Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.11.2012, Síða 52

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.11.2012, Síða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.11. 2012 Viðamikil dagskrá verður í Listasafni Íslands um helgina, og í systursafni þess, Safni Ás- gríms Jónssonar á Bergstaðastræti 74. Á laugardag verður þátttökugjörningur og listsmiðja fyrir börn og fullorðna, kl. 11-14. Þátttakendum er boðið að vinna með bjarta liti og blanda úr þeim litróf skammdegisins. Á sunnudag verður boðið upp á leiðsögn í báðum söfnum. Klukkan 14 er gengið með Sigríði Melrós Ólafsdóttur um sýninguna „Vetrarbúning“ í Listasafni Íslands og klukkan 15 verður Eyrún Óskarsdóttir listfræðingur með leiðsögn um tvær sýningar í Safni Ás- gríms. Nefnast þær „Fornmenn“ og „Um- hverfis landið á fáeinum áratugum“ og eru settar upp í vinnustofu listamannsins. DAGSKRÁ Í LISTASAFNINU LITAGJÖRNINGUR Verk eftir Önnu Hallin og Olgu Bergmann á sýningu þeirra Rek í Listasafni Íslands. Fjallabræður og Lúðrasveit Vestmannaeyja flytja meðal annars lagið Ísland á tónleikunum. Morgunblaðið/RAX Fjallabræður og Lúðrasveit Vest- mannaeyja blása til tvennra tónleika í Há- skólabíói á laugardagskvöld, kl. 18 og kl. 20.30, en þessir tveir hópar hafa átt í sam- starf undanfarin tvö ár. Unnu þeir meðal ann- ars saman að þjóðhátíðarlaginu 2012. Á tónleikunum flytja Fjallabræður og Lúðrasveit Vestmanaeyja saman ýmis lög, þar á meðal lagið Ísland sem búið er að hljóðrita með söng um 20.000 Íslendinga. Gestir á tónleikunum verða Magnús Þór Sigmundsson og Sverrir Bergmann, auk þess sem sjö manna hljómsveit leikur með Fjalla- bræðrum. TÓNLEIKAR Í HÁSKÓLABÍÓI KÓR OG LÚÐRAR Upptökur með Bítlunum síðan á nýársdag ár- ið 1962 eru komnar í leitirnar og verða seld- ar á uppboði í næstu viku. Bítlarnir höfðu komið frá Liv- erpool daginn fyrir upptök- urnar og tóku upp tíu lög fyrir Decca- útgáfuna, en útgáfustjórinn Dick Rowe sem hlýddi á þá, valdi frekar að gera samning við Brian Poole & The Tre- meloes. Það hafa verið talin einhver mestu mistök rokksögunnar. Paul McCartney, John Lennon, George Harrison og Pete Best skipuðu sveitina þenn- an dag og kölluðu sig The Silver Beatles. Meðal laganna á segulbandinu eru Money (That’s What I Want), Like Dreamers Do og Three Cool Cats. Utan á hylkinu er hand- skrifaður lagalisti og svarthvít ljósmynd af sveitinni fyrir væntanlegt plötuumslag. BÍTLAHLJÓÐRIT FINNAST FRUMUPPTÖKUR The Silver Beatles Leikhópurinn Á senunni tekur leikritið Ævintýri um Augastein tilsýninga að nýju í Tjarnarbíói á sunnudag klukkan 14, á tíu áraafmæli verksins. Leikhópurinn var stofnaður af þeim Kolbrúnu Bergþórsdóttur og Felix Bergssyni árið 1998 en Ævintýrið um Auga- stein var frumsýnt í London árið 2002. Frumsýning á Íslandi var ári síðar í Tjarnarbíói. Þá lék Felix Augastein og nú tekur Orri Huginn Ágústsson við hlutverkinu, en hann er sonur Kolbrúnar leikstjóra. „Augasteinn er lítil drengur sem kemur óvænt inn í líf jólasveinanna og breytir þeim. Þetta er sagan af því hvernig jólasveinarnir hættu að vera hrekkjalómar og urðu þessir góðu jólasveinar sem við þekkjum í dag. Augasteinn er líka barnið í okkur öllum,“ segir Orri Huginn. Orri Huginn segist hafa verið viðstaddur frumsýningu verksins í London á sínum tíma og seinna var hann aðstoðarmaður Felix þegar hann sýndi það. „Úti vorum við innan um fólk og börn sem hafði mis- mikla þekkingu á Íslandi og jólasveinahefðum okkar, og þá skynjaði ég á nýjan hátt allar þessar gömlu sögur sem hvert barn á Íslandi elst upp við. Sýningin hefur alltaf verið mér kær eftir það. Nú á ég dóttur sem verður bráðum fjögurra ára og ég vildi að hún fengi að sjá sýninguna. Ég fór að pota í Felix að taka hana upp aftur en þegar fátt var um svör sagðist ég leika hana, og það fannst honum góð hugmynd.