Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.11.2012, Page 39
K
læðaburðurinn breytist pínulítið þegar kuldaboli mætir á svæðið.
Auðvitað er allt í lagi að pakka sér inn í dúnkápu en það er
kannski ekki mjög spennandi klæðaburður – og alls ekki sexí.
Og það er alveg ágætt að hafa það í huga að það er alger óþarfi
að líta út eins og ógæfukona þótt það kólni aðeins í veðri. Það er hægt að
fara nokkrar leiðir til að vera bæði smart og halda á sér hita.
Á köldum vetrardögum steinliggur að
vera í lagskiptum fatnaði. Að fara í hverja
flíkina yfir aðra, og geta þannig farið úr
einni og einni flík eftir því sem við á, er
ákaflega sniðugt. Best er að byrja á því að
klæða sig í ullarbol eða silkibol því nátt-
úruleg efni eru heitari en gerviefni. Gott er
að eiga þunnan vetrarkjól úr ull sem hægt
er að klæðast á köldum vetrardögum.
Þunnir langerma ullarbolir koma líka
sterkir inn og eru mun dömulegri en
þykkar mussulegar peysur. Stórar lok-
aðar peysur ganga vel fyrir þær
sem eru strákalega vaxnar, en
þær sem eru með kvenlegan
vöxt verða ólögulegar í þykkum
ullarpeysum. Ef þú vilt vera
dömuleg skaltu fara í fleiri flíkur
en færri og hafa þær þunnar og úr
vönduðum efnum.
Eitt af mínu uppáhalds er að
vera í leðurjakka yfir kjól og fara
svo í vesti yfir allt saman. Vat-
teruðu vestin frá 66° Norður eru
dásamleg því þau eru dömuleg í
sniðinu og hlý á sama tíma og svo er
mokkavestin hennar Siggu Heimis,
sem hún hannaði fyrir Varma, dásam-
lega hlý. Það er smart að fara í vesti yfir
jakka eða jafnvel þunna kápu og svo er
hægt að setja skinn um hálsinn. Auk
þess hafa loðin skinnvesti verið vinsæl
og eru þau sniðug yfir jakka og ullarboli.
Íslensku hönnuðirnir í Spaksmannsspjörum, Björg Ingadóttir og Val-
gerður Torfadóttir, hafa alltaf viljað hafa konur í lagskiptum fatnaði.
Risastóru treflarnir frá þeim eru dásamlegir í kulda og endast ákaflega
vel. Ég er einmitt búin að eiga einn slíkan síðan frumburðurinn kom í
heiminn og sér ekki á treflinum eftir sex ára stanslausa notkun. Trefl-
arnir eru ákaflega langir þannig að hægt er að vefja þeim endalaust um
hálsinn.
Í vetrartískunni eru slár töluvert áberandi og er dásamlegt að eiga alla-
vega eina slíka. Að kasta þeim yfir sig þegar kuldaboli mætir steinliggur.
Og svo er það skótauið. Vetrarbomsur eru auðvitað góðar og gildar en
sjálf er ég alltaf mest fyrir að vera á háum hælum. Og í snjó og hálku eru
best að hafa hælana sem grennsta því þá er meira grip í þeim og virka
þeir pínulítið eins og nagladekk. Svo er ágætt trix að nota bílinn sinn sem
úlpu og hafa hitann í sætunum alltaf í botni, þá er hægt að vera í næl-
onsokkabuxum allan ársins hring án þess að verða úti. martamaria@mbl.is
Notum hæla
sem nagladekk
Vesti úr mokka-
línunni frá
Varma. Það fæst
í Epal og kostar
58.000 kr.
Kasmír-peysa
úr Sævari
Karli og kost-
ar 42.240 kr.
Peysa frá Júni-
form. Hún
fæst í Púkó og
Smart og kost-
ar 42.900 kr.
Vesti frá 66
Norður kostar
17.500 kr.
Vetrartíska Spaks-
mannsspjara, en hönn-
uðir merkisins eru
ákaflega hrifnir af lag-
skiptum fatnaði.
25.11. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39
Á L E I Ð T I L Ú T L A N D A
OPTICAL STUDIO
FRÍHÖFN LEIFSSTÖÐ
Verslaðu á hagstæðara verði í okkar fullbúnu
gleraugnaverslun á fríhafnarsvæðinu í Leifsstöð
Ábyrgðar- og þjónustuaðilar:
Optical Studio Smáralind og Optical Studio Hafnargötu, Keflavík
HÁRSNYRTING: RÁÐGJÖF, KLIPPING OG MÓTUN, HÁRLITUN, HÁRÞVOTTUR MEÐ NUDDI EÐA DJÚPNÆRINGU
VÖRUR Í VERSLUN: ALLT Í HÁRIÐ, HÁRLENGINGAR OG -KOLLUR, GREIÐUR, BURSTAR, BLÁSARAR
REDKEN ONLY SALON
SALONVEH
HÚSI VERSLUNARINNAR, KRINGLUNNI
s. 568 7305 • salonveh.is
Frír djúpnæringarmaski fylgir hverjum þvotti
Gildir til 1. desember
ÞÚ FÆRÐ PERSÓNULEGA OG FAGLEGA RÁÐGJÖF HJÁ OKKUR
Dekraðu við þig - Glæsilegt tilboð
Svört slá
frá ítalska
tískuhús-
inu Gucci.