Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.11.2012, Page 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.11.2012, Page 48
Secret life... Secret life... Prometheus Noah Noah Helstu Secret Life of Walter Mitty Hún er nánast tekin um allt land. Og það var vendilega greint frá því í fjölmiðlum er tökuliðið setti svip á Borgarnes, Stykkishólm, Seyðisfjörð og á Hafnarsvæðið. Ráðhúsið í Stykkishólmi var málað svart! Og myndin gerist að hluta til á Íslandi, sem er enn betri landkynning en ella. Það kom fram í viðtölum við Ben Stiller að hér var einnig skapað umhverfi eins og á Grænlandi og í Himalaja. Heimsfrumsýnd: 25. desember 2013 Noah Noah var tekin víða um Suðurland, allt frá Reykjanesi yfir á Vík í Mýrdal, og að litlum hluta í Mývatnssveit. Þetta er Biblíu- saga heimfærð á nútímann. Og það vakti athygli er tökur fóru fram í Raufarhólshelli, en þá var hlaðinn göngustígur inn í hellinn og aðgengið varð þannig að hellirinn er loksins opinn ferðamönnum. Það eru þrjú stór göt í þakinu á hellinum, þannig að hann er bjartur og vasaljós óþarft. Heimsfrumsýnd: 28. mars 2014 Thor: The Dark World Þór: Myrkraheimurinn var tekinn upp á Landmannaleið í Rangárþingi ytra, rétt í nágrenni við Heklu. Þar glímir Þór við fornan kynstofn svartálfa sem hóta að steypa mannkyninu í ystu myrkur. Heimsfrumsýnd: 8. nóvember 2013 Þór 2 Secret life... Noah 48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.11. 2012 PI PA R\ TB W A • SÍ A • 12 29 33 Á JÓLAGJAFALISTANN SETTU DEVOLD DEVOLDACTIVE BOLURBláir og bleikir, stærðir: 2–16 6.990 KR. DEVOLD ACTIVE BARNABUXUR Bláar og bleikar, stærðir: 2–16 6.990 KR. DEVOLD BREEZE BABY Bleikur, stærð: 74 Blár, stærð: 62 6.490 KR. árum. Það gæti hjálpað til við að selja ferðina að nefna það í kynningarefni. Og svo gæti leiðsögumaðurinn sýnt skot úr myndinni með slagsmálasenunni á jöklinum á meðan hóp- urinn gengur yfir jökulsporðinn. Það þarf ekki mikið til að gera sér mat úr þessu.“ Í þessum orðum töluðum minnist blaðamað- ur skoðunarferðar um Seattle fyrir fáeinum árum, þar sem mikið var lagt upp úr því að sýna húsbátinn þar sem Sleepless in Seattle var tekin. Merkilegt nokk, það er nánast það eina sem blaðamaður man úr ferðinni, þó að einungis hafi verið bent á húsbátinn úr þó nokkurri fjarlægð. Bætt aðgengi að Raufarhólshelli „Þetta er gott dæmi,“ segir Þór. „Erlend kvikmyndagerð skilur líka fleira eftir sem nýt- ist ferðaþjónustunni. Einn tökustaðurinn við gerð Noah eftir Darren Aronofsky er Rauf- arhólshellir við Þrengslaveg, en eins og komið hefur fram í fjölmiðlum var þar tekið upp at- riði með Russell Crowe, Jennifer Connelly og Anthony Hopkins. Þessi tökustaður er ein- stakur því það eru göt í loftinu á hellinum sem hleypa birtu inn, annars væri svona töku- staður yfirleitt byggður í stúdíói. En þarna var þetta gert í alvöru, eins og við segjum, og það er mjög einstakt. Það var einungis vegna þess hve einstakur þessi hellir er og hversu aðgengi að honum er gott, sem er ekki vaninn þegar að stórum hraunhellum kemur. Þarna þurfti að gera aðstöðu fyrir tökuliðið og eftir samningaviðræður við landeigendur og skipulagsyfirvöld á staðnum var ráðist í að gera bílaplan við hellinn og hlaðinn göngustíg- ur ofan í hann. Þegar verkefninu lauk var ákveðið að skilja þetta eftir og fjarlægja það ekki, því þetta gjörbreytir öllu aðgengi fyrir ferðamenn inn að hellinum. Áður fyrr komust rútur til dæmis ekki að hellinum og þeim var lagt í vegaröxlinni, sem skapaði mikið umferðaróöryggi um Þrengslaveg. Þetta á því eftir að gjörnýtast ferðaþjónustunni.