Morgunblaðið - 08.12.2012, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.12.2012, Blaðsíða 6
Guðni Einarsson gudni@mbl.is Endurgreiðslur til sveitarfélaga vegna veiða á ref og mink hækka væntanlega um 30 milljónir króna á næsta ári frá því sem áformað var. Breytingatillaga meirihluta fjárlaga- nefndar við fjárlög 2013 um að hækka endurgreiðslur til sveitarfé- laga vegna veiðanna úr 20,2 milljón- um í 50,2 milljónir var samþykkt við atkvæðagreiðslu eftir 2. umræðu. „Það er mjög jákvætt að fá meiri stuðning við þessar veiðar, það veitir ekki af,“ sagði Aðalsteinn Jónsson, gjaldkeri Bjarmalands, félags at- vinnuveiðimanna á ref og mink, um aukin framlög til veiðanna. Hann sagði að sveitarfélögin hefðu borið hitann og þungann af veiðum á ref og mink undanfarin ár og aðaláherslan verið lögð á minkaveiðar. „Ríkið hefur lagt sáralítið eða ekk- ert til refaveiða undanfarið en það hefur aftur á móti haft tekjur af því ef sveitarfélögin hafa látið þær fara fram,“ sagði Aðalsteinn. Skýringin er sú að veiðimenn borga virðisauka- skatt bæði af tímalaunum og akst- urskostnaði vegna veiðanna. „Fyrst þegar ég kom að þessum málum um eða fyrir 1970 þá var þetta borgað eins og önnur vinna. Þá var hlutdeild ríkisins um 75% að mig minnir,“ sagði Aðalsteinn. Hann sagði sífellt hafa dregið úr hlutdeild ríkisins. Seinustu árin sem ríkið tók einhvern þátt þá greiddi það ein- göngu verðlaun fyrir veidd dýr en ekkert í vinnu- eða aksturskostnaði. „Hæsta greiðslan var 7.000 kr. á fullorðinn ref samkvæmt viðmiðun- artaxtanum. Ef keypt var vinna af mönnum sem var skylt að innheimta virðisaukaskatt þá fékk sveitarfélag- ið hann ekki endurgreiddan. Dauður refur var það eina sem bar í raun 49% virðisaukaskatt fyrir sveitar- félögin,“ sagði Aðalsteinn. Framlög verða aukin til veiða á ref og mink  Samþykkt að leggja 50,2 milljónir í endurgreiðslur til sveitarfélaga Morgunblaðið/Árni Sæberg Veiðar Veittar verða 50,2 milljónir króna í endurgreiðslur til sveitarfélaga. Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is „Aðkoma Egils Helgasonar að þessu máli er sorglegur vitnisburður um þá tækifærismennsku sem stundum einkennir þjóðmálaumræðuna á Ís- landi,“ ritar Guðni Elísson, prófessor við Háskóla Íslands, í grein sem birt- ist eftir hann í nýjasta hefti Tímarits Máls og menningar sem kom út í gær. Greinin nefnist „Í heimi getgát- unnar: Kærur Vantrúar, glæra 33 og Egill Helgason“. Í henni gerir Guðni mál Vantrúar gegn Bjarna Randveri Sigurvinssyni, kennara við Guð- fræði- og trúarbragðafræðideild HÍ, að umfjöllunarefni. Morgunblaðið fjallaði ýtarlega um málið á sínum tíma en Vantrú kærði Bjarna Rand- ver í ársbyrjun 2010 fyrir kennslu í námskeiðinu Nýtrúarhreyfingar. Guðni fjallar m.a um þátt Egils Helgasonar sjónvarpsmanns í mál- inu en samkvæmt skrifum Guðna var hann einn þeirra sem tóku undir sjónarmið vantrúarfélaga eftir að hafa verið harður andstæðingur þeirra nokkru áður. „Á árunum 2006 til 2007 skrifaði Egill Helgason röð pistla þar sem hann gagnrýndi félagasamtökin Vantrú fyrir herskátt trúleysi,“ skrifar Guðni. Á þessum tíma á sér stað nokkur ritdeila á milli vantrúar- félaga og Egils á netinu og eyddi Eg- ill út þeim athugasemdum við skrifin sem voru honum ekki að skapi. Guðni rekur m.a. samskipti Egils við einn vantrúarmann en Egill hringdi heim til hans og bannaði honum að setja inn athugasemdir við skrif sín. Fram kemur í grein Guðna, að tónninn í samskiptum Egils og Vantrúar breyttist eftir að Egill bauð Matthíasi Ásgeirssyni, virk- asta félaga í samtökunum, í þátt- inn Silfur Egils í desember 2007. Matthías hafði m.a upp- nefnt Egil Krulla kve- rúlant í baráttu sinni og sagði glærur, sem m.a. var vísað til í kærunni á hendur Bjarna, sér- lega ómálefnalegar. Ver akademísk vinnubrögð Guðni rís upp til varnar akadem- ískum vinnubrögðum í greininni. Hann rekur málsatvik og hrekur