Morgunblaðið - 08.12.2012, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.12.2012, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2012 Jólasýning Árbæjarsafns verður tvo næstu sunnudaga, 9. og 16. des- ember klukkan 13 til 17. Ungir sem aldnir geta rölt milli húsanna og fylgst með undirbúningi jólanna eins og hann var í gamla daga. Með- al annars verða jólasveinar, þessir gömlu íslensku, á vappi um safn- svæðið á milli kl. 14.00 og 16.00. Í Árbænum sitja fullorðnir og börn með vasahnífa og skera út laufabrauð en uppi á baðstofulofti verður spunnið og prjónað. Þar verður jólatré einnig vafið lyngi. Jólasveinar verða á vappi í Árbæjarsafni Landsmót hestamanna ehf. hefur gefið út dvd-diska með efni frá landsmótinu sem fram fór í Víði- dal í Reykjavík í sumar. Er þetta í fyrsta skipti sem íþróttavið- burður er tekinn upp og gefinn út í háskerpu, samkvæmt upplýs- ingum frá félaginu. Diskarnir eru seldir í tveimur hlutum. Kynbótapakkinn er á fjórum diskum. Þar sjást öll kyn- bótahrossin sem hlutu dóm á mótinu. Tveir diskar eru í há- punktapakkanum sem er sam- antekt af helstu atriðum mótsins, svo sem töltinu, skeiðinu, gæð- ingakeppninni, stóðhestum með afkvæmum, ræktunarbúunum og fleiru. Diskarnir eru til sölu í öllum helstu hestavöruverslunum lands- ins. Þá er einnig hægt að kaupa á skrifstofu Landssambands hesta- mannafélaga í Laugardal. Verðið á kynbótapakkanum er 8.990 krónur og hápunktapakkanum 5.990 kr. Þar er einnig hægt að fá dvd-diska frá landsmótinu á síðasta ári. LH hefur sjálft staðið fyrir myndupptökum á síðustu tveimur landsmótum en í nokkur ár þar á undan var samvinna við sjálf- stæða kvikmyndagerðarmenn. Haraldur Þórarinsson, formaður LH, segir mikilvægt að varðveita söguna og menninguna með þess- um hætti. Morgunblaðið/Styrmir Kári Sýning Ræktunarbússýningar eru í hápunktapakka landsmótsins. Landsmótið gefið út í háskerpu BÆJARLÍF Guðrún Vala Elísdóttir Borgarnes Desember á ekki að vera mán- uður roks og rigningar heldur ljóss og friðar. Þrátt fyrir veðurfarið end- urspeglar desember samt sem áður það fjölbreytta menningarstarf sem er víða að finna í samfélaginu og snertir marga. Þar má nefna söng, dans, upplestur, helgileik, Útvarp Óðal o.fl.    Dansskóli Evu Karenar var með jóladanssýningu í vikunni þar sem sýndir voru samkvæmisdansar, barnadansar, nútímadans, freestyle og ballett. Nemendur Dansskólans eru orðnir rúmlega 150 þannig að áhuginn á danslist er augljós. Það er alltaf húsfyllir í Hjálmakletti, menn- ingarhúsi Borgarbyggðar, þegar Danskólinn heldur sína árlegu Jóla- danssýningu.    Útvarp Óðal er orðið 20 ára en það er árlegt jólaútvarp félagsmiðstöðv- arinnar Óðals sem tengist starfsemi Grunnskólans í Borgarnesi. Útvarpið sendir út 10.-17. des. alla daga frá kl. 10-13 og er alfarið í höndum grunn- skólanema. Þættirnir heita frum- legum nöfnum, s.s „Stórir fiskar“, „Hvítt Toblerone“ svo eitthvað sé nefnt. Hápunktur fréttastofunnar verður eins og undanfarin ár „bæj- armálin í beinni“. Þar koma saman gestir úr atvinnulífinu, íþrótta- og menningargeiranum sem og sveit- arstjórn“. Jólaútvarp Óðals er ómiss- andi liður í jólaundirbúningi Borg- nesinga. Þar sem útsendingar nást ekki er hægt að hlusta á vef Borg- arbyggðar, www.borgarbyggd.is, eða grunnskólans, www.grunnborg.is.    