“ Hann segir sýninguna vera nokkuð flókna tæknilega. „Ég er með brúður fyrir alla jólasveinana og Augastein, og svo leikum við okkur með skuggamyndir og ég bregð mér líka í hlutverk.“ ÆVINTÝRIÐ UM AUGASTEIN Á FJALIRNAR Þegar jólasveinar urðu góðir „Augasteinn er líka barnið í okkur öllum,“ segir Orri Huginn sem er hér með Augastein vin sinn. Jólasveinarnir eru fyrir aftan þá félaga. AUGASTEINI TÓKST AÐ HAFA GÓÐ ÁHRIF Á JÓLA- SVEINANA. SÝNINGAR Á ÆVINTÝRINU UM ÞENNAN UNGA DRENG VERÐA NÚ TEKNAR UPP AÐ NÝJU. Menning Ég lít ekki á þetta sem þroskasögu held-ur frekar sem einn kanón. Það má sjáá því að þegar ég tek fjörutíu ára gam- alt lag og set á plötu með nýjum, þá sker það sig ekkert úr. Þroskinn er enginn, en kannski hefur tæknileg færni aðeins færst fram á við,“ segir Megas og glottir. Við Magnús Þór sitjum á Borginni og blöð- um í hini nýju og gríðarþykku bók með text- um hans; 730 síður auk ljósmynda frá löngum ferli og teikninga listamannsins. Heiti verks- ins er Megas – Textar 1966-2011. Þetta eru því textar frá 45 árum, eins og þeir hafa hljómað á 40 plötum, og fjöldi óbirtra að auki. Fyrir rúmlega tuttugu árum gaf Almenna bókafélagið út bók með textum Megasar en þessi er helmingi stærri. „Upphaflega hugmyndin var uppdateruð Al- menna bókafélags-bók og við bjuggumst eng- an veginn við því að hún yrði þessi hlunkur,“ segir hann. „Ég hafði frænda minn Steingrím Bjarnason með í ráðum og hann fór í möppur hjá mér og fann margt sem hafði verið alveg vanrækt í gömlu bókinni, en þar voru áttundi og níundi áratugurinn á dagskrá, það sem kom út á plötum og ekki mikið meira. Ég hef ekki hent miklu og þegar frændi minn benti mér á að sumt stæði vel, þá reyndi ég að lifa mig inn í þessar períódur og féllst á að sumt væri per se bitastætt. Þarna væru upplýsandi kveikjur að því sem síðar kom og tilraunir sem voru skáskot út frá þræðinum. Þegar þessir textar höfðu ekki getað komið sér á plötur gleymdust þeir bara. Elsti kaflinn hefur því aukist mikið, textar gerðir á tíma- bilinu fram að fyrstu plötunni 1972.“ Megas var byrjaður að semja nokkru fyrr því á fyrstu plötunni, sem nefndist einfaldlega Megas og innihélt klassíkera á borð við „Um skáldið Jónas“, „Skutulinn“ og „Spáðu í mig“ er einnig „Gamli sorrí Gráni“ sem hann samdi 1957. „Það kom mér á óvart hvað var í mörgum þessum gömlu textum þegar ég skoðaði þá aftur,“ segir hann. „Sumar ídeurnar sýndu mér að ég hef verið nægilega geggjaður en ég hefði líka alveg getað samið sumt af þessu í dag. En sumt af þessu var í ótal handritum, betrumbætur eða ekki-betrumbætur en áframhald þó … Stundum glímdi ég lengi við einhverja texta sem mér þóttu aldrei ganga upp.“ Hann tekur sem dæmi textann „Það sem mestu skiptir“. „Á sínum tíma var komið huggulegt lag við hann en mér fannst það bara ekki ganga upp þá og setti textann til hliðar. Svo tók ég hann upp aftur löngu síðar og þurfti engu að breyta.