Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.11.2012, Page 49

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.11.2012, Page 49
Secret life... Noah tökustaðir Oblivion Oblivion var tekin inni á Jökulheimaleið, rétt norðvestur af Veiðivötnum. Það var í raun enn lengra inni á miðhálendinu en Prometheus. Það sannaði og sýndi að það er hægt að vinna með Prometheus Í tökum á Prometheus var Dettifoss myndaður austan megin frá og ofan í gljúfr- inu. Kunnugir segja það sennilega flottustu þyrlutökur sem farið hafi fram við Dettifoss. Það var fyrir magnþrungið upphafsatriði, sem sýnir krafta vatnsmesta foss Evrópu í þrívídd og í framhaldi af því eru hrífandi tökur af íslensku landslagi. „Ég myndi nánast segja að þetta hafi verið eitt flottasta kynningarmyndband sem sést hefur af Íslandi,” segir Þór Kjartansson hjáTrue North. „Þetta var í fyrsta skipti sem svona fjölmennt erlent tökulið fer inn á miðhálendið. Þó að það hafi verið í jaðrinum, þá var það komið á Hekluslóðir. Flestar aðrar stórmyndir voru teknar í alfaraleið, Flags of Our Fathers á Reykjanesi, James Bond og Batman rétt við hringveginn á Suð- Austurlandi, þó að skroppið væri hálfan dag inn á jökultungu. Journey to the Center of the Earth var í Kaldadal, en það var hvergi nærri stærð tökuliðsins í Prometheus. Þar fengum við reynslu og þekkingu sem nýttist okkur í sumar þegar við unnum á hálendinu, til dæmis varð- andi gistingu og tökustaðabúðir.” Heimsfrumsýnd síðastliðið sumar. svona stórt tökulið við slíkar aðstæður. „Þarna eru svartir vikursandar og eyðilegt umhverfi í sinni stór- brotnu mynd,” segir Þór. „Auðnin okkar er svo mikil auðlind. Það er ekki víða í heiminum sem þú ferð ekki lengra en þetta úr alfaraleið og kemur inn í landslag sem minnir einna helst á aðra plánetu. Það er að minnsta kosti tilfinningin sem erlendir framleiðendur fá þegar þeir koma á svona staði. Þetta er allt frá hálftíma upp í einn og hálfan klukkutíma frá gististöðum. En náttúran er gjörólík öllu sem fólk á að venjast. Í því felast mikil tækifæri.” Heimsfrumsýnd: 19. apríl 2013 Prometheus Oblivion Fyrirspurnir um tökustaði á Íslandi 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 250 200 150 100 50 0 Eldgos Staðan 22. nóv. Ég hef verið þeirrar skoð-unar að menn eigi að haldaáfram að hamra járnið meðan það er heitt,“ segir Einar Hansen Tómasson, sem stýrir Film in Iceland af hálfu Íslands- stofu, en stofnað er til þess verk- efnis í því skyni að laða að er- lend kvikmyndaverkefni. „Það eru nokkrir samverk- andi þættir sem hafa gert okkur kleift að ná þess- um árangri,“ segir hann. 20% endurgreiðsla skilyrði „Verkefnin kæmu ekki nema fyrir 20% endur- greiðslu á þeim kostnaði sem til fellur á Íslandi. Þannig er einfaldlega mark- aðurinn. Tökustaðastjóri sem ég vinn mikið með hefur til dæmis ekki heim- ild til að leita að staðsetningu fyr- ir kvikmyndir ef endurgreiðsla er ekki í boði. Hún er orðin hluti af fjár- mögnun á kvik- myndum. Annar þáttur sem spilar inn í er að innvið- irnir séu í lagi. Ef menn sjá að myndir hafa verið teknar upp hér á landi með góðum árangri, þá geta þeir treyst á góða þjónustu. Nátt- úran spilar auðvitað stóra rullu í þessu öllu saman – Ísland hefur hentað vel handritum þess- ara kvikmynda.