Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.11.2012, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.11.2012, Blaðsíða 51
25.11. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51 Auður býr – af afkomanda einnar úr ósjálfráðu-skriftar- klíkunni. „Já, það er ekki öll vitleysan eins,“ segir Auður og blaðamaður og viðtalsefnið eru smátíma að jafna sig. Viðtalið nær aftur kjölfestu og Auður heldur áfram þar sem frá var horfið. „Amma vakti mig til vinnu, hélt mér í rútínu eftir að ég skildi, hvatti mig til að hætta að reykja og sagði mér að mjókka. Og þá var ég ólíkt mjórri en núna. Ég held að það myndi líða yfir hana ef hún sæi mig núna!“ segir Auður og hlær. Fyrir barnabarn var mjög ævintýralegt að vera á Gljúfra- steini og Auður var hænd að móðurforeldrum sínum sem bjuggu hinum megin við ána. „Ég styðst við þessi tvö heimili sem sögusvið. Á heimili barnsins þrífst alkóhólismi meðan allt er pottþétt hjá ömmunni og afanum. Þarna eru ung hjón, dugleg og falleg, að koma upp börnum, stolt og vilja ekki vera upp á gömlu hjónin komin. Síðan skilja þau og óham- ingjan á heimilinu stigvex þangað til hún endar í algjörri martröð sem er í algjörri andstöðu við þann ævintýraheim sem amman og afinn hafa skapað en markeraði auðvitað hitt heimilishaldið í sérstöðu sinni. Auðvitað er ég að reyna að skilja mömmu mína í gegnum mömmuna í sögunni. Mamma mín er mikið ólíkindatól, afskaplega sjarmerandi og ég verð á lúmskan hátt alltaf ástfangin af henni. Mér finnst hún heillandi fyrirbæri en hún er oft sjálfri sér verst og ég hef trú á því að það sé eitthvað sem hafi líka fylgt henni úr æsku. Það getur haft ævilöng áhrif á manneskju að vera skilin eftir í frumbernsku og það var ekkert heimili eins og Gljúfrasteinn, mikið af fólki, ærsl og endalaus uppátæki þeg- ar ég var ung en ábyggilega allt öðruvísi þegar hún var lítil. Hún situr ein uppi með veruleika sem fæstir skilja. Ég get ekki sett mig í hennar spor.“ Mamma er betri penni en ég Auður og Sigríður, móðir hennar, eru miklar vinkonur og Sigríður kom með titil bókarinnar. Sagði að engin af þessum persónum hefði verið sjálfráð gerða sinna. „Ég held að ef mamma væri ekki svona örlát á sjálfa sig hefði ég ekki lagt í að skrifa þetta. Hún er alveg ótrúleg með þetta og ég tek ofan fyrir henni fyrir það. Mamma er djúpur sjálfshúmoristi og það er svo gaman að vera með henni því lífið er svo mikill leikur. Hún er mikill prakkari og finnst skemmtilegast þegar lífið fer einhverja fimm hringi í svört- um húmor. Þá fyrst er henni virkilega skemmt. Eina móðg- unin við hana væri ef bókin væri leiðinleg eða illa skrifuð og hún myndi líka segja mér það ef henni þætti svo. Sennilega hefur það verið yfirþyrmandi fyrir hana að eiga Halldór Lax- ness sem pabba í karllægri veröld. Mamma er betri penni en ég og guðdómleg blanda af því að vera mjög kjarnyrt en kærulaus í einu. Hún hefði örugglega orðið allt öðruvísi en afi ef hún hefði lagt skáldskap fyrir sig en ekki síður skemmtileg. Hún hefði aldrei orðið sama stofnunin og Hall- dór Laxness en kannski eitthvað annað, – miklu meiri skrúð- garður.“ Asnalegt að dæma fyrri kynslóðir Auður segir það eiginlega grátlegt að mamma hennar skyldi hætta að skrifa. Það hafi smám saman gerst með æ fleiri börnum, ónýtum ástarsamböndum og endalausu basli. „Ef ég hugsa um líf mömmu þá held ég að ég hefði ekki komist heil í gegnum það sem hún gerði – eignast fjögur börn, vinna alls kyns vinnu og djöflast veðurteppt uppi í sveit. Bara það að vera með flogaveikan ungling eins og mig sem var alltaf full- ur og aðra dóttur að dópa hefði verið nóg. Mér finnst mamma mín mikil hetja og kannski er bókin líka tilraun til að leiðrétta eitthvað og sýna hana í réttu ljósi. En það er ekki hægt að ásaka einn eða neinn fyrir atburði fortíðar. Hann afi var auðvitað var eitt stórt ég, ofsalega góður og skemmtilegur maður, en það er ekkert af því skafið. Ömmu þótti gaman að vera með honum og lifa þessu lífi en það var hörkupúl auðvitað og kostaði fórnir. Hvatinn á bak við þessa bók er að reyna að skilja sögurnar sem eru kveikjan að minni sögu en ekki dæma. Mér finnst mjög asnalegt að dæma fyrri kynslóðir. Fólk er dæmt til að fóta sig í nýjum aðstæðum og sínum skrýtna, launhála tíðaranda en flestir reyna að gera sitt besta. Ég veit að amma mín reyndi alltaf að gera sitt besta og meira til; þegar hún var ung móðir var ekki inni í myndinni að skreppa á veitingastað með hráfæði að spjalla við vinkonur sínar um bókina Árin sem enginn man. Svo má ekki gleyma að þetta er ekki ævisaga heldur skáldsaga, full af ýkjum og hressilegum lygum sem kallast skáldskapur.“ Morgunblaðið/Ómar * „Amma vakti mig til vinnu,hélt mér í rútínu eftir að égskildi, hvatti mig til að hætta að reykja og sagði mér að mjókka. Og þá var ég ólíkt mjórri en núna.“ * „Sennilega hefur það veriðyfirþyrmandi fyrir hana aðeiga Halldór Laxness sem pabba í karllægri veröld. Mamma er betri penni en ég og guðdómleg blanda af því að vera mjög kjarnyrt en kærulaus í einu.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.