Morgunblaðið - 08.12.2012, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.12.2012, Blaðsíða 26
Til að lágmarka áhættuna af áföllum í bankarekstri fyrir þjóðarbúið kunna að vera aðrar leiðir færar en að ráðast í fullan aðskilnað viðskiptabanka og fjárfestingarbanka og „ekki endilega víst“ að sú leið sé sú besta. Þetta kemur fram í umsögn Seðla- bankans til efnahags- og viðskipta- nefndar um þingsályktunartillögu um að Alþingi skipi nefnd er endurskoði skipan bankastarfsemi með það að leiðarljósi að leggja til aðskilnað í bankastarfsemi. Í umsögn Seðlabankans er hins vegar bent á að „ekkert eitt viðskipta- líkan kom sérstaklega betur eða verr út úr kreppunni en annað“. Einnig segir bankinn að ekki sé rétt, eins og kemur fram í greinargerð með tillög- unni, að svonefnd Volcker-regla í Bandaríkjunum gangi út á fullan að- skilnað fjárfestingarbanka og við- skiptabanka, heldur lúti hún fyrst og fremst að því að takmarka eigin við- skipti innlánsstofnana. Seðlabankinn telur ennfremur varasamt að byggja á „einföldum skoðanakönnunum,“ en ein slík sýndi mikinn stuðning almennings við slík- an aðskilnað, þegar rætt sé um flókin úrlausnarefni eins og framtíðarskip- an fjármálakerfisins. Seðlabankinn er þeirrar skoðunar að ekki sé hægt að samþykkja tillög- una að öðru óbreyttu. Hins vegar gæti nefnd „með almennara og opn- ara umboð“ til að kanna hvernig megi draga úr áhættu í bankastarfsemi verið gagnleg. hordur@mbl.is Aðrar leiðir en aðskilnaður  Seðlabankinn segir varasamt að „byggja á einföldum skoðanakönnunum“ Aðskilnaður og áhætta » Seðlabankinn styður ekki að öðru óbreyttu þingsályktun- artillögu um aðskilnað fjárfest- ingarbanka og viðskiptabanka. » Varasamt að byggja á skoð- anakönnun við úrlausnarefni eins og skipan bankakerfisins. seint fram og stór hluti hækkunar- innar muni lenda á gististöðunum sem ráði illa við hana. Helsta sölu- tímabili ferðaþjónustunnar sé að ljúka. Langt sé síðan verðskrár voru birtar fyrir næsta ár og bindandi samningar gerðir við erlenda ferða- heildsala um verulegan hluta af gistirýminu. „Ef boðuð hækkun virðisaukaskattsins verður sam- þykkt mun hún því óhjákvæmilega lenda á gististöðunum.“ Samkvæmt skýrslu sem KPMG vann og send hefur verið til alþing- ismanna var framlegð gististaða árið 2011 aðeins 5,9% að meðaltali á land- inu öllu og 2,9% í Reykjavík. Framlegð þarf að standa undir endurnýjun á tækjum Framlegðin þurfi að standa undir m.a. fjármagnskostnaði, afborgun- um af lánum og endurnýjun á tækj- um og búnaði. „Það er því ekki ger- legt fyrir þessi félög að taka á sig hækkun virðisaukaskattsins með því að lækka verð enda ekki eðli virð- isaukaskatts að fyrirtækin þurfi að kostnaðarfæra hann,“ segir í at- hugasemdinni. „Himnasending fyrir svarta markaðinn“  Samtök ferðaþjónustunnar segja að sá svarti hagnist á skattahækkunum Morgunblaðið/Eggert Tapað skattfé Lausleg könnun á umfangi leyfislausrar gistingar á Íslandi bendir til að vangreidd opinber gjöld nemi um 450 milljónum á ári. BAKSVIÐ Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Hækkun skatta á hótelgistingu er himnasending fyrir svarta markað- inn sem kemur til með að hagnast mest á breytingunni. Þetta kemur fram í athugasemd Samtaka ferða- þjónustunnar til efnahags- og við- skiptanefndar í vikunni varðandi auknar álögur á greinina. Þau segja að skynsamlegast sé að leggja áherslu á að uppræta svarta og leyf- islausa gistingu og ná þannig inn auknum