Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.11.2012, Side 38
Ein klassísk - hver hafa verið bestu
kaupin þín fatakyns?
Ég er mjög óheppin þegar kemur að fötum og fata-
kaupum. Mér finnst allir alltaf í flottari fötum en ég
og ef ég reyni að kaupa mér eitthvað þá gerast slys-
in. Oftast kaupi ég eitthvað fáránlegt því ég stressast
inni í búðum og svo svimar mig líka í mannmergð og
yfirleitt enda ég því á að fá mér bara „eitthvað“. En
ég er mjög ánægð með kápu frá Diane Von Fur-
stenberg sem ég keypti mér árið 2006 enda var ég
ekki ein þá heldur með vinnufélögum úr utanrík-
isráðuneytinu. Hún var líka fáránlega dýr. Eins og
allir góðir hlutir. Ég hef áður montað mig af þess-
ari kápu í viðtali því hún er það eina sem ég hef.
Ég píndi pabba líka einu sinni til að gefa mér pels
þegar ég bjó í Brussel og hann var í heimsókn hjá
mér. Ég fór að gráta og hann endaði á því að
kaupa hann.
En þau verstu?
Ég get ekki varla gert upp á milli þeirra. Einu sinni
keypti ég kjól sem var of lítill en ég þorði ekki að við-
urkenna það inni í klefanum þegar gólað var á mig
hvort ég væri ekki „bara að fíla mig“. Svo ég keypti
kjólinn og reyndi að megra mig í hann. Það hefði
síðan auðvitað ekki gengið nema ég hefði tekið úr
mér rifbein og látið fjarlægja aðra öxlina.
Hvar kaupir þú helst föt?
Þar sem mér er hleypt inn.
Hver er flottasta búð sem þú hefur komið í?
Allar búðir með dýrum fötum.
Manstu eftir einhverjum tískuslysu sem þú
tókst þátt í?
Ja, bara flest árin síðan ég var fimm ára. Ég var
með í þessu öllu. Hár- og fataslysum. Ég
fékk mér broddaklippingu ellefu ára og
var hress á myndum með systur sem
fermdist á því tímabili. Vegna mín var
ekki hægt að ramma inn fjölskyldumyndir
af fermingardeginum. Á stúdentsdaginn
minn var ég með grænar fjaðrir um háls-
inn. Af einhverjum ástæðum er engin mynd
til af mér í albúmi af þeim degi. Ég held að
mér hafi tekist að eyðileggja hverja einustu
hátíð, jól, fermingar, brúðkaup, „what have
you“, í sögu fjölskyldu minnar síðan ég fór að klæða mig sjálf.
Hvað hefurðu helst í huga þegar þú velur föt?
Að þau hylji mig vel og feli. Og hvort systir mín eigi nokkuð
eftir að æla yfir mig.
Litadýrð eða svarthvítt?
Svart.
Hefurðu augastað á einhverju fallegu fyrir jólin?
Mig hefur alltaf langað til að vera í einhverju sem allir elska
en það hefur aldrei tekist. Alltaf þegar ég mæti í jólaboð
langar mig að skipta um kjól við hverja einustu konu sem ég
sé. Alltaf.
Hvaða þekkta andlit finnst þér með flottan stíl?
Núna langar mig til að nefna sjálfa mig en það er víst ekki
þannig sem heimurinn virkar.
Áttu þér einhvern uppáhaldsfatahönnuð?
Ég vil ekki eyðileggja feril einhvers með því að nefna hann en
ég elska E-label. Og síðan elska ég líka Diane Von Fur-
stenberg og Donnu Karan og Marc Jacobs (ég kann ekki fleiri
nöfn í fljótu bragði).
Ef þú þyrftir aldrei að kíkja á verðmiðann, hvaða flík eða
fylgihlut myndirðu kaupa?
Eitthvað úr skinni, helst hælasíðan pels af einhverju
dýri í útrýmingarhættu.
Ef þú fengir aðgang að tímavél sem gæti flutt þig
aftur til árs að eigin vali og þú fengir dag til að
versla, hvaða ár myndirðu velja og hvert fær-
irðu?
Ég færi til ársins þar sem einhver skilur mig.
Ég myndi velja mér tryllingslega þrönga kápu
og ég færi til borgar þar sem er starfandi
McDonalds. Og Burger King. Það má alveg
líka vera bar á hverju horni og allskonar lið
sem er í ljótari fötum en ég.
GRÉT Í BÚÐ Í BRUSSEL
Elskar E-label
og Diane Von
Furstenberg
LÁRA BJÖRG BJÖRNSDÓTTIR, SAGNFRÆÐINGUR
OG RITHÖFUNDUR, SEGIST ALMENNT AFAR
ÓHEPPIN ÞEGAR KEMUR AÐ FÖTUM OG
FATAKAUPUM. HÚN HUGSAR ÞÓ HLÝTT
TIL KÁPU FRÁ DIANE VON FURSTENBERG.
Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir gunnhildur@mbl.is
Íslensk
hönnun frá
E-label
Ljósmynd/María Guðrún Rúnarsdóttir
Diane Von
Furstenberg
og „wrap“-
kjóllinn
klassíski.
Fatahönnuðurinn
Donna Karan
Lára er
heimavön
í New
York
Jerry Hall í
veglegum feldi
á níunda ára-
tugnum.
*Föt og fylgihlutir Þegar veturinn skellur á og næðir um leggina koma girnilegar og hlýjar bomsur í góðar þarfir »40