Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.11.2012, Síða 50

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.11.2012, Síða 50
Viðtal 50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.11. 2012 H alldór Laxness er ekki sá eini sem átti sögur sem Auður Laxness vélritaði. Hún vélritaði líka fyrir barnabarn sitt, Auði Jónsdóttur rit- höfund, en skiljanlega var það sjálfsagður fyrirmyndar-leikur að vélrita sögur á Gljúfrasteini. Auður Laxness var klettur í lífi dótturdóttur sinnar og amman á Gljúfrasteini er fyrirmynd að karakter í nýútkominni skáldsögu Auðar auk þess sem móðir skáldkon- unnar, Sigríður Halldórsdóttir, gegnir svipuðu hlutverki. Sagan Ósjálfrátt er skrifuð undir formerkjum skáldskapar, sem Auður viðurkennir þó að standi oft mjög nærri sannleik- anum, enda sagan að vissu leyti leikur að mörkum skáld- skapar og veruleika. „Mamma sagði mér að skrifa um allt sem mig langaði að skrifa, annars væri ég ekki skáld, og ég er afar heppin með það. Hún er mjög örlát á sitt og stór manneskja almennt. Hún sagði mér líka fullt af sögum sem ég hafði aldrei heyrt og enduðu í skáldsögunni. Og ég varð margs vísari um margt í kringum mig við tilurð hennar. Til dæmis hefði ég sennilega aldrei vitað að hún hefði fengið fæðingarþunglyndi nema af því að ég var að skrifa þessa bók,“ segir Auður. Í bókinni tæpir hún meðal annars á fæðingarþunglyndi móður og ömmu söguhetjunnar og leiðir líkum að því að sú reynsla hafi markað líf þeirra beggja. Rithöfundurinn sjálfur upplifði væg einkenni fæðingarþunglyndis og lýsir yfirþyrmandi til- finningum nýbakaðrar móður í bókinni. Aðalsöguhetjan er Eyja sem á mjög margt sameiginlegt með Auði sjálfri og mikla samsömun má finna með mörgum persónum í bókinni og fólki sem stendur nærri Auði, svo sem móður og ömmu. Auk þeirra ganga langamma hennar, systir og æskuvinkona aftur í mynd skáldsagnapersóna í sögunni. Þar má einnig finna eiginmann líkan þeim sem Auður giftist kornung og konurnar í fjölskyldunni vildu forða henni frá. Frásögnin er hispurslaus og von að maður spyrji sig hvort einhver verði ekki fúll þegar gengið er svo nærri sannleikanum. Auður segir að hún yrði ekki hissa en það verði þó ekki móðir hennar eða systir. „Gagga systir hvatti mig einfaldlega til að ganga lengra – setja allt inn, „eiturlyf og allt saman“, eins og hún orðaði það. En ég er líka að fjalla um mjög viðkvæma hluti eins og snjóflóðin fyr- ir vestan og þar vona ég að ég hafi stigið varlega til jarðar. Fyrrverandi manninum mínum kynntist ég fyrir vestan en skömmu eftir flóðin flutti ég vestur og bjó þar um tíma, líkt og söguhetjan Eyja gerir. Auðvitað er þetta skáldsaga og ég get aldrei sett mig í spor þeirra sem upplifðu það sem gerð- ist og misstu sína nánustu. En í því sem lýtur að flóðunum vona ég að ég hafi ekki sært neinn, það væri ólýsanlega leið- inlegt ef maður hefði stigið ógætilega til jarðar. Þetta er þó ekki saga um snjóflóðið, hvorki á Flateyri né í Súðavík, held- ur er snjóflóð bakgrunnur í sögunni.