.000
VERÐ: 389.000
2 SÆTA
EDWARD 3 SÆTA. Slitsterkt áklæði. Stærð 3ja sæta. B: 220 D: 95 H: 90 cm.
229.900
VERÐ: 259.900
3 SÆTA
NÚNA
30.000
KR. AFSLÁTTUR
219.900
VERÐ: 249.900
2 SÆTA
169.900
VERÐ: 189.900
STÓLL
AMERÍSKIR DAGAR! NÝ SENDING AF S
U
pphaflega hét ströndin Alfas, sem þýðir
að sá í land, og var gefið bænum af
Márum sem ræktuðu þar ávexti, ólífur,
vín, möndlur og fleira og loks árið 1836,
eftir nokkra baráttu, hlaut það sjálfstæði frá Bar-
óninum. Í meira en 200
ár voru námuvinnsla og
landbúnaður aðalat-
vinnugreinarnar í bæn-
um, þar til íbúarnir tóku
skyndilega upp á því að
flytjast búferlum til Suð-
ur-Ameríku.
Um 1970 varð hins
vegar ferðamanna-
sprengja í nágrannabæn-
um Benidorm, sem enn
er við lýði. Það hafði
áhrif á Alfas eða Albir,
sem nú fær í heimsókn
fjölda ferðamanna frá
Evrópu, sem sumir hafa
kunnað svo vel við bæinn
að þeir hafa sest þar að.
Albir er rólegur bær og
aðalaðdráttarafl hans er
ströndin sem er 590 km
löng og hefur fengið
verðlaun hvað eftir ann-
að fyrir gæði. Hún er
steinaströnd og útsýnið
frábært. Það er stutt á
milli staða í Albir og
miðbær og strönd eru ávallt í göngufæri. Nætur-
lífið á sína spretti og það er þónokkuð af börum
og veitingastöðum þar sem boðið er upp á lifandi
tónlist. Kosturinn við að fara á þessum árstíma er
að hitinn er þokkalegur sem og að fjöldi ferða-
manna er ekki jafnmikill og á aðalferðamannatím-
anum.
Margt af því sem hægt er að gera sér til af-
þreyingar í Albir og nágrenni tengist einmitt Benidorm
og nágrenni en á milli þessara staða er stutt – álíka
langt og á milli sumra hverfa í Reykjavík eða um 10
km og kostar um 10-12 evrur eða um 1.650-2.000 kr. í
leigubíl. Ég brá mér einnig þangað og dvaldi í nokkra
daga. Á ströndinni rennur
ljósbrúnn sandurinn í gegnum
fingur manns eins og marm-
ari sem barinn hefur verið í
eindir og það er yndislegt að
búa til engil í sandinum og
skella sér svo í sjóinn og láta
síðan sólina baka sig í smá-
stund. Endurtaka síðan leik-
inn og finna barnið í sjálfum
sér. Glugga síðan í velktan
Voltaire og leyfa svo barninu
að toga í sig, kyssa himin og
saltan sjó, kyssa bara Voltaire
– því hann er svo fullkominn
– rétt eins og þessi litla
strönd var á Benidorm.
Gamli miðbærinn á Beni-
dorm er yndislegur og þar er
gaman að ganga. Þar er fullt
af fjölbreyttum verslunum,
flestum spænskum, og við
ströndina er fjöldi góðra bara,
veitinga- og kaffihúsa. Kvöld-
og næturlífið var fjörugt og
það var ekki amalegt að sitja
á bar eins og Heartbreak við
ströndina með lifandi tónlist,
kokteilinn Amerísku konuna í annarri hendi og bókina
„23 atriði um kapítalisma sem ekki er sagt frá“. Þá er
ekkert leiðinlegt þegar franskur og hollenskur karlpen-
ingur vippar sér að manni og býður upp í dans en frúin
með x-inu kom sér fimlega undan því og benti á ald-
urinn og kapítalismann en þakkaði þó gott boð. En
yngri kynslóðir nutu þess hins vegar að dansa af lífi og
sál, sem og fleiri eldri og þróttmeiri.
SAGA AF SÓLARSTRÖND
Engill á
ströndinni
SVO UNDARLEGT SEM ÞAÐ NÚ ER ÞÁ HÖLDUM VIÐ ÍSLENDINGAR FLESTIR
AÐ SÓLARSTRENDUR EIGI EKKI SÖGU, NEMA SÓLARSÖGU. ÞETTA ER VITA-
SKULD ALRANGT. ALBIR ER STRÖND SEM TILHEYRIR ALICANTE Á SPÁNI.
ÞAÐ VAR UPPHAFLEGA NEFNT L‘ALFAS DE POLOP VEGNA TENGSLA SINNA
VIÐ BARÓNINN AF POLOP EN SAMKVÆMT SAMKOMULAGI VIÐ HANN ÁTTI
HANN AÐ VERJA STRENDURNAR FYRIR SJÓRÆNINGJUM.
Unnur H. Jóhannsdóttir uhj@simnet.is
* Versla, versla og versla Það eru ef tilvill ekki margar stórverslanir nálægt Albir en
þær eru góðar. La Marina er verslunarmið-
stöð sem er á milli Benidorm og Finestrat.
Þar eru margar góðar búðir og merki eins og
Berskha, H&M, C&A, Mango og Zara. Verðlag
er hagstætt fyrir Íslendinga og sem dæmi um
það má taka buxur sem kosta 12.000 kr. í
Zöru á Íslandi, 8.000 kr. í sömu versl-
unarkeðju á Englandi en 6.600 kr. á Spáni.
* Skimuðu eftir sjóræningjum Altea eryndislegur bær í nágrenni Albir, gott að heim-
sækja á kvöldin. Í miðbænum eru ágætis versl-
unargötur en allir ættu að heimsækja lista-
mannahverfið þar sem gamli bærinn stóð
áður og gerði íbúum kleift að sjá sjóræn-
ingjana sem komu frá öðrum eyjum eða meg-
inlandinu. Það er notalegt að ganga um stein-
lagðar göturnar og skoða í listamannabúðirnir
og fá sér eitthvað í gogginn á góðum veit-
ingastöðum og í bakaríum.