Morgunblaðið - 08.12.2012, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.12.2012, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2012 Opið: Mán - Fim 11:00 - 18:00 Fös 10:00 - 18:30 & Lau 11:00 - 16:00 Hátíðarkörfur Ostabúðarinnar eftir þínu höfði Við erum byrjuð að taka á móti pöntunum í síma 562 2772, ostabudin@ostabudin.is og á ostabudin.is BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Síðustu sex mánuðir hafa verið þungir á mörkuðum. Menn reyna að hafa eins litlar birgðir og þeir geta. Það er samdráttur í frosnum þorski og ýsu í smásöluverslun. Það hefur kannski ekki bein áhrif á Ís- land, enda oft á tíðum tvífryst Kínavinnsla þar á ferð. Þetta er engu að síður áhyggjuefni. Ódýrar tegundir, eins og alaskaufsi, eru á uppleið. Hann selst frosinn í smá- söluverslun,“ segir Magni Þór Geirsson, framkvæmdastjóri Ice- landic UK, um stöðuna á fiskmörk- uðum ytra. Kreppan er farin að bíta „Það er heldur ekki mikið að ger- ast í sölu til veitingahúsa, t.d. pöbba, þar sem fiskur er borðaður á Englandi. Fiskur er dýrt prótín. Það er náttúrlega kreppa. Almenn- ingur er með minna milli handanna. Það fer meira í orkureikninga, bensín og þess háttar. Það er rólegt yfir markaðnum. Svo er framboðið að aukast í helstu tegundum okkar, þorski og ýsu, sem Íslendingar eru mest með. Verðið hefur almennt fallið. Sjó- frystur þorskur hefur til dæmis lækkað um 15-20% og samt er eng- in hreyfing á markaðnum þrátt fyr- ir verðlækkanir. Svo eru Rússar að koma inn á markaðinn af fullum þunga með aukinn þorskkvóta og aukna veiði samfara lélegum mark- aði. Það er því ekkert annað í kort- unum en að það verði áfram þrýst- ingur á verðlækkanir. Rússar byrja á stórauknum þorskkvóta strax í janúar og fara jafnvel út á miðin milli jóla og nýárs til að geta byrjað strax. Sá afli kemur í land í janúar en janúar og febrúar eru almennt ró- legir á markaðnum. Verðlækkunin kemur því á versta tíma.“ Háir ekki HB Granda Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, segir fyrirtækið hafa komist hjá birgðasöfnun, þrátt fyrir verðlækkanir og erfitt árferði á mörkuðum. „Þetta háir okkur ekki. Við höfum náð að haga vinnslunni þannig að flæðið hefur ekki breyst mikið. Við höfum náð að stýra vinnslunni í þær afurðir sem helst er hægt að selja. Við getum því ekki talað um mikla birgðasöfnun,“ segir Vilhjálmur sem bindur vonir við að verðið lækki ekki frekar. „Ég er í sjálfu sér bjartsýnn á að við munum áfram geta selt okkar fiskafurðir. Það er spurning um verðið og hvort það á eftir að lækka enn meir. Það á eftir að koma í ljós,“ segir Vilhjálmur. Daprar horfur um þróun fiskverðs  Samdráttur í frosnum þorski og ýsu í smásöluverslun ytra Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Eins og fram hefur komið áður var eingöngu rætt um ljóðlist, íslenska menningu og endurreisn íslenskrar tungu í Bessastaðaskóla á fundi for- seta með Huang Nubo og íslenskum samstarfsmönnum hans um ljóða- hátíðir í Kína og á Íslandi,“ segir Örn- ólfur Thorsson forsetaritari um fund forsetans með auðjöfrinum. Tilefnið eru þau ummæli Halldórs Jóhannssonar, talsmanns Huangs, í Morgunblaðinu að forsetinn hafi verið einn fjögurra áhrifamanna sem sáu enga meinbugi á fjárfestingum Huangs á Íslandi og hafi jafnframt tekið jákvætt í hugmyndir þar um. Halldór nefndi einnig Árna Pál Árnason, þingmann Samfylkingar, en sá síðarnefndi var efnahags- og við- skiptaráðherra þegar Huang Nubo kom að máli við hann. Tækifæri í óspilltu víðerni „Ég hitti hann einu sinni, þá að hans ósk. Við það tilefni tilkynnti hann mér að hann væri búinn að gera kauptilboð í Grímsstaði. Ef ég man rétt var hann búinn að ganga frá kaupsamningi. Hann gerði mér grein fyrir þeim áætlunum sem hann hefði um uppbyggingu ferðaþjónustu á Grímsstöðum og þeim tækifærum sem hann sæi í íslenskri ferðaþjón- ustu með áherslu á auðn, kulda og óspillt víðerni,“ segir Árni Páll. „Ég var sem efnahags- og við- skiptaráðherra ráðherra erlendrar fjárfestingar, en hafði ekki með hönd- um neinar leyfisveitingar sem lutu að þessari hugmynd. Ég lýsti að sjálf- sögðu almennt yfir ánægju með að menn kæmu með erlenda fjárfestingu í íslenska ferðaþjónustu, enda er í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Sam- fylkingar og Vinstri-grænna lögð áhersla á erlenda fjárfestingu, sem og í síðari stefnuyfirlýsingum á vegum ríkisstjórnarinnar, eins og 20/20- áætluninni og yfirlýsingu formanna stjórnarflokkanna vegna kjarasamn- inga í maí 2011. Það var líka búið að samþykkja stefnumörkun þar um og lög um íviln- un til fjárfestinga og svo framvegis. Þannig að ég fagnaði því að ákvörðun hefði verið tekin um fjárfestingu og vitnaði í þessa stefnumörkun.