“ Áttaði sig illa á Svíþjóðarferðinni Kafli sem tengist snjóflóðunum, þegar Eyja gengur inn í miðstöð aðstandenda sem sett er upp í Reykjavík eftir mannskætt snjóflóð, er afar áhrifamikill en Auður var sjálf stödd á þannig stað með æskuvinkonu sinni sem ólst upp á Flateyri. Auður upplýsir að Kristín Eysteinsdóttir leikstjóri ráðgeri að gera stuttmynd upp úr þeim kafla í bók Auðar. „Mér þykir mjög vænt um það því mér finnst þurfa að flóð- unum séu gerð svo miklu betri skil í okkar menningu. Ég var fremur leið yfir því þegar bókin var komin í prentun að ég hafði á síðustu stundu breytt því sem hafði allan tímann staðið í sögunni; að tuttugu hefðu látist í snjóflóðinu, sem ég byggi á, í að nítján hefðu farist. Ég fór að efast um að þetta væri rétt stuttu áður en ég skilaði handritinu af mér og fann grein úr gamalgrónum fjölmiðli á netinu þar sem greint var frá því að nítján manns hefðu farist. Hins vegar þegar sú grein birtist átti eftir að úrskurða lítið barn látið. Þetta var þó mikilvæg áminning til mín um að ég var að skrifa skáld- sögu, ekki raunsanna mynd af því sem gerðist. Þetta er skáldsaga með stóru essi, alltaf örlítið á ská við veruleikann, svo ekki sé meira sagt.“ Ósjálfrátt er tileinkuð móður Auðar en sagan er ákveðin tilraun dóttur til að skilja af hverju líf móður þróaðist á þann hátt sem það gerði. Móðir Eyju er alkóhólisti en í frásögn- inni reynir Auður að má út þá einsleitu mynd sem samfélag- inu er tamt að draga upp af alkóhólistum. Móðir hennar sjálfrar skrifaði talsvert í blöðin um tíma, viðtöl og pistla, og fór það ekki framhjá lesendum né þeim sem til hennar þekktu og þekkja að þar fór djúpur húmoristi og eldklár manneskja. Síðustu pistlar hennar birtust um það leyti sem Auður fór sjálf að skrifa en í nýju skáldsögunni fleytir sögu mömmunnar lauslega fram, allt frá því að amman fer til Sví- þjóðar þegar hún er aðeins nokkurra vikna gömul. „Kveikjan að kaflanum þegar amman fer til Svíþjóðar var sú að ég fór aftur að glugga í ævisögu ömmu minnar. Þar segir hún frá þessu sjálf en frásögnin er í anda þess hvernig þessi kynslóð sagði frá; ekki verið að láta neina tilfinn- ingasemi uppi. Konur gengu í gegnum mikla hluti en voru oft einar með þá reynslu. Í ævisögunni er hún bara orðin svolítið dauf, fer því til Svíþjóðar og barnið er eftir. Ég man að þegar ég las bókina fannst mér þetta svo furðulegt og ólíkt henni. Amma mín var móðurleg og umhyggjusöm kona og þetta passaði hreinlega ekki við hana. Ég átti erfitt með að skilja þennan kafla og fór því að spyrjast aðeins fyrir, reyna að setja mig í hennar spor og skoða hvað hefði eig- inlega gerst. Sennilega hefði ég ekki farið að spá í þetta nema af því að ég upplifði þessar tilfinningar sjálf að ein- hverju marki.“ Amma sem seildist langt í björgunaraðgerðum Reynsla nöfnu hennar gat orðið ljós á stundum síðar meir. Auður lýsir því þegar hún færði ömmu sinni þær fregnir að hún væri ólétt. „Hún var þá að miklu leyti komin inn í sinn eigin heim í ellinni en spyr mig samt: „Er það gott?“ Þau viðbrögð sögðu mér ansi margt um hennar reynslu og ég notaði þau í söguna. En hún sá að ég var glöð og að þetta væru góð tíðindi fyrir mig og gladdist með. En svo fannst mér mjög merkilegt að heyra aðra svipaða sögu af henni um daginn, þar sem kona sem ég þekki fékk svipaða spurningu og ég þegar hún tilkynnti henni óléttu sína. Það er svo ekki fyrr en ég er farin að kafa ofan í þennan kafla í lífi ömmu sem mamma segir mér sína sögu, sem ég hafði ekki hug- mynd um. Mér hafði bara alltaf þótt svo sjálfsagt að mamma ætti fjögur börn en ekki áttað mig á því að fyrstu tíu mán- uðina í lífi barnanna sinna allra upplifði hún þessar óþægi- legu tilfinningar. Alveg þannig að mennirnir hennar héldu einfaldlega að hún væri eitthvað klikkuð. Í þessu sem öðru í sögunni leyfi ég mér að setjast í skáldlegar stellingar og nota skáldskapinn til að ímynda mér atburðarásina en ég er samt allan tímann að reyna að skilja. Reyna að skilja til dæmis af hverju kona sem er óvenjuflottur penni hættir að skrifa.