Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.11.2012, Síða 28
M
ér hefur alltaf fundist matur rosalega góður og
mismunandi og ólíkt bragð hefur vakið áhuga
minn frá því ég var lítil. Seinna hef ég svo
nýtt tækifærið þegar ég er að ferðast og próf-
að nýja hluti. Ég laðast líka að ákveðinni menningu þar
sem maturinn er sterkari og litríkari en við eigum að venj-
ast og það tengist því örugglega að ég er ættleidd. Ég
sótti miklu frekar í framandi, bragðmikinn og sterkan mat
en sænska matinn þegar ég var ung,“ segir Yesmine þegar
hún er spurð út í hvaðan áhuginn á eldamennsku komi.
Yesmine deilir með lesendum sinni útgáfu af indverskum
smjörkjúklingi sem hún eldar án þess að nota smjör. „Ég
reyni að elda léttari rétti og sleppi því smjörinu, nota
minni rjóma eða gríska jógúrt í staðinn og döðlur í stað
sykurs. Það er snjallræði ef fólk vill fríska upp á mat-
argerðina,“ segir Yesmine. Að nota ferskt hráefni er ekki
aðeins eitthvað sem Yesmine leggur mikla áherslu á heldur
er það líka mikið áhugamál hjá henni. „Það er svo mikill
munur að kaupa tilbúna krukku og gera sósur frá grunni
sjálfur. Það fer auðvitað mikill tími í þetta og næsta verk-
efni hjá mér núna er að einfalda uppskriftirnar mínar mun
meira.“
Smjörkjúklinginn er einfalt að elda og skiptir það Yesm-
ine miklu máli að fólk hafi gaman af og geti eldað eftir
uppskriftum hennar. „Mér finnst mjög gaman þegar fólk
er að fylgjast með mér elda í sjónvarpi en ég hef meira
gaman af því þegar fólk þorir að prófa sig áfram og elda
uppskriftirnar mínar.“
Það er mikið um að vera hjá Yesmine þessa dagana.
Þriðja þáttaröðin af Framandi og freistandi fer í loftið í
desember, fyrir jólin verður hægt að kaupa hjá henni
gjafabréf á námskeið í indverskri matargerð, hún er að
sjálfsögðu alltaf dansandi líka og nú um helgina opnar hún
vefinn yesmine.is.
FERSKT HRÁEFNI ER ÁHUGAMÁLIÐ
Gerir sósurnar frá grunni
YESMINE OLSSON ER FLESTUM LANDSMÖNNUM KUNN FYRIR AÐ GALDRA FRAM
GIRNILEGA RÉTTI Í SJÓNVARPSÞÁTTUNUM FRAMANDI OG FREISTANDI.
Signý Gunnarsdóttir signy@mbl.is
Yesmine Olsson hefur frá barnsaldri sótt í bragðmikinn mat. Hér
er hún í eldhúsinu heima hjá sér ásamt dóttur sinni Ronju.
*Matur og drykkir Spánverjar ráða ríkjum í Laxdalshúsi á Akureyri og reiða fram dýrindis saltfisk og aðrar krásir »32
500 g beinlaus kjúklingalæri
1½ msk kókosolía eða Isio-4
1 stór laukur
3-4 hvítlauksgeirar
2 cm engiferrót
4-5 mjúkar döðlur, fínsaxaðar og steinhreinsaðar
1 heill rauður chili, fínsaxaður
1 dós hakkaðir tómatar (400 g)
1 msk tómatmauk (tómatpuré)
2 lárviðarlauf
3 grænir kardimommubelgir
3 negulnaglar
½ tsk túrmerik
½ tsk Amchur-mangóduft eða safi úr ½ límónu
½ tsk chiliduft, eða eftir smekk
½ tsk kanill
safi úr ½ límónu
1 dl rjómi eða grísk jógúrt
½ tsk svartur pipar
½-1 tsk salt eða eftir smekk
½ tsk garam masala
1 tsk grikkjasmáralauf, kasori meti, einnig kölluð
fenugreek. Einnig má nota fínsaxað kóríander í
staðinn (grikkjasmáralaufin og mangóduftið fást í
asískum verslunum)
Saxaðu lauk, döðlur og chili fínt. Settu hvítlauk og engi-
fer í matvinnsluvél og blandaðu í mjúkt mauk eða saxaðu
eins smátt og þú getur. Steiktu laukinn í olíu þar til hann
mýkist og bættu þá við hvítlauks- og engifermauki, rauð-
um chili, lárviðarlaufum, negulnöglum og kardimommum.
Hrærðu andartak og bættu kjúklingnum saman við, brún-
aðu á öllum hliðum. Hrærðu saman við hökkuðum tóm-
ötum, tómatmauki, túrmeriki, chilidufti, Amchur-
mangódufti, kanil og límónusafa. Hrærðu reglulega í og
láttu krauma þar til kjúklingurinn er að verða tilbúinn.
Bættu þá rjómanum eða grísku jógúrtinni saman við og
láttu malla við mjög lágan hita í 10 mínútur til viðbótar.
Gættu þess að kjúklingurinn verði ekki þurr, heldur bara
gegneldaður. Stráðu grikkjasmáralaufunum yfir ásamt
svörtum pipar, salti og garam masala og berðu svo fram.
Gott með basmati-grjónum, naan-brauði og salati.
Indverskur
smjörkjúklingur
án smjörs
Morgunblaðið/Golli