Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.11.2012, Síða 42
1
Viðskipti
Barnið fær fasta upphæð
á mánuði fyrir að vinna
fyrirfram ákveðin verkefni.
Ef barnið telur sig þurfa
meiri pening þarf að
vinna meira.
2
Vasapeningar
ótengdir húsverkum
Barnið fær fasta upphæð á mán-
uði en þarf ekki að leysa af hendi
ákveðin heimilisverk. Hins vegar
þarf barnið að sinna heimilisverk-
um þar sem foreldrarnir telja
að fjölskyldan eigi að hjálpast
að og vinna þessi verk
saman.
3
Vasapeningar
án skilyrða
Barnið fær fasta upphæð á
mánuði og engin skilyrði
eru sett um verkefni
sem inna þarf af
hendi.
4
Vasapeningar
og lán
Barnið fær vasapeninga til
daglegra nota en þegar kaupa
þarf stærri hluti fæst lán hjá
foreldrunum ef enginn
sparnaður er fyrir
hendi.
5
Fjárhagslegt
sjálfstæði
Foreldrar og unglingar (á við
unglinga frá 15 ára aldri) ákveða
fasta mánaðarlega upphæð fyrir
mat í skólanum, bíóferðum, fötum,
farsímanotkun og fleiri þáttum.
Unglingurinn fær upphæðina
og þarf sjálfur að sjá um
að passa í hvað hann
eyðir.
Morgunblaðið/Kristinn
Kostur:
Barnið lærir að það þarf
að hafa fyrir hlutunum
og vinna fyrir þeim.
Tilfinning fyrir því hversu
langan tíma það tekur
að vinna fyrir hlutunum
og hversu skamman tíma
það tekur að eyða þeim
eykst.
Galli:
Barnið gæti litið
svo á að borga
eigi fyrir allt sem
gert er.
Kostur:
Barnið lærir samvinnu og
hjálpsemi. Þegar vasapeningar
eru aðskildir frá heimilisverkun-
um eru börnin ekki að hugsa
um peninga þegar skylduverkin
eru unnin.
Galli:
Börnin eiga það til að neita því að sinna
heimilisverkunum eins og að taka til í
herberginu, fara út með ruslið o.s.frv.
Foreldrarnir grípa þá stundum til þess
ráðs að beita því vopni að skera niður
vasapeningana til að fá verkin unnin.
Geri þeir það hins vegar verða mörkin
bæði ósanngjörn og óskýr.
Kostur:
Ef barnið þarf að verja miklum hluta
af tíma sínum utan skóla í lærdóm
eða áhugamál líkt og íþróttir eða
tónlist getur verið kostur að láta
barnið fá pening án skilyrða.
Galli:
Barnið lærir síður
samhengið á milli
vinnu og afkomu.
Kostur:
Barnið
skynjar
betur
verðgildi
hluta og
mikilvægi
peninga og
sparnaðar.
Galli:
Ef foreldrarnir standa ekki við láns-
samninginn, taka hann ekki alvarlega
eða gleyma honum, er líklegt að
barnið læri ekkert á þessu og upplifi
jafnvel að það sé ekkert sérstaklega
mikilvægt að borga lán til baka.
Kostur:
Foreldrar losna við að þurfa að þrátta
við viðkomandi um hvað á að kaupa
og hvað ekki. Unglingurinn lærir að
forgangsraða hvað er mikilvægast
að kaupa, en þó þarf að styðja hann
vel í upphafi og kenna honum því
þegar maður er 15 ára geta kaup á
10 þúsund króna tölvuleik ef til vill
flokkast sem það mikilvægasta!
Galli:
Verið getur að of mikil ábyrgð sé
lögð á svona ungan einstakling.
Vasapeningar
EIGA BÖRN AÐ FÁ VASAPENINGA, EF SVO, HVERSU HÁA
UPPHÆÐ OG ÞURFA ÞAU AÐ SINNA SKYLDUM ?
Signý Gunnarsdóttir signy@mbl.is
HVERNIG SKAL HAGA GREIÐSLUM?
