Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.11.2012, Qupperneq 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.11.2012, Qupperneq 19
25.11. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19 Ferðalög og flakk 0% VEXTIR - Húsgagnahöllin býður upp á vaxtalaus lán til allt að 12 mánaða SÓFUM OG BORÐUM – MIKIÐ ÚRVAL, FRÁBÆRT VERÐ 359.990 VERÐ: 419.990 ETHAN Hornsófi. Slitsterkt áklæði. Stærð: 240x240 H: 96,5 cm. NÚNA 60.000 KR. AFSLÁTTUR 69.990 VERÐ: 79.990 ARLAND Sófaborð með gleri. L: 121 B: 66 H: 46 cm. Einnig fáanleg ARLAND Hornborð og bakborð NÚNA 10.000 KR. AFSLÁTTUR * Fjölbreytt skemmtunÞá er hægt að fara í Aqual- andia, sem er risastór vatna- garður með öllu tilheyrandi, rússibönum og lóni þar sem er svæði fyrir börn. Go kart er nálægt Carrefour. Að sjálf- sögðu eru á svæðinu grænar grundir þar sem spila má golf. Skemmtilegir markaðir eru í Costa Blanca. Mundomar er heillandi ævintýraland með fallegu sjávarlífi og framandi fuglalífi. * Ekki alls staðar tekið viðkreditkortum Ferðalangar til sólar- stranda Spánar ættu að athuga að smærri verslanir og veitingastaðir taka oft ekki við kreditkortum og oft er lágmarksupphæð sem versla þarf fyrir á kreditkort 20 evrur eða um 3.300 kr. Það er einnig vert að taka fram að Spánverjar tala mjög litla ensku, svo stundum lenti ég í dálitlum vandræð- um. Það gæti verið sniðugt að taka með sér spænsk-íslenska orðabók en annars er ótrúlegt hvað það má alltaf bjarga sér með látbragði! * Margir gestir á áriVegurinn til Guadalest liggur bugðóttur utan í bröttum hlíðum fjalls svo bara akst- urinn er eftirminnilegur. En í þorpinu Guadalest eru forn mannvirki frá 8. öld byggð inn í kletti í um 900 m yfir sjávarmáli. Þessar rústir eru til vitnis um stormasama sögu þess. Þetta þorp er eitt sérstæðasta þorp Spán- ar, íbúar eru 200 en ferða- menn um 2 milljónir á ári. Matarmenning á sólarströndum Spánar er með ágætum en flestir eru staðirnir keimlíkir og bjóða upp á svip- aða rétti á miðlungsverði. Þó eru innan um staðir sem leggja meiri metnað í matseldina og bjóða upp á for- vitnilega rétti en eru þá í dýrari kantinum. Það getur verið vel þess virði að heimsækja slíkan stað einu sinni. Ég segi hér frá þremur stöðum sem mér þóttu góðir.  Hinn gamli og góði rækjukokteill ásamt nautasteik varð fyrir valinu á Venez Reztaurante, Avda. Osc- ar Esplá, no 12 – Local 7, og fór hvort tveggja vel í maga. Mér finnst alltaf dálítið skemmtilegt að komast öðru hvoru í kynni við rækjukokteilinn og nautasteikin stendur alltaf fyrir sínu. Reikningurinn hljóðaði upp á 4.770 kr. ásamt tveimur gosglösum en þess ber að geta að gos á Spáni kostar yfirleitt það sama og bjór.  Í Altea stóðst ég ekki freistinguna og fór inn í konditoríið Desabors, Carrer Sant Miquel, 4, sem svo sannarlega bar nafn með rentu. Hillurnar hreinlega svignuðu undan svo súkkulaði- og ávaxtaprýddum smákök- unum að ég fékk valkvíða með það sama, vildi helst borða þær allar, enda kostaði hver þeirra ekki nema rúmar 400 íslenskar krón- ur, sem mér fannst aflandskrónur á priki miðað við dýrðina. En ég fékk mér bara eina og naut hennar út í ystu æsar.  Restaurante Sídería Aurrerra, Sto. Domingo á Benidorm var í dýrari kantinum en þar fékk ég mér ætiþistla sem fylltir voru með rækjum og með fylgdi frábær, sérkennilegur en afar góður réttur. Þá fékk ég mér saltfisk í aðalrétt, sem var dýrlegur alveg þangað til ég komst að því að hann var frá Nýja-Sjálandi, þá varð hann bara yndislegur. Fyrir þetta greiddi ég ásamt tveimur gosglösum um 6.800 ís- lenskar krónur. Yndislegur saltfiskur!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.