Morgunblaðið - 08.12.2012, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.12.2012, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 8. D E S E M B E R 2 0 1 2  Stofnað 1913  288. tölublað  100. árgangur  Sendu jólakveðjur á www.jolamjolk.is dagar til jóla 16 NÝ KVIKMYND TIL VARNAR SYSTRUM AGNES BISKUP Í NÝJUM TAKTI Í ÁTT TIL VONAR ÁSGEIR TRAUSTI Í ÚRVALSHÓPI NORÐURLANDA SUNNUDAGUR VERÐLAUN 54FYRST Á ÍSLANDI 52 Morgunblaðið/ÞÖK Annir Mikið álag er á bráðamóttökunni.  „Þetta er svona í meiri kantinum núna og er reyndar búið að vera svona undanfarna daga. Maður hef- ur nú séð það hægara,“ segir Bene- dikt Kristjánsson, sérfræðilæknir á bráðadeild Landspítalans, en mikið annríki var á deildinni í gær. Það er ekki bara hálkan sem hef- ur aukið álagið á bráðamóttökunni heldur eru umkvörtunarefni sjúk- linga af ýmsum toga; brjóstverkir, kviðverkir, slappleiki, brot, togn- anir og fleira. Benedikt segir erilinn á bráða- deildinni hafa dómínóáhrif inn á spítalann. „Það er meira og minna alltaf fullt alls staðar.“ Mikið annríki á bráðadeild LSH undanfarna daga Treyst á fáa markaði » 75-80% af öllum Atlants- hafsþorski, hvort sem hann er norskur, íslenskur, rússneskur eða færeyskur, fara til Evrópu. » Stór hluti neyslunnar fer til Portúgals, Spánar, Englands, Frakklands og Ítalíu en hart er í ári í öllum þessum ríkjum. Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Það verður mikill þrýstingur á veið- ar og vinnslu á Íslandi. Verð hefur þegar gefið eftir og spurningin er hvort það muni gefa frekar eftir á næsta ári. Auðvitað veit það enginn en það má ætla að svo verði, að verð verði undir meiri þrýstingi,“ segir Helgi Anton Eiríksson, forstjóri Ice- land Seafood International, um horf- urnar á fiskmörkuðum. „Þetta hefur fyrst og fremst áhrif á hinum enda virðiskeðjunnar, hjá þeim sem veiða og frumvinna fisk- inn, þar verður höggið mest við lækkandi afurðaverð,“ segir Helgi Anton og upplýsir að vegna niður- sveiflunnar seljist núorðið 5-8% minna af fiski í Suður-Evrópu. Allt að fimmtungslækkun Magni Þór Geirsson, fram- kvæmdastjóri Icelandic UK, segir lægra verð ekki auka söluna. „Verðið hefur almennt fallið. Sjó- frystur þorskur hefur til dæmis lækkað um 15-20% og samt er engin hreyfing á markaðnum … Síðustu sex mánuðir hafa verið þungir á mörkuðum. Menn reyna að hafa eins litlar birgðir og þeir geta.“ Adolf Guðmundsson, formaður LÍÚ, segir stöðuna erfiða. „Maður heyrir að það séu að safnast upp birgðir frá frystitogurum og í frysti- húsunum … Fara þarf átta til níu ár aftur til að finna sambærilega stöðu,“ segir Adolf. Erfitt ár fyrir fiskvinnslur  Forstjóri ISI segir róðurinn verða þungan fyrir veiðar og vinnslu á næsta ári  Sjófrystur þorskur hefur lækkað um 15-20% í verði en samt eykst salan ekki M Daprar horfur »4 Morgunblaðið/Ómar Leynd Maðurinn vill ekki láta nafns síns getið af tillitssemi við börnin. Maður sem rætt er við í Sunnudags- blaði Morgunblaðsins fullyrðir að ill- ir andar hafi tekið sér bólfestu í tveimur barnabörnum sínum um nokkurra vikna skeið fyrir fáeinum misserum. Börnin bjuggu þá erlend- is ásamt móður sinni, dóttur manns- ins, sem er einstæð. Hann hafði farið utan til að hjálpa þeim að flytja í nýtt húsnæði. Andsetningin lýsti sér með ýms- um hætti en áberandi var að börnin komust úr jafnvægi við hlý orð og bænir. Máttu ekki heyra Jesú Krist nefndan á nafn. Þegar mest gekk á létu þau öllum illum látum, hræktu á og formæltu fólki. Illa gekk að tjónka við börnin ytra og komu feðginin heim til Íslands með þau að þremur vikum liðnum. Þegar ekkert hafði breyst sex eða sjö vikum síðar komust þau í sam- band við mann hér heima sem varð til þess að börnin urðu eðlileg á ný. Hann staðfestir frásögn afans og lýsir því, í samtali við blaðið, hvernig honum tókst með tilstyrk Guðs að losa böndin sem haldið höfðu börn- unum. „Maður mætir hinu andlega með hinu andlega,“ segir hann. Illur andi hljóp í börnin  Afi fullyrðir að tvö barnabörn hafi um tíma verið andsetin Heildarvirði áheita í söfnunarátaki Unicef stóð í 116 milljónum króna um tíuleytið í gærkvöldi, að sögn Stefáns Inga Stefánssonar, framkvæmda- stjóra Unicef á Íslandi. Sjónvarpað var frá söfn- uninni í gærkvöldi og landsmenn lögðu sitt af mörkum á Degi rauða nefsins með því að kaupa rauð trúðsnef, taka þátt í sms-leik, með fjár- framlagi eða með því að gerast heimsforeldrar, en þeir eru nú orðnir alls 21.500 hér á landi. Milljónirnar rúlluðu í kringum rauða nefið Morgunblaðið/Kristinn  Borðspilið Valborg er loka- verkefni Sigur- steins Jóhann- esar Gunnars- sonar í ritlist frá Háskóla Íslands. Sigursteinn hef- ur frá barns- aldri haft mik- inn áhuga á spilum. Í Valborg fær hver leikmaður sína persónu og eiga leikmenn síðan í sameiningu að vinna að því að bjarga Reykja- vík. »10 Leikmenn í Valborg bjarga Reykjavík  Farþega- skattar frá Reykjavíkur- flugvelli munu hækka um 41% á næsta ári og nemur hækkunin 70-80 milljónum. Flugrekendur tala um landsbyggðarskatt og ótt- ast að farþegum muni fækka í kjölfarið. Þeir vilja þátttöku í ákvörðunum rekstraraðila flug- vallanna um rekstur og fjárfest- ingar. »2 Gjöldin hækka um 70-80 milljónir á næsta ári
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.