Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.11.2012, Page 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.11.2012, Page 20
*Heilsa og hreyfingErlendir ferðamenn geta nú fengið hlaupandi leiðsögn um Reykjavík og nágrenni »22 J ón Svavar Jósefsson er maður margra hæfileika eins og hefur komið fram íþáttunum 360 gráður á RÚV. Þar gengur hann undir nafninu MeðalJón ogprófar hinar ýmsu íþróttategundir. Hann hefur prófað siglingar, bogfimi, tennis, golf, spjótkast, fjallabrun, samkvæmisdans, skotfimi, krullu og karate og sýnt ótrúlega hæfileika í sumum þeirra. Um leið og hann prófar íþróttina er hann að kynna hana. „Þeim sem ég hitti, sem kenna mér íþróttina, finnst þetta frábær kynning fyrir íþróttina almennt,“ segir Jón Svavar sem er ófeiminn við að henda sér í djúpu laugina. „Það hefur gengið betur en margir þorðu að vona. Ég er frekar íþróttamannslegur að eðisfari,“ segir Jón Svavar, sem æfði júdó „þegar hann var patti“ og svo æfði hann skíði á Akureyri, þar sem hann er fæddur og uppalinn. Hefur alltaf hjólað mikið „Ég flutti 15 ára suður og það er allt annað að æfa skíði hér heldur en fyrir norðan, langt að fara miðað við á Akureyri. Þar er maður svo fljótur, kominn strax upp eftir eftir skóla.“ Er einhver ein íþrótt sem hefur heillað þig meira en aðrar af þeim sem þú hefur prófað í þáttunum? „Þetta er erfitt val. En mér fannst stórskemmtilegt að prófa krullu,“ segir Jón Svavar en hann átti stórgóða takta á svellinu. „Það kom okkur öllum á óvart að ég var mjög fínn í krullu. Og fjallabrun er annað sem mér fannst rosalega gaman,“ segir hann og bætir við að hann hafi alltaf hjólað mikið. „Það er gaman að fá alltaf besta fólkið á landinu til að kenna manni,“ segir hann og bendir til dæmis á Ásdísi Hjálmsdóttur sem kenndi hon- um spjótkast í síðasta þætti. Hápunkturinn hjá börnunum ef hann dettur á hausinn „Ég hef tekið eftir því að það er ágætis áhorf á þetta, það virðast margir taka eftir mér í þessu og það finnst öllum skemmtilegast þegar mér mistekst eitt- hvað. Ég kenni börnum í 1.-3. bekk tónmennt og hjá þeim er hápunkturinn ef ég dett. Þeim finnst það mjög fyndið. Það er auðvitað gaman að fljúga á haus- inn líka,“ segir Jón Svavar sem er jákvæður maður og mætir alltaf til leiks með opinn huga. „Ég lít á þetta fyrst og fremst sem skemmtilega reynslu. Svo er ég ansi jákvæður sjálfur. Mér finnst skipta máli að vera hress og ófeiminn, þá fær maður mest út úr þessu. Það er mikilvægt að reyna að fara eftir leiðbeiningum og vera opinn og jákvæður, annars mistekst þetta. Svo er ég enginn MeðalJón, það er löngu búið að sannast.“ KYNNIR ÍÞRÓTTIR FYRIR SJÁLFUM SÉR OG ÖÐRUM Góður í krullu JÓN SVAVAR JÓSEFSSON ER ÞEKKTASTUR Í HLUTVERKI SÍNU SEM MEÐALJÓN Í SJÓNVARPSÞÁTTUNUM 360 GRÁÐUR Á RÚV ÞAR SEM HANN PRÓFAR HINAR ÝMSU ÍÞRÓTTATEGUNDIR. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Morgunblaðið/Styrmir Kári Þegar Jón Svavar er ekki í gula og svarta íþróttagallanum er hann óperusöngvari, nánar tiltekið barítón. Hann er fjölhæfur á tónlistarsviðinu, rétt eins og íþrótta- sviðinu. Auk þess að kenna tónmennt í Vesturbæjarskóla syngur hann við jarð- arfarir, er í kammerkórum og söngvari með djasshljómsveit. Svo má ekki gleyma því að hann er kórstjóri Bartóna, sem er karlakór hins víðfræga Kaffibars. Hann hefur sungið einsöng með Sinfón- íuhjómsveit Íslands og verið í sýningum Íslensku óperunnar. Núna fer jólavertíðin að fara í gang. „Við erum fjórir söngvarar saman og er- um mikið á vappi um jólin að syngja á götuhornum. Svo er ég í dúói með píanói. Guðrún Dalía er einkapíanóleikarinn minn. Við gerum margt saman og náum skemmtilegum og líflegum flutningi sam- an. Jón Svavar æfir ekki neinar íþróttir sem stendur. „Ég vann við það síðastliðin tíu ár að járna hross, það hélt mér í gríðarlega góðu formi. Það var mín íþrótt og er erfiðara en margar aðrar íþróttir.“ Jón Svavar ásamt píanóleikaranum Guðrúnu Dalíu. Óperusöngvari sem kann að járna hesta Morgunblaðið/RAX

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.