“ Textinn var kom- inn við lag á plötunni Hugboð um vandræði sem kom út í fyrra. Í ávarpi til lesandans í upphafi bókarinar tekur Megas fram að þetta sé „ekki ljóðabók heldur safn söngtexta“ og að textar sem ekki hafa hlotið eldskírn í hljóðveri séu ögn hrárri en þeir sem slíks hafa notið. „Já, þeir slípast þegar maður fer að æfa þá til innspilunar. Þá má sumt betur fara og stundum þarf að kötta til að stytta lögin. Í bókinni eru nokkrir foráttulangir textar sem aldrei hafa komið á plötur. En, nota bene, svo eru textar sem hafa legið lengi og ekki þótt brúklegir upphaflega, en ég hnika ekki til orði loks þegar ég syng þá. Svo er meira af bókmenntalegu efni í þess- ari bók. Ég hef ort götustrákavísur um hluti sem fóru í taugarnar á mér og margt af því vildi ég ekki hafa með í gömlu bókinni, en svo flýgur tíminn og eitthvað hefur fennt yfir til- efnin en textarnir einhvern veginn renna.“ Textar Megasar verða einmitt oft til sem einhvers konar viðbrögð við áreiti. „Það hefur verið mér leiðarljós að koma í veg fyrir hugarkrabbamein með því að setja böggið út í dægurlag, í syngjanlegu formi. Menn sjá samt ekki endilega samhengið, þetta eru engin prótest eða bent á úrbætur. Í end- ann á fyrsta kaflanum eru hruntextar í hrúgu, einn þeirra er um eymd og reisn í kreppunni miklu – heldur meira um eymdina en reisnina. Svo eru þrjú Víetnamkvæði í bókinni en ég gerði ekkert með þau meðan Víetnamstríðið var í fullum gangi. Eitt þeirra dró ég svo fram fyrir Hold er mold vegna þess að það passaði prýðilega við það sem var í gangi í Írak og Afganistan, ég þurfti bara að hrófla við einni línu og þá stemmdi það.“ Varðandi form textanna segir Megas stuðla og rím á alla kanta hjálpa til við að muna þá. „Ég var leikinn í hálf- og kvartrími hér áð- ur fyrr en það hefur aðeins þurft undan að láta fyrir heilrími. Ég rímaði „pyngjunni“ á móti „strandlengjunni“. Endarím varð seinna eins og hver önnur Bítlamanía sem barst frá Bretlandseyjum.“ Varðandi notkun sína á ljóðstöfum, stuðlum og höfuðstöfum segir hann það spurningu um hvað hann setji upp í sig. „Þeir sem fást við sælgætisgerð lifa við sinn eigin smekk, þeir þurfa ekki einhverja mark- aðssérfræðinga til að segja sér hvað sé best. Ég er kröfuharður á að mér smakkist vel það sem ég set upp í mig. Við hátíðleg tækifæri nota ég ákveðin trix en stundum velta hug- myndirnar þannig fram að maður saknar stuðla ekki stórlega, svo geta stundum verið tveir stuðlar í línu og nýir stuðlar í þeirri næstu, engir höfuðstafir; ekki þessi „stuðlanna þrískipta grein“ heldur hljóð sem ríma saman. En rímhljóð og stuðlar búa oft til hluti sem eiga vel við. Margar ídeur spretta fram vegna þess að það vantar rímorð, þá koma tengingar sem annars hefðu aldrei orðið til. Rímið fer að yrkja.“ Þótt Megas sé kominn með þennan mjúka bókarmúrstein í fangið segist hann ekkert hættur. „Það er alltaf eitthvað að bætast við,“ segir hann. „Þessi doðrantur endar annars á mildasta hugsanlega hátt, á Dyndilyndinu. Með lofsöng um haflóuna og meira að segja marglyttan fær um sig sætan söng.“ TEXTAR MEGASAR FRÁ 45 ÁRUM KOMNIR ÚT Á STÓRRI BÓK Kemur í veg fyrir hugarkrabbamein „ENGINN ÞROSKI EÐA ÞRÓUN: ÞETTA ER EINN KANÓN!“ SEGIR MEGAS UM TEXTAGERÐ SÍNA EINS OG HÚN BIRTIST LESENDUM Í NÝRRI OG HNAUSÞYKKRI BÓK. HANN SEGIST HAFA KOMIÐ BÖGGINU ÚT Í DÆGURLÖG. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.