Morgunblaðið - 08.12.2012, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.12.2012, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2012 Í fyrirspurnatíma á Alþingi í vik-unni spurðu bæði Bjarni Bene- diktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Guðbjart Hannesson út í viðbrögð ríkisstjórnarinnar við uppsögnum 250 hjúkrunarfræð- inga. Guðbjartur var jafn skýr í svörum og jafnan svo enginn þarf að efast um að ríkisstjórnin hefur full tök á málinu.    Ekki þarf að óttast úrræða- leysi ríkisstjórn- arinnar vegna ástandsins á Land- spítalanum því að velferðarráðherra upplýsti að ljóst væri að rík- isstjórnin mundi verða „á hliðarlínunni“ í málinu.    Til að leggja áherslu á mikilvægiþess að ríkisstjórnin væri á hliðarlínunni bætti ráðherrann því við að enginn færi „í grafgötur með að málið er háalvarlegt“. Hvar ætli Guðbjartur mundi stað- setja sig ef málið væri ekki háal- varlegt?    Hvað um það, þá dvelur hannnú bísperrtur á sjálfri hlið- arlínunni, „tilbúinn að grípa inn í“ eins og hann orðaði það.    Ekki er ákvörðunar- og at-hafnafælninni fyrir að fara á þessum bænum. Ráðherrann bara þegar kominn á hliðarlínuna og ekki nema 250 hjúkrunarfræð- ingar að hætta.    Og óljósar fregnir herma að efuppsögnum fjölgi sé ráð- herrann harðákveðinn í að velta þessu öllu mjög gaumgæfilega fyr- ir sér. Þá mun hann jafnvel leggja áherslu á orð sín með því að færa sig af hliðarlínunni og heim í sófa. Guðbjartur Hannesson Harðjaxlinn á hliðarlínunni STAKSTEINAR Ögmundur Jón- asson, innanrík- isráðherra, hefur ákveðið að setja Ingveldi Ein- arsdóttur, dóm- ara við Hér- aðsdóm Reykja- víkur, í embætti hæstaréttardóm- ara til ársloka 2014. Ingveldur var einn af fimm um- sækjendum um embættið og var niðurstaða dómnefndar sú að þrír af fimm umsækjendum væru hæf- astir til að gegna embættinu. Auk Ingveldar sóttu um emb- ættið Aðalheiður Jóhannsdóttir, prófessor við lagadeild Háskóla Ís- lands, Arnfríður Einarsdóttir, dóm- ari við Héraðsdóm Reykjavíkur, Ása Ólafsdóttir, lektor við Háskóla Íslands, og Þorgeir Ingi Njálsson, dómstjóri Héraðsdóms Reykjaness. Niðurstaða dómnefndar var sú að þau Ása, Ingveldur og Þorgeir Ingi væru hæfust umsækjenda til að gegna embættinu. Á vef innanríkisráðuneytisins segir, að í ljósi þess hversu mikill munur sé á fjölda karla og kvenna á meðal dómara við réttinn telji ráðherra rétt að setja konu til starfa við réttinn sé hún metin jafnhæf öðrum umsækjendum. Við val á milli þeirra Ásu og Ingveldar sé meðal annars litið til þess að þetta starf sé tímabundið, mikið álag sé á Hæstarétti og nauðsyn- legt sé að viðkomandi geti á mjög skömmum tíma tileinkað sér starfs- hætti réttarins. Þar af leiðandi vegi reynsla af dómstörfum þyngra við mat á umsækjendum en önnur reynsla. Ingveldur hafi langa reynslu af dómstörfum og hafi auk þess tekið sæti í Hæstarétti. Ása hafi ekki slíka reynslu. Því sé Ingveldur sett í embættið. Ingveldur valin í Hæstarétt  Þrír umsækj- endur taldir hæfastir Ingveldur Einarsdóttir Veður víða um heim 7.12., kl. 18.00 Reykjavík 3 rigning Bolungarvík 2 rigning Akureyri -2 skýjað Kirkjubæjarkl. 0 alskýjað Vestmannaeyjar 4 rigning Nuuk -11 léttskýjað Þórshöfn 0 heiðskírt Ósló -7 léttskýjað Kaupmannahöfn 0 skýjað Stokkhólmur -6 snjókoma Helsinki -5 snjókoma Lúxemborg -2 þoka Brussel 2 skýjað Dublin 6 léttskýjað Glasgow 6 léttskýjað London 6 skýjað París 3 skýjað Amsterdam 1 alskýjað Hamborg -3 heiðskírt Berlín -2 heiðskírt Vín -1 skýjað Moskva -5 skýjað Algarve 17 léttskýjað Madríd 7 skýjað Barcelona 15 léttskýjað Mallorca 15 léttskýjað Róm 8 skýjað Aþena 10 léttskýjað Winnipeg -15 skýjað Montreal 1 skýjað New York 5 alskýjað Chicago 7 alskýjað Orlando 18 alskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 8. desember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:05 15:36 ÍSAFJÖRÐUR 11:46 15:05 SIGLUFJÖRÐUR 11:30 14:46 DJÚPIVOGUR 10:43 14:57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.