“ Það eru alltaf aðrir valkostir. „Áður en New York tók upp end- urgreiðslu þá voru atriði sem áttu að gerast þar einfaldlega tekin í miðborg Los Angeles eða í Toronto í Kanada. 20% fara ekki endi- lega beint í vasann hjá framleið- endum, heldur má líta á þetta sem nið- urgreiðslu á því sem það kostar að koma til Ís- lands. Hér er verðlag hátt á hótelum, mat og ýmsum aðföng- um. En endurgreiðslan dregur úr kostnaðinum og gerir mönnum auðveldara að taka ákvörðun um að koma til Íslands.“ Hann segir til skoðunar að leggja meiri áherslu á kvik- myndatengda ferðaþjónustu. „Við fengum til okkar í febrúar tvo sérfræðinga sem ég hafði séð til í París og það mættu 70 manns úr ferðamannageiranum til að hlusta. Ég held að menn hafi átt- að sig á tækifærunum. Besta dæmið um það er sambandið milli Indlands og Sviss. Indverjar hafa farið til Sviss í tuttugu ár til að taka myndir, en kvikmyndabrans- inn þar í landi græðir ekkert á því. Indverjarnir mæta sjálfir með allt tökuliðið, lifa spart og ferðast svo aftur til Indlands. Hinsvegar hefur byggst upp gríðarleg ásókn indverskra ferðamanna í ferðir til Sviss. Mér skilst að það séu 250 þúsund á ári. Ástæðan er sú að það er svo mikið af Sviss í Bol- lywood-myndunum. Og enginn meðaljón á Indlandi hefur efni á að ferðast til Sviss í tíu daga, þannig að þetta eru sterkefnaðir túristar sem eyða miklu.“ Metfjöldi fyrirspurna Það getur tekið langan tíma að byggja upp svona viðskipta- sambönd, en það að fá mörg stór verkefni á einu ári flýtir fyrir, að sögn Einars. „Núna erum við á Ís- landsstofu að kanna það hjá kvik- myndaverum í Hollywood hvort þau geti aðstoðað okkur við markaðsmálin, hvort það séu sam- starfsfletir varðandi kynningu á myndunum, svipað og gert var með Hringadróttinssögu á Nýja- Sjálandi.“ Útlitið fyrir næsta ár er gott. „Við höfum fengið metfjölda af fyrirspurnum og það eru tvö þrjú verkefni í skoðun,“ segir Einar. „Ég hugsa að ákvarðanir verði teknar í byrjun ársins. En það er ekkert öruggt fyrr en tökur hefj- ast á Íslandi. Það eru dæmi um að menn hafi hætt við með viku fyr- irvara. Svo er mikið af minni verkefnum. Ég var til dæmis að horfa á klukkutímaþátt á Travel Channel, „The Ethical Hedonist“, þar sem fjallað er um hvernig við nálgumst náttúruna. Og svo vor- um við með indverskt verkefni með fjörutíu manna tökuliði, sem hefði þótt merkilegt í meðalári – þegar Russell Crowe er ekki á landinu,“ segir hann og hlær. NOKKUR VERKEFNI Í SKOÐUN HJÁ FILM IN ICELAND Leitum samstarfs við kvikmyndaverin Einar Hansen Tómasson – FULLT HÚS ÆVINTÝRAREYKJAVÍK • Fiskislóð 1 • Sími 580 8500 • mánud.–föstud. 10–18 • laugard. 10–16 AKUREYRI • Tryggvabraut 1-3 • Sími 460 3630 • mánud.–föstud. 8–18 • laugard. 10–16 • ellingsen.is DEVOLD EXPEDITION M. HETTU Kvk, svartur, stærðir: S–XL Kk, svartur, stærðir: S–XL 14.990 KR. DEVOLD ACTIVE Svartar, kk, stærðir: S–XXL 10.990 KR. DEVOLD ACTIVE POLO Fjólublár, kvk, stærðir: S–XL 11.990 KR. DEVOLD ACTIVE Bleikar, kvk, stærðir: XS–XL 10.990 KR. DEVOLD ACTIVE Svartur, kk, stærðir: S–XXL 11.990 KR. DEVOLD EXPEDITION POLO Kvk, rauður, stærðir: S–XL Kk, rauður, stærðir: S–XXL 12.990 KR. EINNIG TIL Í SVÖRTU 25.11. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49 Tökur í sumar við Vatnajökul.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.