V
issulega eru spurningarnar margar og eflaust ekkert eitt rétt
svar við neinni þeirra. Margir mæla þó með því að börn fái
reglubundna vasapeninga til þess að læra um gildi peninga.
Sumir foreldrar hafa miðað við að börnin byrji að fá vasa-
peninga þegar þau koma í 8. bekk en á þeim tíma verður bæði fé-
lagslífið fyrirferðarmeira og neyslukröfur aukast. Auðvitað er ekkert
sem segir að ekki megi byrja fyrr og í raun nauðsynlegt að börn
kunni á peningum skil á miðstigi í grunnskóla. En hvaða aðferðum á
að beita þegar foreldrar láta börn sín fá vasapeninga? Þór Clausen,
viðskiptafræðingur og leiðbeinandi á námskeiðum hjá Íslandsbanka, tel-
ur mjög mikilvægt að unga fólkið nái tökum á fjármálalæsi og með
því að styðja það í þessum efnum telur hann börnin betur í stakk
búin til að huga að eigin fjármálum og gera það vel. Þór hefur
tekið saman og sett fram fimm ólíkar aðferðir sem snúa að
því að láta börnin fá vasapeninga og getur hver og ein
fjölskylda tileinkað sér þá aðferð sem hentar best.
*Fjármál heimilannaVasapeningar eru ekki sjálfsagðir en hægt er að fara ýmsar leiðir til að kenna um gildi peninga
Áhugavert er að skoða skartgripakaup Meniga-notenda. Þannig er langmest verslað í desem-ber, fleiri konur en karlar versla í skart-
gripaverslunum, en karlar verja mun hærri upphæð
að jafnaði en konur.
Ef horft er til allra Meniganotenda, keypti hver og
einn skartgripi fyrir tæpar 5.700 krónur árið 2010 en
tæpar 6.600 krónur 2011. Kaup Meniga-notenda á
skartgripum voru því 16% hærri árið 2011 en 2010 í
krónum talið. Fyrstu tíu mánuði þessa árs hefur hins
vegar dregið úr skartgripakaupum um rúm 7% miðað
við sama tímabil í fyrra en á tímabilinu keyptu Me-
niganotendur skartgripi fyrir um 4.200 krónur að
meðaltali. Þó ber að geta þess að stærstur hluti
skartgripaverslunar fer fram í desember. Samkvæmt
Meniga-hagkerfinu fóru 30% allrar kortaveltu í
skartgripabúðum árið 2010 fram í desember og 25%
allrar veltunnar árið 2011. Þannig er því nokkuð
óhætt að áætla að skartgripir rati í einhverja jóla-
pakka.
Ef heildarskartgripavelta er tekin saman fyrir árið
2011 er kynjahlutfall kaupenda svipað. Mun fleiri
konur versla þó í skartgripaverslunum en karlar eða
um 82% fleiri, en karlmenn versla fyrir hærri upp-
hæð og munar þar 59%. Aftur á móti ef desember er
skoðaður sérstaklega er
hlutur karla af heildarvelt-
unni töluvert hærri en hlut-
ur kvenna og versla karlar
fyrir um 59% af veltunni en
konur 41%. Þegar einungis
þeir sem versla í skart-
gripaverslunum eru skoðaðir
sést að karlmenn verja að
jafnaði töluvert hærri upp-
hæð í skartgripaverslunum
en konur. Árið 2011 eyddu
konur rúmum 8.000 krónum
að meðaltali í skartgripaverslunum en karlar rúmlega
helmingi meira, eða tæpum 13.000 krónum. Í desem-
ber var kynjamunurinn enn meiri en þá eyddu konur
rúmlega 10.000 krónum að meðaltali en karlar tæp-
lega 17.000 krónum, eða 66% meira en konur.
Tölur eru allar á verðlagi hvers árs.
Aurar og
krónur
GULL SEM GLÓIR JólaglingriðMeðaltalseyðsla á mann í skartgripi í desember 2011
Karl
17 þúsund
Kona
10 þúsund
ÁSLAUG
PÁLSDÓTTIR