kæruliði Vantrúar með rökum. „Meðhöndlun kærunnar innan há- skólans og áróðursspuni Vantrúar í fjölmiðlum vormánuði 2010 voru al- varleg atlaga að sjálfstæði íslenskra háskóla, þar sem akademískum vinnubrögðum var ýtt til hliðar í nafni blindrar sannfæringar, í nafni fullyrðingagleði sem átti rætur í get- gátum og vissu sem varð ekki hrakin með rökum,“ ritar Guðni. Segir hann að þeir sem tóku eindregna af- stöðu gegn Bjarna Randveri í kæru- málinu hafi brugðist sannleikunum því þeir mynduðu sér skoðun án þess að skoða öll fyrirliggjandi gögn og að hugmyndir þeirra um kennslu- hættina hafi verið mótaðar af trúar- sannfæringu fremur en efnislegu mati. Tækifærismennska í þjóðmálaumræðunni  Prófessor fjallar um aðkomu Egils Helgasonar sjón- varpsmanns að kærumáli Vantrúar gegn kennara við HÍ 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2012 *Valið er á milli Marvellous Flowers Shower Gel 75 ml eða Magical Leaves Shower Gel 75 ml -Tilboðið gildir frá 7.-14. desember 2012 -Aðeins einn kaupauki fyrir hvern viðskiptavin.Gildir meðan birgðir endast. Segðu orðið TÖFRAR í verslun okkar og veldu þér dásamlegan kaupauka úr nýju jólalínu okkar með kaupum yfir 2.500 kr.* ANDVIRÐI 850 kr. KAUPAUKI Kringlan 4-12 | s. 577-7040 • loccitane.com L’Occitane en Provence - Ísland Bjarni Randver Sigurvinsson á einnig grein í nýjasta hefti Tímarits Máls og menningar. Í henni beinir Bjarni Randver sjónum að umfjöllun sinni um Helga Hóseasson, oft kallaðan mótmælanda Íslands, og vægi hans í trúar- sögu landsmanna á síðari árum. Helgi var m.a til umfjöllunar í námskeiðinu Nýtrúarhreyfingar sem Vantrú kærði. „Ég ræddi þar sérstaklega um Helga sem aðgerðarsinnaðan helgimyndabrjót og greindi áhrif hans og stuðning- inn við hann út frá trúarlífsfélagsfræðilegum forsendum sem m.a. eru sóttar í skilgreiningu Émiles Durkheims á hinu heilaga sem samein- ingartákni fjöldans í siðrænu samfélagi. Í því sambandi sýndi ég á fá- einum glærum nokkrar ljósmyndir af mótmælaaðgerðum Helga úr bók um hann og nokkur dæmi um kveðskap hans úr útgefinni ljóða- bók hans. Skemmst er frá því að segja að félagið Vantrú, sem átti engan félagsmann í námskeiðinu en hafði gert Helga að heiðursfélaga sínum, kærði mig innan háskólans 4. febr- úar 2010 fyrir glærurnar,“ ritar Bjarni Randver. Skrifar um Helga Hóseasson BJARNI RANDVER SIGURVINSSON Bjarni Randver Egill Helgason Guðni Elísson gegn honum og varpað fram þeirri spurningu hvort hann væri nasisti. Guðni ritar að líta megi á þetta viðtal sem einskonar sáttargjörð á milli Egils og vantrúarfélaga því tónninn í samskiptum þeirra breyttist veru- lega eftir þetta. Guðni telur að sinnaskipti Egils megi líklega rekja til þess að hann hafi viljað láta af skærum sínum við félagsmenn Vantrúar og verið tilbú- inn til að fallast á ýmis þau sjón- armið sem honum hafði áður þótt óhugsandi. Egill blandaði sér í málið gegn Bjarna Randveri og var allt í einu orðinn fullur undrunar og van- þóknunar yfir kennsluháttunum í HÍ „Ég er að fara að framleiða tertur í þessum húsakynn- um,“ segir Haukur Leifs Hauksson, bakarameistari og eigandi félagsins Hressó ehf., en umsókn hans þess efn- is að fá að breyta gamalli bensínstöð að Austurströnd 7 á Seltjarnarnesi í kökugerð var samþykkt á fundi bæj- arstjórnar Seltjarnarness þann 28. nóvember síðastlið- inn. Að sögn Hauks mun einungis framleiðsla fara fram í húsinu, en til stendur að selja kökurnar sem þar verða framleiddar til stórmarkaða. „Þetta húsnæði hentar mjög vel,“ segir Haukur aðspurður hvort það henti vel að setja upp kökugerð á gamalli bensínstöð. Þá segir hann að kökugerðin fari í gang á næstu dög- um. „Þeir eru nú hérna hjá mér að gera úttekt núna þannig að ég býst við að þetta sé að fara í gang á næstu dögum,“ segir Haukur. Morgunblaðið/Ómar Breytir bensínstöð í kökugerð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.