tekjum. Lausleg könnun á vegum samtak- anna á mögulegu umfangi leyfis- lausrar gistingar á Íslandi bendir til þess að vangreidd opinber gjöld þessara aðila nemi um 450 milljón- um á ári. Sá svarti hækki verð Stefnt er að því að hækka virð- isaukaskatt á útleigu hótel- og gisti- herbergja í 14% úr 7% 1. maí á næsta ári. Ferðaþjónustan sér sig knúna til að hækka verð til við- skiptavina til að mæta skattahækk- uninni. Það kemur ekki fram í um- sögninni, en þeir sem til þekkja segja að skattahækkunin leiði til þess að svarti markaðurinn geti hækkað sín verð vegna þess að sam- keppnisumhverfið sé með þeim hætti, en sú verðhækkun fer beint í vasa leigusalans, þar sem hann skil- ar ekki hluta af tekjunum til ríkisins. Samtökin hafa lagt fyrir fjármála- ráðuneytið tillögur að auknum tekjum fyrir ríkissjóð, t.d. að afnema rekstur leyfislausra gististaða og selja erlendum ferðamönnum nátt- úrupassa. „Þessar tekjur yrðu hærri en sá ávinningur sem ríkisstjórnin telur sig geta haft af hækkun virð- isaukaskatts,“ segir í athugasemd- inni. Þar segir að breytingin komi alltof Aðfinnslur » Hækka á virðisaukaskatt á gistingu í 14% úr 7% frá 1. maí. » Himnasending fyrir svarta markaðinn sem hagnast mest á breytingunni. » Varasamt er að flækja skatt- kerfið með því að bæta við skattþrepi fyrir 608 aðila. » Gististaður getur þurft að setja fjögur þrep virð- isaukaskatts á reikning (gist- ing 14%, matur 7%, áfengi 25,5% og seld afþreying 0%). 26 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2012 Stuttar fréttir ... ● Seðlabanki Þýskalands lækk- aði í gær hagvaxt- arspá sína fyrir Þýskaland fyrir árið í ár og það næsta. Kemur fram í spánni að nið- ursveiflan sé ein- ungis tímabundið ástand. Jafnfram að útlit sé fyrir að hagvöxturinn í ár verði 0,7% og aðeins 0,4% á næsta ári. Hins vegar muni hagvöxturinn nema 1,9% árið 2014. Í spá bankans frá því í júní var spáð 1% hagvexti í ár og 1,6% 2013. Dekkri hagvaxtarspá Seðlabanka Þýskalands Jens Weidmann seðlabankastjóri.                                           !"# $% " &'( )* '$* +,-./0 ,/,./1 +,-.23 ,+.10, ,,.+2+ +1.2 +40.5 +.3,2+ +2,.25 +-,.20 +,-.40 ,/,.35 +,5.4, ,+.2/- ,,.,3- +1.233 +43./1 +.344- +24.33 +-4.0 ,,3.,+0, +,-.-0 ,/4./- +,5.-2 ,+.25 ,,.4,+ +2./+ +43.0- +.341+ +20.+4 +-4.1- Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Landsframleiðsla á fyrstu níu mán- uðum ársins 2012 jókst um 2% að raungildi frá því sem var fyrstu níu mánuði ársins 2011. Á sama tíma jukust þjóðarútgjöld um 3,7%. Einkaneysla jókst um 3,2% og fjárfesting um 14,3%. Útflutningur jókst um 3% en inn- flutningur nokkru meira, eða um 6,6% fyrir sama tímabil. Þetta kemur fram í frétt Hagstofunnar. Landsframleiðsla á 3. ársfjórðungi jókst um 2,1% frá sama fjórðungi fyrra árs. Landsframleiðslan hef- ur aukist um 2% Innflutningur Fyrstu 9 mánuðina jókst innflutningur mun meira en útflutningur. Heimilistæki, ljós og símar í miklu úrvali. Verslunin okkar er komin í jólabúning og er sneisafull af glæsilegum vörum. Fjöldi tækja á sérstöku jólaverði. Komdu í heimsókn og gerðu góð kaup. Nóatúni 4 Sími 520 3000 www.sminor.is Jólaverð: 5.500 kr. stgr. Gufustrokjárn BOSCH Jólaverð: 27.900 kr. stgr. Ryksuga SIEMENS Jólaverð: 8.300 kr. stgr. Kaffivél SIEMENS Jólaverð: 14.500 kr. stgr. Gólflampi STAVANGER Jólaverð: Matvinnsluvél BOSCH 10.900 kr. stgr. Jólaverð: Rakatæki ANTON 19.900 kr. stgr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.