Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.11.2012, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.11.2012, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.11. 2012 Matur og drykkir S jaldan hef ég smakkað betri saltfisk. Þetta er best geymda gúrmeleyndarmál Akureyrar ef ekki Íslands, skrifaði séra Svavar Alfreð Jónsson, sóknarprestur í Akureyrarkirkju og þekktur matgæðingur, á fésbók- arsíðu sína ekki alls fyrir löngu. Gaf staðnum fimm stjörnur af fimm mögulegum … Séra Svavar var þarna að ræða um lítinn matsölustað, Tasca Rin- cóni Canario, sem þeir Ovidio Bar- roso og Jesús Navarro hafa rekið frá því í september í Laxdalshúsi, elsta húsi Akureyrar, við Aðalstræti í innbænum. Heillaðir af Akureyri Báðir eru frá Tenerife, einni Kan- aríeyja, og störfuðu þar hvor í sínu fagi auk þess að vinna á veitinga- húsi um helgar sér til skemmtunar, bæði við matreiðslu og framreiðslu. Þeir tóku sér að jafnaði frí frá vinnu að vetrarlagi og fóru þá gjarnan á kaldari slóðir. Árið 2009 lá leiðin út til Íslands ásamt tveim- ur vinum og urðu þeir svo hug- fangnir að strax kviknaði hugmynd um að flytja hingað norður eftir. „Okkur langaði að breyta til og eftir að við komum til Akureyrar kom ekki annað til greina en að flytja hingað! Við vorum í þrjár vik- ur á Íslandi; fyrstu vikuna í Reykja- vík, þá næstu á Akureyri og þriðj- una vikuna í Reykjavík,“ segir Ovidio Barroso við Morgunblaðið. „Okkur fannst Akureyri ótrúlega fallegur staður; við heilluðumst af bænum. Ekki bara vegna þess hve hann er fallegur, líka vegna þess hve fólk var vingjarnlegt og virtist lifa heilbrigðu og rólegu lífi.“ Þeir sóttu því báðir um leyfi frá störfum, albúnir þess að halda á vit ævintýranna, og settust að á Ak- ureyri í febrúar á þessu ári. „Við ákváðum að freista þess að opna veitingahús, þar sem boðið yrði upp á spænskan mat, aðallega að hætti Kanaríeyinga. Pappírsvinnan reynd- ist meiri en við héldum; það var t.d. töluvert mál að fá leyfi til að flytja inn kjöt, osta og vín að heiman – því við vildum bara bjóða upp á hráefni þaðan.“ Veitingastaðinn opnuðu þeir Ovidio og Jesús 23. september og síðan hefur verið nóg að gera að þeirra sögn. „Reksturinn gengur vel, en það er reyndar óljóst hvað við getum verið hérna lengi. Eins og staðan er núna verðum við að fara úr húsinu í lok desember.“ Bæjaryfirvöld hafa boðið Akur- eyrarakademíunni, hópi sjálfstætt starfandi fræðimanna, aðstöðu í Laxdalshúsi í kjölfar þess að breyta á gamla húsnæðraskólanum við Þingvallastræti í dagvist fatlaðra, en þar hefur akademían verið til húsa undanfarin ár. Fólkið í hverfinu þakklátt „Við viljum auðvitað helst halda áfram hér í þessu fallega, gamla húsi en vitum ekki hvað verður. Leyfum okkur þó að vona það besta. Mér finnst það synd ef hús- ið yrði ekki opið almenningi; það er kjörið fyrir kaffihús eða veitingastað. Akureyringar hafa ekki bara gaman af því að koma heldur þykir ferða- mönnum merkilegt að koma í elsta hús bæjarins. Hingað kom einmitt um daginn maður um fimmtugt til að skoða húsið, fæddur og uppal- inn á Akureyri en burtfluttur. Hann hafði aldrei áður komið í Laxdalshús og var mjög spenntur.“ Ovidio segir þá Jesús gjarnan vilja vera áfram í gamla bæjarhlut- anum frekar en flytja sig í miðbæ- inn. „Fólkið í innbænum er mjög þakklátt og mér finnst það áhuga- samt um að hleypa meira lífi í þetta svæði. Því finnst notalegt að geta komið hingað og fengið sér kaffisopa og farið út að borða í hverfinu.“ Ovidio segir þá Jesús gjarnan vilja upplifa ævintýrið á Akureyri í nokkur ár til viðbótar, en hugs- anlega snúi þeir heim á leið aftur því þar geti báðir tekið upp þráðinn þar sem frá var horfið við fyrri störf. Jesús Navarro, til vinstri, og Ovidio Barroso við Laxdalshús í Innbænum á Akureyri. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Jesús Navarro í eldhúsi veitingahússins í Laxdalshúsi. Ovidio og Jesús selja ýmsar matvörur frá Kanaríeyjum og annars staðar frá Spáni. LJÚFMETI Í LAXDALSHÚSI Heilluðust af Akureyri LÖGFRÆÐINGUR OG LYFJAFRÆÐINGUR FRÁ SPÁNI KOMU Í FRÍ TIL ÍSLANDS 2009. ÞEIR URÐU HUGFANGNIR AF AKUREYRI, ÁKVÁÐU AÐ FLYTJA ÞANGAÐ FRÁ TENERIFE OG REKA NÚ VEITINGASTAÐ Í ELSTA HÚSI BÆJARINS. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is * Okkur langaðiað breyta til ogeftir að við komum til Akureyrar kom ekki annað til greina en að flytja hingað!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.