“ Bók Auðar barst úr prentun til Forlagsins meðan Auður eldri var jarðsungin en hún lést 29. október síðastliðinn, 95 ára að aldri. Rithöfundurinn segist hafa tekið því sem hinstu kveðju en eins og amman í bókinni bjargaði Auður Laxness barnabarni sínu oftar en einu sinni, frá sjálfri sér og öðrum. Og sagan fjallar að stórum hluta til um slíka björgun. „Hún var auðvitað hershöfðingi og allt það en líka virkilegur klett- ur sem seildist oft ansi langt í björgunaraðgerðunum. Það var hún sem hvatti mig til að skrifa og lét mig lofa sér því að eyða ekki tíma mínum í að sitja og hugsa um það heldur framkvæma. Hún hafði virkilega trú á því að ég ætti að leggja skriftir fyrir mig. En amma var þó ófeimin við að láta mig vita vita ef henni þóttu pistlarnir mínir ekki lukkast vel. Sagði það hreint út.“ Undarleg uppákoma í miðju viðtali Þegar Auður skrifaði Ósjálfrátt var amma hennar komin inn í sitt síðasta skeið. „Þetta var kannski mín leið, af því að ég saknaði þess að rabba við hana, að hafa hana að einhverjum hluta áfram hjá mér. Fólk býr innra með manni og ég fann það vel þegar ég ákvað að skrifa um hana. Allt í einu komu heilu setningarnar upp úr mér sem ég nota ekki dags dag- lega heldur eru svipaðar því hvernig hún tók til máls …“ Kúnstug uppákoma verður hér í miðju viðtali á kaffihúsinu sem varla er hægt að sleppa að minnast á. Auður frýs skyndilega þar sem hún er í miðju kafi að tala um Auði Lax- ness og verður starsýnt á eitthvað sem blaðamaður skynjar að er fyrir aftan hann. Í framhaldinu hellir blaðamaður heitu tevatni yfir sig þegar hann snýr sér við og við blasir svart- hvít ljósmynd af Auði Laxness sem hangir á veggnum gegnt borðinu. Það er eins og hún horfi beint á okkur, glettin á svip, í svörtum ramma á Íslenska barnum. „Ertu ekki að grínast í mér. Ég leit upp og beint í augun á ömmu. Ég get svo svarið það!“ Myndin er af Halldóri Laxness og Auði og þau horfa beint til dótturdóttur sinnar. Atvikið er mjög í anda bókarinnar og ýmissa atvika tengdra vinnslu hennar. Langamma Auðar er einn karakterinn í Ósjálfrátt en hún stundaði það að skrifa ósjálfráða skrift með nokkrum vinkonum sínum í Vesturbæ Reykjavíkur um tíma. Auður komst að því fyrir tilviljun að þær bækur væru enn til þegar hún var að hefja skriftir og í ljós kom að þær voru geymdar í næsta húsi við þar sem Örlítið á ská við veruleikann AUÐUR JÓNSDÓTTIR TILEINKAR NÝJA SKÁLDSÖGU SÍNA MÓÐUR SINNI, SIGRÍÐI HALLDÓRSDÓTTUR, DÓTTUR SKÁLDSINS OG SEGIR HANA KANNSKI VERA ÁKVEÐNA LEIÐ TIL AÐ LEIÐRÉTTA EITTHVAÐ FYRIR MÓÐUR SÍNA. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is „Hvatinn á bak við þessa bók er að reyna að skilja sögurnar sem eru kveikjan að minni sögu en ekki dæma,“ segir Auður Jónsdóttir.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.