Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.11.2012, Side 37
GOOGLE NEXUS 7
Asus Nexus 7 er fyrsta spjaldtölvan sem
er framleidd sérstaklega fyrir Google.
Margir gagnrýnendur telja að þetta séu
skynsamlegustu kaupin miðað við
hvað þú færð fyrir verðið.
Nexus 7 er með gúmmí-
klæddu baki og mjög þægileg í
hendi, hún býður og upp á nýj-
ustu útgáfu Android-stýrikerfisins
og öflugan örgjörva. Enn er þó
skortur á Android-forritum sem eru
hönnuð fyrir spjaldtölvur og í staðinn er
boðið upp á teygð símaforrit. Myndavél-
in er fremur frumstæð, einungis 1,2
megapixlar.
Kostir: Verð, hönnun, hraði.
Ókostir: Myndavél, lítið fram-
boð af sérhönnuðum forritum.
Nýherji tilkynnti í vikunni að hægt
væri að draga úr umfangi á tölvu-
búnaði um hálft tonn í 50 manna
fyrirtæki með notkun sýnd-
arútstöðva, sem eru smávélar án
stýrikerfa, diska, minnis og ör-
gjörva. Þær nota minna rafmagn og
bilanatíðni er lægri þar sem sýnd-
arútstöð er einungis birtingalag fyr-
ir gögn. Hefðbundnum verkefnum
tæknifólks og eftirliti með vírus-
vörnum er sinnt miðlægt og enginn
hugbúnaður í útstöð hjá notanda.
SÝNDARÚTSTÖÐVAR
50 tonnum
minna umfang
Vísindamenn hafa þróað leið til að
„prenta“ brjósk sem nota má til að
meðhöndla sjúkdóma og íþrótta-
meiðsl. BBC segir frá því að búið sé
að gera tilraunir með efnið sem
notað hafi verið á músum sem gefi
góða raun. Með því að nota spuna-
vél og blekprentara má búa til gervi-
brjósk sem gæti hjálpað mörgum
sjúklingum sem eiga í erfiðleikum
sökum brjósklosvandamála, en efnið
sem notað er mun hafa verið þróað
úr eyrum af kanínum.
BRJÓSKFRAMLEIÐSLA
Nota spunavél
og prentara
Nintendo-fjölskyldan fær nýjan
„fjölskyldumeðlim“ í lok mánaðar-
ins þegar Nintendo Wii U kemur
út. Búast má við góðum viðtökum
enda mun hún leysa af hólmi eina
mest seldu leikjatölvu í heimi, Nin-
tendo Wii, sem hefur selst í meira
en 100 milljón eintökum. Nintendo
Wii U hefur upp á margt að bjóða.
Auk þess að vera hefðbundin leikja-
tölva er hægt að spila golf heima í
stofu og fylgjast með líkams-
starfseminni með hennar hjálp.
Væntanleg
30. nóvember
NINTENDO WII U
Opnunartímar:
Smáralind
Virka daga 11-19 | Fimmtudaga 11 - 21 | Laugardaga 11 - 18
Sunnudaga 13 - 18 | Sími 512 1330
Laugavegi 182
Virka daga 10-18 | Laugardaga 11 - 16 | Sími 512 1300
Tvöfalt hraðari
og
ótrúlega skarpur
iPad 4
með Retina skjá
IPAD MINI
Minni útgáfa af hinni vinsælu iPad-
spjaldtölvu sem er framleidd til að
mæta auknum vinsældum 7
tommu tækja. iPad Mini býður
upp á flest það sem fullvaxinn
iPad býður upp á, er léttari og
fyrirferðarminni, en kraftmikil
og þægileg í meðförum. iPad
Mini nýtir þó síðustu kynslóð
örgjörva og skjárinn er ekkert
til að hrópa húrra fyrir. Skartar
iOS 6 stýrikerfinu sem er
ennþá leiðandi í þessum flokki.
En iPad Mini er nokkuð dýr mið-
að við sambærileg tæki í þessum
stærðarflokki.
Kostir: Stýrikerfi, framboð af forritum, rafhlöðu-
ending, tvær myndavélar, hönnun.
Ókostir: Ófullkominn skjár, verð.
IPAD
Fjórða kynslóð iPad með Retina-skjá er ennþá drottning spjald-
tölvanna. iOS er leiðandi í þróun forrita fyrir spjaldtölvur og úrval-
ið er framúrskarandi, skjárinn er verulega góður og myndavél og
afköst til fyrirmyndar. Það er eiginlega ekki veikan blett að finna á
þessu tæki. En þegar öllu er til tjaldað, er augljóst að verðmiðinn er
hár og það má vissulega spyrja hvort það sé réttlætanlegt að kaupa
spjaldtölvu sem kostar á við fartölvu.
Kostir: Hönnun, framboð forrita, stýrikerfi, myndavélar.
Ókostir: Verð.
SAMSUNG
GALAXY
NOTE II
Samsuða af síma og spjald-
tölvu. Minnsta tækið í þessum
flokki, aðeins rúmar 5 tomm-
ur. Virkar dálítið eins og sími í
yfirstærð, en fyrir suma er
himnasending að þurfa ekki
að bera tvö tæki þegar eitt
nægir. Notar Android-stýri-
kerfið og skartar öflugri 8Mpx
myndavél.
Kostir: Rafhlöðuending, góð
vinnslugeta, myndavél, sími/
stærð.
Ókostir: Sími/stærð, verð.
25.11. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37