“ Útskriftarritgerð Þórs við Háskólann í Bif- röst fjallaði um kvikmyndatengda ferðaþjón- ustu. „Þá fékk ég upplýsingar hjá ferða- málaráði í Skotlandi um kannanir sem gerðar voru í kjölfarið á Braveheart, en þar kom fram að myndin hefði átt stóran þátt í ákvörð- un fimmta hvers Bandaríkjamanns um að heimsækja landið. Í bænum Stirling er minn- isvarði um William Wallace, aðalhetju mynd- arinnar, og áður en hún var frumsýnd komu þangað 25 þúsund ferðamenn á ári. Sá fjöldi jókst í 200 þúsund eftir frumsýninguna og var farið í markaðsherferð til að nýta sér áhrifin enn frekar.“ Hobbitaþorp á Nýja-Sjálandi Hann talaði einnig við ferðamálayfirvöld á Nýja-Sjálandi. „Mikið var lagt upp úr Hringa- dróttinssögu, meðal annars nýtt leikmynd af hobbitaþorpi, sem nú er reyndar búið að rífa. Kannanir sýndu að myndirnar voru aðalhvat- inn að komu 7% allra ferðamanna sem komu til landsins og 92% sögðust hafa heyrt af því að myndirnar hefðu verið teknar þar. Ég vís- aði einnig í að í tengslum við Bond-myndinni Die Another Day fór Icelandair í plakat- aherferð í neðanjarðarlestarstöðvum í London og fjölgaði ferðamönnum í kjölfarið. Í mínum huga er engin spurning um að við getum nýtt okkur þetta meira, meðal annars með því að skoða hvernig aðrir gera það.“ Þetta er vitundarvakning, en það þarf að nýta tækifærin á meðan áhrifin eru mest og ekkert gerist af sjálfu sér, að sögn Þórs. „En á hinn bóginn geta áhrifin líka verið langvar- andi. Líftími stórmynda er langur og mörgum árum síðar getur stórbrotið landslag kveikt ferðaþrá í einhverjum sem leigir sér myndina eða sér hana í sjónvarpi. Hvar í heiminum er hægt að komast á aðra plánetu? Þetta er kannski langsótt, en það þarf svo lítið brot af öllum þeim markaði sem svona miðill nær til. Og það er gríðarlegt tækifæri fyrir eins litla markaðssneið og Ísland er með í ferðamennsku.“ Eina spurningu fær Þór oft, sem er einfaldlega: „Hvernig eigum við að gera þetta?“ Og hann hefur nefnt ýmsar hug- myndir. „Ég sé til dæmis fyrir mér skoð- unarferð frá Akureyri að Dettifossi, þar sem upphafsatriðið í Prometheus yrði hluti af kynningarefninu. Það sama gildir um áætl- unarferðir inn að Landmannalaugum. Það væri hægt að stoppa rútuna á ýmsum töku- stöðum og segja til dæmis: „Hér var það sem geimskipið átti að hafa lent.“ Þetta hljómar einkennilega í eyrum sumra, en þetta er ekk- ert kjánalegra en húsbáturinn þar sem Sleep- less in Seattle var tekin. Það koma kannski ekki margir til Íslands bara út af þessu, en þegar fólk er á Íslandi hefur það þýðingu. Ég vona að Íslandsstofa taki þetta upp og geri sér mat úr því.“ Loftmynd af jökulá á hálendinu. Búðir tökuliðsins í auðninni á hálendinu. Blár ís á Breiðamerkurjökli. Unnið að tæknibrellum fyrir Prometheus á Landmannaleið.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.