“ Kristín Árnadóttir, sendiherra Ís- lands í Peking, hefur oft hitt Huang. „Ég hef ekki hitt Huang Nubo með þessum aðilum en auðvitað hef ég margoft hitt hann. Ég dreg ekki dul á það, enda ekki ástæða til.“ – Er rétt að þú hafir tekið jákvætt í fjárfestingaráform hans á Íslandi? Í takt við hlutverk sendiráða „Um það vil ég segja að það er hlut- verk sendiráða að vinna að hags- munamálum Íslands á grundvelli stefnu ríkisstjórnarinnar. Það er meðal annars stefna íslenskra stjórn- valda að efla og hvetja til erlendrar fjárfestingar á Íslandi og efla ferða- mennsku á Íslandi. Þetta hlutverk rækjum við ríkulega með því að kynna Ísland og vekja áhuga manna. Málið fer svo auðvitað í farveg hjá þar til bærum aðilum heima á Íslandi. Við sem sendiráð og ég sem sendi- herra tek ekki efnislega afstöðu til hugmynda sem slíkra. Þannig að hlut- verk sendiráða er að vera þessi brú og koma málum í farveg á grundvelli stefnu stjórnvalda og hún er skýr hvað þetta varðar. Málið er hins veg- ar löngu úr höndum sendiráðsins og hefur verið í vinnslu á Íslandi hjá fjár- festingastofu og þeim ráðuneytum sem þurfa að skoða mál í kjölinn og meta á hverju þau byggjast og taka þá mið af þeim lögum og reglum og umhverfi sem við á hverju sinni. Það er engin launung á því að þetta hlut- verk höfum við rækt án þess að gera mannamun.“ Rætt um ljóð og víðernin  Áhrifamenn lýsa fundum með Huang Morgunblaðið/Ernir Á Íslandi Huang í Hörpu. Tjáir sig ekki » Össur Skarphéðinsson utan- ríkisráðherra svaraði ekki skilaboðum um ósk um viðtal en hann er einn fjórmenning- anna sem Halldór nefndi. » Né heldur svaraði Kristján Guy Burgess, aðstoðarmaður ráðherrans, tölvupósti. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Aukinnar eftirspurnar eftir nef- tóbaki verður nú vart hjá ÁTVR. Fyrirtækið hefur tilkynnt viðskipta- vinum að þeir muni fá afgreitt svipað magn af neftóbaki og sölusaga þeirra segir til um, að sögn Sigrúnar Óskar Sigurðardóttur aðstoðarfor- stjóra. Vænta má um 63% hækkunar á heildsöluverði neftóbaks ef þær auknu álögur sem boðaðar eru í bandorminum, frumvarpi um ráð- stafanir í ríkisfjármálum, verða sam- þykktar. Þar er lagt til að tóbaks- gjald af neftóbaki verði tvöfaldað en það þykir óeðlilega lágt miðað við gjald af öðru tóbaki. Sigrún sagði að nú kosti 50 gramma neftóbaksdós 834 krónur í heildsölu. Verði af boðaðri hækkun mun heildsöluverðið hækka í 1.357 krónur, eða um 63%. Sigrún sagði að ÁTVR hefði ekki framleiðslugetu til að bregðast sérstaklega við snögglega aukinni eftirspurn eftir neftóbaki. Fram- leiðsluferlið taki um átta mánuði auk þess sem framleiðslugeta sé fullnýtt. „Við höfum gefið það út að það verði hægt að afgreiða til birgja sambæri- legt magn og þeir hafa verið að kaupa. Það er ekkert pláss fyrir hömstrun,“ sagði Sigrún. Nú kostar 50 g neftóbaksdós 1.150 kr. í Tóbaksversluninni Björk. Arnþór Indriðason afgreiðslumaður segir að mjög lítil álagning sé á tób- aki og taldi hann að hækkun á heild- söluverði muni skila sér öll út í verð- lagið. Því má ætla 63% hækkun á heildsöluverði þýði að tóbaksdósin fari í um 1.875 krónur í smásölu. Neftóbaksdósin gæti hækkað í 1.875 krónur Morgunblaðið/RAX Neftóbak Verð hækkaði í árs- byrjun og enn stefnir í hækkun. „Maður heyrir að það séu að safnast upp birgðir frá frysti- togurum og í frystihúsunum enda gangi erfiðlega að selja. Fara þarf átta til níu ár aftur til að finna sambærilega stöðu. Þá var veruleg birgðasöfnun og all- ir klefar fylltust af ýsu og þorski. Það var mjög erfitt að selja frysta ýsu,“ segir Adolf Guðmundsson, formaður LÍÚ, um stöðuna hjá útgerðinni. Rætt hefur verið um að fella þurfi gengið til að ganga á birgðirnar. Adolf kveðst aðspurður vera andvígur þeirri leið. „Við förum ekki fram á gengisfellingu núna. Þótt við fengjum einhverjar fleiri krónur í afurðaverði með gengis- fellingu myndi það þyngja út- gjöldin og erlendu lánin. Það myndi því ekki laga neitt hjá okkur,“ segir Adolf. Birgðir að safnast upp STAÐAN HJÁ ÚTGERÐINNI Morgunblaðið/Ernir Auðlind unnin Sumarstarfsmenn að störfum í fiskvinnslu HB Granda. Spáð er erfiðu ári í vinnslunni 2013.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.