Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.11.2012, Qupperneq 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.11.2012, Qupperneq 24
Kramarhúsin eru nýjasta varan frá Flóru. Ingunn Þráinsdóttir, myndlistarkona og grafískur hönnuður, rekur hönnunarfyrirtækiðFlóru á Egilsstöðum, sem hún stofnaði árið 2010. „Ég stofnaði Flóru eftir að hafa farið í listamannadvöl til Norður-Noregs og var að stúdera þar plöntur. Svo er þettabúið að vinda upp á sig eftir það,“ segir Ingunn, sem lærði grafíska hönnun á enn öðrum norðlægum slóðum, í Halifax í Kanada. „Mig hafði alltaf langað að fara af pappírnum yfir í annars konar vöru- hönnun og þá lá textíllinn beint við. Og ég hef alltaf haft gaman af því að sauma. Ég geri þetta allt sjálf og kalla þetta „slow design“,“ segir hún en það gæti útlagst hæg hönnun. „Þetta er engin fjöldaframleiðsla. Flest það sem ég er að sauma, púðana, viskastykkin og servíetturnar sauma ég sjálf,“ segir Ingunn sem fékk klæðskerameistara til að þróa þetta með sér. „Það sem er prentað fyrir mig er allt prentað á Egilsstöðum,“ segir Ingunn, sem sjálf vinnur fulla vinnu í Héraðsprenti. Vörurnar eru gjarnan merktar: „Made with love in East-Iceland“, eða gert með ást á Austur- landi. „Ferðamönnunum finnst það æðislegt. Fólk vill vita söguna á bak við hlutina og upprunann.“ Ingunn er allt í öllu í sínu fyrirtæki. „En ég fæ með mér hina og þessa ef ég þarf ráðgjöf. Það er svo mikið af skapandi fólki hérna.“ Hún segir að Hús handanna, hönnunarverslunin á Egilsstöðum, sé mikil lyftistöng fyrir svæðið. Væntanleg er innan tíðar ný vefsíða verslunarinnar sem mun gera hönnuðum á Austurlandi enn hærra undir höfði og auðvelda þeim að koma sér á framfæri og er Ingunn spennt fyrir þessum breytingum. Vörurnar hennar fást einmitt í Húsi handanna en einnig í Kraumi í Reykjavík. Ingunn er með vinnustofu í Sláturhúsinu. „Við erum þarna sex eða sjö manns með vinnustofur,“ segir hún en þetta eru hönnuðir, ljósmyndarar og myndlistarmenn. „Það er alveg bráðnauðsynlegt,“ segir hún um tækifærið til þess að vera í svona skapandi umhverfi. Ingunn stundar sína list á eigin forsendum. „Ég fer mínar eigin leiðir og hef bara gert það sem mér finnst áhugavert. Ég hef ekkert verið að eltast við strauma og stefnur varðandi mynstur og liti heldur gert bara frá mínu hjarta,“ segir hún en vörurnar frá Flóru eru vissulega með sérstakan og fallegan stíl. iflora.is Myndskreyttar gormabækur. MEÐ VINNUSTOFU Í SLÁTURHÚSINU Með ást frá Austurlandi INGUNN ÞRÁINSDÓTTIR, MYNDLISTARKONA OG GRAFÍSKUR HÖNN- UÐUR, REKUR BLÓMLEGA HÖNNUNARFYRIRTÆKIÐ FLÓRU Á EGILS- STÖÐUM OG SÉRHÆFIR SIG Í HÆGRI HÖNNUN. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Ingunn Þráinsdóttir* Ég hef ekkert veriðað eltast viðstrauma og stefnur varðandi mynstur og liti heldur gert bara frá mínu hjarta. Ingunn er líka í textíl og hefur m.a. gert púða. Fallegar tauservíettur. Ingunn hefur gert kort með öllum helstu dýrunum í Vatnajök- ulsþjóðgarði. *Heimili og hönnunATMO-húsið var upphaflega vöruhús KRON þar sem seldar voru vörur í mörgum deildum »26
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.