Tónlistarhjónin Olgeir Helgi og Theodóra ásamt dætrum sínum Hönnu Ágústu og Sigríði Ástu munu syngja í Borgarneskirkju 19. desem- ber. Undirleik annast Ingibjörg Þor- steinsdóttir. Theodóra er skólastjóri Tónlistarskóla Borgarfjarðar, söng- kennari og söngkona. Hún stundaði söngnám í Söngskólanum í Reykja- vík, Vínarborg og á Ítalíu og hefur víða komið fram sem söngkona. Ol- geir Helgi stundaði m.a. söngnám við Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Syst- urnar eru báðar í söngnámi við Söng- skólann í Reykjavík. Fjölskyldan tók m.a. þátt í óperunni Sígaunabaróninn sem sýnd var í Gamla mjólk- ursamlaginu við góðar undirtektir. Ingibjörg er Borgfirðingum að góðu kunn, hún var á árum áður píanó- kennari við Tónlistarskóla Borg- arfjarðar ásamt því að vera kórstjóri og undirleikari í héraðinu en býr nú í Hafnarfirði.    Hyrnan hefur síðustu árin verið rekin af Samkaupum. Nú hefur N1 tekið reksturinn yfir og mun fara í 4-5 mánaða breytingar á þessu 1.000 ferm. húsnæði. Meðan það stendur verður einungis opið í bensín- afgreiðslunni. Ekki er langt síðan Shell byggði nýjan söluskála, „Stöð- ina“, og Olís hefur opið allan sólar- hringinn. Þeir ættu því að fara létt með að sinna veitingaskyldum bens- ínstöðvanna á meðan Hyrnan er lok- uð. Rétt er að benda á að Strætó ekur nú frá Olís en ekki Hyrnunni á meðan þessar breytingar standa yfir. Menningarlífið blómstrar Morgunblaðið/Guðrún Vala Elsdóttir Jóladanssýningin Nemendur Dansskólans eru orðnir rúmlega 150 þannig að áhuginn á danslist er augljós. Opnum hluta almenns útboðs með hlutabréf Fjarskipta hf. (Vodafone) lauk í gær en lokuðum hluta þess lauk 3. desember sl. Umfram- eftirspurn var eftir bréfunum, en 60% meira var sótt um í almenna út- boðinu en framboð var af og samtals 120% þegar bæði útboðin eru skoð- uð. Í ljósi umframeftirspurnar mun Framtakssjóður Íslands auka við framboðið og selja til viðbótar sem nemur 10% hlutafjár og verða því samtals seld 60% í félaginu, 49% í lokaða útboðinu og 11% í því al- menna. Þetta kemur fram í tilkynn- ingu frá félaginu. Útboðsgengið var 31,5 krónur á hlut. Samtals bárust áskriftir fyrir 1.652 milljónir króna í almenna út- boðinu en 9.969 milljónir króna frá fjárfestum í lokaða útboðinu. Framtakssjóður Íslands á eftir viðskiptin 19,7% hlut í félaginu. Sjóð- urinn kom að félaginu í upphafi árs 2010 og hefur gegnt virku eiganda- hlutverki í því frá þeim tíma. Umframeftirspurn í Vodafone Polarolje Meiri virkni Hátt hlutfall Omega 3 fitusýrur Minn læknir mælir með Polarolíunni, en þinn ? Selolía, einstök olía Gott fyrir: Maga- og þarmastarfsemi Hjarta og æðar Ónæmiskerfið Kolesterol Liðina Polarolían fæst í: apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni og Melabúð Nú líka í hylkjum Nýtt! A L M E N N A R A U G N L Æ K N I N G A R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.